Tíminn - 23.03.1958, Side 7

Tíminn - 23.03.1958, Side 7
3'ÍMINJí, sunmidagiim 23. marz 1958. 7 SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ Efnahagsmálin ern nú erfiSnstn vandamál flestra þjóSa - „Pemiastrikið“? sem ekki er til - Hið stöSuga samningafíóf um efnahagsmálin síSan 1942 - Uppbótarstefnan er arfor frá Ólafi Thors - Hætturnar, sem fylgja uppbótarsiefniim - ViSræðisrnar í ríkisstjórninni - Áróður, sem þjóðin þarf aS varast - Framfarasóknin síðan 1918 - Það er engin nýjung á fslandi, að stjörnarílokkum gangi misjafn- lega að ná samkomulagi um með- ferð efnáhagsmála. Allt síðan, að Sjálfstæðistflokkurinn. rauf stjórn- arsamstarfið við Framsóknarflokk- inn 1942 vegna „steiktu gæs- anna“, Kefir slikt samningaiþóf ver ið árlegur viðburður á íslandi. A þeim árttm, þegar Sjálfstæðisfiokk- urinn sat í stjórn, kom það iðulega fyrir, að þetta samningaþóf dræg- ist fram í aprilmánuð eða maímán- uð viðkomandi árs, þótt þvi hefði átt að vera iokið í ársbyrjun. • • • Það er heldur ekki neilt sérstakt íslenzkt fyrirhrigði, að efnahags- málin séu torvelt viðfangsefni stjórnmálamönnum og fjármálaT mönnum. Hvort héldur sem litið er til austurs eða vesturs, eru efna hagsmálin stærsta og vandasam- asta viðfangsefnið. í Bandaríkjun- um er nú að myndast kreppa, seni getur haft alvarlegustu afleið- ingar fyrir þau og bandamenn þeirra, ef ekki tekst að stemma stigu við henni í tíma. 1 leppríkjum Rússa er ástandið í efnahagsmálun um hið ömurlegasta og hafa Pól- verjar nýlega fengið stórlán í Bandaríkjunum til að ráða bót á mestu erfiðleikunum. í Sovétríkj- unum er það nú mesta vandamál leiðtoganna, 'hvernig hægt verði að koma til móts við kröfur aiþýðunn- ar um bætt lífskjör, án þess að efnahagskerfið fari úr skorðum, en enn eru lítfskjörin langtum lak- ari þar en víðast hvar vestan járn- tjaldsius. Þessari upptalningu mætti halda áfram og neína dæmi frá svo að segja öHum löndum heims. Meira að segja gengur nú vaxandi verk- fallsalda yfir Vestur-iÞýzkaland. ís- lendingar eru vissulega ekki einir um það að eiga í torsóttri glímu við efnaháismálin. Ekkert „pennastrik“ til FramSóknarmenn hafa frá fyrslu tíð bent á það, að gangan til við- reisnar myndi reynast torsótt, ef misst yrði táumhald á dýrtíðinni. Þvi miðnr var þessum aðvörunar- orðiun ekki hlýtt. Með „gæsar“- ævintýri Sjálfstæðisflokksins 1942, þegar dýrtíðin var tvötfoIdLið á sex mánuðum, yar (hleypt af stað þeirri skriðu, sem ekki hefir tekizt að stöðva siðari. Formaður Sjálfstæð- . isflokksins talaði þá og oft síðan borgmmannlega um þessi mál og mun lengi fræg sú setning hans, að auðvelt yrði að ráða niðurlögum dýrtíðarinnár méð einu ,,penna- striki“, ’ef átþýrfti að halda. í mál- gögnum Sjálístæðismanna voru aðvaranir Framsóknarmanna kall- aðar „þgrlclmsvæl'* og „hrunsöng- ur“. Áðvaranir Framsóknarmanna hafa réynzt réttar. Formaður Sjálf stæðisfloidksins hefir haft mörg tækifæri' tiÞ að sýna „pennastrik- ið“, en liann íhefir ekki gert það enn. Og aldrei 'héfir flokkur hans verið fjær því að benda á nokkur raunhætf úrræði en nú. Sannleik- urinn er sá, að eftir að verðbólgan hefir cinu > sinnið fengið lausan tauminn,. yerður hún ekki læknuð með rieinu ' „périnastriki", heldur tekur þa'ð íanga og erfiða göngu að komast á jáfnsléttu aftur. Því meira og lengur, sem verðbólgan hefir fengið að vaxa, því íleiri verða áfangarnir til hins rétta lands aftur. Engin stefnubreyting eða ný stefna getur læknað slíkt ástand öðru vísi en á alllöngum tíma, og bað því aðeins, að hún mæti nægum skilningi almennings og niðurrifsöflum takist ekki uin of að torvelda Iiana. ASalfundur Miólkurbús Flóamanna var halcunn á Selfcs^í í fyrradag. Þessi þróttmiklu samvinnusamtök bænd- anna ó SuSurlandi, hafa veriS ein helzta stoSin í baráttunni fyrir auknum framförum og bættum lífskjörum og verSur ekki annaS sagt, en vel hafi miSaS áfram í þeim efnum. Samtökin eiga nú í byggingu mjög fullkomiS mjólkurbú, þar sem fullkomin aSstaSa verSur til aS vinna úr mjólkinni eins verSmætar framleiSsluvörur og frekast er hægt hvort heldur er miSaS við innlenda, eSa erlenda markaSi. Frá aSalfundi Mjóikurbús Fióamanna er sagt á öSrum staS í blaSinu í dag. (Ljósm.: Timinn). Glíman vitS verðbólguna 1943—1956 Á árunum 1943—1956 var reynt meö mörgum úrræðum og að'ferð- um að slöðva verðbóIgU'Skriðuna, er hófst með „gæsa“-ævintýrinu vorið 1942. Ekkert af þessu reynd- ist haldnýtt, nema til bráðabirgða. Alltaf hélt verðbólgan áfram að vaxa. Seinustu árin var reynt að verjast því, að hún . stöðvaði út- flutningsframleiðsluna með vax- andi uppbótum og niðurgreiðslum. Þetta upphótarkerfi krafðist alltaf meiri og meiri ólaga. Þegar kom fram á órið 1956, var fyrirsjáanlegt að því yrði ekki lengur haldið uppi, nema á ný yrði aflað hundr- aða milljóna króna nýrra tekna í hít þess, og þó myndi þetta því aðeins nægja, að það tækist að stöðva kapphlaupið milli verðlags og kaupgjalds, sem verið hefir ein helzta undirrót hinnar vaxandi verðbólgu og dýrtíðar. Það var af þessum ástæðum, sem Framsóknarflokkurinn rauf sam- starfið við Sjálfstæðisflokkinn vor- ið 1956 og leitaði samstarfs við verkaJýðsflokkana svonefndu. Það var gert í trausti þess, að þetta væri vænlegasta leiðin til sam- starfs við stéttarsamtökin um að stöðva kapphlaupið milli verðlags og kaupgjalds, og til að leita var- anlegri úrræða en uppbótarstefna er. Þetta var tilraun, sem Fram- sóknarflokkurinn taldi sér skylt að gera, þar sem líka fyrirsjáanlegt var, að áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn myndi ekki leiða til annars en vaxandi verð- bólgu og stöðvunar. Kapphlaupiti milli kaup- gjalds og verSIags Þvi verður ekki neitað, að nú- verandi ríkisstjórn hefir tekizt að draga verulega úr kapphlaupinu milli kaupgjalds og verðlags fvá því sem áður var. Það eitt út af fyrir sig er mikilsvert. Það er hins vegar ekki nægilegt að draga úr ferð dýrtiðarvagnsins, heldur þarf helzt að stöðva hann að mestu eða öllu. Því mun seint verða gleymt, hvernig forkólfar Sjálfstæðisflokks ins hafa hagað sér í þessum e _um síðan þeir lentu í stj'órnarand- stöðu. Áður vöruð'i þéir’ manna mest við ótimabærum kauphækk- unum. Nú reyna þeir hins vegar að blása að glæðurn verkfalla ogj kauphækkana af fremsta rnegni og hafa m. a. gengið svo langt, að þeir létu atvinnurekendur bjóða Iðju kauphækkun i iþeirri von, að það myndi ýta undir kröfur um almenna hækkun, þegar önnur fé- lög sæu, að Iðjukaupið hefði ver- ið hækkað. Af sömu ástæðum reyndu forkólfar Sjálfstæðisflokks ins að espa yfirmenn á kaupskip- unum til sem mestrar óbilgirni í verkfallinu í fyrrasumar, enda þótt Bjarni Ben. lýsti þvi samtím- is yfir sem varaformaður Eimskipa félagsins, að félagið gæti alls ekki greitt hærra kaup og yrði að fá sérhverja hækkun á því uppbætta í hærri flutningsgjöldum. Á sama hátt hefir Sjálfstæois- flokkurinn iika barizt gegn öllum verðlagshömlum. Starfsemi hans hofir miðað markvíst að þvi að korna í veg fyrir stöðvun verðlags og kaupgjalds og því miður hefir honum orðið of mikið ágengt í þeim efnum. Uppbótarstefnan — arf- urinn frá Ólafi Thors Milli núverandi stjórnarflokka hefir enn ekki náðst samkomulag um það að horfið yrði að öðrum iirræðum en uppbótarstefnunni til að tryggja rekstur útílutningsfram- leiðslunnar. Henni er því enn hald- ið áfram i svipuðu formi og Ólafur Thors mótaði hana. Vegna þess, að Ólafur Thors skildi við hana strandaða, varð i fyrra að leggja á stórfellda nýja skatta til þess að hægt væri að halda henni áfram enn um stund. Framsóknarmenn hafa aldrei farið dult með það, að þeir hefðu ótrú á uppbótarstefnunni. Upp- bætur til vissra atvinnugreina cða itilfærslur milli atvinnugreina géta átt rétt á sér að vissu marki. Þetta gildir hins vegar allt öðru máli, þegar farið er að gera uppbæturn- ar að eins konar ailsherjarlausn allra fjárhagslegra vandamála. Þá vill oft fylgja þeim alls konar spill ing og þær hlaða alltaf meira og meira utan á sig og kalla þannig á nýjar og nýjar álögur. Að lokum gefast menn svo upp við að afla þessara nýju tekna, og uppbótar- kerfið strandar og stöðvun atvinnu veganna fylgir í kjölfarið. Þetta var raunverulega að gerast, þegar seinustu stjórnarskipti urðu. Þá var uppbótarstefnunni gefin ný „sprauta", þar sem voru álögurnar miklu, er lagðar voru á fyrir ára- mótin 1956. Þær nægðu til þess að hægt var að halda atvinnulífinu sæmilega þróttmiklu síðastliðið ár, en nú nægja þær ekki lengur. Upp bótarkerfið hefir enn hlaðið utan á sig nýjum útgjöMum, hæði í formi uppbóta og niðurgreiðslna. Nú þarf nýja „sprautu“ í formi nýrra álaga, ef halda á uppbóta- kerfinu áfram enn um stund. StöSvunarhætta verS- bólgustefnunnar Þrátt fyrir það, þótt nýjar álög- ur yrð'u nú lagðar á til að halda uppbótarkerfinu áfram, myndi það ekki gagna, ef tekjuöflunin yrði byggð á sama grundvelli og hingað til. Ástæðan er sú, að þá yrði að veita miður þörfum vörum alger- an forgangsrétt við úthlutun gjald- eyrisleyfa, en láta ýmsar vörur til framleiðslu og framkvæmda sitja á hakanum, líkt og hráefni til iðnað- ar og byggingarvörur. Atfleiðingin yrði samdráttur iðnaðar og bygg- inga með tilheyrandi atvinnuleysi. Þá muu óbreytt tilhögun upp- bótarstefnunnar líka leiða til vax- andi samdráttar á sviði útflutn- ingsframieiðslunnar, þar sem nýjar útflutningsgreinar fá nú yfirleitt ekki verðuppbætur. Úr þessum ágöllum uppbótar- stefnunnar mætti að sjálfsögð'u bæta með því að breyta tekjuöflun inni og hafa uppbæturnar viðtæk- ari. Eftir sem áður væri hins veg- ar spillingarhættan, sem fylgir henni, og einnig sú hætta, að menn gefist upp við að afla nægra tekna og til stöðvunar komi af þeiiTÍ ástæðu. VnSræftur stjórnmála- flokkanna um efna- hagsmálin Af hálfu Framsóknarmanna hef- ir ekki verið farið dult með það, að þeir álíta uppbótarkerfið í þvl formi, sem Ólafur Tfaors skildi við það, vera orðið með öllu óhæft og þvi heri að leita nýrra úrræða. Tafnvel þétt Lienn reyndu að lappa eitthvað upp á það og bæta lir mestu ágöllunum, getur endirinn aldrei orðið annar en uppgjötf og strand. Nokkrir sérfræðingar hafa unnið undanfarið á vegum ríkisstjórnar- innar að athugun þesííara mála, Athugun þeirra liggur nú fyrir og hefir ríkisstjórnin rætt þessi máil á fundum sínum undanfarið. Niður staða þeirra viðræðna liggur enn ekki fyrir. Að sjálfsögðu fylgjast þingmenn stjórnarflokkanna með þessum viðræðum og taka þátt í þeim beint og óbeint. f hlöðum stjórnarandstæðinga má nú merkja eins konar hlakk yfir því, að stjórnarflokkarnir muni ekki ná samkomulagi uin þessi mál. Ríkisst'jórnin verði því að i'ara frá og kosningar yrðu að fara fram. Sjálfstæðisflokkui'inn muni aftur fá tækifæri til að setj'a eyrnamark gæðinga sinna á síjórn- arstefnuna. Á þessu stigi skal það eitt sagt, að enn er of snemmt fyrir forkólfa Sjálfstæðisflokksins að hlakka yf- ir þessu. Mikiltf meirihluti þjóðar- innar treystir því, að helzt muni það takast undir forustu núverandi rikisstjórnar að snúa af villigöíum verðbólgunnar og byrja gönguna í rétta átt. Þessu tfólki yrði það áreið anlega mikil vonbrigði, ef ríkis- stjórninni mistækist þetta. Aðal- fundur miðstjórnar Framsóknar- flokksins túlkaði þetta viðhorf áreiðanlega rétt, er hann sagði í ályktun sinni, að þess bæri fastlega að vænta, að þeir aðilar, sem að stjórninni standa, hiki ekki við að hor.fast í augu við erfiðleikana og geri það, sem nauðsynlegt er til að tryggja næga atvinnu og fram- farir, en gefist ekki upp og eigi þar með á hættu, að láta meðferð þessara mála í hendur manna, sem eru fulltrúar fyrir gróðastarfsemi og sérhagsmuni í þjóðfélaginu. Er ástæ<Sa til svartsýni? Hin stöðuga harátta við verð- bólgumálin, sem segja má að hafi staðið látlaust frá „gæsa“-ævin- týrinu 1942, hefir gert ýmsa hálf vantrúaða á það, að íslendingum. muni takast að ná aftur réttum tök um á efnahagsmálum sínum. Það skal játað hér, að þessi ótti er ekki með öllu ástæðulaus. En þess ber vel að gæta í þessu samhandi, að aðrar þjóðir glíma nú við cfnahags lega erfiðleika engu síður en viö. Ástand efnahagsmála okkar er ekki faeldur það bágborið, að ekki sé hægt að koma því á réttaa grunn aftur, ef þjóðin tekur þau föstum og skynsamlegum tökum og byrjar að nýju að stefna í rétta átt. Verði það líka gert, ætti ekki að þurfa að kvíða framtíðinni hér, því að landið geymir mikla mögu- leika og þjóðin er framtakssöm og dugandi. Ein mesta hættan, sem yfir okk- ur vofir í þessum efnum, er frá ábyrgðarlitlum pólitískum loddur- um, sem halda það vænlegt til framgangs fyrir sig, ef hinir tfjár- hagslegu erfiðleikar vaxa áfram. Þessir menn hika ekki við að ýta undir óbilgjarnar kröfur og ástunda hvers konar yfirboð. Sum- um þeirra er líka sama um, þótt þéssir enfiðleikar enduðu með upp gjöf hins fjárhagslega frelsis, þvf að þeir telja sig eiga vini í vestri eða austri, sem þá megi halla sér að. Ef þjóðin gerir sér nægilegt far um að horfa raunsætt á málin og varast áróður umræddra loddara, ætti vissulega að mega vænta þess, að henni takist tfyrr en síðar að koma fastari tökum á efnahagsmál- in og treysta með því fjárhagslegt frelsi sitt. (Framh. á 11. síðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.