Tíminn - 15.02.1958, Page 6
6
T í M I N N, laugardaginn Í5. 1958.
*
Otgefandl: PraniMknarflckkarlnL
Eitatjórar: Haukur Snorrason, Þórartnn Mrtn> «*
Skrifstofur i Edduhúsinu viS Uaátxgt--
Símar: 18300, 18301, 18302, 1830S, IKí- I
(ritstjórn og blaðamenn). |
Auglýsingasími 19523. AfgreiSsluaiiBÍ t*
Prentsmiðjan Edda bj.
Fertugur
í ÞESSAPP’T vikn vor' Pið
in 40 ár síðan blaðið „Dag-
ur“ á Akureyri hóf göngu
sína. Það er þvl ekki nema
tæpt ár milli Tímans og
Dags, sem hafa staðið hlið
við 'hlið í landsmálabarátt-
unni öll þsssi 40 ár. Sá stuðn-
ingur, sem þessi samfylgd við
Dag, hefur verið Tímanum,
verður seint ofmetinn, og
sézt hann 'kannske bezt á þvi,
að fylgi Framsóknarmanna
stendur traustustu fótum í
þeim herbúðum, er þessi 'tvö
blöð hafa náð sameiginlega
til.
í ágætri grein, sem Þór-
arinn Kr. Eldjárn skrifar í
afmælisblað Dags, segir hann
m.a. á þessa leið:
„ÞAÐ varð hlutskipti
Pramsóknarflokksins og
bláða hans á stjórnmálasvið
inu, að vera málsvari og
brjóstvörn fólksins í hinni
dreifðu byggð þessa lands.
Haida uppi, bæði á Alþingi
og í landsmálaumræðum,
merki isveita og sveitamenn-
ingajr, heyja baráttu fyrir
jafnvægi í byggð landsins,
vara við þeirri hættu er staf
ar af örnm vexti kaupstað-
anna, jafnframt því að bera
fram réttmætar kröfur
bænda og sveitafólks um
stiuöning ríkisins við atvinnu
vegi landsbyggðarinnar.
Pramsóknarflokkurinn hef
ur og verið aðalmerkisberi
samvinnustefnunnar hér á
iandi í verzlun og iðnrekstri,
og m:á óhætt fuliyrða, að
hagur samvinnustefnunnar
væri næsta bágborinn og ris
lágur i þessu landi í dag, ef
Framsóknarflokksins og
stjórnmálablaða er styðja
hamn, hefði ekki notið við til
að hrinda illvígum og of-
ötæktsfuUum árásum and>-
stæðinganna á samvinnu-
félögin, er frá fyrstu tíð, er
félögin hófu göngu sína og
til da'gsins í dag, hafa haft
á lofti vopnin til að reiða að
þessum félagssamtökum og
særa þau óTífissári ef þeir
fengju færi á.
Þetta eru staðreyndir, sem
ekki verður mótmælt með
rökum, enda mun saga þess
tímabils, þá rituð verður,
staðfesta það.
Þessara baráttumála Fram
sóknarflokksins ættu. bænd-
ur, sveitamenn og samvinnu
menn, hvar í stjórnmála-
flokiki sem þeir annars eru í,
að minnast með þakklæti“.
Brosað í
ALÞÝÐUþ'aðið birti í
gær fcrustugrein undir fyrir
sögninni: Brosað í austurátt.
Greinin hefst þannig:
„Nú lætur Sjálfstæðisflokk
urinn í veðri vaka, að hlut-
leysiskenning Bulganins eigi
mikið erindi við íslendinga,
en Hermann Jónasson vísaði
hemii á bug í bréfi sínu, eins
og kunnugt er. Þeir aðilar
islenzkra stjórnmála, sem
þótzt hafa verið andvígastir
fóstbróðir
ÞÓRARINN segir svo í
framhaldi af þessum ummæl
um sínum um baráttu Fram
sóknarflokksins:
. „í þessari baráttu hafa
stuðningsblöð Framsóknarfl.
ekki legið á liði sínu, og það
sem unnizt hefir í þessum
málum, og það er mikið, eiga
þau sinn gilda þátt í. Því er
það skylt, nú á 40 ára afmæli
stjórnmálablaðsins Dags, að
færa blaðinu og ritstjórum
þess öllum þakkir fyrir,
hversu trúlega og af mikilli
rökfestu þeir hafa fylgt þess
um þjóðþrifamálum, en til
Dags nær þetta þakklæti
miklu lengra. Blaðið hefur
alla sina tóð verið í forystu
um réttónætar kröfur Norð-
lendingafjórðungs og Norð-
lendinga á hendur ríkisvald
inu til úrbóta á málefnum
f jórðungsins i atvinnu-, sam-
göngu- og menningarmál-
um, jafnframt því að vera
vettvangur, þar sem fram-
faramál innanhéraðs hafa
verið borin fram og rökrædd.
í öllum þessum málum hafa
áhrif blaðsins verið mikil og
heillarik, og áreiðanlega hef-
ur það mörgu góðu áorkað,
og mundi þó betur hafa ver-
ið, ef þröngur fjárhagur
hefði ekki verið þess vald-
andi, að stærð þess varð að
vera mjög takmörkuð“.
Grein sinni lýkur Þórar-
inn á þessa leið:
„Það mætti hér mörgu
bæta við og væri þess vert,
en það er óþarft, því að blað
ið talar sjálft fyrir sig, ég
skal því ekki lengja mál mitt
meira. En ég vil aðeins færa
Degi mínar beztu hamingju
óskir á 40 ára afmælinu og
árna honum góðs gengis og
langra Jifdaga. Eg vildi mega
færa honum þá framtíðar-
ósk að hann megi hér eftir,
sem hingað til, vera drengi-
legur málsvari og sækjandi
í senn, í málefnum Norðlend
inga, og í stjórnmálabarátt-
unni standi hann ætíð þar í
fylkingu, er þjóðarhagsmun-
ir eru settir ofar flokka- og
stéttasjónarmiðum, hugsjón
ir ofar efnishyggju og stund
arhagnaði".
TÍMINN telur sig ekki
geta flutt hinum fertuga
fósthróður sínum betri af-
mæliskveðju en þá að taka
undir þessi orð Þórarins. —
Megi þau verða að sönnum
áhrínsorðum.
austurátt
Rússum, brosa allt í einu
breitt í austurátt. Hvað kem
ur til? Er þetta alvara eða
hvað?
Hingaö til h'efur ekkért
fram komið um stefnubreyt
ingu. SjáTfstæðisfl. í utanríkis
málum. Þvert á móti. En bréf
Hermanns Jónassonar til
Bulganins vekur þeim þá
von, að unnt muni að ala
á ósamlyndi stjórnarflokk-
anna. ATþýðubandalagið að-
ERLENl 'FIRLn
Dagskrá fnndar æðstu manna
Mikið bil er á milli tillagna Buíganins og Eisenhowers um hana
í SEINUSTU viku kom íil
Washington hinn nýi ambassador
Sovétríkjanna þar, Mikail A.
Menshikoff og í þessari viku kom
ambassador Bandaríkjanna í
Moskvu, Llewellyn E. Thomas, af:t-
ur þangað eftir að hafa dvalizt um
'hríð í Washington og rætt þar við
þá Dulles og Eisenhower. í er-
lendum blöðum hefir þessu hvoru
tveggja verið veitt-veruleg athygli,
því að líklegt þykir, að ambassador-
arnir hafi 'hvor um sig haft með-
ferðis fyrirmæli frá stjórnum sín-
um um það, hvernig haga skuli
umræðum um undirbúning fundar
æðstu ?nanna.
Forustumenn Bandaríkjanna og
Rússa hafa nú hvorir um sig gert
tiTslakanir, sem eru nokkurn veg-
inn líklegar til að tryggja það, að
fundur æðstu manna verði hald-
inn. Rússar hafa fallið frá þeirri
kröfu sinni, að fundurinn verði
haldinn fljótt cg undirbúningslitið
og gengið inn á það, að hann verði
sæmilega undirbúinn eftir dipló-
matískum leiðum. Bandaríkja-
menn virðast hins vegar hafa fall-
ið frá þeirri tillögu sinni, að sér-
stakur utanrikisráðherrafundur
verði einn þátlurinn í undirbún-
ingi fundarins, heldur láta sér
nægja, að hann verði undirbúinn
eftir diplómatískum leiðum. Rúss-
ar hafa eindregið hafnað tillög-
unni um utanríkisráðherrafundinn.
SÁ UNDIRBÚNINGUR fundar
æðstu manna, sem er nú í þann
veginn að hefjast eftir venjulegum
diplómátískum leiðum, mun fjalla
um þessi meginatriði: í fyrsta lagi
um dagskrá fundarins, í öðru lagi
um þátttökuna í honum, í þriðja
lagi um fundartíma og fundarstað,
og' í fjórða iagi þau atriði, sem
'hægt verði að ná samkomulagi
um á fundinum, svo að hann verði
ekki árangurslaus. Af hálfu vest-
urveldanna er mikil áherzla lögð
á þetta síðasta atriði, því að þau
teija það frekar til hins verra að
halda árangurslausan fund æðstu
manna.
í bréfum Bulganins til Eisen-
howers hafa komið fram óbeinar
og beinar tillögur um eftirtalin
dagskrármál fundar æðstu
manna: 1. Yfirlýsing um að nota
ekki kjarnorkuvopn. 2. Bann á tiT-
raunum með kjarnorkuvopn. 3. Til-
laga PóLverja um að kjarnorku-
vopn verði ekki staðsett í Mið-
Evrópu. 4. Griðasáttmáli milli aust-
urs og vesturs. 5. Takmörkun er-
lendra heria í Þýzkalandi. 6. Tryg'g
ing gegn skyndiárás. 7. Aukin al-
þjóðleg verzlun. 8. Bann gegn
strTðsáróðri. 9. Málefni nálægari
Austurlanda.
í SVARBRÉFI Eisenhowers iil
Bulganins er beint og óbeint stung-
ið upp á þessum dagskrármálum:
1. Efling Sameinuðu þjóðanna og
afmám * rip:tun,a.rvaldi stórveld-
MENSHIKOFF
anna. 2. Sameining Þýzkalands. 3.
Réttur þjóðanna í A.-Evrópu til
að ráða sjálfar stjórnarháttum sín-
um. 4. Samkomulag um að gerfi-
tungl og ge.imför verði eingöngu
notuð í friðsamlegum tilgangi. 5.
Framleiðslu kjarnorkuvopna og til
raunum með þau verði hætt og
birgðir af þeim takmarkaðar. S.
Takmörkun venjuiegra vopna. 7.
Trygging gegn skyndiárás.
Eins og framangreind upptaln-
ing ber með sér, her hér mikið á
milli. Af hálfu Rússa hefir Krust-
joff þegar lýst yfir því, að ekki
komi til mála að ræða, um stjórn-
arhætli ríkjanna í Austur-Evrópu
eða sameiningu Þýzkalands. Það
getur því orðið erfitt verk að ná
samkomulagi um dagskrána. Sú
samkomulagstillaga hefir komið
fram, að ekki verði höfð nein sér-
stök dagskrá, heldur geti menn
rætt málin vítt og breitt og ein-
beitt sér svo að lokum að þeim
atriðum, sem fuTlt samkomulag sé
um.
SENNILEGT er að nokkurt þóf
geti orðið um það, hve fjölmenn-
ur fundur æðstu manna skuli
vera. Rússar hafa lagt til, að hann
sæki æðstu menn alira jþátttöku-
ríkja Atlantshafsbandaiagsms og
Varsjárbandalagsins, auk nokkurra
hlutlausra ríkja eða alls sæki
hann æðstu menn 28 ríkja. Vest-
urveldin munu vart fallast á þetta,
enda fælist í þessu ób?in viður-
kenning á stjórn Austur-Þýzka-
lands. Vafalaus't vilja þau helzt
hafa þetta fund sömu ríkja og
tóku þátt í GenfarfundinUm 1955,
þ. e. Bandaríkjanna, Sovétrikjanna,
Bretlands og Frakklands. Þar sem
Rússar eru ólíklegir tii að fallasí á
þetta, er ekki talið ósénnilfegt, að
vesturveldin bjóði upp 'á, að Pól-
land og Tékkóslóvakía taki einnig
þátt í fundinum og verða þá þátt-
tökuríkin sex, þrjú úr Atlantshafs-
bandalaginu og þrjú úr Varsjár;
bandaiaginu.
Ólíklegt þykir, að verulegur
ágreiningur verði um fundárstað
eða fundartíma, ef samkomulag
næst um önunr atriði.
ÞÁ ER LOKS að minnast á það
atriði varðandi undirbúning fun.dar
æðstu manna, sem vaf,alaust i er
örðugast viðfangs, en það er að fá
fyrirfram einhverja tryggingu þéss,
að hann verði ekki árangursláus.
Hór reynir mest á það, hvort éin-
hver raunverulegur samkomulágs-
grundvöllur er fyrir bendi þða
ekki. Náist hins vegar ekki nein
slík trygging fyrirfram, ímm morg-
um þykja meira en tvísýnt, hvort
rétt sé að halda fundinm þar Sem-
það gæti skapað nýja torti-yggni,
vonleysi og viðsjár, ef hann bæri
ekki neinn sýnilégan árangur.
Hitt er líka jafn raugt að gera
sér vonir um mikinn áraiígur.
Leiðin til bættrar sambuðar aust-
urs og vesturs verður ekki farin,
nema í fleiri áföngum. Ef fund-
ur æðstu manna gæti náð nokkrum
árangri, yrði hann einn af þessum
áföngum. Misheppnaðist ha:nn hins
vegar, er hann líklegastur til að
verða spor aftur á bak.
Þess vegna skiptir ,það höfuð-
máli, að vel sé vandað til -undir-
búnings hans, og menn mega ekki
gerast óþolinmóðir, þótt þes-si und-
irbúningur geti tekið nokkurn
tíma. Þ. Þ.
“BAÐsrom/v
hyllist aðra stefnu í utan-
ríkismálum en Alþýðuflokk-
urinn og Framsóknarflokk-
urinn. Sjálfstæðismenn hafa
farið hörðum orðum um
stefnu Alþýðubandalagsins í
þessu efni, talið hana óá-
byrga og þjóðhættulega. En
nú gefa þeir Moskvukomm-
únistunum íslenzku undir
fótinn í því skyni að reyna
að spilla samstarfi stjórnar-
flokkanna".
AlþýðublaðiÖ spyr í fram-
haldi af þessu, hvort það sé
í raun og veru ætlun for-
ingja Sjálfstæðisflokksins að
opna hér leið yfir til Moskvu
kommúnista og reyna að
komast aftur til valda á þann
hátt. Slíkt er ekki óeðlilega
spirrt, því að undanfarið
hafa forkólfar S.iátfstæðis-
f'Tokksins biðlað helzt til Al-
þýðuflokksins og látizt for-
dæma kommúnista.
Ósennilegt er, að Alþýðu-
blaðið fái hér afdráttarlaust
svar. Rétta svarið mun hins-
veear það, að Sjálfstæðisfl.
muni nokkuð sama hver
Keflavíkin er, bara ef hann
nær aftur í völdin.
A + B SENDIR eftirfarandi hug
leiðingar um pr.entfrelsið og
krcrssriddara þeas: „Jóhannes
fyrrum sálimas.káld og heims-
byltingarpostuli úr Kötlum helir
heldur látið lítið yfir sér siðustu
árin. Flestir hugðu hann lagstan
til hinztu andíegrar hvíldar í
volgu leirba'ði austur í Hvera-
gerði. Stórskáld heí'ir Jóhannes
aldrei verið en Ijóð hans mörg
leikandi létt og létu dátt í hlust-
artólum meðan lesin voru. En
flestir töidu að Ijóðlindin væri
nú loksins þorrin og skáldið
mundi njóta eiUáranna í ró og
værð í þeim voíga dal er verður
austan undir Hellisheiði. En nú
er komið annað upp á tening-
inn, skáldið er risið úr öskustó
á ný og spámannlegur rómur
.þess hljómar vítt um veröld alia.
Að visu er það ekiki ijóðhvöt
skáldsins senr kiitlar hann nú í
tungurælur svo hann getur ekki
máli haldið, hann hefir skipt um
blutverk, er ekki lengur Efcáldið
sem yrkir um nýjan heim heldur
spámaðurinn sem tekur aö sér að
ve-rja hugsjón sem hann hyggur
í hætitu stadda, nefnilega prent-
frelisishugsjónina.
SVO ER mál með vexti að maður
úti í Noregi gaf út skái'dsögu þar
sem hann lýs.ti mö'kum -karis og
konu nánar en nauðsynlegt er í
bókum. Heimatrúboðsmenn í
Noregi fengu dóm-stólanna tii að
dæma bókina sem klám og var
þá ekki að sökum að spyrja, nú
þyrítu allir að fá sér einta-k
hvort sem þeir höfðiu áður gef-
ið sig að lestri bóka eður ei.
Andans menn á Norðurl-öndum
risu upp sem einn maður og
mótmæltu banni bókarinnar sem
skerðingu á prentfnelsiislöggjöf-
inni. Slnllc afstaða er sjálfsögð
og rétt-Lætanleg í a-lla staði, prent
frelsið er ein dýrasta gjöf sem
mannkynið hefir gefið Sjálfu sér.
Hitt var sárgrætilegt' a-ð v-srja
þyrftd svo góða löggjöf vegna
svo vondrar bókar.
SUMiR MENN eru þamr veg skapi
fa-rn-ir að þeir rjúka upp til
handa og fóta ef þeir viba eítt-
hvað stríða á móti viðurkenndu
velsæmi og andiegum erfðum og
trúa því að þar hljóti að vera
kominn hinn íangþráði Jág’naðar-
boðskapur handa manuikyninu.
Ef þeir vita mann dæmdan í
tukthús fyrir hnupl álába þeir að
þar sé kominn frelsari lítUmagn-
ans, píslarvottur þjóðsikipulags-
ins. Jóhannes úr Köitilum sem
löngum hefir talið sig sérfræð-
ing í hverskyns tegundum af
freisi taldi sér auð'viitiað bera'
skyldu tU að rísa upp til mót-
mæla fyrir Agn-ar Við'
óskum Jóhannesi til hamimgju að
hann skuli -vera búinn að.finna
sér hugsjón. Jón Dúason á sér
heil't lan-d tU að iifá fyrir, nú
hefir Jóhannes sálmaskáld fund-'
ið sitt Grænland að lokum, þreiit'
frelsislöggjöfina.“ ■