Tíminn - 20.03.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.03.1958, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, fimmtudagiim JíO.jmarz 1Ö5S Útgefandl: Framsoknarflokkurlnn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórann»m>» (4b.> Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasimi 19523. Afgreiðslusíml 12321 Prentsmiðjan Edda h.f. Þreytuverkir verðbólgunnar í RÆÐU þeirri, er Vil- lijálmur í>6r aöalbankastj óri f'lutti nýlega og birt hefir verið í Tímanum, hafði hann það eftir Per Jacobsson, for- stjóra Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins, að almenningur í frjálsum löndum væri orð- inn þreyttur á verðbólgu. Víða væru uppi raddir um að stöðugt verðlag væri eftir- sótenarvert og það svo, að vel væri gerandi að fórna nokkru til þess að festa það í sessi. „Fólk er byrjað að skilja orsök verðhækkana ... Það er þessi skilningur fólks ins, sem hefir gert það stjórn málaiega kleift að gera ráð- stafanir til varnar gjald- miðlinum, ráðstafanir, sem fyrir fáum árum hefðu verið óhugsandi af stjórnmáialeg- um ástæðum“, sagði Per Jac- obsso'n. Og sem dæmi um þetta nefndi hann vaxta- hækkanir Englandsbanka og Finnlandsbanka. Það er vafa laust, að þessarar þreytu, sem Per Jacobsson nefndi, verður vart hér á íslandi. Nú er af sú tíð, að almenningur trúi því, að dýrtíðin sé ágætt tæki til áð dreifa gróðanum og jafna lífskjörin. En þetta var um tíma kenning Sjálf- stæðismanna. Nú er líka lið- in sú tíð, að fólk trúi því að dýrtáð sé eins og ör blóðrás í heilbrigöum líkama. En þaimig skilgreindi einn af foringjum Sjálfstæðisflokks- ins eitt sinn samband verð- bólgu og framleiðslu. Eftir meira en árátugs vegferð upp himnastiga visitölu og dýrtiðar er aimenningur í landinu orðinn þess vísari, að útsýnið þar uppi er ekki aðeins „kjarabætur" heldur líka öryggisleysi og vandræði. Það er því alveg efalaust, að meðajl fólksins í landinu rík- ir nú meiri áhugi en oft áð- ur á þvi, að unnt reynist að koma framleiðslunni á traust ari grundvöU en verið hefir og fyi-irbyggja þar með það öryggisleysi um verðlagsmál og framkvæmdir, sem siglir í kjölfar árlegra ráðstafana tiil að hjálpa útflutningsat- vinnuvegunum. ÞESSI aukni áhugi lýs- ir sér með ýmsu móti. Hann kenuur t.d. fram í því, að til- raunir nokkurra blaða stjórn arandstöðunnar til þess að skapa hér kaupæöi með sögu burði um nýjar tekjuöflunar ráðstafanir vegna útflutn- ingisframfeiðslunnar, hafa borið sáralítinn árangur. — Haunn kemur líka fram í því, að þeir, sem hafa ætlað að olása eldi í gamlar glæður mieð æsingaskrifum um gengismál, hafa fengið ösk- una í augun en engan eld. Það sýna m.a. kosningarnar í sumum verkalýðsféiögun- um. Þreytan vegna óvissunn ar og verðbólgunnar er því sennilega miklu meiri og víð tækari en stjórnmálamenn þeir er að baki þessara til- burða standa, hafa reiknað með. Eðlilegar og skynsam- legar aðgerðir til þess að koma festu í efnahagslííið, skapa jaifnvægi í gjaldeyris- málum og örva heilbrigða bjartsýni í framkvæmdum, munu því ekki mæta óvild og skilningsleysi almennt, j afnvel þótt reynt sé að gera hvert atriði tortryggilegt. FÓLKI er líka ljóst, að tími „pennastrikanna“ er löngu liðinn, hafi hann nokkru sinni verið til. Fyrirheitið um að ráða niður lögum dýrtíðarinnar, „með einu pennastriki“ var ekkert nema auðvirðilegt lýðskrum og blekking, sem dýrtiðar- kóngar notuðu til að afsaka framferði sitt. Vegferðin niður dýrtíðarstigann verður seinfarnari en ferðin upp. Það tekur áreiðanlega lengri tímia en 3 mánuði að kliíra niður 89 stig, þótt foringjum Sjálfstæðisflokksins heppn- aðist uppstigningin á 90 dög- um. Þreytuverkir verðbólgunn- ar þýða það þvi raunveru- lega, að sívaxandi fjöldi manna telur stöðugt verðlag, eðlilegt frjálsræði í viðskipt um og jafnvægi i gjaldeyr- ismálum svo eftirsóknar- vert, að hiklaust beri að stefna að því marki, þótt það kosti byrjunarörðugleika. — Það er ljóst, að í þeirri veg- ferð verður ekki náð neinum skjótum árangri. Pennastrik in eru ekki áhrifameiri í dag en þegar Ólafur Thors ætl- aði að umskapa þjóð'arbú- skapinn með þeim, enda eru þau ekki á dagskrá. En þær ráðstafanir, sem gera verður hveru sinni til að halda fram leiðslunni gangandi, þurfa að miða að því að draga úr þreýtumerkjum verðbólgu. Þ«>r þurfa að stefna að auk inni festu og meira jafn- vægi. Þær eiga smátt og smátt að auðvelda vegferð- ina að j afnvægisbúskap og vinnulífi. Ef bess er gætt, oa- eðlilegar skýringar fvlgia ætti ekki að þurfa að óttast lað blekkinaiar verði hei|l- brigðri dómgreind vfirsterk ari á þjóðmálasviðinu. Nær 100% kjörsókn Hér voru nýlega háðar kosiningar. Þar var barist hart. Flokkar hvöttu menn óspart til að kjósa. Kosning askrifstofur og blöð gerðu allt, sem unnt var, til að örva kjörsókn. Árangurinn varð sá, að 70-80% kjósenda kom á kjörstað. Nú fyrir fá um dögum voru kosningar í Rússíandi. Fréttir herma, að minnstu munaði að kjör- sóknin næði 100% þar. Kommúnistar segja þetta dásamlega sönnun um veg lýðræöisins í Rússlandi. Þeir sem alsjáandi eru segja hins vegar: Megi forsjónin forða okkur frá því lýð- j ræði“ og þeirri 100% kjör- sókn, sem því fylgir. ERLENT YFIRLIT: Nýiendukúgunin við Eystrasalt Raunasaga þriggja ríkja, er fengu sjálfstæíi eins og Island fyrir 40 árum síðan ÁRIÐ 1918 ‘komu til sögunnar fjögur ný sjálfstæð ríki í Norður- Evrópu. í ár eru því liðin 40 ár siðan þessi riki lýstu ýfir sjálf- stæði sínu. Þann 16. f. m. voru liðin 40 ár síðan Litháen lýsti yfir 'sjálfstæði sínu, en Eistland lýsti yfir sjiálfstæði sínu 6 dögum 'síðar. Lettland lýsti hinsvegar ekki yfir sj’áifstæði sinu fyrr en í nóvember 1918 og ísland, sem var hið fjórða þessara rikja, rak lestina með því að lýsa yfir sj'álf- stæði sínu 1. desember. Aðeins eitt þessara ríkja, ís- land, nýtur sjálfstæðis enn í dag. Ilin öll eru úr tölu frjálsra ríkja og hafa verið innlimuð í voldugt nábúariki. ’Þegar íslendingar rifja upp harmsögu þessara þjóða, hafa þeir vissulega en meira tilefni en ella til að fagna yfir því, að þeim hefir heppnast að viðhalda sjálf- stæði sínu og styrkja það. UPPLAUSN rússneska keis- aradæmisins átti að sjálfsögðu mestan þátt í þvi, að Litháen, Lettland og Eistland fóru í slóð Finnlands, er hafði lýst yfir sjálf- stæði sínu í desember 1917. — Frelsisandinn bafði jafnan lifað hjá þjóðum þessarra landa, þrátt fyrir aidalanga erlenda undirok- un, og fengið aukinn byr ‘á 19. og 20. öld, eins ©g annars staðar í heiminum. Menningarleg sér- kenni sín höfðu þær líka varðveitt að miklu lgyti. Mcguleikinn til að É komast undan yíirráðum Rússa, skapaðist hins vegar ekki fyrr en við fall og upplausn rússneska keisaradæmisms, enda lýsti aðal- foringi byltingarinnar, Éenin, yfir því, að takxnark hennar væri að viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna. Þrátt fyrir það kom til vopnaðra átaka milli hinna ný- stofnuðu herja þessara landa og rússneska kommúnistahersins, en þeim lauk með friðarsamningum, er gerðirvoru 1920. í þessum samn ingum voru landamærin endan- lega ákveðin og rússneska stjórn in lýsti yfir því, að hún viður- kenndi sjálfstæði hinna nýju ríkja sjálfviljuglega og endan- lega. EFTIR ÞETTA fór sambúð þess ara ríkja og Sovétríkjanna sm'átt og smátt batnandi, enda gættu þau þess að styggja ekki neitt hinn volduga nábúa sinn. Að frumkvæði Rússa var gerður griðarsáttmáli milli þessara landa og Sovétrikj- anna, og 1933 var gerður nýr samn- ingur, þar som það var skilgreint, hvað telja bæri árás og íhlutun, er bryti gegn griðasátfcmálunum. í þeiim samningi var Skýrt tekið fram, að engar stjórnmálalegar, hernaðarlegar eða efnahagslegar ástæður gætu réttlætt slíkar árás- ir eða íhlutun. Þá var einnig gerður samning- ur þess efnis, að þessi ríiki og Sovét ríkin skyldu leysa öll deilumál sín með friðsamlegum hætti. ÞEGAR til kom, reyndust þess- ir samningar hins vegar lítils virði. Með samningum Molotoffs og Ribbentrops í ógúst 1939, skiptu Rússar og Þjóðverjar Pól- landi á milli sín og Þjóðverjar viðm’kenndu baltisku sniáríkin sem rússneskt yfirráðasvæði. í skjóli þess neyddu Rússar þessi ríki til að fallast á, að þeir mættu hafa herstöðvar í löndum þeirra, en jafnframt lofuðu þeir því hátíðlega að virða frelisi þeirra og sjálfstæði. Seinast gaf Mclotoff slíka yfirlýsingu í apríl 1940. Tveimur mánuðum seinna, eða í júní 1940, hertóku Rússar þó þessi lönd og brutu með því marga sáttmála við þau. Stjórnir þær, sem þá sátu að völdum í þess um ríkjum, voru neyddar tii að segja af sér og nýjar stjórnir myndaðar eftir fyrirmælum Rússa. Nokkr.u síðar var efnt til þingkosninga og gátu þeir einir orðið frambjóðendur, sem Mynd þessi var tekin af Krústjoff, er hann greiddi atkvæSi í kosningunum siðastiiðinn sunnudag. Hvenær leyfir hann frjálsar kosningar í baltísku ríkjunum? kommúnistar samþykktu. Þing þau, er þannig voru kosin, lýstu þessi ríki síðan sovétlýðveldi og óskuðu eftir innlimun þeirra í Sovétríkin, sem að sjálfsögðu var óðara veitt. Fyrir kosningarnar var hins vegar ekkert látið uppi um þetta, heldur lofuðu fram- bjóðendur þéir sem kommúnist ar höfðu útnefnt, því hátíðlega, að þeir myndu standa vörð um sjálfstæði viðkomandi ri-kis. Eftir kosningarnar var því hins vegar lýst yfir, að þær hefðu lýst ein- j dregnum þjóðarvilja fyrir sam-j einingu við Sovétríkin! Vegna þess, að innlimunin var þannig 'framkvæmd með algerlega ólýðræðislegum hætii, hafa vestur veldin enn ekki viðurkennt hana. I I STRAX eftir að Russar hertóku þessi lönd í júní 1940, voru hafnir | brottflutningar þaðan á fótllki, sem 1 þeir töldu líMegt tií að igangast fyrir mótspyrnusamtökuim. Flest- ir voru fluttir burtu aneð sáraiitl- am fyrirvara og fengu leikki að hafa nema örlítið með sér. — Fjölskyldum var sundrað og að- 1 búnaður allur hinn ömurlegasti, ; enda talið að margir hafi látist á leið til ákvörðunarstaðarins, sém • yfirleitt var austan Úrálfjálla. — í „The Times“ í London i upplýsti nýlega, að á árinu 194CÞ—41 hefðu um 60 þús. manns verið flutt frá Eistlandi nteð þessum hætti, 35 pús. frá Lettlandi og 40 þús; frá Lithiáen. 1 Jafnframt þessu var svo hafist handa um að koma á komimúníst-- ísku skipulagi í þessum löndunt. Öll meiriháttar fyrirtæfki voru þjóðnýtt. Inneignir voru gerðar að mestu verðlausar með seðla- •skiptum. Hafist var handa um að koma á samyrkjubúskap gegn öfl- j ugri andspyrnu bænda. Á ÁRUNUM, 1941—44 voru þessi lönd hernumin af' Þjóðyerj- um. Þegar Rússar hertóku þe.ssi lönd að nýju, hcldu 'þeir j áfram því starfi, er þeir höfðu hprfið frá 1941. Unnið var að því að frey.sta hið kommúnistíska ikextfi í séssi og allir, sem voru talcUr í vegi þess, beittir hinu mesta harðyðgí.’Einna erfiðast reyndist að köma.'á sam- yrkjubúskapmim og leidÚi það m.a. til þess, að árið 1949 voru bændur fluttir þúsundum sáanan frá þessum löndum til iSIiböfíú. Uppbygging -sú, sém 'átt hÞfir sér stað í Sovétríkj unum síðan stríðinu lauk, er talin vera hlut- fallslega minni í þesSUm löndum en öðrum hlutum Sovétrikjanna. Ástæðan er sennilegá’- •jötfnúm höndum sú, að hæfusfU mönnun um hefir verið þokað til hliðár og (Frarnh. á 8, síðu). Sérprentun úr símaskránni Það er sérlega bagalegt fyrir Reykvíkinga að ekki skuli veia sérprentuð símaskrá fyrir Rcykja vík og Hafnarfjörð. Á þetta var bent í bréfi hér í baðstofunm á dögunum. Símaskráin öll er stóv bók og nokkuð þung. Þegar hún er í sífelldri notikun mánuSum saman, fer svo, að hún dettur sundur í blöð. Sérprentun númer- anna í Reykjavík og Hafnarfirði mundi bæta úr þessu. Auk þess er fljótlegra og auðveldara að fletta upp í lítilli bók en stórri, Slík sérprentun mundi því spara tíma og fyrirhöfn fyrir mikinn fjölda manna. Þar að auki fæ ég ekki séð annað en símanum sé vorkunnarlaust að láta gera slíka sérprentun sem þjónustu við símnotendur. Hivað sem um við- skipti símans og almennings má annars segja, mun það skoðun ails þorra fólks, að síminn fái sína þjónustu fuilborgaða eins og gjaldskránni er háttað. Sem sagt: Ég tek undir óskina um sér- prentun á símanúmerum í Reykja vík og Ilafnarfirði. Leiðinlegur siður i brauðbúðum Ilúsmóðir sendir eftirfarandi pistil: — Það er leiðinlegur sið- ur í brauðbúðunum að pakka kaffibrauð i þunnan umbúða- pappír í stað þess að setja þaS í poka. Ef maður kaupir t. d. 3 tegundir af kaffibrauði, fær mað- ur jafnmarga pinkla í hendurna- Það er illt að hemja bollur eða vínarbrauð í ferstrendum pappírs bleðli. Maður á í sífelldum vand- ræðum með þessa pinikla slrax eftir að út er gengið. Ef þeir væru látnir í pakka, væri málinu borgið. — í skoliaieik Enn segír í þessu bréfi: — Hér eru í gildi ströng verðlagsáikvæði á flestum sviðum. Skal ’ ég ekki um þau dæma, en misjafnlega munu þau talin gefast. Eftiriit mun liaft með því að ‘þau séu haldin og almenningur ekki lát- inn greiða hærra verð fyrir vör- ur en þau segja tll um. En mér verður stundum lmgsáð Ul þess- ara verðlagsakivæða þpgar máður stendur frammi fyrir slumpréikn ingnum í búðunum. -'Fiskunnn kostar 4 krónur, 5 1 krónur. 8 krónur, 10 krónur o. s. frv. Þar stendur ekki á aurum. Fisksalinn er ætið ágætis hugárreiknings- maður. Peningakassi er enginn, ekki heldur samlagningarvél eða reikningsvél. í brauðbúðum er það yfirleitt tízika, að afgreiðslu- stúlkan horfir fjarrænum auigum út um gluggann dálitia stitnd eftir að maður hefir stunið upp spurningu um, hvað nokkur vín- arbrauð, jóiakaka og boilur kosti samtals. Eftir bið kemur ^svarið, og maður hefir ekki hugmyrtd um, hvort reikningsdæmið er rótt reiknað. Enginn peningakassi og því enginn miði með tölunum á, engin .nóta, ekkert nema reikn- ingsgáfa afgreiðslustúlkunnai’. Við svona atfetæður eru verð!a"s- ákvæði blátt áfram hlægileg. Ég er ekki að segja, að fóilldð reikni ekki rétt, en viðskiptamaðurinn getur c-kki dæmt um það, þann er i skollaleik í hvert sinn, sem hann kemur inn í brauðbúð eða fiskbúð. — Lýkur þar bréfi hús- móður og baðstofuspjallinu í clag. j— #innu«

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.