Tíminn - 22.01.1958, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.01.1958, Blaðsíða 3
T í MIN N, miðvikudaginn 22. janúar 1958. 3 Síðustu tillögur í handritamálinu hafa vakið mikla athygli í Danmörk Helztu biöí fluttu fréttir af tillögum áhuga- mannanefndarinnar, og síÖan athyglisverÖar ritstjórnargreinar um máliÖ Ðönskn blöðin hafa rætt handritamáliS á ný í tilefni af tillögu þeirri, er hin frjálsa nefnd danskra menntamanna í handritamálinu, afhenti nýlega dönsku stjórninni. Kennir margra grasa í þessum skrifum og má t.d. nefna þessi: ■ ,,WJ| Politiken Politiken birti ritstjórnargrein 15. janúar undir yfirskrift- inni „Nu niaa der handles.“ 1 greinmni segir, að ekki sé Ijóst, hvort þessi nefnd hafi nú bent á rétta lausn handritamáls- ins, en eitt sé víst, og það sé að þettá Ieiðinlega mál (.irriterende sag) verði nú að leysa á einn eða annan hátt. Blaðið -telur að tillaga íslendinga um nefndarskipun sýni að þeir viíji koma til móts við Dani. Vel megi vera að tillaga Bomholts fyrrv. menntamálaráð- herra um sameign handritanna hafi ekki verið nógu aðgengileg, þótt þar Jiafi verið fnnarétt hönd, sem slegið hafi v-erið á. E.t..v geti núverandi menntamálaráðherra Jörgen Jörgensen lej’st málið á heppilögan hátt, enda muni hann persónulega hafa áhuga á því. Blaðið minnir á, að ráðherrann muni þó þar þurfa að fást við Sfarcke ráðherra, sem muni streit- ast á mióti í líf og iblóð, en varla gera máiið að fráfararatriði. Vitað sé líka, að forsætisráðherrann vill gjarna flýta lausn handritamáls- ins og óhætt sé að reikna með því að meirihluti þjóðarinnar muni ekki leggjast á móti þvi að ís- land fái sín gömlu skjöl, sem séu lieilagar ritningar í augum ís- lendinga. Menntamálaráðherra 'hafi því góð 'spil á hendi, „Altsaa frislc mod, Jörgen Jörgensen“, segir að lokum. Berlingske Tidende Bex-Iingske Tideude birti rit- stjórnargrcin um máliið 15. janúar. Blaðið minnir ó, eð handrita- málið sé á dagskrá alltaf annað slagið og þeir, sem liafi talið að málið hafi verið kistulagt 1954, er íslendingar höfnuðu tillögu Dana um sameiginlega eign, séu nú fróð- ari en áður. Fyrir tilstuðlan Dana, sem láti tilfinningar ráða, hafi málið nú verið tekið upp aftur og aftur svo að sumum finnist að um sé að ræða baráttu til að þreyta andstæðinginn. Síða úr Flateyjarbók Blaðið telur óþarfa að' svara full- yrðingum um að Danir hafi kom- izt óheiðarlega yfir handritin, eða öðrum rangfærzlum í röksemda- leiðslum um málið, sem hafi leitt ýmsa Dani til að gerast talsmenn fyrir afhendingu. Hins vegar veki meiri undrun ummæli í nýjárs- ræðu forseta íslands um að hann líti með biartsýni til lausnar hand- ritamálsins. Það er freisting að á- lita, segir blaðið, að þessi bjart- sýni hafi verið reist á vitneskju fyrirfram um þær tillögur, sem sjálfboðanefndin hefir nú lagt fram og sem geri ráð fyrir af- hendingu liandritanna smátt og smátt. Þá er rifiað upp það umtal sem varð í sumar um pólitiska nefnd- arskipun og sagt, að þá hafi ýnrsir ætlað að slík nefnd stjórnmála- manna, ásarnt ráðgefandi sérfræð- ingum, gæti leyst þessa deilu. En e.t.v. hefir seta Starcke ráðherra í stjórninni hindrað slíka nefnd- arskipun. En hann er, segir blað- ið, alger andstæðingur afhend- ingar og byggir þá skoðun á mik- illi þekkingu á öllum málavöxtum. En sjólfboðaliðanefnd — sem nýt- ur hæfilegrar blessunar — getur líka orpið eggi og gert sér von um að það verði kallað Kólumbusar- egg. Blaðið telur enn óljóst, hvert samband sé í milli nýjársræðu forseta íslands og yfirlýsinga nefnd arinnar, sem að öðru leyti styðjist mjög við grein, sem prófessor Alf Ross hafi ritað. En blaðið telur málið of alvarlegs eðlis til þess að privatnefnd geti gerzt milli- liður til lausnai- því þar sem aðrir landsmenn líti það allt öðrum aug- um en nefndin. Blaðið leggur að lokum áherzlu á, að sérþekkingin verði að skipa hæfilegt rúm við samningaborðið, er málið verði tekið upp að nýju. Berlingske Aítenavis í því blaði er ritstjórnargrein 14. janúar. Fyrst er rakið, að þeir, sem vilja 1 afhenda íslendingum handritin, I hafi ekki verið iðjulausir siðustu Imánuðina. Er rifjuð upp afstaða lýðháskólakennaranna og blaðs þeirra og erindi það, er þeir sendu ríkisstjórn og þjóðþingi í nóvem- ber. Síðan er vikið að sjálfboða- nefndinni og talið að hún hafi verið skipuð nokkuð tilviljana- kennt, og síðan sagt frá álitsgerð I hennar. Bent er á að tillaga nefnd arinnar gangi lengra en danska tillagan frá 1954, sem íslendingar hafi verið fljótir að hafna. Er síðan rakið aðalefni hinnar nýju tillögu. Að lokum segir blaðið: Það er auðvitað gleðilegt að jafn- vel áköfustu afhendingarmenn við- urkenna að vísindaleg vinna er undirstaða fyrir gæzlu handritanna í Kaupmannahöfn. En að öðru leyti virðist tillagan helzt til þess fallin að skapa rugling og glund- roða í máli, sem var að mótast þannig, að það lá nokkurn veginn Ijóst fyrir. Kristeligt Dagblad Þetta blað flytur ritstjórnar- grein 15. janúar. Það segir að það megi kalla ánæjulegt að stjórn og þing hafi nú fengið tilefni til að tafca hand- ritamálið á dagskrá á ný og læt- ur i ljósi von um að tækifærið verði notað. Blaðið telur að málið sé ekki í innsta eðli sínu lögfræði- legt heldur sögulegt og sið- fræðilegt. Danir hafi í höndum fornminjar þeirrar þjóðar, sem Kristján konungur hafi óskað til hamingju á sjálfstæðisdegi henn- ar 1944. Hcr er norræn bræðra- þjóð og sú staðreynd á að móta viðhorf manna til málsins. Blaðið telur að tillaga nefndarinnar sé ó- þarflega flókin. Einfaldast væri að danska ríkið gæfi íslenzka ríkinu það sem ríkisbókasafnið og aðrar ríkisstofnanir hafa af handritum. Þar er um að ræða aðeins fá verk, | sem talin eru einstæð í heimsbók- ' menntunum. Þar næst gæti ríkið tilkynnt Hafnarháskóla að safn- stjórnin væri frjáls að því að af- henda háskólanum í Reykjavík Ái-nasafn. Blaðið telur að þegar sé meirihluti fyrir hendi í stjórn skólans til að afhenda handritin, a.m.k. megi telja víst að málinu vaxi fylgi eftir því sem tímar líða. Social-Demokraten . Stjórnarblaðið Social-Demo- kraten, aðalmálgagn jafnaðar- manna, birti ritstjórnargrein um málið 16. janúar. Þar er fyrst rakið meginefni tillögunnar og síðan sagt, að ó- ljóst sé, hver verði örlög þessarar málaleitanai’ nefndarinnar. Hins vegar sé framtakið gagnlegt að því leyti sem það bendir á nýjar leiðir til lausnar málinu. Blaðið telur engan efa á, að í Danmörku sé að finna góðan vilja og út- breiddan til að finna réttláta lausn málsins í anda norræns bræðralags. Þessi góði vilji hafi komið fram í tillögu þeirri er þeir Hans Hedtoft og Julius Bom- holt birtu 1954. Þessari tillögu höfnuðu íslendingar og málið var tekið af dagskrá. En vandinn var jafnóleystur og fyrr. Blaðið lætur í Ijós þá von, að ábyrgum og skilningsríkum öflum í báðum löndum takist að finna heppilega lausn og ljúka þessu þrætumáli. Iníormation f því blaði var ritstjórnar- g'rein 14. jan. rituð af Outze ritstjóra, og lagzt gegn tillög- unni um afliendiugu eins og áður í því blaði. Er tekið undir skoðanir Palle Lauring rithöfundar um að Danir eigi íslendingum síður en svo nokkra þökk að gjalda. í bréfum til blaðsins er skoðun þess andmælt, t.d. er birt langt bréf 16. jan. frá V. Persson þar sem hvatt er til afhendingar og það mál rökstutt. Fleiri blöð munu hafa rætt málið, aulc þess sem þau skýrðu ýtarlega frá tillögum nefndarinnar í fréttum. Vegir í Skagafirði ófærir vegna snjóa* - umferS teppt síðan á föstudaginn - Mjólkurflutningar hafa legií niíri þar til í gær, aS sjc smálestir voru sóttar á jarðýtu og sleóa Sauðárkróki í gær. — Hríðarveður hefir verið hér í Skagafirði í viku. Er nú orðið mjög erfitt um alla flutninga innan héraðsins og engir mjólkurbílar hafa komið hingað til Sauðárkróks síðan á föstudag. í dag var farið á stórri jarðýtu með sleða friaim í Varmahlíð til að sækja mjólk. Voru sjö smálestir af mjólk fl'uttar á sleðanum til baka. í dag var unnið að því að ryðja snjó af veginuim auslur í Hegra- nes og er búizt við að mjólkur- biifreið úr BlönduMið komi þá leið í fyrramálið. Flugferðir hibgað til Sauðár- ikrótos féllu niður sam'fleytt í vifcu vegna veðursins. f gær kom svo filuigvél hingað en hér biðu margir farþeigar eftir fari. Þegar véJin vai nýsetzt skaM á dimmt él og ekki uim annað að gera en bíða þar til í dag. Þegar áfcti að setja vélina í gang í mörgun, voru mótorarnir það kaidir, að þeir fóru etkki í ganig. Var þá önnur véi fengin ana, en meðal þeirra voru tveir ana, en mðeal þeirra vöm tveir sjúMingar, sem þurftu að leilta sér lækninga til Reykjavíkur. Vél- in, s’em fór ekki í gang er enn hér á fltugvelLinuim. Dinimdi að nýju í kvöld. í dag birti upp og bjuggust menn við að sú uppstyt'ta béldist eiltthvað. Hins vegar fór veður versniandi, þegar á daginn leið og koimiin norðvesitan hríð í fcvöld. Jarðlaulst er orðið með ödílu í hér- aðinu. Hin nýja stétt“ eftir júgóslavneska kommúnistaleiðtogann Djilas komin Þyngsta ásökunin á kommúnismann til jbessa Bók júgóslavneska kommúnistaleiðtogans fyn-verandi, Milovans Djilasar, kemur í bókaverzlanir í dag. Útgefandi er ALmenna bókafélagið. hötfundinn „ariftaka Göbibel's“ o. s.frv. Sérhver sá, sem kyamaist vill eðli stjórnmála nútDmans, ætti að lesa þessa bók. Þýðendur bókarinnar eru þeir Magnús Þórðarson, situd. jur. og Sigurður Línda'l, situd. jur. Framboðsiistar Framsóknarflokfcsins Listabókstafir Framsóknar- flokksins í kaupstöðum eru þess- Ir: Milovan Djilas Fáar bækur hafa vakið meiri athygli um sinn en þessi, né verið meira lesin um heim allan frá því hún kom út í fyrsta sinni í Bandaríkjunuim á síðastl. srnnri. Höfundur bókarinnar situr, eins og kunnugt er, í fangelsi í Júgó- slavíu, dæmdur fyrir bókina. en handriti hennar hafði verið smygl að út úr landinu til bandarísks útgáfufólags. Þungar ásakanir. Hin nýja stétt er einhver mikil- vægasta bókin, sem rituð hefir verið um kommúnismann, og þyngsta ásiökusnin á þá stefnu tiJ þessa. Bókin er beiskur ávöxtur af reynslu hreinskilins koimmún- ista, er komst í fremstu röð valda manna í landi sínu, en tók að efast uim grundvallaratriði hinna bomim- únisltísku hugmynda, meðan hann stóð enn á hátindi valda sinna. — Hin nýja stétt tætir í sundur fræði Jiega réMætingu koflmmúnismans og sýnir með órækum rökmn, á hvern hátt og hvers vegna stefin- an fær eigi staðizt. Þessi bók á 'tvímælailaust effir að hafa mikil áhrif því að hún skekur sjálfa undirsl’öðu hins koimimúnistíska h'eims. Hreinskilinn maður. SLálin sagði um Djilas, að hann væri hreinskiiinn maður, er segði jafnan það, sem honmn byggi í hug. Nú lýsa bdlöð komimiinista honum með þeim ljótuistú orðum sem þau eiga til, kaJJa bókina „andkammúnistískt aunkast ger- spiMts og brjálaðs mamns“, og Reykjavík Akranes ísafjörður Siglufjörður Ólafsfjörður Akureyri Húsavík Seyðisfjörður Neskaupstaður B-lisH A-listi A-listi B-listi H-listi B-Iisti B-Iisti H-listi B-listi Vestmannaeyjar B-listi Keflavík Hafnarfjörður Sauðárkrókur Kópavogur Listabókstafir B-Usti B-Usti B-Iisti B-Usti Framsðknar* flokksins í kauptúnum eru þessir: Borgarnes B-listi Stykkishólmur A-Iisti Ólafsvík A-listi Hellissandur A-Usti Patreksfjörður B-listi Bíldudalur B-Iisti Flateyri A-listi Blönduós B-Iisti Skagaströnd D-Hsti Hólmavík A-Iisti Egilsstaðir B-listi Eskifjörður B-listi Reyðarfjörður B-listi Fáskrúðsfjörður A-Usti Djúpivogur A-Iisti Höfn, Hornafirði B-Usti Stokkseyri A-listi Eyrarbakki A-listi Bolungarvík H-listi Hveragerði B-Iisti Selfoss A-listi Njarðvík A-listi Allar upplýsingar varðandi u*» ankjörstaðakosningu eru gefnar 1 <íma: 19613. — Dragið ekki a* kjósa, nú eru aðeins 3 dagar til kosninga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.