Tíminn - 19.01.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.01.1958, Blaðsíða 9
T f MIN N, summdaginn 19. janúar 1958. @ .....w<<H| ■Mp é^clilí 'IJnnerótad': S, — Ef ég aðeins hefði — nei, þú skilur það ekki, Brick en. — Jú, ég skil þetta allt, Hinriik minn. — Niei, ég skil það ekki einu sinni sjáifur. Hvernig ættir þú þá að geta skilið það? — Það er bezt að reyna að vars'st að' hugsa imikið um þetta fyrst um sinn. Það kem ur ekki að neinu haldi. — Þetta segja allir. Hefur þú enga betri hughreystingu handa mér? — Minnstu þess, lrve þetta bar brátt að og hve því lauk á skammri stundu. Þau hafa ek'ki orðið að þola mikiar eða langar þjáningar. — En þau eru dáin, Brick- en, sagði hann brostinni röddu. — Skilur þú það ekki, þau eru dáin. Og það er svo mangt sem ég . . . Hann þagnaði. Ég beið um stund. Svo sagði ég. — Svo margt, sem þú áttir ógert, áttu við? — Nei, kannske ekki svo margt ógert — en óihugsað, —Við ráðum ekki til fulls yfir þvi, hvað við hugsum um aðra. Við erurn að'eins breyzk- ar manneskjur, engir englar. — Mér er næst að trúa því, að þau hafi verið engiar, sagði hann lágt. Jæja, ekki néma það þó, hugsaði ég, erbu þegar kom- inn þetta áleiðis. — Nei, ekki engiar, sagði ég með kökk í há'Isi og hugs- aði um leið, að Klas hefði nú verið ií'kur engli á margan hátt. — Nei, þau voru aðeins övenjulega góðar manneskj- ur, Hinrik. Gleymdu því ekki, að þau höfðu sína ájgaMa eins og allir aðrir. — Hvemi'g á ég að geta . . . hvað á ég að gera? Hvernig verður framhaldið fyrir mér, á ég við? Ég hafði ekki á reiðum höndum svar við þessari ör- lagaspumingu hans. Það var hann sjáifur, sem varð að brjóta það til mergjar, hvern- i*g hann gæti lifað lífinu fram vegis. Ég hefði auðvitað get- að sajgt, að hann væri ungur enn, og framhaldið kæmi af sjálfu sér, og tíminn lækn- aði all'ar manniegar þjáning- ar. En ég bjóst við, að það væri einmitt þetta, sem hann vildi eJkki hiuista á. Meðan slíkir harmiar gem þessir dynjn yfir. viija menn ekki hevra neitt um nútímann, teija sorgina ósigranlega. Þetta vissi ég, og því þagði ég. Þegar hann tók til orða aft- ur, var röddin í senn grát- þrungin og gjötil — rödd bug- aðs drengs. — Við vorum svo hamingju söm, Brictoen. Já, ég hafði litoa búizt við þassu, og raunar haldið að svo væri fram á siðasta dag. — Eða vorum við það kannske ekki? Spurningin kom úr djúpi öbtans. — Fannst þér ekki, að við vær- um hamingjusöm, Brieken? — Auðvitað voruð þið ham- imgjusöm, góði minn, sagði ég, því kviað átti ég annað að segja. — Ef þið voruð etoki uácinnct Framhaldssaga s hamingjusöm, þá veit ég sann arlega ekki, hverjir geta kall- azt hamingjusamir. Hann lá þögull um stund eins og hann væri að hlusta á eftirróm orða minna. Augu hans voru myrk, er hann starði á mig út úr hvítum umbúðunum. — Líttu á, ég heimsking- inn, gekk um stúrinn og í- myndaði mér, að við værum óhamingjusöm, sagði hann, og röddin var aðeins hást hvísl. _ Hverju átti ég nú að svara? — Heyrðu, ég heid að þetta komi af og til að öllum mann eskjuim, sagði ég rólega. í iöngu hjónabandi geta ekki allar stundir aðeins verið kossar, bros og ástarorð. Við og við hiýtur að snjóa yfir það, en það þiðuar fljótt aft- ur, og hamingjan brosir við bj'artari en fyrr, eins og sóiin eftir él. — En okkur varð aldrei sundurorða, Bricken. Það var' aðteins svo, að mér fannst | stundum, að aiit væri að henni og mér væri ógerlegt að búa með hénni lengur. Stundum fannst mér líka að drengirnir væru óþolandi. — Það er aðeins óstyrkur á tauigum, Hinri'k. Þú áttir i erfiðleikum á öðrum vett- vangi, þá kemur það niður á fjölskyldunni, mönnum finmst þá allt óþolandi. Og ég sagði ll'ka áðan, að auð- vitað hefðu þau haft sína ágalla eins og annað fólk. En það er þarfiaust að hugsa um þetta núma. — Ég varð að taia um það við einhvern, sagöi hann á- kafur. — Annars tekst mér aldrei að losna undan oki þ&ssamar þráhugsunar. Það er að segja ■— nú skil ég, að þetta er þráhugsun. — Þú hefir kannake allt í einu tekið eftir einhverju, sem þér þótti ógeðfeilt í fari Ingiríðar? Áttu við það? — Ekki allt í einu, heldur smábt um smátt. — Já, blessáður vertu, það er víst ofur eðlilegt. Þannig fer öllum hjónum. Þú skalt ekki láta það valdla þér á- hyggjum. Nú var hann orðinn svo ákafur, að hann baðaði út reifuðum handleggjunum. — Það var ekki þannig, sagði hann. — Þetta var öðruvisi, en ég á svo bágt með að koma orðum að því. Þú ert samt ekki svo 'Skilning'SSljó, að þig renni ekki grun í, hvað ég á við. Ef ég segi þér, að ég fór að hafa óbeit á því, sem ég hafði áður dáð og unnað í fari henníar, þá skilur þú kannske frekar, hvað ég á við. — Segðu mér, hvað það var, sem einkum vakti óbeit þína. — Það var barnaskapur hennar, hreytti Hinrik út úr sér. — Fyrst fannst mér ymdisieiki hennar mest í hon- um fólginn. Svo fór inér smátt og smátt aö finnást hún fákæn á ýmsa lund. Mér fannst hún ebki greind. Ég gat ekki rætt við hana um neitt annað en börn og heim- ili. Og því þurfti ég þá að tala, fyrst umræðuefnið gat ekki verið fjölbreyttara, hugs aði ég. Væri ekki nóg, að við gætum verið hvort hjá öðru? En ég skiidi það smátt og smátt, að það var ekki nógi Jæja, hugsaði ég, það er kanlmanni þá ekki nóg til lengdar. Hann krafðist ein- hvers meira. Ætli það kæmi mér á óvart. — Og það var fleira. Mér fannst svo þreytandi, hvað hún var eftirlát og jafnlynd, alltaf blið og góð, örlaði aldrei á skaphita. Mér fannst það leiðigjarnt. Hún sagði svo oft: Já, góði, þá afþökkum við bara þetta kvöldverðarboð, fyrst þér leiðist að fara. — Já, þá fer ég í bláa kjólinn, fyrst þér þykir hann fallteg- ur. -— Já, mér finnst það alveg rétt hjá þér, við látum Hin- rik þá fara í Norðurskólann — það var vist bara vitleysa í mér að láta mér detta hinn skólann í hug. — Já, það var leiðinlegt að þú skyldir ekki geta selt þetta Hilleström- málverk aðeins vegna þess, að Ottó vildi ekki slá þessum þrem hundruðum af verðimu. — Já, víst er allur þessi striös undirbúning'ur úti í heimi hræði'legur, en maður verður nú samt að vona hið bezta. — Já, víst máttu skríða snöggvast upp í rúmið til min, ef þig langar til, komdu bara .... , Það var ektoi þægilegt að sitja og hlusta á Hinrito þylja þetta upp, en þetta varð hann vist einhvern tíma að segja hvort sem var. Það var eins og hann leitaði í innsta hug- skoti sínu þessa stundina og drægi fram gleymda og gamla hluiti. Hann var að hreinsa til í huga sínum og leitaði hj álpar hj á mér. En þetta var erfitt. Hann ásakaði sjálfan sig harðlega fyrir þetta álit á Ingiríði. En meðan hann sagði mér, hvað honum hefði þótt að henni, var sem ég smitað- ist ósjálfrátt af honum og fyndist sem hann hefði á réttu að standa í meginat- riðum að minnsta kosti. Og það var eins og hann gædd- ist þeirri vissu einnig eftir því sem hann talaði lengur um þetta. Þegar hann hóf máls, var sjálfsásötounin allsráð- andi í orðum og raddblæ, en eftir þvi sem lengra leið á sögu hans. var sem hann rétt lætti sjálfan sig. Mér stoild- ist, að hann hefði verið orðinn þreyttur á henni, mjög þreytt ur, en vildi ekki vera það. — Mér kom það meira að segja oftar en einu sinni I hug, að við ættum alls ekki saman, sagði hann og horfði rannsakandi á mig, þessum óhugnanlega myrku augum. Mér fannst, að ég hefði eigin- lega aldrei viljað eiga hana, að það hefði aðeins verið til- viljun, að við féllumst í faöma og giftumst. Jæja, þar fékk ég víst mína sneið. — Þegar maður byrjar að hugsa þannig, sagði ég hijóm laust, — og byggir á röngum forsendum, þá leiðist maður i ógöngur áður en maður veit af. Þú taldir þér trú um, að þú elskaðir ekki konu þína, og byggðir á þeirri forsendu, og Údýrar skemmtibækur Eftirtaldar bækur eru bæði skemmtilegar og margar fróðlegar, og helmingi ódýrari en hliðstæðar bækur, sem nú eru almennt í bókabúðum. Og þó er gefinn 20% afsláttur, ef pantað er fyrir 200 krónur eða meira. Kinn Jícgn öllum eftir Nóbelsverðlaunaskáldið Ernest Hemingway,...........heft kr. 18,00 Færeyskar þjóðsögur, valið hefur J. Rafnar læknir.....................heft kr. 27,00 Hefndin, sjóræningjasaga eftir enska rithöfund- inn Jefferey Farnol............ib. 50,00 Hofsstadabræöur eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili....................heft 45,00 Jón halti eftir Jónas frá Hrafnagili .. heft 30,00 fslenzkir galdramenn, ib. 40,00, heft 25,00 Hótel Berlín eftir Vicki Baum .. heft 18,00 Hvar eru framliðnir?.............ib. 20,00 Jakob ærlegur eftir Marryat.....ib. 30,00 Katrín e. finnsku skáldk. Sally Salminen ib. 50,00 Landnemarnir í Ranada. Marryat, ib. 30,00 Litla músín og stóra músin og fl. sögur fyrir börn eftir Sigurð Árnason.......ib. 12,00 Lyklar himnaríkis e. A. J. Cronin, heft 30,00 Rarnona e. Helen Jackson........ib. 25,00 Regnboginn, skáldsaga, . . ib. 25,00, heft 18,00 Rósa, skáldsaga fyrir ungar stúlkur eftir Louise M. Alcott......................heft 15,00 Siðasti liirðinginn, spennandi drengjasaga frá hásléttum Argentínu.............ib. 18,00 Sléttubúar, Indíánasaga eftir Cooper, ib. 28,00 Stikilsberja-Finnur e. Mark Twain, ib. 30,00 Tveir hcimar, dulrænar frásagnir e. Guðrúnu frá Berjanesi..................heft 30,00 Viktoría, ástarsaga frá Suðurríkjum Bandaríkj- anna eftir Heny Bellaman........ib. 50,00 York liðþjálfi,................heft 18,00 Þetta allt og himininn líka, stórskemmtileg skáldsaga eftir Rachel Field (aðeins örfá eintök) eftir..........................heft 35,00 Af mörgum þessara bóka eru aðeins fáar óseldar. Gerið X fyrir framan bækurnar, sem þér viljið eignast, sendið pöntunina strax, og bækurnar verða afgreiddar gegn kröfu í þeirri röð, sem pantanir berast meðan upplag endist. Undirrit....óskar að fá þær bækur, sem merkt er við í auglýsingu þessari sendar gegn póstkröfu. Nafa Heimili iiMimftiiiisfnimiiiiiiniiiiimtiiitHiiiHiiiiiiiiniiiiiiiiiiil ödýra bókasalan Box 196, Reykjavík. m £&& VIÐ ÞOKKUM hjarfantega öllum þeim, sem vottuSu okkur samúð og vinar- hug viS andlát og útför Haralds Guðmundssonar frá Háeyri og sýndu minningu hans sóma. Þuriður Magnúsdóttir og fjölskylda. INNILEGAR ÞAKKIR til allra, nær og fjær, fyrir auSsýnda samúð viS andiát og jarSarför eiginmanns míns og föSur Skúla Jóhannssonar. Sérstaklega viljum viS þakka nokkrum vinúm hins iátna, sem minntust hans ógieymaniega. Kristín SigurSardóttir SigurSur J. Skúlason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.