Alþýðublaðið - 07.09.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.09.1927, Blaðsíða 2
ALP YÐllBLAtílÖ ALÞÝÐUBLAÐIÐ \ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýðuhusinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 siðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9J/S—10 */2 árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (i sama húsi, sömu simar). Skuggar auðvaldsskipulagsins. Atvinnuleyslð í jmsnm löndnm. Það er holt fyrir íslenzku þjóð- ina að fá að sjá ofurlitla skugga- mynd úr j)ví skipulagi, sem auð- valds- og íhalds-blöðin „Mgbl.“ og „Vörður“ eru dagsdaglega c^ð hæla á hvert reipi. Hér fara á eftir nokkrar tölur, er sýna at- vinnuleysið i auðvaldsríkjunum. Þær lýsa vel, hversu skipulag at- vinnuveganna þar er gersamlega óalandi og óferjandi og ónógt til að íullnægja þörfum mannanna. Bak við þessar tölur er ótakmörk- uð neyð og eymd óteljandi fá- tækiinga, sem hrópa með upp- réttum höndum dauðadóm yfi/' þjóðskipulag auðvaldsins. Astralfa. Eftir því, sem opinberar skýrsl- ur frá verklýðsfélöguin í Ástralíu herma, hefir atvinnuleysið verið þarj sem hér segir: Af 442 000 verkanrönnum, sem létu skrásetja sig, voru fyrsta ársfjórðung þ. á. 3,9% atvinnulausir allan árs- fjórðunginn. Síðasta ársfjórðung fywa árs voru 5,7o/0 skrásettra at- vinnulausir, en fyrsta ársfjórðung f. á. 6,7%. Bclgía Eftir því, sem skýrslur atvinnu- leysissjóða, sem 608 250 verka- menn eiga, voru fyrsta ársfjórð- ung þ. á. 10 609 þeirra atvinnu- lausir að öllu leyti, 'en 21306 höfðu mjög stopula vinnu. Danmörk. Skýrslur frá sambandi verklýðs- fé'aga, er í eru 274 428 félagar, telja 20,1% af þeim atyinnulausa allan fyrsta ársfjórðung_ þ. á. En um miðjan júní voru í pllu landinu 53 557 atvinnulausir. Þýzícaland. Á timabiiinu 15. maí til 15. júní var taia atvinnulausra frá 806 000 —969 000. Frakklaml. Tala þeirra, er höfðu fengið at- vinnuleysisstyrk frá 1. jan. þ. á. til 1. júní, var 47827. Auðvitað hafa fæstir þeirra, er atvinnu- lausir voru, fengið styrk. Finnland. f maílok voru 1239 atvinnulaus- 6r í bæjtnn, en 1723 voru atvinnu- láusir í apríllok. (Skýrslur, sem þetta er tekið eftir, ná ekki nema til líti’s hluta verkalýÖsins.) Holland. Eltir jrví, sem skýrslur frá at- vinnuleysissjóbi rjkisins, er nær til 296 188 verkamanna, herma, voru 20 993 þeirra atvinnulausir í apr- íllok. Italía. Af þeim, sem skrásettir höfðu verið í Italíu, voru algerlega at- vinnu'ausir frá 1. jan. til 1. apríi þ. á. 227 947, en 61 599 -höfðu mjög stopula vinnu. Srland. Af 246134 atvinnuleysistryggð- um verkamönnum voru í apríllok 25 939 atvinnulausir. Noregur. 16. maí í vor voru 23 811 at- vinnulausir (tala atvinnulausra steig mikið, þegar á leið sumar- ' ið). Pólland. í aprillok voru þar atvinnulaus- ir 195 363, en í marzlok 208 267. Sviss. Þar voru í apríllok 13 568 skrá- settir atvinnuleysingjar. Svíþjóð. Samkvæmt skýrslum frá verk- lýðssamböndum, er hafa 258 333 fé'aga, voru í apríllok 31 882 at- vinnu'ausit eða 12,3%. En allra nýjustu skýrslur herma, að um 60 0(X) verkameun séu atvinnu- lausir í öllu landinu. Ungverjaland. Samkvæmt skýrslum frá verk- lýðssaniböndum, er ná yfir 154- 000 verkamenn, voru í apríl 17 120 þeirra atvinnulausir.. Tékkoslóvakia. Samkvæmt tilkynningum frá op- ínberum atvinnuskrifstofum voru í maíbyrjun 60 260 atvinnuláusir; þar af nutu styrks tæp 22 400 verkamenn. Bandasdkm. Samkvæmt opinberum skýrslum, sem eru byggðar á tilkynningum Trá 10 537 atvinnurekendum, voru í marzlok 3 091873 atvinnulaus- ir, en í apríllok 3 071884. AustMrríki. Atvinnulausir verkamehn, er urðu styrks aðnjótandi í maí, voru 158 332 að tölu. Þar við bæt- ast 21000 atvinnuleysingjar, er urðu einskis styrks aðnjótandi vegna þess, að þeir áttu ekkert fast heimili(!). England. Ta!a atvinnulausra í Englandi var um miðjan maí 1015 000 — ein milljón og fimtán þúsund. í Englandi búa um 40 milljónir manna. Til samanburðar má geta þess, að í öllu Rússlandi voru í maíbyrjun 1 428 000, sem höfðu stopula atvinnu. Flestir þeirra fengu atvinnuleysisstyrk. En í Rússlandi búa um 130 milljónir manna. Þetta eru dökkar skýrslur. Þær sýna betur en nokkuð annað, að eitthvað er bogið við þjóðfélags- skipunina, sem byggist á „ein- stak!ingsframtaki“ og „frjálsri samkeppni". Jón Þorláksson tryggði Framsókn fylgi Alþýðuflokksins. Því miður er það fjarstæða, sem J. Þ. (Jón Þorláksson) skrif- ■ar í síðasta blað „Varðar", að Al- þýðuflokksmennirnir á þingi hafi líf Framsóknar-stjórnarinnar í hendi sér. Til þess að það væri, yrði f- íaldsflokkurinn aÖ vera þannig, að Alþýðuflokksmönnum væri hér um bdl sama, hvort hann eÖa Framsóknarflokkurinn væri við völd. En af skiljanlegum ástæðum er þar á geysilega mikill munur, þvi að Ihaldsflokkurjnn hefir hagað sér þannig, að Alþýðuflokksmenn eru neyddir til þess að láta Fram- sóknar-stjórnina hlutlausa. fhaldsflokkur Jóns Þorláksson- ar hefir sýnt sig beran að því að ætla að koma hér upp her- liði til þess að nota gegn verka- lýðnum, hvenær sem þessi flokk- ur hefði afl til þess í þinginu. Að herliðið eigi að brúka gegn verkalýðnum í kaupdeilum, er lýðum ljóst, enda Íeyndi Jón Magnússon því ekki, þegar málið var til umræðu í þinginu. Flestir, sem geta lagt tvo við tvo, munu skilja, að þegar f- haldsflokkurinn væri búinn að koma hér upp herliði, myndi næsta skrefið vera að banna allan verklýðsfélagsskap, er j)ví nafni gæti heitið, eins og fyrirmynd Jóns á ítalíu hefir látið gera. Þegar svo er athugað', að höfuð- málpipa Ihaldisflokksins, sem er „Morgunblaðið“, hefir árum sam- an flutt greinar, þýddar úr rót- arlegustu afturhaldsblöðunum út- lendu, oft blöðum, sem enginn þingflokkur vill kannast við sem sín málgögn, verður enn betur ski'janlegt, að Alþýðuflokks- mönnum þyki svo að segja alt betra en fhaldsflokkurinn. Jón Þorláksson sýpur nú se/yð- ið sjálfur, sem hann ætlaði Al- þýðuflokksmönnum. í staðinn fyr- ir að slá jafnaðarmenn niður, eins og meining hans hefir verið með því að láta „Mo gunblaðið‘“ stöð- ugt jap'a á manndrápasögum og með r'kislögreglutiltækinu hefir honum tekist að vekja alþýðuna til meðvitundar um. að þar sem hann er og flokkur hans, er höf- uðfjandi, eigi að eins alþýðu, heldur Ijka alls frelsis og allra framfara, sem ekki jafnframt er matarpólitjk fárra manna. Stjórnmálamaður hefir Jón Þor- láksson aldrei verið, og ein af mörgum sönnunum fyrir því er það, hvernig hann með hinni fruntalegu og harðdrægu íhalds- stefnu fhaldsflokksins hefir hreint og beint neytt Alþýðuflokkinn til fylgís víð andstöðuflokk sinn. Ólafur Friðriksson. tslenzkur rithöfundur í NoregL Síðast liðið haust kom út að forlagi Aschehougs í Osló í Nór- egi smásögur undir titlinum „Is- landsk kjærlighet ‘. Höfundur þeirra er ungur íslendingur, sem var hér í Reykjavík til ársins 1924, Kristmann Guðmundsson. Þessi fyrsta bók hans fékk góð- ar viðtökur, og má næstum undr- um sæta, að Kristmann skyldi standast fyrstu eldraunina, þegar þess er gætt, að Norðmenn eru mjög auðugir á bókmentasviðinu og taka ekki alt sem góða og gilda vöru. Þeir hafa átt svo marga snillinga, að þeir eru orðnir mjög vandlátir, en Krist- mann stóðst eldraunina vel. „Islandsk kjærlighet“ er að koma út í Þýzkalandi, og í ráði er einnig að þýða sögurnar á hollenzku. Nýkomin norsk blöð segja, að í haust komi út ný bók eftir Krist- mann, og heitir hún „Brúðar- kjóllinn'1. Segja blöðin, að beðið sé eftir þessari bók með mikilli eftirvæntingu, og hefir Kristmann, 'sagt í viðtaii, er blað nokkurt átti við hann, að efni bókarinnar sé bæði frá Islandi og Noregi. ,,Það er sagan, um tvær kynslóðir," segir Kristmann, ,,hið gamla, sem: er að hverfa, og hið nýja, sem, er að taka við.“ i ■ Er ekki að efa, að margir Reyk- vikingar, sérstaklega þeir, senr þektu þennan unga og gáfaða Is- lending, meðan hann dvaldi hér, bíða með óþreyju eftir því að lesa þessa nýju bók hans. í Nor- egi er álitið, að Kristmann sé mjög efnilegur rithöfundur og eigi því glæsilega framtíð fyrir hönd- um. Það sem þó hefir undrað rit- dómendur hans mest, er það^ hversu fljótt hann hefir getað lært norskt mál, en hann skrifar það nú eins og innfæddur væri.. „Litla kvæðið um litlu hjónin*- eftir Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi hefir Bókaverzlun Jón- asar Tómassonar á ísafirði gefið öt í séfstakri bók með dráttmynd- um eftir Tryggva Magnússon list- málara. Myndirnar eru skemtileg- ar, og kvæðið hefir löngu unnið sér aðdáun þjóðarinnar. Framan á bókinni er litmynd, j>ar sem „við iítinn vog, í litlum bæ er lítið hús" og litlu hjónín 'leiðast um ljtinn veg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.