Tíminn - 09.05.1958, Síða 6

Tíminn - 09.05.1958, Síða 6
6 T í M I N N, föstudaginn 9. inaí 1951 -i Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjórnar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb.) Skrifstofur 1 Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan. 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Atvinnuíyrirtækin og skattarnir AF HÁLFU íorustumanna SjáJfstæðisfLokksins hefir þvi verið haldið mjög' á lofti á undanförnum árum, að skatt ar væru of háir á atvinnu- fyrirtækjum og stæðu nauð- synlegum viðgangi þeirra fyrir þrifum. Þetta bitnaði beint á almenningi á þann hátt, að atvinna yrði minni en ella, einkum þó, er frá liði. í þessum áróöri Sjálfstæð- ismanna hefur að sjálfsögðu verið vandlega þagað um það, að skattalög þau, sem hafa gengið þannig á hlut atvinnufyrirtækjanna, voru sett, þegar fjármálaráöherr- ann var úr Sjálfstæðisflokkn um. Þess hefir enn síður ver- ið getið, aö iang þyngstu opinberu álögurnar, sem at- vinnufyrirtækin greiða nú, eru útsvörin, sem lögð eru á af bæjarstjórnarmeirihlutan um í Reykjavík. FYRIR núverandi fjár- málaráðherra hefir jafnan vakað aö reyna aö bæta hlut atvinnufyrirtækj anna í þess um efnum írá því, sem hann var, er Sjálfstæðisflokkur- inn lét af fjármálastjórn- inni. Ráðherrann hefir nú komið þessu í verk meö frum varpi því um breytingar á skattalögunum, sem nú liggur fyrir Alþingi. Með frv. er stefnt að því að fyrirtæki, sem hafa meiriháttar at- vinnurekstur með höndum, greiði mun lægri skatta en áöur og þeim þannig auð- veidað að auka rekstur sinn, endurnýja tæki sín og tryggja stöðuga og vaxandi atvinnu á þann hátt. Með frumvarpi þessu, sem væntaniega verður senn að lögum, er því stigið merkilegt spor af hálfu núv. rikisstjórn ar til þess að tryggja hér blómlegri atvinnurekstur og öruggari atvinnu en ella. HVER ERU svo viðbrögð forkólfa Sjálfstæðisflokksins þagar þannig er stigið skref, sem þeir ættu vissulega að fagna, ef nokkuð væri að marka fyrri áróður þeirra? Viðbrögö þeirra eru aðallega þau aö reyna aö hafa sem allra hljóðast um þetta mál, en hefja þeim mun meiri lygaáróður um það, að í sam bandi við þessar breytingar sé verið að reyna aö auka skattfríðindi samvinnufé- laganna. Sannleikurinn ef hins veg- ar sá, að með þessum laga- breytingum, eru lagðir ná- kvæmlega sömu skattar á samvinnufélög og einkafyrir tæki. Hins vegar vilja Sjálf- stæöismenn halda dauða- haldi í úrelt ákvæði, er myndi hafa í för með sér sérsköttun samvinnufélaga. Vissulega væri það undar- legt, ef slik viðbrögð Sjálf- stæðisflokksins mæltust vel fyrir meðal atvinnurekenda. ÁSTÆÐAN til þess, áö forkólfar Sj álfstæðisflokks- ins vilja draga athyglina frá umræddum endurbótum. er ekki eingöngu sú, að þeir vilji koma í veg fyrir, að at- vinnurekendur meti þær að verðleikum. Útsvörin, sem Reykjavik- urbær leggur á atvinnufyrir tækin eru margfallt hærri en skattarnir, sem ríkið hef ur lagt á þau. Það, sem reyk- vískir atvinnurekendur og aðrir þeir, sem eiga hag sinn undir atvinnurekstrinum þar, hljóta nú að gera kröfu til, er það, að Reykj avíkurbær komi hér til móts við ríkið og breyti útsvörunum tilsvar andi. Slíkt á að vera auðvelt, ef aujíin hagsýni er sýnd í stjórn bæjarins. Það er nú forustumanna Sjáifstæðisflokksins að sýna í verki, að þeir vilji raun- verulega lækka álögur á at- vinnufyrirtækjum. Það er ekki nóg að látast vilja það í orði. Útsvörin í Reykjavík, sem senn veröa lögð á, mmiu verða óvéfengjanlegur mælikvarði á hina raunveru legu stefnu Sjálfstæðis- manna í þessum efnum. Erlendu lántökurnar ÞEG-AR núv. ríkisstj órn var mynduð, fann Mbl. henni . það ekki sízt til foráttu, að . hún myndi engin lán fá er- lendis. Nú er tónninn hins veg&r orðinn annar, þvi að nú er fárazt vfir því, að stjórnin hafi tekið alltof mikii lán! fiannleikurinn er sá, að öll þau lán, sem ríkisstjórnin hesfir tekið erlendis, hafa farið til nauðsynlegra fram kvæmda. Mestur hluti þeirra hefir farið til nýju Sogsvirkjunarinnar og Sem entsverksmiðjunnar, en að öðru leyti hafa þau farið til skipakaupa, ræktunar og raf væðingar. Þau hafa þannig stuðlað aö framkvæmdum, sem munu ýmist afla gjald- eyris eða spara hann á kom andi árimi. Slíkum lánum á ekki að fylgja nein hætta, ,ef rétt er haldið á að öðru leyti. Gremja Mbl. er heldur ekki sprottin af því, að þaö óttist þessar lántökur. Hún er sprottin af þvi, að þessi lán skyldu fást. Von forustu manna Sjálfstæðisflokksins var sú, að stjórnin gæti ekki hrint framkvæmdum eins og nýju Sogsvirkj uninni og Sementsverksmiðjunni áleið is. Þær vonir hafa brugðizt og þvi er nú reynt að vekja óánægju yfir lántökunum. En m. ö. o.: Hefði Sjálf- stæðisflokkurinn ekki tekið lán til umræddra fram- kvæmda, ef hann hefði haft vöidin? Þeim spurning um ætti Mbl. að svara áður en það nöldrar rneira um lán tökurnar. ERLENT YFIRLIT: Samkeppnin við Sovétríkin Allen W. DuIIes ræftir um samkeppni þeirra vií Bandaríkin í efnahagsmálum BRÓÐIR John Foster Dulles ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, Allen W. Dulles, hefir um alllangt skeið gegnt forstöðu upplýsinga- þjónustu 'Bandaríkjastjórnar, sem starfar einkum að því að fylgjast vel með málefnum annarra ríkja. Allen W. Dulles hefir því manna bezta aðstöðu til að fylgjast með því, sem er að gerast í öðrum iöndurn, og er því jafnan tekið vel eftir þvi, þegar hann lætur eitthvað heyra til sín um þessi mlál. í lok seinasta mánaðar fiutti Allen W. Dulles á fundi banda- riska verzlunarráðsins ræðu, er fjallaði um samkeppni Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. Ræða þessi var allítarleg og merkileg á marg an hátt. Það þykir því rétt að l'rifja hér upp nokkur atriði henn- | ar. ÞAÐ VAR með hervaldi, sem Stalin lagði löndin í Austur-Ev- rópu undir yfirráð Rússa. Eins og herstyrk vestrænna þjóða er háttað í dag, er ekki líklegt að Krustjoff grípi til sömu starfs- hátta, þótt hann muni samt ekki hika við að verja beina hagsmuni Rússa með vopnavaldi, eins og t.d. í Ungverjalandi. Hann mun hins vegar hafa það álit á styrk vestur veldanna, að ólíklegt verður að telja, að 'hann leggi út í hernaðar leg ævintýri. Meðan það jafnvægi helzt, sem nú er á vígbúnaðar- sviðinu, verður því að gera ráð fyrir, að kcmmúnistar reyni að færa út yfirrá'ð sín með pólitisk- um og efnahagslegum aðgerðum, en siður aneð hernaðarlegum að- gerðum, þótt allur sé varinn góður í þeim efnum. Samkvæmt þessu verða Banda ríkin að búa sig undir það, að „kalt strí'ð“ verði háð áfram á pólitísk- urn og efnahagslegum vcttvangi, og að það stríg geti haldið áfram, þótt samkomulag geti náðst um takmörkun víg'búnaðar. TIL ÞESS að gera sér ljósa stöðuna á þessu sviði, er nauðsyn- legt að átta sig fyrst á uppbvgg- ingu iðnaðarins í Sovétríkjun- um. Á réttum 30 árum eða síðan 1928 hefir Sovétríkjunum verið breytt úr frumstæðu landbúnaðar- ríki í annað mesta iðnaðarveldi veraldar. Undir stjórn Krustjoffs hefir það tafcnark verið sett, að Sovétríkin skuli fara fram úr Bandaríkjunum á þessu sviði. — Árið 1950 var öll framleiðsla Sovétríkjanna ekki nema 33% af heildarframleiðslu Bandaríkjanna, en 1956 var hún orðin 40% og 1962 verður hún orðin yfir 50% Heildarframleiðsla Sovétrikjanna hefir aukizt um 6—7% árlega og iðnaðarframleiðslan um 10—11%. Þetta er meiri aukning er yfir- leitt á sér stað annars staðar. — Fyrsta ái-3fjórðung þessa árs' var iðnaðarframleiðslan í Sovétríkjun um 11% meiri en á sama tíma í fyrra, en í Bandar. var hún hins vegar 11% meiri en á sama tíma í fyrra en I Dandaríkjunum var hún hins vegar 11% minni. Á vissum sviðum, t. d. í þungaiðnaði og kolafram- leiðslu, er bilið urði'ð miklu minna milli Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna en framangreindar tölur sýna. Þannig -er t.d. talið, að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafi samanlögð stálframleiðsla Sovét- ríkjanna og Kína orðið meiri en stálframleiðsla Bandarikjanna. í þessu sambandi má gjarnan minna á, hve samdrátturinn, sem nú á sér stað í Bandaríkjunum, er mikilvægt áróðursvopn í hönd um kommúnista. ’ í SAMA hlutfalli og Rússar hafa aukið iðnað sinn, hafa þeir aukið verzlun við aðrar þjóðir, og hafa þó í undirbúningi miklu meiri aukningu á þvi sviði. Þar sem rík- ið ræður alveg yfir utanríkisverzl- uninni, getur það auðveldlega ALLEN W. DULLES beitt henni sem áhrifamiklu póli- tísku vopni. Þá hafa Rússar aukið mjög efna hagslega aðstoð við aðrar þjóðir á undanförnum árum. Þessi að- stoð mun hafa numið samtals um 2000 mihjónum dollara seinustu þrjú árin. Aðallega hefir hún verið veitt kommúnistaríkjunum. En Ihún hefir líka verið veitt ríkj- um, sem hafa bannað alla starf- semi kommúnistaflokksins, eins og Egyptalandi, Jemen og Afgan- istan. Rússar hafa ekki sett nein bein pólitísk skilyrði fyrir slíkri aðstoð, heldur treyst því, að gjald ið kæmi af sjálfu sér. Yfirleitt hefir aðstoðin við andkommúnist- ísku ríki verið veitt í formi mjög hagstæðra lána. Állt bendir til, að Rússar muni mjög auka þessa efna- hagsaðstoð í framtíðinni. Rússar virðast sérstaklega sækj- ast eftir að treysta efnahagsleg tengsli við þau lönd, sem eru skemmst á veg komin í efnalegri uppbyggingu. í mörgum þeirra er mikill áhugi fyrir viðskiptum við þá, því að þeir bjóða hagslæð kjör og hin hraða iðnaðarlega upp bygging þeirra þykir fyrirmynd. HIN HKAÐA uppbygging iðn aðarins í Sovétríkjunum, áukin verzlun þeirra og full yfirráð vald- hafanna á efnahags- og viðskipta- kerfinu. munu í framtíðinni gera þau að mjög skæðum keppinaut. Ilins vegar ber líka að taka tillit til vissra erfiðleika, er vald- hafarnir þurfa að glíma við. Sú endurskipulagning iðnaðarins, sem nú á sér stað, getur orðið erfið viðfangs, a.m.k. um sinn, þótt hún sé vænleg til árangurs síðar. Landbúnaðurinn er enn hinn véiki þráður í efnahagskerfi Rússa og getur orðið tafsamt að styrkja hann. Siðast en ekki sízt, hlýtur svo rússneskur almenning- ur að krefjast batnandi lífskjara, enda er þegar sýnt, að valdhafarn ir telja sig þurfa orðið að taka meira tillit i þeim efnum en í valdatíð Stalins. í framtdðinni munu þessar kröfur áreiðanlega mjög aukast og vaxandi menntun mun einnig .gera það að verkum, a'ð krafist verður aukins frjálsræð- is. Þetta getur haft ýmsa örðug- ieika í för með sér og leitt til brcytinga á sjórnarkerfinu. En þótt reiknað sé með öllu þessu, verða Bandaríkjamenn að gera sér ljóst, að þeir eiga hér fyrir hönd- um harðari samkeppni en þeir hafa áður vanist á friðartímum. Framfarir iðnaðarins í Sovétrikj- unum varða raunverulega hvern iðjuhöld í Bandaríkjunum og eiga að vera honum hvatning til að gera sitt bezta. HÉR liafa aðeins verið rifjuð upp nokkur atriði úr hinni ítar- legu ræðu Ailen W. Dulles. Marg ir aðrir forustumenn Bandaríkj- anna benda nú á svipáðar stað- reyndir og draga ekkert úr því, hve alvarleg sú samkeppni geti verið, sem hér sé framundan. Að visu veita Etandaríkin nú öðrum þjóðum mun meiri aðstoð en Sovét ríkin gera, en þeim virðist chk i eins lagið að gera það á þann hátt, að þeir hljóti pólitískar vin- sældir að launum. Af þessum á- stæðum er nú mjög rætt um það í Bandaríkjunum, a'ð nau'ðsynlegt sé að taka irpp nýja starfshætti og hefja á grundvelli þeirra nýja sókn á þessu sviði. Þ. Þ. ’BAQSroMN Eftirfarandi bréf hefir borizt frá B. Sk. „TVÆR afbragðs kvikmyndir, eftir Magnús Jóhannesson út- varpsvirkja, sýndi Ferðafélag ís- lands á kvöldvöku, er það hélt í Sjálfstæðishúsinu 28. apríl s. 1. Önnur var frá Reykjavík, en hin um fuglalífið í landinu. — Góðir textar voru með báðum myndunum og voru þeir ógæt- lega fluttir af þeim Hersteini Pálssyni og Pétri Péturssyni. Sér- staklega var textinn með fugla- myndinni vel saminn, léttur og féll vel að efninu. Börnum og unglingum ætti oft. að sýna þessa mynd. Þau hefðu áreiðanlega gott af því. Þegar formaður félagsins setti samkomuna, gat hann þess, að nokkuð lengi hefði félagið orðiö að bíða eftir fuglamyndinni. Sú bið hefir áreiðanlega borgað sig, ef litið er á árangurinn. Mun og slík myndasmíð ekkert áhlaupa- verk. Að vísu vantar nokkrar teg- undir fugla á myndina, s. s. örn, fálka, skarf o. fl., ef ég man rétt. Örninn og fálkann mun alleríitt að glima við, en skarfinn og liín- aðarhætti hans er auðvelt að kvikmynda. — Ef liann verpir ekki hér í nágrenninu, t. d. í eyjum og skerjum úti fyrir Mýr- um, þá munu enn vera þétt setn- ar skarfabyggðir til og frá um Breiðafjörð. Þangaö er ekki nema steinsnar og auðveldar samgöngur, tun það leyti sem þyrfti að heimsækja það sundfima átvagl. — En þó baett yrði inn í myndina þeim fugiategundum, sem menn helzt sakna, tæki hún ekki upp tima venjulegra bíó- mynda og yrði varla nægjanlega löng til að sýna hana eina. Mætti því að ósekju vikka svið myndar- innar nokkuð og láta hana taka til fleiri dýrategunda í landinu. Koma mér þá fyrst í hug hrein- dýrin, refirnir og selirnir. Sjalf- sagt mun nokkrum vandkvæðum bundið að ná góðum kvikmyhd- um af þessum dýrum og lifnaðar- háttum þeirra um það leyti sem þau ala afkvæmi sin og annast þau af mestr'i- alúð og nákvæmni íum annan tíma er raunar ekki að ræffat En jafn slingum myndatökumanni og Magnúsi Jó- hannessyni væri vel treystandi ti) að leysa það verk vel af hendi, væri honum búin aðstaða til þess. SVO virðist í fljótu bragði, að Náttúrufræðifélaginu hefði staðið næst að sfanda fyrir myndatöku af dýralifinu í landinu, en úr því að það hefir nú ekki gert það, þá er því verkefni að vísu vel borgið í höndum Ferðafélagsins, því að allt sem það gerir er með nokkr- um myndarskap. Og það, sem komið er að myndinni, er öilum til sóma, sem að henni hafa unnið.“ B. Sk."

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.