Tíminn - 23.03.1958, Page 2
T f M I N N, sunnuaaginu 23. marz 1958»
Mjólkurbú Flóamanna
(Framhald af 1. síðu).
1116 frarideiðendur og
nær 11000 kýr.
Framleiðendur, sem seldu bú-
inu mjólk á árinu voru 1116 tals
iris og hafði fjölgað um 9 frá því
árið áður. Kúafjöldi á félagssvæð
inu er 10.943 kýr. Mjólkurmagn
• í framleiðanda er nokkuð mis-
jafnt eftir sýslum. Mes-Í í Árnes-
sýsiu 27,296 þús kg., Rangár-
vallasýsiu 24,465 þús. kg. og í
Vestur-Skaftafellssýslu 17,095
þús kg. Mjólk'urmagn á hverja
kú er eínnig mest í Árnessýslu,
eða 2665 kg. í Rangárvallasýslu
2567 kg. og í Vestur-Skaftafells-
sýslu 7,94 kýr. Mjólkurmagn á
hvern framleiðanda á svæðinu
er 25.494.25 kg.
*
Offramleiðsla ekki hlut-
fallslega mikil.
Fgill Thoraren-sen sagði í hinni
glöggu yfirlitsræðu sinni, að enda
þótt nokkur offramleiðsla hefði
verið á mjólk og mjólkuraífurðum,
væri ekki ástæða til þess að ör-
vænta í því efni. Umframfram-
leiðslan nemur ekki nema um
fimm á hundraði, svo að ekki er
mjög langt bdið milli hennar og
þejss að ekki væri hægt að full-
nægja eftirspurninni. í framtíð
inni yrði að miða við útflutninga
mjólkurvara og það yrði hægt, þeg
ar aukið samræmi hefði skapazt
milli verðlags hér á landi og í
helztu viðskiptalöndum okkar.
Það samræmi hlyti að myndast
fyrr, eða síðar, og þá myndi mark
aðurinn stækka.
Meðalmjól'kurbú á framleiðslu
-svæðinu hefði á síðasta ári haft
í tekjur af mjólkursölu um 75
þusund krónur, þegar flutnings
kostnaður hefir verið dreginn frá,
miðað við 65 þúsund árið áður.
Bygging hins nýja
mjólkurbús.
Þá ræddi Eðgill um byggingu
hins myndarlega mjólkurbús. Ráð
gert er að það muni kosta fullbú-
ið 43—45 milljónir króna og hafa
allar áætlanir um kostnað og bygg
ingarbíma staðizt til þessa. Búið
er að verja tU byggingarinnar um
32 milljónum króna og í sumar
verður tekinn í notkun einn aðal-
sailur byggingarjnnar, þar sem
móttaka mjólkurinnar fer fram.
Þegar mjólkurframleiðslan var
mest á síðasta sumri komsl hún
upp í 105 þúsund lítra á dag til
búsins, en var lengi um 100 þús.
lítrar. Nýja búið er byggt til að
geta tekið á móti og unnið úr um
175 þúsund lítrum á dag en hægt
er að auka vélakost og aðstöðu, án
þess að bæta við byggingum, þann
ig að búið geti tekið á móti um
eða yfir 300 þúsund lítrum á dag.
Er því höfð fyrirhyggja á um þess
ar framkvæmdir, sem áreiðanlega
á eftir að borga sig, þegar tímar
líða.
Mjólkurflutningar alla daga
síðan Krisuvíkurleiðin opnaðist.
Mjólkurflutningar á vegum bús
ins fára fram daglega um allar
sveitir eystra og svo frá búinu
til Reykjavíkur. Láta mun nærri
að Mjólkurbú Flóamanna sjái
Reykvíkingum fyrir tveimur
þriðju hlutum allra neyzlumjólk
ur. Eftirtektarverð er sú stað-
reynd ,sem Egill Tliorarensen
skýrði frá á fundinum, að síðan
Krisuvíkurvegurinn var tekinn í
notkun, hafa mjólkurflutningar
að austan til Reykjavíkur ekki
fallið niður einn einasta dag.
Þanrti.g iað Reykvíkingar liafa
alltaf daglega fengið nijólkina
að austan, þrátt fyrir fannfergi
og frosthörkur. Að vísu hafa
flutningarnir að vetrinum oft
verið erfiðir, bæði á þessari leið
og ekki síður í sveitunum, en
forráðanienn mjólkurbúsins liafa
lagt áherzlu á að flutningar
væri í sem allra bezta lagi og tal
ið það líka skyldu sína gagn-
vart neytendunum að mjólkin
komi reglulega þó ófærð sé og
taka þurfi á því sem til er til
þess að koma henni til Reykja
víkur.
Að ræðu Egils lokinni urðu
nokrar umræður, en síðan stjórn
arikosning. Úr stjórn áttu að
ganga þeir séra Sveinibjörn Högna-
sion og Sigurgrímur Jónsson í
Reumert
í nýju hlutverki
Paul Reumert á 75 ára afmaeli í
næstu viku og af því tilefni eru há-
tíðasýningar á Kgl. leikhúsinu, m. a.
eru hafnar sýningar á leikritinu
„Látna drottningin" eftir Henry de
Montherants. Leikur Reumert þar
Ferrante konung í Portúgal. Myndin
er af Reumert í hlutverkinu.
Þetta mun vera áttunda eða ní-
unda kvæðabók Jakobs, en nú eru
liðin 44 ár siðan fyrsta kvæðabók
hans, Snæljós kem út. Það var
1914. Síðan komu þrjár eða fjórar
kvæðabækur næsta áratuginn,
Stillur komu út 1927. Svo var sem
Jakob sneri sér að öðrum viðfangs
efnum um sinn, meir en að þjóna
ljóðadísinni. Einkum voru það smá
sögurnar, sem áttu hug hans á
þeim árum, og hann leit fer-
akeytluna einnig hýru auga. Á síð
asta áratug virðist Jakob aftur
hafa hneigzt til kvæða, og miá
kenna ofurlítið ánnan blæ á þeim
kvæðum, sem ort eru síðasta ára-
tuginn en áður var. En þetta eru
aðeins blæbrigði. Höfundarein-
kennin, hið karlmannlega og
hreina lífsviðhorf er hið sama,
en miáltökin eru fastari en fyrr.
Jakob er orðinn báaldraður
maður, en á þessari síðustu bók
er engin fönlunarmerki að sjá,
Yrkisefnin eru sterkir stofnar,
kveðskapurinn svolitið stirðlegri
en fyrr, en rökvísin óbiluð, tungu
takið sterkt og líkingar nákvæmar
Aftankul - ný kvæðabók eftir Jakob
Tborarensen - hin áttunda eða níunda
Á ve-gum Helgafells er komin út ný ljóðabók eftir Jakob
Thorarensen, skáld Nefnist hún Aftankul. Hefir hún að
geyma milk 40 og 50 kvæði, og eru flest þeirra alveg ný
af nálirmi, hafa ekki birzt í blöðum eða tímaritum nema ör-
fá þeirra.
og ljóslifandi. Hugsunin er svo
skýr og kviklaus að maður á bágt
með að íimynda sér, að höfundurinn
sé kominn miikið yfir sextugt.
Það er erfitt að benda á skáld,
s-em haldið hefir skáldskapar-
þrótti sftium jafnvel fram á elli-
árin sem Jakob, jafnvel aukizt
að miálþrótti og efnistökum a-llt
fram undir þetta. Svo má skilja á
síða-sta kvæði þessarar bókar, að
JaikO’b búist vart' við því að gefa
út fleiri kvæðabækur. Hann send
ir samiferðamönnuim sínum rólgea
og karl'mannlega kveðju. Kvæðið
er srrjaillt en engin sannfæring í
kveðjunni, enda. er óliklegt, að
•Takob eigi ekki eitthvað ókveðið
enn.
Dreymdi básetann fyrir hvarfi
stýrimannsins?
Háseta einn á Tröllafossi
dreymdi einkennilegan draum
rúmri viku áður en Rafn Árna-
son II. stýrimaður skipsins hvarf
í New York. Háseti sá sem hér
um ræðir fór ekki me^ skipinu
þessa ferð lieldur dvaldist um
kyrrt í landi.
Rúmri viku áður en fréttist hing
að um hvarf stýrimannsins
dreymdi hásetann að hann væri
staddur í káetu 1. stýrimanns um
bO’i'ð í Tröllafossi. í káetunni var
1. stýrimaður einnig staddur en í
koju hans lá II. stýrimaður og
virtist ekki öðruvísi en hann átti'
að sér. Þá þótti hásetanum að
dyrnar væru opnaðar í fulla gátt
og prestur í fulluin skrúða ganga
inn og rakleitt að kejunni þar sem
Heimskautakönnun
II. stýrimaður lá. Þar með lauk
draumnum. Hásetann dreymdi
þenna sama draum fjórar nætur
í töð.
Stúdentaguðsþjón-
ustur í Háskóla-
kapellunni.
í dag, tekur Félag guðfræðinema
upp þá nýbreytni, að hafa stúd
entaguðsþjónustur í Háskólakap-
ellunni.
Stúdentaguðþjónustur hafa ekki
verið hafðar að jafnaði í háskól
.anum undanfarin ár, nema 1. des-
ember ár hvert. Prófessorar guð-
fræðisdeildarinnar munu þó af
og til hafa haft guðsþjónustur í
Háskólakapellunni, en á því hefir
ekki verið nein föst regla.
Stjórnarkjör í Félagi
ísl. iðnrekenda
í gærdag klukkan 2 síðd. hófst í
Þjóðleikhúskjallararium úrsþing^ og
aðalfundur Félags ísl. iðnrekenda'.
Formaðm- félagsins Sveinn B.
Valfells setti fundinn. Síðari hóf
formaður flutning I ársskýrslu félags
stjórnar, en jafnhliða ræddi hann
ástand og horfur í iðnrekstrinum
hér á landi um þessar mundir.
Verður nánar sagt frá ræðu for-
mannsins.
Innan félagsins hefur undanfarið
staðið yfir kjör stjórnar, en nú
áttu að ganga úr stjórn félagsins
þeir Sveinn B. Valfells, Gunnar J.
Friðriksson og Gunnar- Jónasson. ,
Kjörstjóri, Hjörtur Jónsson,
skýrði frá úrslitum. atkvæðagreið-
slunnar, en kosningu hlutu: Sveinn
B. Valfells, Gunnar J. Friðriksson
og Árni Jónsson. Varamenn í stjórn
voru kjörnir þeir Gunnar Jónsson
og Guðmundur Ágústsson. Fyrir
eru í stjórninni Sigurjón Guð-
mundsson og Axel Kristjánsson.
Þessu næst gerði framkvæmda-
stjóri F.Í.H., Pétur Sæmundseri,
grein fyrir reikningum féjagsins.
Þessu næst var kosið í nefndir.
FríverzlunarmáliS
lí'ramhala jf 1. síöu).
ur tíma til að bíða með raunhæf-
ar aðgerðir.
Frakkar hafa nú um skeið haft
á prjónunum eigin tillögur um frí-
verzlun, sem þeir hafa rætt við
hina aðilana að hinum sameigin-
lega markaði. Ekki hefir þó Bret-
um verið gerð nein grein fyrir
þeim enniþá, og er ekki talið, að
Vestur-Þjóðverjar ,séu ekki á einu
máli um þetta efni. Bretar telja
ekki, að þeim verði það til mikils
tjóns, þótt fríverzlunarsvæðið
verði ekki í'aunveruleiki.
Fréttir frá landsbyg
Rússa
Aöalfundur Myndlistaskólans í
Reykjavík var haldinn nýlega. For-
maður fálagsins var kosinn
Sæmundur Sigurðsson og með
hanum í stjórn þeir Ragnar
Kjartansson, Einar Halldórsson,
Kristján Sigurösson og Þorkell
Gíslason. Skólinn hefur nú fengið
húsnæði í sýningarsal Ásmundar
Sveinssonar á Freyjugötu 41 og
hófst kennsla þar í janúar. Skólinn
tapaði öllum áihöldum sínum í
brunanum á Laugavegi 166 á síðasta
sumri, en hefur nú fengið önnur ný
og vandaðri.
Hodti. Voru þeir báðir endurkjörn
ir.
Séra Sveinbjörn Högnason, al-
þingismaður, flutti fundinum fróð
íega og ýtarlega skýrslu um starf-
semi Mjólkursamsölunnar, en
hann er formaður stjórnar hennar
eins og kunnugt er og hefir verið
frá upphafi. Lauk han nræðu sinni
með snjöllum hvatningarorðum
með ósk um áframhaldandi fram
farir og sókn til bættra lífskjara,
þar sem samvinnustarfið er ör-
uggasta leiðin.
Grétar Símonarson, mjólkurbús
stjóri gerði grein fyrir gæðum
mjólkurinnar í einstökum lirepp-
um oð hvatti menn til að vanda
enn betur til mjólkurframleiðsl
unnar hvað gæði snertir og lagði
áherzlu á hve þýðingarmikið það
er.
Að lokum urðu almennar um-
ræður r-g ióku margir til máls.
Rjúpur sjást varla
á Austurlandi
Egilsstöðum í gær. — Rjúpur
sjást varla hér um slóðir í vetur,
og er það óvenjulegt. Nokkuð
var af rjúpum í skóglendinu hér
um slóðir fram í nóvember, en
þá var sem þær hyrfu nær alveg
og hafa vart sézt síðan. Eru þær
þó venjulega niðri í byggð um
þetta leyti. Hreindýr sjást ekki
heldur niðri á heiðum og munu
þau haia haft góða haga inni á
hreindýraslóðum í vetur. SE
Jörí oríin auÖ
í Oræfum
Fagurihólsmýri í gær. — Hér
er jörð orðin auð eftir þíðviðri
í viku. Annars liefir veturinn
verið all'harður, töluvert frost og
snjór nokknr allt síðan í desem-
ber. Flugsamgöngur hafa legið
niðri um alllangt skeið, en nú
er flugvllurinnö orðinn auður og
vonum við að flugvélarnar fari
að koma hér við á nýjan leik.
Farið var á bifreið yfir Skeiðar-
ársand í febrúar og gekk vel.
Mjög lítið er í vötnum á sand- ^
inum. Vorflutningar yfir sandinn
munu hefjast þegar líður á niæsta
mánuð. SA
Fannfergi allmikið
á Hólsf jöllum
Grímsstöðum í gær. — Hér er
mikill og jafnfallinn snjór enn
og hefir lítið sjatnað, þótt veður
hafi verið allgott síðustu daga.
Engin hláka hefir komið hér, en
lítilsháttar sólbráð nokkra daga
og frost um nætur. Svolitlar jarð
arbólur eru komnar upp, en engir
hagar fyrk- sauðfé, sem verið
hefir á innigjög síðan í byrjun
febrúar. Menn eru allvel staddir
með fóður og geta gefið inni
fram yfir sumarmál. Samgöngur
eru nú engar við sveitina nema
póstferð úr Mývatnssveit einu
siinni í viku, og síðustu ferðir
hefir pósturinn orðið að fara
gangandi síðustu ferðirnar. KS
Vorveíur komið á Sííu
Kirkjubæjarklaustri í gær. —
Hér er nú ágætisveður dag hvern
snjólaust að mestu í byggð og
bændur farnir að beita fé. Ann-
ars hefir veturinn verið harður
fram að þessu, innigjöf langtím-
um eða alveg síðan í desember.
Frost hafa oft verið mikil og á-
frerar en snjóþyngsli ekki mikil.
V.V.
LæknisbústaíJur full-
geríur á Raufarhöfn
Raufarhöfn í gær. — Mikið
hefir verið unnið að byggingum
innan húss í vetur, enda voru
mörg hús hér nýorðiu fokheld
í haust. Meðal annars er nú verið
að leggja síðustu hönd á læknis-
bústað hér á Raufarhöfn. Læknir
situr hér í vetur, Sæmundur
Kjartansson, og mun hann
flytja í bústaðinn í næsta mán-
uði. Læknislaust er hins vegar
á Kópaskeri í vetur, en læknir
hefir farið þangað einu sinni í
viku í vetur, þegar fært hefir
verið, og oftar þegar nauðsyn
krafði. JÁ
Snjólítib or’Si‘0
á Sléttu
Raufarhöfn í gær.' — Hér hef-
ir verið blíðviðri síðustu daga.
Hér blotaði á dögunum og hefir
síðan verið bjart og sólbráð
marga daga, svo að snjór hefir
hjaðnað nokkuð. Komin er sæmi-
leg beitarjörð en lítið er beitt
hér um þessar mundir. Bílíært
er um Sléttuna. í dag er norð-
austan kaldi og hríðarrytja. Bát-
ar hafa róið bæði með línu og
handfæri síðustu daga en afli
verið misjafn. Þó hefir einn línu
'bátur aflað allvel. Flesta daga í
vetur hefk verið fært hLnigað úr
nágrenninu með mjólk á jepp-
um eða dráttarvélum. J.Á.
Bregíur til hríðarvethirs
nortJaustan lands
Egilsstöðum í gær. — Blíð-
viðri hefir verið hér austan lands
í viku, fyrst hláka nokkur, en
isíðan þíðviðri og eólbráð um
daga. Fagridalur hefir verið fær
stórum bílum og jeppum síðustu
daga og inokkrir flutningar um
ihann. Aðrir fjallvegir aðeins fær-
ir snjóbílum. Beitarjörð er kom-
in í flestum sveitum. Svellalög
eru þó nokkur enn. í dag hefir
breytt um veður og er nú kom-
inn norðaustan kaldi með hríðar-
hraglanda. SE
Afli Þorlákshafnar-
báta allgóður
Þorlákshöfn í gær. — Afli
hefir verið allsæmilegur síðustu
daga. Bátarnir urðu fyrir miklu
netatjóni í stórviðrinu á dögun-
um og hefir tíminn mjög farið í
það síðustu dagana að lagfæra
netin og koma lögnum í laig.
Heildaraflinn er nú svipaður og
um sama leyti í fyrra eða un
1700 lestir. í dag er afli bátanna
8—14 lestir. Aflahæsti bátur á
vertíðinni hér er Klængur, skip-
stjóri Guðmundur Friðriksson,
og er hann búinn að fá rúmar
300 lestir. Árnarfell losar hér
fóðurvörur í dag. ÞJ
Grímsárvirkjun full-
ger'Ö í maí
Egilsstöðum í gær. — Alltaf er
unnið við Grímsárvirkjunina og
verið að leggja síðustu hönd á
ýmis verk þar og stöðin senn full-
húin. Er nú tálað um, að orkuverið
taki til starfa í maí, og straum
verði þá hleypt á háspennulínurn-
ar. Flugsamgöngur hafa verið góð-
ar í vetur nokkui'n veginn reglu-
legar. Nokkuð hefir borið á vatnis-
skorti á ýmsunx bæjum upp á sið-
kastið. SE