Tíminn - 14.05.1958, Blaðsíða 1
flmir TfMANS eru
RWrt|órn og skrlfstofur
1 83 00
•iaBamenn eftlr ki.
IMCl — 18302 — 18303 — 18304
42. án'angur.
Reykjavík, miðvikudaginn 14. maí 1058.
I blaSinu í dag:
Er Krustjoff valtur, bls. 6.
Efnaliagsmálatillögurnar, bls. 7.
Bréf frá Svíþjóð, bls. 5.
í spegli Tímans, bls. 4.
106. hlað.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um efnahagsmál lagt fram á Alþingi í gær
Rekstur útflutningsatvinnuveganna verði tryggður
með nýju yfirfærslu- og uppbótarkerfi
Sauðburður hafmn
Dregið verði úr misræmi, sem ýmist hefir lamað útflutningsfram
leiðsluna eða valdið hefir óeðlilega mikilli gjaldeyriseyðsíu
í gær var lagt fram á Alþingi frumvarp ríkisstjórnarinnar
um útflutiiingssjóð o. fl., en í því felast ráðstafanir þær, sem
stjórnin hvggst gera til að treysta rekstur framlejðslunnar og
endurbæta efnahagskerfi þjóðarinnar. Með ráðstöfunum
þessum verður tekið upp nýtt yfirfærslu- og uppbótakerfi,
sem tryggir rekstur útflutningsframleiðslunnar og bætir úr
ýmsu misræmi og jafnvægisleysi, sem nú á sér stað í efnahags-
kerfinu og veldur þar meira og minna tjóni.
Aðalatriði frumvarpsins, sem skiptist í 9 kafla
greinar, eru þessi:
og 62
, ■
Sauðburður er nó í þann veginn að hefjast á Suðurlandi og mun vera haf-
inn fyrir norðan. Myndin er tekin á Ásmundarstcðum í Rangárvailasýslu
og sýnír Stein Þórðarson, bónda þar, með kollótta gamsatvílembu, nýlega
borna. Lömbin eru svartbotnótt og bíldótt, hrútur og gimbur og heita
Skeggí og Botni. (Ljósm.: Tíminn).
Sex ríkja áætlun um loftvarnakerfi
búið flugskeytum í VesturÞýzkalandi
Til þessa hafa a^eins bandarísku herir á megin-
landinu haft flugskeyti
NTB-Boun, þriðjudag. — Talsmaður vesturþýzka land-
varnaráðuneytisins skýrði frá því í dag, að komið yrði upp,
samkvæmí áður gerðri áætlun, varnarkerfi búnu loftvarna-
eldfiaúgum í Vastur-Þýzkalandi.
Sex þjóðir taka þátt i þessari á-
ætlun, sem framkvæmd er í því
skyni að tryggja Vestur-Evrópu
gegn árásum úr lofti. Settar verða
upp eldflaugabækistöðvar á veg-
um Bandaríkjanna. Frakklands,
Hollands, Belgíu og Vestur-Þýzka-
lands. Fram að þessu hafa aðeins
bandarísku herirnir i Evrópu ver-
ið búnir eldflaugum til varnar.,
NTB—Berlín, 13. maí. — Áætlun Eftir því, scm næst verður kom-
arbílar frá Vestur-Þýzkalandi og ízt, munu verða um 10 herfylki i
öðrum Vestur-Evrópulöndum fá hinu nýja varnarkerli gegn loft-
ekki lengur leyfi til að aka yfir árásum, sem búin verða eldflauga
austur-þýzkt land á leið til Pól- vopnum.
lands og Tékkóslóvaikíu, og er
imarkmiðið að gera ríkisjárnbraut
irnar í Austur-Þýzkalandi betur
samkeppnisfærar við bifreiðir.
Fólksflutningar í
stórum bílum
bannaðir
Tónleikar á Akranesi
S. 1. mánudag hólt Sinfóníu-
hljómsveit íslands tónleika i Bíó-
höllinni á Akranesi undir stjórn
Róberts A. Ottóssonar. Einsöngv-
ari með hljómsveitinni var Þor-
steinn Hannesson. Húsið var þétt
skipað og listamönnunum frábær-
lega vel tekið.
Efnisskrá var fjölbreytt.
Forseti ítala
heimsækir Bretland
NTB—Lontlon, þrifýudag. Cio-
vanni Gronclii, forseti ítalíu
kom í dag i þriggja daga opin-
bera heimsókn tii Bretlands. For
setinn mun lieiinsækja Bucking
ham-höll sem gestur Eiisabetar
drottningar og Philips drottning
armanns. Þetta er í fyrsía sinn
síðan 1934 að æðvii máður ítala
kemur til Bretlands.
*
Obreytt uppbota-
kerfi hefði leitt til
stöðvunar á at-
vinnuvegunum
Á 7. síðu blaðsins í dag er birt
greinargerð sú, sem fylgir frum-
varpi ríkisstjórnarin.iar úm efna-
hagsmálin. Þar er gerð rækiteg
grein fyrir þeim halla, sem orð-
ið hafi hjá útflutningssjóði Og
ríkissjóði á síðastliðnu ári og
jafnframt sýnt fram á, að þessi
halli myndi mjög aukast á ári,
ef ekkert nýtt yrði aðhafzt. — Ó-
breyttri uppbótastefnu, sem
sumir kalla „stöðvunarstefnu“
myndi því fylgja greiðshiþrot lit-
flutningssjóðs og ríkissjóðs og í
kjölfar þess stöðvun atvinnuveg-
amna óg verklegra fram'kvænula.
Þessi stefna væri þannig búin að
ganga sér tii húðar. Þá er bent á,
að henni fylgi margvíslegt m'is-
ræmi í uppbótum og verðiagi, er
trnikil hætta stafi af.
í greinargerðinni er svo vikið
að kostum hins nýja yfirfærslu-
og uppbótakerfis, sem tekið er
upp samkvænit frumvarpinu, en
þeir eru einkurn þessir:
1. Stuðlað að hallalausum
rekstri útflutningssjóðs og ríkis-
sjóðs og þannig afstýrt stöðvun
atvinnuveganna og verklegra
framkvæmda.
2. Jöfnuð aðstaða þeirra at-
vinnugreina, sem afla erlends
gjaldeyris, og bætt aðstaða
þeirra, sem lakast hafa verið
settir.
3. Dregið úr misræmi í verð-
lagi erlendra vara, sem m. a. hef-
ir stuðlað að óeðlilega miklum
innflutningi vissra vöruflokka
og’ þannig valdið óeðlilegri gjald
eyriseyðslu.
★ ★★ Engin vísitöluuppbót verði greidd vegna næstu 9 stiga, Frumvarpið verður til 1. um-
sem vísitalan hækkar. Vonazt eftir að vísitalan hækki ,.æðu í n,e!^i dei!c! ifda| °s ^un
, , , _ , , , forsætisraðherra hafa framsogu.
ekki meira en 8—9 stig fram að 1. sept., en frekari ÆtiUnin er að ljúka afgreiðslu
hækkanir óumfiýjanlegar síðustu mánuði ársins. jþess fyrir helgina.
★ ★★ Gert er ráð fyrir óbreyttum niðurgreiðslum á vöruverði - ----------
innanlands og útflutningssjóði ætlað að standa straum
af niðurgreiðslunum.
★ ★★ Lögfest almennt 55% yfirfærslugjald á allar greiðslur
í erlendum gjaldeyri, nema ýmsar brýnustu neyzluvör-!
ur, náms- og sjúkrakostnað, sem fellur undir 30% yfir-
r-ærslugjald. 16% yfirfærslugjaldið og 8—11% inn-
flutningsgjaldið, sem nú rennur til útflutningssjóðs,
falla niður.
★★★ Aðflutningsgjöld hækkuð á háfollaATörum.
★★★ Benzínskattur hækkaður og renna 6 aurar af hækkun-
inni í vegasjóð, og 6 aurar í brúasjóð. Hitt í útflutnings-
sjóð. Verðhækkun á benzíni verður svipað tiltölulega
og á olíu.
★★★ Heimilt að verðbæta allar útflutningsvörur. 5.»% yfir-
íærsluuppbætur greiddar á gjaldeyristekjur yfirleitt.
(Farmgjöld, flug, og ferðamannagjaldeyri o. s. frv.).
★★★ Útflutningsuppbætur flokkaðar í þrennt og hækkaðar
til þess að mæta kauphækkun, hækkun á rekstrarvör-
um, auknum afskriftum og í sumum dæmum til þess
að mæta verðtolli og bæta afkomuhorfur.
★★★ Útflutningsbætur verða: Bátaafurðir á þorskveiðum og
togaraafurðir 80%. Faxasíld 70%. Norður- og Austur-
landssíld 50%.
★ ★★ Vinnsluuppbætur vegna smáfisks haldist og séruppbæt-
ur vegna ýsu og steinbits.
★ ★★ Útflutningsbætur á landbúnaðarafurðir verði eins og
verið hefir jafnháar þeim uppbótum, sem bátaútvegur-
inn nýtur samtals á þorskveiðum.
★★★ Lögboðin 5% almenn grunnkaupshækkun, en þó engin
á hæstu launum og nokkru meiri á allra lægsfu launum.
Ennfremur tilsvarandi hækkun á landbúnaðarvörum.
Kaupgjald og mjóikurafurðir hækka 1. júní.
★ ★★ í greinargerðinni er á bent, að kaupgjalds- og verðhækk-
anir á víxl eftir vísitölu, svo sem verið hefir, hljóti að
leiða til sihækkaðrar uppbótar til framleiðslunnar eða
annarra hliðstæðra ráðstafana. Verði að gera það upp
4 þessu ári, hvort svo eiqi að verða áfram eða ekki og
hljóti það að verða verkefni stéttaráðstefnanna, sem
verða síðar á árinu að endurskoða þau mál.
í groinúrgerð frumvarpsins, sem birt er á 7. síðu blaðskis
í dag, er nánar sagt frá ýmsum atriðum frumvarpsins og
gerð grein fyrir nauðsyn þeirra. Þá er fjallað sérstaklega um
frv. í forustugrein blaðsins í dag og þar gerð grein fyrir endur-
bótum, sern það feliu i sér á efnahagskerfi þjóðarinnar.
|Ný stjórn Jórdaníu
og Iraks
NTB—Bagdad, 13. maí. Feisal kon
ungi í írak barst í dag lausnar-
beiðni stjórnar hershöfðingjans
Muri A1 Saids. Ætlaö er, að hann
muni verða höfuð þeirra stjórnar,
| sem nú verður mynduð fyrir þæði
ríkin, Jórdaníu og írak, sem hafa
nú gengið í ríkjasamband. Hussein
konungur Jórdaníu er kominn til
írak í fylgd með helztu meðráða
| mönnum sínum til að semja við
i Feisal konung um, hvernig hin
• nýja stjórn skuii skipuð.