Tíminn - 13.05.1958, Síða 6
8
T í M I N N, þri'sjudaginn 13. raaí 1958.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Sænskur prófessor uppfræðir
MorgunblaðiS um veltuútsvörin
SÍÐASTLIÐINN laugardag
birti Morgunblaðiö viðtal við
sænskan prófessor Nils Wast
hagen, sem hefir dvalizt ’hér
á landi um skeið og kynnt
sér skattamál atvinnufyrir-
tæ-kja. Hefir prófessorinn
dvaílið hér á vegum Iðnaðar-
málastofnunarinnar.
Margt það, sem Mbl. hefir
eftir hinum sænska pró-
fessor, er ’hiö athyglisverð-
asta og þykir rétt að rifja
hér upp helztu atriði þess.
SNEMMA í umræddri frá-
sögn Mbl. segir á þessa leið:
„í viðtali við blaðamenn
sagði prófessor Vásthagen,
að það, sem fyrst og fremst
hefði vakið athygli sína við
rannsóknir þessar, væri, að
útsvör og skattar á fyrirtækj
um hérlendis væru allt of
háir — og færu jafnvel fram
úr tekjum. Augljóst væri, að
slíkt fyrirkomulag hefði
mjög slæm áhrif á efnahag
landsins, iðnað og fram-
leiðslu, því að hér væri fyr-
irtækjum íþyngt með skött-
um og útsvörum meira en
hann þekkti til annars stað
ar.“
ÞESSU næst víkur Mbl.
að álitsgerð, sem prófesesor-
inn hefir samið, og segir það
svo frá henni:
„Hér fara á eftir nokkur at
riði úr álitsgerð prófessors
Vásthageen:
1. Útsvörin eru sérlega
þung á fyrirtæki, sérstak-
lega veltuútsvörin. Við at-
hugun kemur í Ijós, að sam-
anlagöur skattur ríkis og bæj
ar í ýmsum greinum í Reykja
vík nemur verulega hærri
upphæð en hreinar tekjur.
í vissum tilfelium nemur
veltuútsvarið eitt mörgum
sinnum meiri upphæð en
tekjurnar.
Veltuútsvar ber að afnema
og einnig eignaútsvar. Þar
sem stríðsgróðaskatturinn
mun sennilega hverfa, er
vart hugsanlegt að hækka
útsvörin að sama skapi.
Það mvndi vera æskilegt. að
fyrirtækin fengju útsvörin á
sig lækkuð um til dæmis
helming frá því, sem nú er.
Þá tækkun ætti að vera hægt
að vinna upp að talsverðu
levti með bættu eftirliti með
frambölnm. Tekjusköttum
ætti að brAvt.a fio- leggia bá
á hlntfaúslega. í stað bess
friéflsræðis. sem bæiarféiög
hafa til að legeia á útsvar
„eftir efuiim og ástæðnm"
ættu að koma fastari laga-
reg’iur."
ÞÁ víkur Mbl. að næsta
atriði í álitsgerð prófessors-
ins og segir frá því á þessa
leið:
„2. Sú tillaga, að tekjuskött
um á félög verði breytt í 25%
hlutfallslegan skatt, er tví-
mælalaust spor í rétta átt.
Einnig æti að reyna aö af-
nema eignaskattinn, sem
varla á rétt á sér gagnvart
fyrirtækjum og félögum."
Till., sem prófessorinn ræð
ir hér um varðandi 25% hlut-
fallslegan skatt á atvinnu-
fyrirtækjum, er frumv. ríkis
stjórnarinnar um breyting-
una á skattalögunum. Mbl.
hefir ekki kært sig um að
segja svo greinilega frá
þessu, að það væri nægilega
ljóst, að hér væri átt við
skattafrumvarp stjórnarinn
ar.
Þá hefir Mbl. loks eftir-
farandi eftir prófessornum:
„Um skattfríðindi félaga
og samtaka — svo sem sam-
vinnufélaga — sagði hann
m. a., að ef stjórnarvöld ein-
stakra ríkja óska að viöhalda
og efla frjálsa og eölilega
samkeppni, þá má á engan
hátt raska jafnréttisgrund-
velli samkeppnmnar með í-
vilnunum eða fríðindum
hvað skattlagningu viðkem-
ur.“
Af þessum ummælum pró-
fessorsins má vel ráða, hvaða
álit hann mimi hafa á þeirri
afstöðu Sjálfstæðisflokksins
að vilja leggja sérstakar
kvaðir. og skatta á samvinnu
félögin umfram önnur fyrir-
tæki með því að halda í
varasjóðskylduna eftir að
að búið er að tryggja jafn-
rétti þessara aðila að öðru
leyti.
ÞAÐ langsamlega athyglis
verðasta, er kemur fram í
framangreindum ummælum
hins sænska prófessors, er
dómur hans um veltuútsvör
in. Þar stendur upp á Sjálf-
stæðisflokkinn að sýna, að
hann vilji í raun og veru
ekki ofskatta atvinnurekst-
urinn, þótt hami tali fagur-
lega um hið gagnsætða.
Veltuútsvörin eru nú þyngstu
skattabyrgðarnar, sem at-
vinnufyrirtækin bera í höf-
uðborginni, og þau eru lögð
á að vilja og eftir fyrirmæl-
um bæj arstj órnarmeirihlut-
ans í Reykjavik. Meira en
flest annað standa bau blóm
legu atvinnulífi höfuðstaðar
ins fyrir þrifum.
Það er skylda bæjarstjórn-
armeirihlutans í Reykjavík
að koma hér til móts við rík
isvaldið og létta byrðar at-
vinnufyrirtækjanna. Geri
hann það ekki, ómerkir hann
sannarlega allt skraf for-
kólfa- Sjálfstæðisflokksins
um þaö, að þeir vilji sýna at-
vinnufyrirtækj um sanngirni
í skattamálum. Eitt helzta
minnismerki hans í skatta-
málunum verður þá það, „að
í vissum tilfellum nemur
veltuútsvai’iö eitt mörgum,
sinnum meiri unnhæð en
tekjurnar,“ svo að notuð séu
orð hins sænska prófessors.
Faðirinn
Sjónleikur eftir August Strindberg
Leikstjóri: Lárus Pálsson
Annað höfuðboðorð Georgs
Brandesar, forvígismanns raunsæis
stefnunnar í bókmenntuni Norður-
landa og einbvers glæsilegasta full-
trúa evrópskrar menningar á sið-
ari hluta 19. aldar, var að taka
félagskg vandámál til úrlausnar
í skáldverkum (sætte Problemer
under Debat). Meðal þeirra vanda-
mála, er þá voru krufin til mergj-
ar, var samband karls og konu.
Langir vegjr voru frá því, að
þetta vandamál væri nýtt með
mannkindinni, en nú var á það
litið í ljósi nýrra kenninga um
írelsi kvenna. Sjálfur var Brandes
undir miklum áhrifum frá kenn-
ingum Johns Stuarts Milles um
kvenfrelsi og jafnframt ótrauður
aðdáandi kvenna eins og de Stael
ög Magdalene Thoresen. Raunsæis-
slcáld á Norðurlöndum voru öll
undir meiri og minni áhrifum frá
Brandesi og mörg hver miklir
kvendýrkendur. Ég skal aðeins
minna á konur eins og ungfrú
Hessel í Samfundets Stötter og
Noru í Brúðuheimilinu hjá Ibsen.
í íslenzkum bókmenntum höfum
við sýslumannsekkjuna á Grund
hjá .Gesti Pálssyni, og ef til vill
hefir kvendýr'kun orðið varanleg-
asti arfur Einars H. Kvarans frá
raunsæistímabili hans.
En það raunsæisstoáld á Norður-
löndum, sem sízt af öllum yrði
kennt við kvendýrkun, er August
Strindberg, höfundur Föðurins,
sem frumsýndur var í Þjóðleitohús-
inu á laugardagsfcvöldið. Þannig er
t.d. talið, að Strindberg hafi ritað
fyrra bindið af Giftas beinlínis
sem andsvar við verkum eins og
Brúðuheimili Ibsens. Og í Pöðurn-
um þremur órum síðar (1887)
kveður enn við sama tón. Það
getur verið gaman fyrir íslenzka
leitohúsgesti að bera saman kven-
dýrkun Ibsens í Brúðulieimilinu
(sem hér var sýnt síðast í fyrra-
vor) og mér liggur við að segja
sjúklegt kvenhatur Strindbergs í
Föðurnum. Svo ólíkum augum litu
þessir tveir norrænu meistarar
leikbókmenntanna á konur. Og
þessi samanburður ætti að vera öll-
um auðveldari, fyrir bá sök að
bæði fjalla þessi verk um hið
sama vandamál, samband karls og
konu, rotnun hjónabandsins.
En eins og kalla má, að Strind-
berg hafi nokkra sérstöðu meðal
raunsæishöfunda í kvenhatri sínu,
virðist mér einnig með allmiklum
rétti mega segja hann standa okk-
ur nútímamönnum öðrum raun-
sæishöfundum nær í efnismeð-
íerð sinni. Sálarlífslýsingar
Strindbergs benda meira í átt til
nútímans en annarra raunsæishöf-
unda. Þess vegna getur vandamála
krufning Strindbergs orðið okkur
hugstæðari en ými&sa samtíma-
manna hans.
Og kannske snertir okkur ekki
lengur dý-pst þetta, sem dálítið
lágkúrulega er kallað „barátta
kynjanna“, heldur sú spurning um
uppruna, sem Strindberg kallar
sjálfan Hóroer til vitnis um: „aldrei
hefir neinn af sjálfum sér til vit-
að með vissu uppruna sinn.“ Það
má hafa verið mikilvægt í augum
„fríþenkjara“ nítjándu aldarinnar
að vita gen sín 'lifa áfram í af-
kvæmum sínum og öðlast með
þeim hætti erlíft líf. En einhvem
veginn snerta mig lítið efasemdir
liðsforingjans hjá Strindberg um
faðemi dóttur sinnar, þegar ég
hef í huga niðurstöðu Steinbecks,
sem hann í Burning Bright lætur
Joe Saul segja, en hann gat ekki
getið barn: — Sérhver maður er
faðir allra barna, og sérhvert barn
verður að eiga alla menn sem
föður.
Þessi hugsun virðist mér bæði
göfugri og fegurri öllum efasemd-
um um aðild að barngetnaði, þó
svo að ég feili mig vel við þá
skoðun, að eina von manna um
íramhaldslíf sé tengd . börnum
þeirra.
En ég ætla mér ekki þá dul í
stuttri umsögn um leiksýningu að
vega eða meta þetta verk Strind-
bergs. Fróðleiksfúst fólk getur
lesið það í öllum alfræðibókum
og leikbókmenntasögu.n, að þetta
er heimsfrægt skáldverk, elzt af
raunsæisleikritum Strindbergs. Það
ber það aðalsniark gócs skáldíkap-
ar, að það vekur áhcrfandann til
spurninga og hugleiðinga. Vafa-
laust mun mörgum þykja sem and-
legri heilbrigði Sti-indbergs kunni
að hafa verið áfátt um þær
mundir, er hann skpp sum af við-
brögðum þeirra persóna, sem þarna
birtast, en engu að síður stendur
verkið sem minnisvarði um snilld
höfundar síns. Og hver er heill
á sinni og hver ekki?
Lárus Pálsson hefir sett Föð-
inn á svið Þjóðleikhússins, og hand
bragð hins gagnvandaða leikhús-
manns leynir sér ekki, þótt vafa-
laust fari hann eftir fornri hefð
um sýningu þessa.
Valur Gíslason leikur föðurinn,
liðsforingjann efunarfulla. Þetta er
mikið hlutverk. Deila föður og móð
ur stendur um afkvæmi þeirra,
dótturina Bertu. Móðirin læðir
ir.n þeim grun hjá manni sínum,
afi hann sé ekkí faðir barns þeirra,
heldur hafi hún átt það með eín-
hverjum öðrum. Þessi grunur gref
ur um sig í vitund mannsins, unz
hann stendur vitskerrtur á svið-
inu: — Éta, eða verða étinn! Það
er spurmngm.
Valur hefir elcki að mínu viti
Arndís Björnsdóttir sem fóstran.
áður gert betur á leiksviði. Karl-
mannleg persóna hans og hrjúfur
rómur falla vei að þessu hlutverki.
Liðsforinginn er sannarlega eng-
inn veifiskati i upphafi fynsta þátt-
ar, er hann skálmar um gólfið.
En af ríkri innlifun nær Valur
einnig öðrum tónum þessa hlut-
verks, blíðu föðtirins gagnvart
barni sínu, hyldjúpri örvæntingu
og kvöl hans, er hann hiðst vægð-
ar af konu sinni og vitstola tryll-
ingi að lokum. Hámarfci þótti mér
Valur ná í íeik sínum í upphafi
síðasta þáttar, er hann brýzt inn
í stofuna lneð flaksandi hár og æði
í augum og íes úr bókum sítiuiin,
Mér rann kalt vatn mil-li. skinns
og hörunds.
Eiginkonuna leikur Guðbjörg
Þorbjamardóttir. Eins og mér
fannst Valur ná hámarki leitos síns
í eðliiegum hamföriun vitstola
manns, virðist mér Guðbjörg sigra
í nístandi ró. Leikur hennar er
fágætlega fágaður og átakalaus.
(Framhald á 8. «íðu)
Valur Gíslason sem liðsforlnginn og Guðbjörg Þorbjarnard. sem kona hans
"BAÐSrorAAf
A. P. sendir okkur eftirfarandi á-
j drepu um vinnubrögð í opinber-
um skrifstofum og viðar:
! „Harvn skrapp frá."
Margf nýstárlegf blasir nú við í
! dagsins önn og erli hér hjá okk-
ur, sumt ánægjulegt en annað
ekki. Menn hafa líka margt á
hornum sér, eins og gengur, og
margir benda á ýmis einkenni
þess aldarfax-s, sem skrópar frá
skyldum sánum og heimtar mikið
fyrir l'ítið, en hirðir ekki um að
vita sig hlekk í keðju, sem ekki
má bresta.
Við höfum „reist bú“ á rosa-
timum, orðið að hafa hraðann á,
haft mikið að gera og öslað fram
oft í fyrirhyggjuleysi, er við
gjöldum nú. Við verðum að fást
við margt nýtt í starfi og stjórn
og höfum margt gert vei, en
bláþræðirnir í vefnum eru marg-
ir og koma nú betur og betur í
ljós. Við höfum stofnselt mikið
skrifstofuhalö og þykir mörgum
nú sem það sé orðið óhæfilega
þungt í vöfum og mikill baggi á
öilum landsrns lýð.
En ekki skal hér um það rætt
út af fyrir sig, 'þótt til væri fyllsta
ástæða. En á það má benda, að
sá er almanriLaí-ómur, að á æöi
mörgum skrifstofum séu menn
harla lausir i sætum. Og talið
mun vera, að þetta eigi fyrst og
fremst við hinar opinberu og
húlfopinberu skrifstofur, þött þar
séu að sjálfsögðu heiðarlegar
undantekningar.
,Hann skrapp frá", er að verða eitt
alisherjar orðtæki, er mætir
þeim allt oi oft, sem erindi eíga
við ráðandi mann eða menn þar
í sveit, — á vinnutíma, Um þetta
ræða menn. sem oft eyða dýr-
mætum tima vegna þeirra, sem
„skruppu frá“. Og gremjan gref-
(Framhald a 8. siCu)