Tíminn - 02.03.1958, Page 6

Tíminn - 02.03.1958, Page 6
6 TÍ M IN N, sunmutaginn '2.‘ ifriara 1958. Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórartnmw (áb.) Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasimi 19523. Afgreiðslusíml 1232S. Prentsmiðjan Edda h.f. Framsóknarflokkurinn og þjóðin ÞEGAR aðalfundur mið- stjórnar Framsóknarflokk- sins var settur hér í borginni á föstudaginn, voru þar mættir 60 fulltrúar úr öllum héruðum landsins. Auk þeirra margir gestir, sumir þeirra langt að komnir. Þarna voru menn úr flestum stéttum þjóðfélagsins og á öllum starfsaldri. Fundurinn var í raun réttri þverskuröar mynd af þjóðfélaginu. Hann stendur í 3 daga. Þar eru til umræðu helztu úrlaunarefni þjóðarinnar í dag, þar er mörkuð sú stefna, sem flokk- urinn mun fylgja í einstök um málum nú í næstu fram- tíð. Þannig hefir það ætíð verið í sögu flokksins. Full- trúar flokksfélaganna um land allt koma saman, efna til frjálslegra og hispurs- Iausra umræðna um málin og taka ákvörðun um fram- kvæmd stefnumála flokks- Inis. Þaimig mótast stjóm- málabarátta Framsóknar- flokksins af nánum tengslum við fólkið í landinu á hverj- um tíma. Hugsjón samvinnu og réttlætis í efnahagslegum og menningarlegum sam- skiptum skipar mönnum í sveit;með Framsóknarmönn- um: Þar er hið stóra mál, hin stóra hugsjón, sem sífellt þokast nær framkvæmd þótt hægt miði á stundum Um þaö mál þarf raunar ekki að halda fundi né ráðstefnur Þar eru allir á einu máli. En £ önn starfsins og erli dag- anna rísa jafnan mörg fram kvæmdamál með yfirbragði dægturmála, sem miklu skipt ir að ráðist til úrlausnar í sem nánustum tengslum við flokksmenn alla. Þau eru rædd og úrskurðuð á slíkum fundum. Samkomur eins og aðalfundur miðstjórnar Framsófcnarflokksins gegna því þýðingarmiklu hlutverki í þjóðlífinu. Þær styrkja raunverulegt lýðræði og þingræði og efla heilbrigt viðhorf í hinúm þýðingar- mestu málum. FRAMSÓKNARflokkur- inn hefir nú starfað í rösk- lega 40 ár. Þegar litið er yfir þessa starfssögu nú vekur þaö athygli þeirra, sem utan við samtökin standa, hversu samfcentur og sterkiu- flokk- urinn hefir ætíð reynzt og hversu kröftugiega hann hefur hrint frá sér öldum sundrungar og klofnings sem upp hafa risiö. Innri styrk- leiki flokksins hefir e.t.v. aldrei komið betur í ljós en í tvennum undafarandi kosn- ingum. í Alþingiskosning- unum 1956 gekk flokkurinn heill og óskiptur tii sam- starfs við bandamenn sína í Alþýðuflokknum og sannaði eftirminnilega aö hann er vaxandi flokkur um land allt Hið sama gerðist nú í bæjar- stjórnarkosningunum. Þegar á heildarmynd þeirra er litið sannast þaö enn, að Fram- sókarflokkurinn er að eflast og sífellt að vinna á þar sem aðstaða hans var erfiðust áður, 1 MARGAR stoðir renna undir aukið gengi Fram- sóknarflokksins og vaxandi tiltrú hans meðal þjóðarinn- ar. Þegar litið er yfir þjóðar- söguna síðustu áratugina sér hvert mannsbarn, aö þar hefir flokkurinn markað spor í að kalla má öllum þjóð þrifa og framfaramálum. Framsóknarflokkurinn hefir átt sæti í ríkistjórn, ýmist einn eöa með öörum í þrjá áratugi og haft forgöngu um öll meiriháttar framfaramál, sem hafa á skömmum tíma gjörbreytt aðstöðunni til þess aö lifa í landinu. Hvar sem bent er á hin stóru fram faramál í sveit eða viö sjó, er um leið bent á þátt Fram- sóknarflokksins í uppbygg- ingu hins nýja þjóöfélags. í sveitunum hefir oröið alger bylting i tækni, ræktun og húsakosti og um land allt hefir skapast algerlega nýtt viðhorf til landbúnaðarins og sveitalífsins. Ekkert hefir þar veriö stórvirkara en bar- átta Fi-amsóknarflokksins innan þings og stjórnar og utan. Viö sjávarsiðuna hefir uppbyggingin lika verið mik- il og merkileg. Framsóknar- flokkurinn hefir lagt vaxandi áherzlu á eflingu sjávarút- vegs og nauðsyn þess að hag- nýta aflann sem bezt. Víðs vegar um landið hafa sam- vinnufélögin haft forustu um þennan þátt atvinnulífs ins. AIls staðar hefir heil- brigður atvinnurekstur viö sjóinn átt að mæta stuön- ingi Framsóknarflokksins. í iðnaði hafa sum stærstu á- tökin veriö gerð af samvinnu mönnuni og enginn flokkur hefir rætt hispurslausar um hagnýtingu náttúruauðlinda landsins og möguleika á stór iðju en einmitt Framsóknar menn. Iönaðurinn í dag hvilir algerlega á raforkunni en bygging raforkuvera og hagnýting raforfcu sem víð- ast um landið, er einmitt ein af þeim stóru framkvæmdum sem Framsóknarflokkurinn hefir leitt í höfn. ÞANNIG MÆTTI lengi halda áfram að rekja dæm- in. Saga þjóðarinnar og fram faramia síðustu áratugina er öðrum þræði saga Framsókn arflokksins og baráttumála hans. í dag mæta ýmsir erfið leikar hinni frjálslyndu og alhliða umbótastefnu Fram sóknarmanna. Dýrtið og erfið leikar atvinnuveganna vegna misræmis í verölagi heima og erlendis, sækja að framtaki mamia. Upp rís hætta á hnignun ef menn halda að sér höndum og gera ekkert. Það er við þessar aðstæður sem miðstjórn Framsóknar- flokksins kemur saman til fundar að þessu sinni. Aö baki er merkilegt tímabil framfara og uppbyggingar. Framundan er sú hætta, aö heimatilbúnir og utanað- komandi erfiðleikar valdi stöðvun. Þessi vandamál eru ítarlega rædd á aöalfundi mi'östjórnar Framsóknarfl. Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Rússar telja leppríkjakerfið liklegra til langlifis en Atlantshafsbandalagið Vilia vi(Jhaida status quo í samskiptum austurs og vesturs, aí því ati þeir telja aí þróunin veríi þeim hagstæð Ef menn lesa síðustu bréf og ræður frá Rússlandi og Kína með nokkurri athygli og hlýða jafnframt á orð þeirra, sem gerzt mega vita, hvað þeir raunverulega eru að fara, kemur allglöggt fram, hvert er það stefnumið, er þeir hafa fyrir augum í utanrikispólitik. Það er einfaldlega, að í skiptum austurs og vesturs sé nú aðfall að þeirra strönd; það sem stefnt er að er allis ekki að gerð verði alvar- leg tilraun til að semja um þau málin, sem mestu skipta, heldur þvert á móti að spennan slakni og um leið dragi úr sérhverri meiri- háttar tilraun til þess að breyta rás atburðanna eða leiða þá í aðra farvegu. Þegar þeir því eru að ræða um fund æðstu manna, þá líta þeir á slíka samkomu sem vel trl þess fallna að lægja öldur tilfinning- anna og draga úr viðnámi og ótía við það, sem fram á að koma, ef enginn skiptir sér beinlínis af því. En það, sem þeir ætla að muni , gerast, og byggja stcfnu sína á, er að hið vestræna bandalagakerfi 1 muni leysast upp áður en hrikta fer verulega í bandalagakerfi kommúnista. Sagan og þróunin Ráðandi rnenn eru marxistar, og sem slíkir eru þeir vitaskuld haldn- ir þeirri bjargföstu trú, að sagan' i vinni með þeim. En enda þótt utan- | rikisstefnan falli að marxistískum j hugsunarhælti þeirra, þá eru menn eins og Ki-ustjoff og samstarfs- menn hans raunsæir menn, sem jhalda sér við jörðina. I Þegar Ki’ustjoff heldur því fram, að friðurinn verði bezt tryggður 'með því að viðhalda óbreyttu I ástandi — status quo — þá býr hér meira á bak við en sú skoðun, að sundurskipt Þýzkaland sé bétra ,fyrir hann en sameinað Þýzkaland og leppríkjakerfi sé betra en hlut- laust belti. Sennilegt er, að hann i trúi því, eins og margir stjórnmála- | menn á Vesturlöndum, að samein- að Þýzkaland og frelsun Austur- Evrópulanda með einhverjum hugs anlegum hætti, sé miklu hættu- legra ástand en það, sem ríkir í dag. En hér er enn meira á bak við. Hann trúir því líka, að Var- sjársáttmálinn sé líklegur til að endast betur en Atlantsliafsbanda- lagið, af því að á bak við liann er nieira vald og ákveðnara í hvað gera skuli. Afleiðingin er, sam- kvæmt þessum hugsunarhætti, að vestræna bandalagið muni gliðna fyrst. Status quo og þróunin í alþjóðamálum Ekki liggui' fyrir nein sönnun, að því ég get séð, sem styður þá skoð- un að Krustjöff sé að leika sér að hugmyndinni um að nota herváld í þessum skiptum, né heldur að hann reifcni með að hafa á hend- inni hernaðarlega ytfirburði. Stefna hans gerir ráð tfyrir áframhaldandi ' þessa dagana. Löng reynsla styður þá skoöun, að þær ákvarðanir, sem þar verða teknar, verði þjóðinni heilla drjúgar og í fullu samræmi við það höfuðstefnumál flokksins, að efla hér heil- brigt, réttlátt og hamingju- rikt þjóöfélag. Menn rnega aldrei missa sjónir á því tak marki þótt tungl vaði í skýj - um stundarerfiðleika. I hernaðarlegu þrátefl'i, eða slíku I valdajafnvægi, að hvorugur aðilinn 'geti þvingað hinn. Það, sem hann reiknar aftur á móti með, er, að það kerfi, sem Rússar byggja á, sé stöðugra en sanistarfskerfi vest- rænna lýðræðisríkja, sem eiga líka að stríða við flókin vandamál heima fyrir, sprottin upp af leif- um evrópskra heimsvelda, sem í rauninni eru ckki lengur til. Ef þetta er rétt skilgreining, þá er aðalgátan fyrir vestrænu lýðræð , isrikin þessi: Ilafa þau efni á því aö byggja stefnu sína á sama grund velli og Krustjoff, á óbreyttu ás’tandi — status quo ? í reyndinni er viðhald status quo— þótt ekki sé það viðurkennt almennt —■ sú stefna, sem Vesturlönd fylgja í Alsír, á Kýpur, í Þýzkalandi, í Miðausturlöndúm og Suðaustur- Asíu, á Formósu og Kóreu. Það, seni aðskilur okkur og Krustjoff, er, að við reynum að viðhalda status quo af því að 'við' óttumst áhættuna, sem fylgir því að breyta til. Krustjóff vRI viðhálda status quo Vegna þessy að hann er sann- færður um að ástaridið muni þá þróast til hagræðis fyrfr Rússa. Bandamenn Krusfióffs? Ef Krustjoff hefði nú .rétt fyrir scr í þessu, þá er það meirá en lít- ið hagræði fyrir hann, að menn eins og Dulles, Adenáuer og Mac- millan skuli vinna að þvi af fremsta megni að fyriihyggja, að Vesturlönd geri nokkra alvarlega tilraun til þess að splundrá status quo og leggja út á nýjar brautir. Það er þægilégt fyrir hann, ef hann vill ekki þurfa að kalla Rauða herinn heim írá Austur- Þýzkalandi og PóIJahdi áð svo fínir málfllutningsmemr á Vesturlöndum skuli túlka máiih horium til hag- ræðis og halda þvi frarn, að ekki eigi að taka upp neina nýja stefnu eða brjóta upp rikjandi status quo, sem gæti leitt til þéss að hernám Austur-Þýzkalands ög PÓllands yrði trúflað í írarirkvæmd. (NY Herald Tribune, einkarétt j á íslandi á birtingú greina eftir Waliter Lippmann héfir Tíminn). Landamerkjamál neðan jarðar - girðingar á skurðbökkum Að loknu erindi Ólafs Sigurðssonar á Hellulandi um æðarvarp, á Búnaðarþingi í fyrradag, var gengið til dagskrár og voru 4 mál á dagskránni. Landamerkjamál neðan jarðar Var fyrst rætt um frumvarp til laga um jarðhita. Framsögu- maður allsherjarnefndar var Jón Gíslason, Norðurhjáleigu. Alimikl ar umræður urðu um m'álið, en lagabálkur þessi hefir verið samin og undirbúinn í nefnd og með aðstoð sérfræðinga. Einlcum er umdeilt hversu víðtækur eignar- réttur einstaklinga á jarðhita er, en frumvarpið gerir ráð fyrir, að ríkið eigi allan hita sem finnast kann meira en 10Ö ‘ni. undir vfir borði jarðar. Allsberjarnefnd gerði tillögu um að ■ landeigend- um yrði tryggður ótímabundinn réttur til eigin afnota af jarðhita neðan við 100 riiétrá. Sigmundur Sigurðsson, Syðra- Langholti, kvaddi' sér hljóðs og taldi mikla annmarka á því, ef ríkið ætti að eignast aRan jarð- (Framhald; á 8. síSul ’BAÐsrorAN Hollendingar — starfsamt fólk. Vigfús Guðmundsson skrifar: — „Mig l'angar til að undirstrika ýmislegt í grein hollenzka blaða- mannsins, sem nýlega birtist í Timanum, varðandi það að Hol- lendingar flyttu til íslands. Hefi nokkrum sinnum Iireyft þessu máli áður, en engar undirtektir fengið. — Hollendingar eru eitt- hvert duglegasta, nýtnasta, þrifn asta og ráðdeildarsamasta fólk, sem til er í heiminum. Þannig er almennt álitið á Holi'endingum í beztu nýbyggðu löndum heimsins, sem þeir hafa flutt margir tU, t. d. Nýja Sjálandi, Suður-Afríku og víðar. Þeir eru mann fljót- astir að Jæra erlend tungumál', vel gefnir og uppiýstir. — Vegna þrengsla verða Hollendingar að flytja í tugþúsunda tali frá landi sínu árlega til' þess að leita sér atvinnu. Eg hefi víða um heim talað við Hollendinga, sem iiafa orðið að íiytja í fjarlægð frá landi sínu, en ekki fundið einn einasta þeirra, sem vissi að möguleiki væri. fyrir sig að fá at- vinnu á íslandi.. Víðar fólk en í Færeyjum og Kaupmanmahöfn. Og ætili það sé ekki eitfchvað svip að með íslendinga hér heima? Mæna þeir ekki stöðugt á Fær- eyjar og Kaupmannahöfn, þegar þá vantar erlent verkafótk? Lík- ast og crtgir aðrir staðir séu tii. Væri nú ekki reyziandi fyrir þá, sem vantar sjómenn og iandbún- aðan'erkafólk, að snúa sér tii Hoi lands? Og jafnframt reyna að ryðja úr vegi hömlúm og fáfræði milli íslands og Holiands. Og ekki aðcins að fá daglaunafólk frá Hoííla'ndi, heldur líka fólk, sem viH mynda sér sín eigin heim ili á ísiandi — nýja iandnema. Ilér á landi væri mun betra að búa f.yrir milljón íbúa, heldur en þessa á annáð hundrað þús- und, er nú byggjá landið. V. G."

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.