Tíminn - 09.05.1958, Blaðsíða 12
YelriB: ™
Noríían gola eða kaldi, léttskýj-
aS, næturfrost 2—5 stig.
Hitinn:
í Reykjavik var 1 stigs liiti í
gærkveldi, liiti siinnan lanés 2—
3 stig í gær, en um frostmark
norðan lands.
Föstudagur 9. maí 1958.
„Ábyrgð vesturveldanna gegn árás á
Vestur-Þýzkaland, enn í fullu gildi“,
Stórkarlar
á NATO-fundi
Jemenbúar tilkynna, að Bretar hafi
jafnað við jörðu bæ einn í landinu
sagtSi Dulles utanríkisráíherra í gær í V-Berlín
NTB- Berlín, 8. maí. — Dulles utanríkisráSherra Banda-
ríkjanna hélt í dag ræðu í borgarráði Vestur-Berlínar. Ræddi
hann m.a. um afstöðu Rússa í heimsmálunum og kvað hana
alvarlega híndrun þsss, að hægt væri að draga úr vígbún-
aði. Kvaðst hann tala í umboði Eisenhowers forseta, og full-
vissaði Þjcðverja um að fyrra loforð vesturveldanna um
ábyrgð þeirra gegn árás á Þýzkaland væri enn í fullu gildi.
Sala vísitölutryggðra verðbréfa hefir
gengið greiðlega að undanförnu
Sumaráætlun Loft-
leiða gengur í gildi
Hin nýja sumaráætlun Loftleiða
he'fst 17. þ. m. og mun félagið
•halda uppi ferðum samkvæmt
lienni þangað til 1. október n. k.
Frá Reykjavik verða farnar 12
ferðir í viku á þessu tímabili, 6
vestur um haf og 6 til megin-
lands Evrópu og Bretlands. Lagt
verður á stað frá Reykjavík aust
ur um haf laust fyrir kl. 10 að
morgni alla dagana, en New York
ferðirnar hefjast hér kl. half níu
é kvöldin. Þrjár ferðir verða farn
fr í viku hverri milli Hamborgar
Kaupmannahafnar og Reykjavíkur
tvær milli Gautaborgar, Stafang
urs, Oslóar, Glasgow og Reykjavík
ur og ein ferð milli Lundúna og
Reykjavíkur, en farþegar geta þó
komizt tvisvar í viklu milli þess
ara borga með því að fljúga með
BEA milii Glasgow og London á
föstudögum og laugardögum, en
þá daga fara Loftleiðir milli
Glasgow og Reykjavíkur.
Ástæða er til að vekja athygli
é því, að sú breyting hefir nú á
orðið, að enda þótt sumaráætlun
in gangi í gildi 17. þ.m. þá gilda
lágu vetrar- og fjölskyldufargjöld
in milli Reykjavíkur og New Yovk
é nokkrum hluta þessa tímabils
cg g?ta t. d. þeir, sem fara héðan
vestur um haf fyrir 30. júní og
sftur þaðan til íslands eftir 1.
september, notið þeirra og sparað
sér með því verulegar fjárhæðir.
Tekjur eigenda al bréíum 1. flokks hafa orftift
22,3% á rúmum tveim árum
Rétt fyrir miðjan aprílmánuð vakti Seðlabankinn sér-
etaka athygli aimennings með auglýsingum og á annan hátt
á vísitötubréfum þeim, sem veðdeild Landsbanka Islands
gefur út. Var meðal annars á það bent, að 3. flokkur vísi-
tölubréfa yrði til sölu með sérstaklega hagkvæmum kjörum
út aprílmánuð. Vel hefir verið undir þessa viðleitni Seðla-
bankans tekið, því að á rúmum hálfum mánuði eða ti! apríl-
loka seldust vísitölubréf 3. flokks fyrir rúmlega 4,5 millj.
kr., en þó mun enn eitthvað af pöntunum ókomið utan af
landi. Verður að telja, að þetta sé viðunandi árangur, og
hafa þá vísitölubréf að upphæð um 25 millj. kr. verið seld
almenningi frá því sala 1. flokks hófst síðast á árinu 1955.
í tilefni þessa áfanga er ástæða
til að skýra nokkuð frá þeirri
reyn'slu, sem þegar er fengin af
Vísitölubréfum. Verður þetta bezt.
gert með dærni. |
|
Fyrsti flokkur vísitölubréfa var
£ð mestu seldur seinast á árinu
1955 og vorið 1956. Hugsum oss,
eð maður hafi keypt bréf 1. jan-,
isar 1956 og bréfið hafi veriðj
clregið út í vetm- og innleyst á
gjalddaga 1. marz s.l. Vísitöluupp-
fcó't að upphæð 10,4% hefði þá
verið greidd, en auk þess hefði
eigandi notið 5V2% vaxta frá kaup
degi til gjalddaga, eða samtalsj
11,9%, ef vaxtavextir eru ekki
reiknaðir. Alts hafa því tekjur af
foTéfunum numið 22,3% á þessum
26 mánuðum. Berum þetta svo
saman við verðlagsþróunina.
Vísitala framfærslukostnaðar
íhækkaði á þessu tímabili úr 175
stigum 1. janúar 1956 í 191 stig
1. marz 1958 eða um 9,1%. Á þessu
tímabili jókst niðurgreiðsla vísi-
tölunnar um 8,5 stig. Ef þessu
væri bætt við vísitöluna 1. marz
1958, yrði Mn 200 stig og öll
hækkunin frá 1. janúar 1956 25
Stig eða 14,3%. Auk þess að bæta
fyllilega upp þessa visitöluhækk-
un hafa bréfin á þessu tímabili því
skilað 8% hreinum arði. I
Ein önnur vísitala, sem beita má
til að sýna verðlagsþróun þetta
tímabil, er vísitala byggingarkostn
aðar. Hún hækkaði frá 1. öktóber
1955 til 1. febrúar 1958 um 17%
á móti 22,3% afrakstri bréfanna.
Af þessum dæmum má ljöst
vera, að vísitölubréf hafa veitt
eigendum þeirra mikla vernd gegn!
áhættum verðbólgunnar. Þegar við
þetta bætist skattfrelsi, eins og á
öðru sparifé, verður að telja, að
bréfin veiti mönnum kost á að á-
vaxta fé §itt á mjög hagkvæman
hátt. Hefir sú líka orðið raunin'
Myndir þessar blrtust í dönsku blaSi
í fyrradag og sýna þær „stórkarla
NATO-fundarins" eins og teiknar-
inn kallar þá, efst Oulles, þá von
Brentano, Henry Spaak, Joseph
Beck frá Luxemburg, Selwyn Lloyd
og Pineau I hinni föllnu, frönsku
stjórn.
á, að langflestir, sem fengu bréf
iitdregin 1. marz s. 1., festu fé
sitt á ný í vísitölúbréfum.
(Frá Landsbanka íslands -
Seðlabankanum)
Er Dulles hélt þessa ræðu sína,
var hann nýkominn frá NATQ-
fundinum í Kaupmannahöfn, og
hélt skömmu síðar áfram til Par-
ísar. Hann sagði, að það væri
greinilega álit Eáðst-jórnarinnar,
að hún gæti rofið gerðar sam-
þykktir, hvenær sem henni hent-
•aði og liti á slík samþykktarrof
sem fyllilega lögleg brögð í streitu
heimsmálanna. Af þessum sökúm
væri svo örðugt að hafa samvinnu
við þá að lausn viðfangsefna stjórn
málanna og afvopnunarvandans.
Utanríkisráðherrann sagði, að
allar þjóðir heims, einnig Rússar,
hugleiddu óttaslegnar, möguleik-
ana á, að ný styrjöld brjótist út.
En saga Berlínar hefir sýnt, sagði
Dulles, að ekki er hægt að treysta
loforðum Rússa, og það er ekkert
öryggi fólgið í því að vera minni
máttar.
Ábyrg'ð vesturveklanna.
Dulles minntist á þá ábyrgð,
isem vesturveldin þrjú heí'ðu á sig
•tekið í málum Vestur-Berlínar, og
ámælti Ráðstjórninni fyrir að
hafa rofið samþykktina milli stór-
veldanna fjögurra, sem gerð var í
Genf 1955 um endursameining
Þýzkalands, Dulles minnti á, að
Rússar hefðu árið 1955 fallizt á að
láta Austurríki laust. Það sýndi
að ekki væri vonlaust um Berlín
og Vestur-Þýzkaland. Sá dagur
myndi koma, er loforðin frá Genf
1955 yrðu efnd, skyndilega og án
fyrirfram viðvörunar. Þýzkaland
yrði þá aftur sameinað, frjálst
ríki.
HörS átök hafa verií á landamærum Jemens
og Adens, verndarsvæftis Breta. Bretar stað-
rátínir a^ vernda Adenbúa
NTB—Kairó og London, 8. maí. — Sendiráð Jemens í
Kairó servÞ í dag út tilkynningn, þar sem seg'ir, að brezkt
fótgönguJið, stórskotalið og flugvélar hafi gert árás á bæinn
Gataba í Jemen og jafnað hann gjörsamlega við jörðu Bret-
ar hafa mótmælt þessu harðlega.
Brezki herinn hefði ekki gert
neinn gneinarmun á venjulegum
borgurum og hermönnum, og skot
ið á öli ihús og mannvirki jafnt,
og hafi því margir borgarar fallið.
Bretar ákveðnir að
vernda Adenbúa.
Lennox Boyd nýlendumálaráð
herra Brela sagði í dag í neðri
málstofunni, að Bretar væru á-
kveðnir í að vernda fólkið á brezka
verndarsvæðinu Aden fyrir árás.
Hann vísaði á bug tillögu frá Bev
an. fhelzta leiðtoga Verkamanna-
flokksins um utanrikismál, þess
efnis að vísa deilunni vig Jemen
fyrir öryggisráðið eða taka tilboði
sem borizt hefði um málamiðlun.
Nýlendumálaráðherrann s'agði, að
samkvæmt sáttmála S. þ. væri það
skylda Breta að leysa deiluna með
beinum samningum.
Átök við landamærin.
Bardagar urðu á þriðjudaginn
við landamæri Jemen, og þá lýstu
Bretar yfir ag skolið hefði verið
á virki eitt tvo kílómetra frá Gat-
Gestirnir flugu frá
New York til
Minneapolis
NTB—New York, 8. mai. Norrænu
gestirnir, sem viðstaddir verða
100 ára afmælishátíð Minnes'btarík
is, voru síðdegis í dag á leið frá
New York til Minneapolis með sér
staki'i flugvél, og var landsstjóri
Minnes'ota Orville Freemann í för
með þeim.
Við brottför þeirra frá New
York voru gerðar öflugar varúðar
ráðstafanir, vegna þess, að flug-
fólagið hafði fengið nafnlausa að-
vörun gegnum síma, um að ein-
hver vandræði myndu verða um
borð í vélinni. í flugvélinni voru
Ástríður prinsessa, Bertil prins,
Einar Gerhardsen og frú, Reino
J Kuuskoski, forsætisráðherra Finn
! lands og frú og sendiherrar Norð
I urlandanna í New York, þar á með
al Thor Thors og frú hans. Þeg
ar eftir komuna til Minneapolis
beið gestanna hátíðaveizla.
aba, eftir að skotið hefði verið frá
þessu virki á flugvólar Breta. Ekki
hefði þó veriö skotið' á Gataba.
Var skotárásin gerð á brezku flug'
vélarnar meðan þær voru ömium
kafnar vig að aðstoða herlið sem
tók virki „uþpreisnarmanna" rétt
við landamærin.
Njósnamálsrann-
sókn í Kaup-
mannahöfn
Daninn Einar Bleehingsþerg er
nú yfirheyrður í Kaupmannaliöfn,
sakaður um að hafa látið Rússum
í té leyndarskjöl úr danska sendi
ráðinu í Bonn. Hann var fluttur
til hafnar í flugvél og i lögreglu
fylgd. Hann var ölóður þegar lög
reglumennirnir hittu hann fyrst,
og' var ekki hægt að yfirheyra
hann, en hann játaði þó strax brot
sitt. Féklc Blechingberg skjölin að
eins að láni. Nokkrum mínútum
síðar uppgötvaðisl hvarfið, tögregl
an í Bonn var kölluð tii hjálpar,
en þá var Einar búinn að afhenda
gögnin, — að minnsta kosti gat
hann ekki skilað þeim.
| EINAR BLECHINGBERG
Brezka stjórnin á í erfiSleikum
að halda verkföllum í skefjum
Vantrauststillaga vegna verkfalls strætis-
vagnastjóra
NTB—Ijondon, 8. maí. — í dag voru umræður í brezka
þinginu um launadeiiu strætisvagnastjói-a. Var deilt hart á
stjórnina og bar stjórnarandstaðan fram vantrauststiiiögu
veg'na þessa máls.
Við hefir legið, að verkfall járn
brautarstarfsmanna hæfist, en nú
ihefir samgöngumálaráðherrann
'boðað fulltrúa þeirra þriggja stétt
arsamtaka á sinn fund, ásamt
iformanni samgöngumálaráðsins,
og verður sá fundur á morgun.
Verkfall í vænduni.
Launþegasainböndin þrjú, sem
í eru 450 þús. manns, hafa fengið
neitun við kröfum sínum um 5
prósent kauphækkun þegar í stað.
Foringjar stéttarsamtakanna hefðu
sennilega tekið ákvörðun um verk-
fall í dag, en fundur þeirra með
samgöngumálaráðherra kemur í
veg fyrir það, að minnsta kosti til
morguns.
Verkfall á kjötmarkaði.
Verkfall strætisvagnastjóra í
London hefir nú staðið i fjóra
daga. í dag ákváðu 6 þúsund starfs
manna við kjötmarkaði borgarinn-
ar að gera verkfall frá og með
isunnúdegi. Þetta verkfall mun
stöðva dreifingu kjöts rneðal fólks
í milljónaborginni.