Tíminn - 24.01.1958, Blaðsíða 6
6
♦
Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn
Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb).
Skrifstofur í Edduhúsinu viS Lindargötn.
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304.
(ritstjórn og blaðamenn).
Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Öttinn við vanefndirnar
í HINNI snjöllu útvarps
ræöu Þórðar Björnssonar í
fyrrakvöld, vék hann að því
háttalagi Sj áflfstæðisflokks-
ins að beina kosningabarátt-
unni að allskonar gulum
sögurn, sem eru bæjarmál-
unum alveg óviðkomandi.
Þórður sagði m.a.:
„ÞESSAR Gróusögur í-
haldsins eru búnar til í þvi
skyni að leiða athygli kjós-
enda frá vesaldómi valda-
manna bæjarins í fram-
kvæmdum bæ-jaimála. Og
ekki sízt vanefndum valda-
manna á þeim loforðum,
sem þeir gáfu bæjarbúum
fyrir seinustu kosningar.
Hver voru þessi loforð?
Hverjax hafa efndirnar ver-
ið? Ég nefni þessi loforö úr
hinni bláu bók ársins 1954
og efndir loforðanna:
Þeir lofuöu að mtalbika
eða steinsteypa allar aðal-
götur bæjarins. Efndirnar
eru þær, að enn í dag er
gatnagerð bæjarins öll í
megnasta ólagi, undirbúning
ur ónógur, efni lélegt, vinnu
tækni úrelt. Þeir lofuðu lág-
um álögum og gætni í
fjármálum. — Efndirnar
eru gifurleg hækkun út-
svara, jafnvel umfram heim
ildir laga, sem leggjast með
ofurþunga á almenning og
atvinnurekstur, svo og meiri
eyðslu og, meira sukk i fjár-
málum en nökkru sinni fyrr.
Þeir lofuðu nægum fjölda
byggingarlóöa. Efndirnar
eru þær, að miJli 5 og 6 þús-
und lóðaumsóknir liggja ó-
afgreiddar í stórum skjala-
skápum bæjarskrifstofanna.
Þeir lofuðu stórfelldri
aukningu Hitaveitunnar. —
Efndimar hafa verið þær, að
koma beinlínis í veg fyrir
aukningar veitunnar með
því aö taka allan gróða henn
ar og eyða honum til allt
annarra framkvæmda.
Krukkspá
SJÁLFSTÆÐISMENN hafa
jafnan hampáð hinni svo-
nefndu glundroðakenningu
við allar bæjarstjórnarkosn
ingar. Þeir gera þetta enn,
en af öllu minni sannfæring
arkrafti en áður. Um þetta
sagði Þórður Björnsson í út-
varpsumræöunum i fyrra-
kvöld:
„Sjálfstæðismenn spá því,
að ef þeir missi völdin í bæn
um komlst allt á hverfanda
hvel, og glundroði verði í
stjórn bæjarins.
Þetta er hinn mesti mis-
skilningur. Krukkspá ein. í
flestum bæjarfélögum utan
Reykjavíkur hefir enginn
einn flokkur hreinan meiri-
hluta, en í þeim öllum hefir
verið mynduð ábyrg meiri-
hlutastjórn tveggja eða fleiri
fiokka. Nú þegar er búið að
gera samkomulag á Akur-
eyri milli andstöðuflofcka
Þeir lofuðu að hefjast
handa um endurbyggingu
gamla bæjarins. Efndirnar
eru þær að enn í dag er ekki
byrjað á henni, heldur bær-
inn verið þaninn út meira
en nokkru sinni fyrr.
Þeir lofuðu að bæta úr öll
um vatnsskorti i bænum. —
Efndimar hafa verið þær, að
enn í dag verða íbúar heilla
gatna og hverfa að búa við
langvarandi vatnsskort.
Þeir lofuðu útrýmingu
allra opinna holræsa í bæn-
um. Efndirnar háfa verið
þær, að enn í dag búa íbúar
heilla bæjarhverfa við renn
andi skolpfljót, og holræsa-
kerfi, sem er algjörlega ó-
þekkt í öðrum höfuðborgum
vestrænna menningarlanda.
Þeir lofuðu útrýmingu
allra braggaíbúða. Efndirn-
ar eru þær, að í dag búa
þúsundir bæjarbúa í slíkum
vistarverum.
Þeir lofuöu að byggja
verkamannahús og sundlaug
í vesturbænum. Efndirnar
eru ein grunn gryfja.
Þessi dæmi sýna, svo að
ekki verður um villst, að
valdamenn bæjarins hafa
vanefnt þau loforð, sem þeir
gáfu kjósendum fyrir sein-
ustu kosningar.
Þetta vita valdamennirn-
ir sjálfir. Þessvegna vilja
þeir komast hjá umræöum
um bæjarmálin. Þessvegna
fara þeir undan í flæmingi
hér í umræðunum. Þessvegna
búa þeir til sögur, gular
sögur."
VISSULEGA bera þess-
ar sögur íhaldsins vitni um
menn, sem óttast meira en
nokkuð annaö, að dæmast
af verkum sínum. En það
ætti líka að vera kjösend-
um glöggur leiðarvísir í
kjörklefunum á sunnudag-
inn.
íhaldsins
Sjálfstæðisflokksins um að
stjórna kaupstaðnum næsta
kjörtímabil — án þátttöku
Sjálfstæðisflokksins. Sama
myndi áreiðanlega verða hér
i Reykjavík, ef Sjálfstæðis-
fl. missir völdin í bænum.
Ráðamönnum bæjarins er
þetta einnig ljóst. Þeir trúa
ekki sjálfir Kmkkspá sinni
um glundroðann. Þessvegna
leggja þeir nú kapp á að búa
til sögur, kynjasögur, furöu-
sögur, Gróusögur, sem eiga
að hræða menn frá því að
kjósa annan flokk en Sjálf-
stæðisf lokkinn.‘ ‘
Sú iðja mun áreiðanlega
misheppnast þeim. En hún
sýnir hinsvegar vel þann
dóm, sem forkólfar Sjál'f-
stæöisfl. óttast, ef þeim
tekst ekki að villa um fyrir
kjósendum með gulum sög-
um.
T í MIN N, föstudaginn 24. janúar 1958.
ERLENT YFIRLIT
Kynslóöaskiptin í
Hver verfta áhrif hennar á stefnu Sovétríkjanna í framtííinni ?
ÞAÐ VAKTI ekki sérstaka
athygli, þegar tilkynnt var í
Moskvu nokkni fyrir áramótin,
að nýr maður hefði tekið sæti
Zukoffs anarskálks í franikvæmda-
nefnd kommúnistaflokksins, en
sú nefnd ræður mestu um stjórn
Sovótrikjanna. Maður þessi, Nurit-
dan Akramovitsj Mukhitdinoff,
mátti heita algerlega óþekktur
! utan Sovctrikjanna cg einnig lítt
þekktur í Sovétrikjunum sjáifum.
í tilefni af þessari útnefningu
hans var yfirleitt ekki annars get-
ið en að hann myndi vera ein-
dreginn fylgismaður Krustjo'ffs.
Síð'an hefiu- nokkuð meira verið
ritað um útnefningu hans, og at-
hygiinni einkum verið beint að
tvennu í sambandi við hana. Ann
að er það, að hann er fyrsti mað-
urinn frá Mið-Asíu, sem tekur
sæti í framkvæmdanefnd komm-
únistaflokks Sovétríkjanna. Það
þykir gefa vísbendingu um vax-
andi hlutdeild þeirra, sem búa
austan Úralfjalla, í stjórn Sovót-
ríkjanna. fbúum fer þar líka stöð-
ugt fjölgandi og ailt kapp er lagt
á að auka byggðina þar.
HITT ATRIÐIÐ er það, að
Mukhitdinoff er tfyrsti mauðrinn
í framkvæmdanefndinni, sem er
fæddur eftir kommúnistabylting-
una, en hann er fæddur seint í
nóvember 1917. Þetta >wkir glögg
vísbending þess, að ný kynslóð
fari nú óðum að taka vöidin í
Sovétríkjunum. Meðan Stalin lifði
átti enginn sæti í framkvæmda-
nofndinni, sem var fæddur eftir
1900. Enn er þannig ástatt, að
aðeins þriðjungur fulitrúa í fram-
kvæmdanefndirmi eru fæddir efitir
1900 og fjórir þeirra voru yngri
en tíu ára, þegar byltingin hófst.
Auk Mukhitdinoff, eru það þau
fni Furtseva, Alexei Kirichenko
og F.R. Kosloff.
Um Mukhitdinoff er það annað
að segja, að hann er kominn af
bændaættum hlaut einskonar verzl
unarmenntun og starfaði síðan á
vegum 'kaupfélaganna í Uzbekist-
an. Hann gékk ekki í kommúnista
filokkinn fyrr en 1942, þegar hann
var í hernum, en þá var hann
gerður að þóiitískum eftirlits-
manni þar. Eftir styrjöldina reis
stjarna hans hratt. Árið 1949 varð
hann einn af framkvæmdsstj ór-
um kommúnistaflokksins í Uzbe-
kistan, árið 1951 varð hann for-
saetisráðherra lýðveldisins þar og
1955 aðalframkvæmdastj. komm-
únistaflokksins í Uzbekistan, en
það er mesta Valdastaða þar. Hann
er sagður liafa jafnan stutt
Krustjoff eindregið í átökum
þeim, sem hafa orðið innan komm
únistaflokks Sovétríikjanna, enda
hefur hann nú fengið fu'U laun
fyrir það.
í SAMBANDI við þessa út-
nefningu Mukhitdincffs hafa um-
ræður orðið nokkuð meiri um það j
en áður, hvaða áhrif það muni
hafa á stjórnarhætti Sovétríkj-
anna, 'er fyrsta kynslóðin, sem vex
upp eftir hyltinguna, tekur þar við
völdunum. HLngað-til hefur Sovét
ríkjunum verið stjórnað fyrst og
fremst a.f kynslóð byltingarmanna.
Iljá því getur ekki farið, að
þessi kynslóðaskipti hafi veruleg-
ar breytingar í fiör með sér. Ýmsir
kunna að vísu að ályíkta svo, að
þessi kynslóð sé aiin upp í trúnni
á kommúnismann og muni jafn-
vel fylgja honuim af enn rneiri
blindni en byltingamennirnir
sjálfir. Gegn þessari röksemd mæl
ir það, að hver ný kynslóð hefur
tilhneigingu til að koma með sín
eigin sjónarmið cg siði og brjóta
að ýmsu leyti í bága við næstu
kynslóð á undan. Þetta hlýtur að
eiga við í Sovétéríkjunum ekki
síður en amiarsstaðar.
Þá kemur það einnig til greina,
að hin nýja kynslóð hlýtur að
krefjast að mörgu leyti betri kjara
en gamla kynslóöin sætti sig við. j
Það eitt getur orðið afdrifaríkt.
Nuritdin Mukhitdinoff
1 F.RAJVL—_LL. af þessu or
ekki úr vegi að igeta erindis, sem
ein af sérfræðingum Bandarikja-,
manna í máium Sovctríkjanna,
hefur nýlega haldið. Það er Albert |
Parry, sem er. prófessor í þessum |
fræðum, við háskólann í Trenton.
Hann hélt því fram, að vart væri
að vænta samkomulags við stjórn
endur Rússa að svo stöddu. Hins-
vegar væri ástæða til að binda'
miklar vonir við hina fjölmenmi
■stétt sérfræðinga og vísinda-
manna í Sovétríkjunum. Hér er
um nýja stétt að ræða, sem mun
hafa vaxandi áhrif í Sovétr. á
komandi árum. Þessi stétt býr við
góð kjör og hefur lílinn áhuga
fyrir kommúnisma. Hún er vin-
veitt lýðræðisþjóðunum og óskar
yfirleitt gott samstarf við stétt-
arbræður sína þar. Fáát er því
vænlegra, sagði Parry prófessor,
til að bæta sambúðina milli stór-
veldanna en að auka samskipli
vísindamanna Sovétríkjanna og
Vesturveldanna.
I
MJOG MARGIR þeirra sem
ræða um þessi mál, hallast að
þeirri skoðun, að ikomandi kyn-
slóðir í Sovétrikjunum muni fjar-
lægast kommúnismann. Hitt get-
ur hinsvegar orðið vafamál, hvað
leysir hann af hólmi. Verður það
kannske rússnesk þjóðernisstefna,
sem miðar að því að leggja allan
heiminn undir Rússa? Því er ekki
að neita, að verulegur jarðvegur
er nú fyrir slíka slefnu í Sovét-
ríkjunum, þar sem márikvisÉt Hef-
ur verið keppt að þvi, að Sovét-
ríkin sköruðu fram úr .öðruon ríjkj-
um á sem allra ílestown sviðum.
Til þess að ná því anadki hefur
verið slegið mjög á strer.gi þjóð-
ernisins. Hins cr bvo jafnframt
að gæta, að friðarvöji er óreiðan
lega mjög sterkur aneðal rússn-
eskrar alþýðu og rússneslkrá vís-
indamanna. Vafalítið geta lýðræð-
isþjóðirnar haft ventleg bein áhrif
á þróunina í Sovétríkjunum, hvað
þetta snertir. Áfi,. '■>aldandi "kalt
stríð, án minnstu tLlsílaka.na og
samkomulags, mun vafaiítið gefa
þjóðernisstefnunni byr í 'Séglin.
Allt, sem stefnir í áttina til bættr-
ar saimbúðar og eykur gagnfevæm
kynni og samskipti, mun hinsveg-
ar styrkja þau öfl í Sovðtrík.jun-
um, sem vilja frið og fansælt sam.
starf þjóða. Því skiptir anegin-
rnáli, að lýðræðisþjóðirnar liagi
vinnubrögðum sínum þannig, að
augljóst sé, að batnandi isambúð
austurs og vesturs strandi ekki á
þeim. • Þ.Þ.
Námskeið
(Framhald af 3. síðu).
lands í þriðja sinn óg múh ha.nn
taka þátt í lokaundirbúningi og
annast kennslu í sölufræði á nám
skeiðinu. Nc'kkrir innlendir kaúp
sýsilumenn munu verða fengnir til
að flytja fyrirlesitra. hvær i sinni
grein.
Þátittakendum verður sikiþf í tvo
flokka, þannig að í öðrum verður
starfsfóik úr öðrum greimim smá
söluverzlunar. Kennt verður í
hvorum flokknum run sig tvö
kvöld í vikii og fer kennsflan ým-
ist fram í húsákynum Iðnaðarmála
stofnunarinnar, Félagshieirriili V.
R. eða Verzlunarskóla fslands.
Reynt verður að hafa það fyrir-
komulag á kennslimni á hverju
kvöldi, að fyrst verður filuttur
fyrirlestur, síðan verða sýndar
kvikmyndir eða skuggamyridir um
sama efni, og að lokum verða
umræður eða verklegar æfingar.
í þessu skyni hefur verið aifflað
margra góðra kvi’kmynda, frinkum
frá Framleiðniráði Evrópu, en
Nielsen er hingað kominn á veg-
um þess ráðs og fyrir miHigöngu
Iðnaðarmálastofnur.arinnar. Telja
viðkomandi aðilar hér á landi sér
hinn mesta feng að fá Nieisen
hingað aftur, þar eð hann hefur
áður starfað hér með góðum ár-
angri.
Vaðstofan
Ófærð á akbrautum
Vegfarandi skrifar: — í morgun
stóð bíll fastur á gatnamótum
Sóivaliagötu og Hofsvailagötu.
Bíistjórinn hafði ætlað að beygja
af Hofsvallagötunni, en þá reynd
ist svo mikil torfæra á leiðinni
að hann varð að skilja bíiinn eft-
ir þversum á götunni meðan
hann sótti skófiur og mannhjálp.
í Reykjavík er samt ekkert fann-
fergi og engin ófærð í venjuieg-
um skilningi. En svo liáir hrygg-
ir hafa myndazt á mörgum lim-
ferðargötum, að þeir eru helzt
ekki færir þvert á að aka nema
á jeppum. Þetta er áreiðanlega
lakara ástand í snjómokstri á göt-
um en þekkist í öðrum helztu
kaupstöð'um. Víða úti um land er
gerð gangskör að því undir eins
og styttir upp að ýta snjó af göt-
um með snjóplóg. Hér virðist ekk
ert almennilegt verkfæri vera til
þeirra hluta. í Skáldu er að vísu
mynd af litlu tæki, sem blæs
snjó upp á vörubilspall eða yfir
hann og á vegfarendur hinum
megin, og er sagt ákaíiega fínt.
En þetta tæki kemur að litlu
haldi. Það, sem hér þarf, er snjó-
plógur, sem ber það nafn. Ef
honum væri beitt daglega á
helztu götur, væri öðru vísi um-
horfs í bænum. Vegheflar þeir,
sem eru að snúast á sumum
götuhornum, koma ekki aS sama
gagni. Enda veldur snjórinn
meiri óþægindum á göturium en
ástæða er til.
Þeir bera salt í trogum
Þótt verkvísindameistarar bæjar-
ins virðast iítið kunna til snjó-
moksturs, eru þeir þeim mun
fimari við saltburðinn. Það er
algeng sjón að sjá vörubíl læð-
ast um helztu götur. Á .palli er
salthaugur, liklega frá bæjarút-
gerðinni, og tveir til þrfr menn
dangla saltslettum af skóflu á
götur og gangstéttir. Þetla held-
ur við að vera hrein skemmdar-
starfsemi á bílum borgaranna og
skófatnaði. Það er alveg furðu-
legt athæfi að ausa salti á um-
ferðargötur. Ætla mætti að það
kostaði bíleigendur hundruð þús
unda á ári, ef ekki langturii
meira, og torveldar störum bar-
áttuna við- ryðið, sem hér stend-
ur alla mánuði ársins. Ryðið á
bandamann þar sem er bæjar-
ráðsmennirnir, sem bera saltið á
göturnar. Reykvíkingar erit góð-
lynt fófk, að láta bjóða sér ann-
að eins og þetta. Því bera menn-
irnir ekki sand á, þegar hált er?
Það er óskiljanlegt öliu venju-
legu fólki“.
Lýkur þar bréfi vegfatanda og
baðstofuspjalli í dag.