Tíminn - 25.03.1958, Blaðsíða 8
8
TÍMINN, þriðjudaginn 25, ,marz 1958.
Sjötugur: Hannes Hannesson,
kennari, Melbreið
Góðvinur minn og gamali frœð-
eri, Hannes kennari Hannesson,
ibóndi á Melbreið í Stíflu í Fljótum
er sijötugur í dag. Af því tilefni
fangar mig til að biðja Tímann fyr
ár stutta kveðju.
Hannes kennari er fæddur 25.
öiarz 1888 á Hafsteinsstöðum í
Skagafirði. Voru foreldrar hans
Hannes Gottsfcálksson, bónda á
H'álsi í Fljótum, Erlendssonar, og
Steinun Jónsdóttir, bónda á
Steinbóli í Flókadal Jónssonar. Er
Hannes fæddist, var móðir hans í
vist á Hajfsteinsstöum, en þar
ibjuggu þá merkishjónin Jón hrepp
stjóri Jónsson frá Hóli í Sæmund-
larihlið og S'teinunn Árnadóttir frá
Yzta-Mói í Fljótum. Hannes Gott-
skálksson var d'áinn, er sonur hans
tfæddist. H'annes kennari var því
ekki til óðals borinn og kynntist
ungur fátækt og erfiðum kjörum.
'Ungur kom Hannes í fóstur til
áfa míns Jóns oddvita Sigurðsson-
ar á Illugastöðum í Fljótum og
Qconu hans Guðfinnu Gunnlaugs-
dóttur og ólst upp hjá þeim fram
yfir fermingaraldur. Snemma mun
(hafa komifi í ljós að sveinninn var
góðum. giáfirm gæddur. Mun hann
því ungur Ihafa ókveðið að afla sér
fræðslu utan heimasveitarinnar.
En þá var ertfitt fyrir fátækan
svein að afla sér fjár til skóla-
göngu, enda fór það svo, að Hann-
es var kominn yfir tvítugt, er
íhann réðint í að fara í skóla. Fór
íhann þá í Gagnfræðaskólann á Ak-
ureyri og var þar 1909—1910. —
Nokkrum árum sáðar fór hann í
Kennaraskólann og brautskráðist
þaðan 1917. Gerðist ihann þá þegar
barnakennari í FJjótum ög hefir
gegnt þeim -starfa æ sáðan, ýmist
í Hoit&hroppi eða Haganeshreppi,
’nú sáðasta aldarfjórðunginn sam-
tfieytt í Holtghreppi. Þau eru þvi
orðin æðimörg börnin, sem Hann-
es kennari hefir -kennt um dagana.
Hygg ég að flestir, sem kennslu
'hans hafa notið, ljúki upp einum
munni um það, að hann hafi verið
góður og farsæll 'kennari, a. m. k.
hafa unglingar, sem frá honum
hafa farið í aðra skóla, yfirleitt
staðið sig prýðilega. Á fyrri árum
ker.ndi hann ctft við hinar erfið-J
ustu aðstæður, svo sem þeir vita,'
er til þeickja, en náði eigi að síður!
oft undraverðum árangri.
Kennarastarfið hefir verið aðal-
stgrf Hannesar, en lengi framan af
var það svo illa launað að af þeirri'
atvinnu einni varð ekki litfað. Jafn
framt kennslunni hefir þvi Hann-1
es lengst af stundað búskap. Hann
kvæntist áriö 1922 Sigriði Jónsdótt
ur, bónda á Melbreið í Fljótum
Guðvarðssonar, og konu faans Aðal-
bjargar Jónsdóttur. Hótfu þau hjón-
in sama árið búskap á Melbreið og
hafa átt þar heima æ síðan, en við
búir.u tók.fyrir tveim árum, elzti
sonur þeirra, Guðvarður Valberg,
íþróttakennari. Hannes hafði gott
bú en ekki stórt, enda fjiárhagur .
lengi vel óhægur, þac sem ómegð .;
var mikil. Hefir Hannes húsað vel,
jörð sána og bætt hana mikið, svo !
að húu er nú orðið myndarbýli. |
Þau Hannes og Sigríður hafa i
eígnazt átta börn, fimm dætur og
þrjá syni. Eru þau öll uppkomin og
ö'U hin mannvænlegustu.
Eins og að líkum lætur, hefir
Hannes gegnt mörgum trúnaðar-
störfum fyrir sveit sína. Hann hef-
ir verið hreppsnefndarmaður í 30
ár, átt lengi sæti í skattanefnd og
sóknarnetfnd, setið um skeið í
stjórn kaupfélagsins o. fl. o. £1.,
sem hér yrði of langt upp að telja.
Enn er það þó ótalið, að Hann-
es er mikill áhugamaður um sögu-
leg fræði. Hefir hann samið annál
Holtshrepps í 30 ár, héraðslýsingu
Holts- og Haganeshrepps og rit um
örnefni í þeim báðum o. fl. Öll eru
rit þessi í handriti. Er ó'hætt að
fullyrða að Hannes hefir bjargað
miklum fróðleik frá glötun og á
margt merkilegt í fórum sínum.
Hygg ég, að íræðastörtfin séu Hann
esi kærust nú orðið.
Hannes hefir með löngu og giftu
drjúgu kennslustarfi átt mikinn
þátt í að móta hina uppvaxandi
kynslóð í Fljótunum. Standa því
rnórgir Fljótamenn í þakkarskuld
við hann. Og ekki má gleyma því
að Hannes var einn af aðalfor-
göngumönnum að 6tofnun ung-
mennafélags Holtshrepps og var
lengi formaður þess. En starfsemi
þess félags var mörgum ungmenn-
um góður skóli.
Þeir verða margir, bæði nemend
ur og aðrir, sem hugsa til Hannes-
ar og senda honum kveðju á sjö-
tugsafmælinu. Sú er ósk mín til
afmælisbarnsins sjötuga, Hannes-
ar, að hann megi enn um langa
hríð sinna hugðarefnum sínum,
vinna að framfaramálum Fljót-
anna og sinna sögulegum fræðum.
fræðum.
Ólafur Jóhannesson.
^iniiinimiiminmmmmiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiimmiiifliiiiiiHiimiiiHiiiiHiw
Loftpressa
Á kvenpalli
70 ára: Jón Sigurðsson haínarvörSisr
„Ungur gáði út á Svið,
ungur dáfii háfsins nið,
..uiigur þáði Ægi við
aíl og dáð og sjómanns snið.“
Ö. A.
Þegar Akrabor-g kemur að hafn-
argarðirmm á Akranesi er þar oft
staddur hópur manna til að taka á
móti vinum og vandamönnum. Að
ibaki þessum hóp eða aftarlega í
íhonum stendur .venjulegast maður
ívið boginn í þaki; herðibreiður,
isvipfallegur og góðlegur, með
djúpar rúnir ristar í andlitið.
Har.n fylgist vel með allri umferð,
veit ailtaf hvað fram fer og leysir
ÍÚslega úr spurningum ferða-
manna, sem til Akraness koma og
þurfa á leiðisögn að halda. Þetta
er hafnarvörðurinn á Akranesi —
Jón Sigurðsson — sem er sjötugur
í dag og hefir gengt starfi þessu
undanfarið 13 ár.
Jón Sigurðsson er fæddur í
Lambhaga í Skilmannahreppi 25.
gnarz 1388. Foreldrar hans voru
hjónin Margrét Þórðardóttir og
Sigurður Jónsison, er var kunnur
:'hómópati. Hann var ættaður úr
Kjósinni, en hún vestan af Mýrum.
Þau bjuggu í 30 ár í Skilmanna-
hreppi og Svinadal, lengst af í
'Laimibhaga. Árið 1906 fluttu þau
að Lambhúsum á Akranesi og var
Jón þá 18 ára gamaJI. Systur átti
hann tvær, sem voru eldri og eru
þær báðar látnar. Sigurlin hús-
tfreyja á Steinsstoðum á Akranesi
og Þóra hústfreyja í Lambhaga.
Jón hefir síðan átt heima á
Aikranesi. Um 33 ára skeið stund-
aði hann sjóinn, ýmist sem há-
seti, skipstjóri og stundum jafn-
tframt sem útgerðarmaðuir. Otfít
réri hann frá Sandgerði, sem var
venja Akurnesinga á þeim árum.
Hann var heppinn og farsæll í
sjómennskunni og góður aflamað-
ur. Glíman við Ægi var lif hans
og yndi. Jafntframt hafði Jón
.nokkurn landbúnað allt til síðustu
ára. Heíði hann alveg eins getað
orðið gildur bóndi í sveit, þvi
dugnaðurinn og atorkan brást
aldrei að hverju sem gengið var.
Jón kvæntist árið 1913 Ragn-
heiði Þórðardóttur frá Vegamót-
um á Akranesi, rnestu dugnaðar-
og myndarkonu, sem staðið hefir
traust og örugg við h-lið hans í
blíðu og striðu undanfarin 45 ár.
Hún er fædd 8. marz 1893 og því
nýlega orðin 65 ára. Hefir mikið
jafnræði verið með þeim hjónum
og þau samhent.að búa sér og börn
um sínum vistlegt og gott heim-
ili. Þau hæfa eignast 9 börn. Af
þeim létust tvö á fyrsta ári og
tveir synir þeirra létust á tvitugs-
aldri, mi'kJir efnismenn. Á lífi eru
tvær dætur giítar í Reykjavík og
þrír synir búsettir á Akranesi.
Meðal þeirra eru hinir víðkunnu
knattspyrnumean, Ríkharður og!
Þórður.
Þau eru mörg skipin, sem Jón
hafaanvörður hefir tekið á móti
á Akran-esi síðustu 13 árin og
margir sikipstjórarnir, sem sam-
skipti hafa við hana haft. Oft hef-
ir .verið þríöngt í Akraneshöfn og
(Framhald af 4. síðu).
an eða festist við pottinn. Venju-
legur suðutími er um 20 mínútur.
Reyna má hvort lengjurnar eru
soðnar með því að inerja eina og
eina með gaffli. Þegar þær eru full
soðnar, eiga lengjurnar að vera
stökkar í sér.
5. Renna skal lengjunum í sigti,
þegar þær eru soðnar og hella yfir
þær heitu vatni, en hrista þær vel
á eftir. Skcda pottinn, láta hann
aftur á eldinn með smjörbita í,
láta lengjurnar út í og brista yfir
eldinum.
Kjötsnúðar með spaghetti.
1 pund hakkað nautakjöt,
1 laukur, saxaður,
salt og pipar,
1 egg,
2 matsk. hveiti,
70 gr. smjörlíki,
1 peli tómatsafi,
y2 peli vatn,
250 gr. spaghetti,
100 gr. rifinn ostur.
Kjötið hrært með kryddinu, egg-
j ið þeytt og hrært saman við. Mót-
aðir litlir kjötsnúðar, þeim velt
upp úr hveiti og steiktir í feitinni.
Þegar búið er að brúna snúðana,
j eru þeir teknir upp úr feitinni. Af-
ganginum af hveitinu er hrært út
. í feitina, síðan tómatsafanum og
vatninu. Hrært vel og látið sjóða
þar til sósan er jöfn og þykk.
. Kryddað eftir smekk. Kjötsnúðarn
ir látnir út í sósuna og hitaðir. Á
meðan hefir spaghetti verið soðið,
skolað og hitað, raðað á fat, kjöt-
snúðunum og sósunni hellt jdir.
Rifnum osti annað hvort stráð yfir
eða hann borinn sér fram.
vandi að greiða úr hnútnum, sem
þrengslin geta jafnan skapað. En
Jón hefir verið allur í starfi sínu,
árvakur og samvizkusamur með
aíbrigðum. Alltaf við höfnina,
þegar þörfin kallaði, stjórnsamur
og ákveðinn, en jafnan reiðubú-
inn að leysa hvern vanda, sem
að höndum bar friðsamlega, enda
hafa öll hans störf farið Ijúflega
fram og árekstrarlaust. Gg eins
og skáldið segir um farmanninn:
„Hann er ferjunnar andi
og hafskipsins sál.“
Eins m;á með sanni segja, að
Jón Sigurðsson sé sál Akraness-,
hafnar og hinn góði andi hennar.
Gagnvart bænum hefir Jón sýnt
afburðareglusemi og trúmennsku
í starfi sinu og munu allir sem
til þekkja vera samm'ála um, að
óskast leigð eða keypt. Vinnuþrýstingur minnst 18 1
kg. á fersentimetra eða 250 lbs. á fertommu. Góð- I
fúslega hringið í síma 17400 eftir kl. 13 í dag eða I
fyrir kl. 12 á morgun. I
= Rafmagnsveita ríkisins. 3
íÍhiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiihiiiihihihhiihhiiihihihiiiiihhhhhiiiiiiiihhiiiiiihiíIí
tlllllllllllllllllllHIIIIHHIIMIIHIHIIMIIIIMIMHHIIIIHIIIIHIIIimilllllllllllllÍlllllllHIIHIIIUIIIIIIIIIIIIIHIIIIHIIIHIHim
I Eftirtaldar ríkisjaröir |
1 eru lausar til ábúðar í næstu fardögum: Kross- §§
| hús, Flateyjarhreppi, S-Þingeyjarsýslu, Búlands- |
höfði, Staðarsveit, Snæfellsnessýslu, Barðastaðir, §
| Staðarsveit, Snæfellsnessýslu, Neðri-Gufudalur, §
Gufudalshreppi, A-Barðastrandarsýslu, Tjaldanes, I
| Auðkúluhreppi, V-ísafjarðarsýslu, Áiftamýri, Auð- 1
| kúluhreppi, V-ísafjarðarsýslu, Eyri, Breiðuvíkur- 1
hreppi, Snæfellsnessýslu, Bjarg, Breiðuvikur- |
i hreppi, Snæfellsnessýslu, Katrínarkot, Garða- 1
| hreppi, Gullbringusýslu, Karisstaðir, Helgustaða- §§
| hr., S-Múlasýslu. §
| Upplýsingar um jarðirnar er hægt að fá hjá |
| hreppstjórunum í viðkomandi byggðarlögum og í 1
| Jarðeignadeild ríkisins, Ingólfsstræti 5. 1
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 3
•— Jarðeignadeild — I
imiiiiiiiiniiiiiiiiHHimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiHiiiiHiiimiiiiiiiiiiiinHiiiiiifiiiHiiiiiimiHmmiiiiiiiiiiiiiiiiHi
inillllllllllHllliHHIHIIIUIUHIIIllHIIIHIIHHHIIIIIHHIHillHHHHHIIIIHIIHHIHIIÍÍtlHHHHIIItlHHillHIHIIUIHIIIIIIII)
| JÖRÐ með (
( veiðiréttindum 1
| Höfum kaupanda að góðri veiðijörð. — Lax- eða 1
§ s'dungsveiði. — Húsa'kostur og ræktun eru ekki 1
skilyrði, en jörðin þarf að vera í vegasambandi. §
Sigurður Reynir Pétursson hrl. 1
Agnar Gúsfafsson hdi. 3
Gísii G. ísleifsson hdl. 3
Málaflutningsstofa, Fasteigrta- og verðbréfasala §§
Austurstræti 14 — Símar: 1 94 78 og 2 28 70. I
luiiiHiuiHiiiHiHmiiiiiimiimmnmmmHiiiuiiiiiiiHiiiiuiiiHiiiiuiHuiuiHiiimmuiuiiminiiBini
Fylgist meS iímantim. Kaupið Tímann
Áskriftarsíminn er 1-23-23
Hjarfans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð við fráfaíl og
jarðarför
Ólafar Guðrúnar Óiafsdóttur, Stórhólmi, Leiru
GuS biessi ykkur öll. Kjarfan Bjarnason, börnin og aðrir aðslandendur.
JarSarför mannsins mins
Sigurðar Björnssonar,
fiskimatsmanns
fer fram miðvikdaginn 26. þ. m. kl. 13,30 frá heimili hans Báru-
götu 23, Akranesi. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast
hans e rbent á sjúkrahús Akraness.
Elísabet Jónsdóttir.
þar sé réttur maður á réttum. stað.
Á merkum tímamótum í ævi
hans vil ég flytja honum þak'kir
fyrir vináttu og drengilegt sam-
starf. Eg vil ósika þess að Akra-
neshöfn fái sem lengst notið starfs
krafta hans og ástvinirnir um-
hyggjusemi hans og góðvifdar, sem
hann er flestum ríkari af. Mann-
kostir hams hafa gert hann að
gæfumanni, sem á þakklæti og .vin
áttu samfoorgaranna í ríkum mæli.
Þess mun hann verða var í dag.
Ðan. Ágústínusson.