Tíminn - 26.01.1958, Side 1
Kosníngasímar B-listans;
Uppl. um kiörskrá: Sími Í5564, 22037
Almennar uppl.: Simar 16066, 19285
Bílasíml I Edduhúsinu er 18300
KJÓS1Ð SNEMMA
KJÓStÐ FYRIR HÁDEG4
42. árgangiur.
Takið höndum saman gegn sérhyggjunni og spilling-
unni og skapið borginni heiðarlega, frjálslynda stjórn
ÁS loknum kosningaundirbúningnum
blasir þetta vií kjósendum aí morgni
kosningadagsins:
Eftir áratuga valdaeinokun er stjórn
Sjalfstæðisflokksins á Reykjavíkurbæ orðin
slöpp, spillt, sérgóð. eyðslusöm og óábyrg.
Andstöðuflokkarnh’ hafa talið fram marga
tugi af dæmum. Hneykslin eru kennd við
hitaveitugróðann, Skúlatún, Miklubraut,
skipulagsleysi og lóðaúthlutun, innkaupa-
stofnunina, loftvarnanefndina, nefndafarg-
anið o. m. fl.; slappleikinn lýsir sér m. a. í
fyrirhyggjuleysinu í rafmagns- og virkjunar-
málunum, spillingin er dæmigerð af viðtali
„grama íhaldsforingjans11 við Wall Street
Journal, eyðslan uppmáluð af útsvarshækk-
unum og aukaútsvörum; ábyrgðarleysið er
þó e. t. v. stórfelldast eins og saga Faxa.
sameignarfélags bæjarins og Kveldúlfs,
sannar með tugum milljóna, sem að lokum
lencla á baki skattborgaranna.
Allt þetta og margt fleira blasir við í dag;
þetta hefir veriS rætt í blöðum og á mannfund-
um. Á það hefir verið deilt og skýringa hefir
verið krafizt. En ráðandi meirihluti í bæjar-
stjórn hefir flúið frá málefnalegum rökræðum.
Hann hefir talað um framtíðarteikningar, þeg-
ar aðrir hafa nefnt hneyksli, hann hefir búið
til „gular sögur" til að dreifa athygli kjósenda
en hvergi þorað að leggja skjölin á borðið og
standa almenningi reikningsskap gerða sinna.
Með þessa mynd í huga ganga kjósendur
að kjörborðinu í dag. Margir bjuggust við
því fram á síðustu stund, að talsmenn bæj-
arstjórnarmeirihlutans . mundu snúast til
varnar að lokum, en síðast í gær var Morg-
unblaðiö lagt undir gulan söguburð, en svör
við réttmætum fyrirspurnum og eðlileg'ri
gagnrýni fyrirfundust engin. En í raun og
veru áttu menn aldrei að búast við svari.
Þegar valdasetan er orðin löng', spillingin
rík, kæruleysi og öryggi um aðstöðu gagn-
vart kjósendum mikið, er til einskis að tefla
fram málefnum og rökum. Ráðandi klíka
virðir slíkt að vettugi, eykur bara gulan
söguburð og níð um andstæðingana, mokar
meiri peningum í kosningavélina, prentar
fleiri flugrit, gerir litskrúðugri teikningar,
stemmir skrumið einni áttund hærra, seilist
loks til þess að eitra hugi barnanna og inn-
prenta þeim hatur á þeim, sem krefjast þess
að leikreglur lýðræðisins séu í heiðri hafðar.
Þessi reynsla af valdaeinokun eins flokks er
ekkerf einsdæmi. Síður en svo. Það væri með
fádæmum, ef tækifærissinnaður flokkur, eins
og Sjálfstæðisflokkurinn, slyppi með sæmilega
hreinan skjöld frá þeirri aðstöðu, sem aðhalds-
leysi kjósenda veitir áratugum saman. Öryggið,
sem íhaldið þykist búa við, eykur spillinguna,
örvar óstjórnina og uppivöðslu gæðinganna.
Mikiil meirihluti almennings í Reykjavik vill
að borgarstjórnin sé frjálslynd og atorkusöm
og um leið hagsýn og ráðdeildarsöm svo að
skötfum sé stillt í hóf. Eins og nú er komið er
aðeins ein leið til þess að stofna til slíkrar
stjórnar, sú hin sama, sem lýðstjórnarfyrir-
komulagið veitir ætíð aðgang að, þegar þörf
er á: Að skipta um menn, veita nýjum þrótti í
aimannastjórnina, fá samanburð við aðra, sem
taka við völdum af þreyttum mönnum.
í raun og veru viðurkenna allir þetta í
hjarta sínu. Vani eða afskiptaleysi veldur
því að allt of fáir gera meira en viðurkenna
með sjálfum sér og framkvæma það, sem
raunverulega þarf að gera:
Nota atkvæðisrétt sinn á kjördegi eins og
kennari blýant til að leiðrétta stílverkefni.
Merkja við þar sem rangt er; merkja til að
skipta um stjórnendur, veita nýjum mönnum
tækifæri til að sýna, hvernig þeir stjórna næstu
4 árin.
Samstarf tryggir framfarir og farsæld á
mörgum sviðum þjóðlífsins; samstarf full-
trúa vinnandi fólks í borginni getur áreiðan-
lega komið til vegar stórfelldum endurbót-
um á borgarstjórninni. Öll skynsemi mælir
með því að slík tilraun sé gerð. Engin skyn-
semi getur gert ráð fyrir því, að nokkurn
tíman verði samstarf í milli margra flokka
um aðra eins eyðslusemi og annað eins sukk
og viðgengst hjá bæjarstjórn Reykjavíkur.
Þegar menn líta glundroðakenningu íhalds-
ins í þessu ljósi, sést hversu ósönn hún er.
Það hið sama sanna líka dæmin um gervaöt
landið, þar sem tveir eða fleh’i flokkar hafa
farið með bæjarstjórnarvald og munu fara
með það að þessum kosningum loknura,
Kenningin um ágæti eins flokks stjórnar £
málefnum borgarinnar hefir því aðeins
gildi, að þessi eini flokkur búi við aðhald
kjósendanna og verði að sætta sig við sam-
anburð við stjórn annarra annað eða þriðja
hvert kjörtímabil. í þessu efni gilda sömm
rök og viðurkennd eru meðal hinna fremsta
lýðræðisþjóða. í Bretlandi og Bandaríkjun-
um skiptast flokkar á um að stjórna. S
Kanada var nýlega breytt til eftir þaulsetu
eins flokks. Þannig hlaðast upp sannanir
fyrir nauðsyn þess, að skipta einnig um hér.
Að lokinni kosningabarátfunni er það al-
mannamál, að vegurinn að þessu marki sé
nokkuð glöggur og auðrataður. Framsóknar-
flokkurinn hefir mesta möguleika til að vinna
sæti frá íhaldinu og fella það frá meirihluta-
aðstöðu. Með því að sameinast um B-listann
er líka sameinazt gegn valdaeinokun íhaldsins.
Þetta er niðurstaða kosningabaráttunnar að
morgni kjördags.
X-B Kjosið snemma — kjósið fyrir hádegi X-B