Tíminn - 14.05.1958, Qupperneq 6
8
T í MI N N, miðVikudaginn 14. maí 1953.
<•»
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargöta
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Nýtt yfirfærslu-
í GÆR var lagt fram á
Alþingi frumvarp ríkisstjórn
, arinnai- um ráðstafanir til að
.tryg'gja rekstur og afkomu
útflutningsframleiðslunnar.
Frumvarp þetta er árangur
af athugunum sérfræðinga
og samningum milli stjórnar
flokkanna, sem fram hafa
farið undanfarnar vikur. Þá
.hefir það legið fyrir helztu
stéttasamtökunum til athug
unar og umsagnar. Frumvarp
ið ber lika að sumu leyti
svip þess, að hér er um mála
miðlun að ræða. Má í því sam
bandi minna á, að Framsókn
’ arflokfcurinn hefði helzt kos
ið að horfið yrði að öllu eða
mestu leyti frá uppbótakerf-
inu.
Með frumvarpi stjórnar-
innar er í raun réttri tekið
' upp nýtt yfirfærslu- og upp-
bótakerfi, sem er til stórra
.endurbóta frá því uppbóta-
kerfi, sem búið hefir verið við
• að undanförnu, jafnframt
þvi, sem það stefnir að því að
tryggja rekstur atvinnuveg-
' anna og afkomu þjóðarinnar.
Heiztu endurbæturnar, sem
felast í þessu nýja kerfi, má
telja þessar:
MEÐ jöfnu 55% yfir-
færslugjaldi á öllum vörum,
(nema sérstökmn nauðsynja-
vörum, sem lagt er á 30%
yfir.færslugjald), er dregið úr
því .mikla misræmi, sem orðið
var milli ýmissa innfiutnings
varaog mjög studdi að óeðli-
legri eftirspurn og kaupum á
ýmsum vöruflokkum. Hér er
því skapað jafnvægi, sem
mun gera efnahagskerfið
miklu heilbrigðara eftir en
áður.
Með þessu yfirfærslugjaldi,
sem leggst á vinnu og þjón-
ustu keypta erlendis, er líka
bættur hiutur ýmissa inn-
lendra atvinnugreina til að
staudast erlenda samkeppni,
eins ög t.d. skipasmiða, skipa
viðgerða, siglinga, flugferða
o.s.frv. Þettaer að sjálfsögðu
mjög þýðingarmikið.
MEÐ breytingum á fyrir
komúlagi útflutningsuppbót
anna er einnig stigið mikil-
vægt spor í rétta átt. Áður
voru uppbæturnar mjög ó-
jafnar og nýjar útflutnings-
greinar fengu yfirleitt engar
uppbætur. Nxi er þetta breytt.
—-------——~~~-------------
og uppbótakeríi
Hinn óeðlilegi mismunur á
uppbótum er minnkaður og
mun það mjög styrkja af-
komu togaraútgerðarinnar,
sem áður bjó við miklu lak-
ari lilut en bátaútgerðin,
enda hefði ekki verið hægt
að halda henni áfram lengur
með sama hætti. Þá verður
hér eftir veittar uppbætur
til nýrra útflutningsgreina.
Þessar breytingar allar munu
verða til þess að auka jafn-
vægi og efla framtak á sviði
útflutningsframleiðslunnar.
AUK ÞESS, sem frv. fel-
ur þannig í sér nýtt og endur
bætt yfirfsérslu- og uppbót-
arkerfi, hefir það að geyma
ákvæði um vissa grunnkaups
hækkun í stað vísitöluhækk-
ana. Með þessu ákvæði er
stigið skref í þá átt, að horf-
ið verði frá vísitölukerfinu,
sem meira en nokkuð annað
hefir orsakað hinn hraða
vöxt verðbólgunnar á undan-
förnum árum. Hvarvetna
annars staðar hefir líka þótt
rétt að hverfa frá því. Hér
er að vísu ekki stigið nema
mjög tímabundið spor og það
verður m.a. eitt af verkefn-
um næsta Alþýðusambands-
þings að segja til um það,
hvort það vill eiga þátt í
varanlegri stefnubreytingu á
þessu sviði. Ákvörðun þess
um það efni, getur orðið
mjög örlagarík fyrir fram-
vindu efnahagsmálanna.
ALLAR þær endurbætur,
er felast í hinu nýja yfir-
færslu og uppbótakerfi, mun
reynast mjög til bóta og það
alveg eins, þótt svo illa fari,
að kröfugirni og yfirboð leiði
til þess að ekki takist full
stöðvun með þessum ráðstöf
unum. Hið aukna jafnvægi á
sviði innflutnings og yfir-
færslanna annars vegar og
á sviði útflutningsuppbót-
amia hins vegar, mun undir
öllum kringumstæöum verða
til að gera efnahagskerfiö
heilbrigðara og traustara í
framtíðinni.
. Hér hafa því verið stigin
mikilvæg spor í rétta átt. Ef
þjóðin ber gæfu til aö stöðva
sig á þessum grundvelli, á
hún að geta búið við blóm-
legt og vaxandi atvinnuiíf í
framtíðinni.
Mesta kjaraskerðingin
AF HÁLFU stjórnarand-
stæðinga er mjög reynt að
halda þeim áróöri uppi, að
frv. rikústj órnarinnar um
efnahagsmálin hafi svo og
svo mikla kjaraskerðingu í
för með sér. Að sjálfsögðu er
þetta gert til að ýta undir
kröfur hjá launafólki.
Sannleikurinn er hins veg
ar sá, að með frumvarpinu er
fyrst og fremst stefnt að því
að afstýra hinni stóríelldustu
kjaraskerðingu, sem myndi
hljótast af því, ef útflutnings
framieiðslan stöðvaðist, eins
og verða myndi, ef elckert
væri nú aðhafst. í kjölfar
þess myndi iðnaðurinn stöðv
ast og flestar aðrar atvinnu
greinar. Ilér myndi þá skap-
ast almennt atvinnuleysi.
Þeir, sem vilja eyðiieggja
ráðstafanir stjórnarinnar
með nýjum kröfum og kaup
hækkunum, eru því raunveru
lega að stuðla að hinni stór-
felldustu kjaraskerðingu, þar
sem slíkt getur nú ekki haft
annað í för með sér en stöðv
un framleiðslunnar.
Menn mega því ekki láta
blekkjast af áróðri stjórnar-
andstæöinga og stúðla þann-
ig að þeirri mestu kjaraskerð
ingu, sem orðið getur.
ERLENT YFIRLIT:
Er Krustjoff valtur í sessi?
Hörí valdabarátta viríist nú háfi aí tjaldabaki í Kreml
ÞEIM orðrómi er nu haldið ,
á Ioft í sífellt ríkara mæli að Nikita
Krustjoff sé ekki eins traust-
ur í sessi og fyrst var haldið
eftir valdalöku hans. M. a. gera
■Ivejr af þekktum blaða-
mönnum við „New York Times“
þennan orðróm að umræðuefni í
blaðinu á sunnudaginn var. Marg-
ir aðrir þekktir menn hafa einn-
ig rætt um þetta efni í skrifum
sínum um seinustu helgi.
Að sjálfsögðu kemur mönnum
ekki sa:nan um, hvað hæft muni
vera í þessum orðrónii, því að
oft er erfitt að fá réttar fregnir
af því, sem er að gerast að tjalda-
baki í Kreml. Eitt keanur mönnum
þó yfirleitt saman um, að Krust-
joff muni eiga í einhverjum vanda,
en um hitt er meira deilt, hvort
hann sé nógu öflugur til þess
að ráða við hann. Sumir telja, að
völd hans séu í verulegri hættu,
en aðrir álíta, að svo sé ekki.
ÞAU atriði, sem einkum virð
ast hafa komið þessum orðrómi
af stað, eru þessi: ,
1. Hin nýja deila milli Títós og
valdhafanna í Kreml. Valdhafar
Rússa virðast nú hafa tekið upp
sömu afstöðu til Títós og Stalín
tók 1948. Þetta er í ósamræmi
við það, sem Krustjoff hefir sjálf-
ur haldið fram, þar sem hann hef-.
ir manna mest fordæmt framkomu 1
Stalíns 1948, er ihann hefir m. a.
kennt Beria um. Krustjoff er líka
sá af forustumönnum Rússa, sem
hefir leitað mest eftir vinfengi
við Tító og reynt að breiða yfir
átökin 1948. Það kemur því mjög
á óvart, að deilan við Tító skuli
blossa upp að nýju eftir að Krust-,
joff virðist hafa fengið öll völd í
sínar hendur.
2. Minnkandi áhugi rússneskra
ráðamanna íyrir fundi æðstu
manna. Greinilegt er, að þessi á-
hugi valdamanna Rússa hefir
minnkað mjög að undanförnu og
að þeir gera sitt lil að tefja fyrir
fundinum Þetta tkemur einnig
mjög á óvart, þar sem Krustjoff
hefir verið talinn sá leiðtogi Rússa,
er hefði mestan áhuga fyrir slíkum
fundi, og yfirleitt álitið, að hann
hafi tekið við embætti forsætis-
ráðherra til þess ekki sízt að geta
látið ljós silt skína á fundi æðstu
manna.
3. Aukin kreddufesta í áróðri
kommúnista og aukin fordæming
á öllum frávikum frá „línunni".
Krustjoff hefir verið talinn mesti
tækifærissinni meðal ráðamanna
rússneskra kommúnista og því
hafa margir vænst þess, að aukin
völd hans myndu leiða tii meira
frjálslyndis. Þvert á móti er nú
boðaður þrengri réttlínu-átrúnað-
ur en gert hefir verið síðan Stalín
féll frá.
SKÝRINGAR biaðamanna á
þessurn atriðum eru yfirleitt
tvennskonar.
Sumir halda því fram, að Staiín
istar hafi mjög styrkzt að nýju
í flokksstjórninni undir forustu
Michael Susloff og Pyotr Pospeieff,
sem báðir eru framkvæmdastjórar
Kommúnistaflokksins og taldir
hafa eflzt að völdum við það, að
Krustjoff tók við embætti forsæt-
isháðherra og getur því ekki eins
vel og áður sinnt starfi sínu sem
aðalframkvæmdastjóri Kommún-
istafiokksins. Þeir Susloff og
Pospeleff eru báðir taldir ein-
dregnir Stalínistar. Hin auknu á-
hrif sín eru Stalínistar taldir hafa
notað til þess að neyða Krustjoff
til að fylgja varðandi framan-
greind atriði stefnu, er
hann sé raunverulega á móti.
Hann hafi a. m. k. talið ráðlegast,
að rísa ekki gegn þeim í bili,
hvað sem haon kunni að hugsa sér
í framtíðinni.
Aðrir telja liins vegar, að um-
ræddar breytingar hafi ekki verið
knúðar beint fram af Stalínistum,
heldur hafi Krustjoff séð hvað í
vændum var og því orðið fyrri til
— viil
SUSLOF
hann steypa Krustjoff?
MAO TSE-TUNG
— styður hann Susloff?
og ákveðið þetta sjálfur og þann-
ig slegið vopnin úr höndum Stal-
ínista. Slíkum aðferðum hefir
hann oft beitt áður í átökum við
andstæðinga sina í flokknum.
Hann mun hins vegar hugsa sér
að ráða niðurlögum Staiínista, þeg
ar tækifæri býðst.
Þeir. sem þessu halda fram,
telja, að Krustjoff hafi í bili gerzt
fráhverfur fundi æðstu manna, því
að hann telji völd sín cnn ekki
nógu trygg og vilji vera búinn að
treysta þau betur áður en fund-
urinn sé haldinn. Fyrst um sinn
mun hann þvi einkum snúa sér að
innanlandsmáium og reyna að
treysta persó-nulegt fylgi sitt .með-
al almennings á þann hátt.
ÞÁ hefir þeirri kenningu skot-
ið nokkuð upp, að Kínverjar eigi
sinn þá i þeim veðrabreyting-
um, sem orðið hafi í Moskvu og
iýst er hér að íraman. I átökun-
um, sem orðið hafi milii Stalínisla
og Krustjoffs, hafi Mao Tse Tung
skipað sér vig hlið Stalinista. Það
hefir m. a. vakið athygli í þessu
sambandi, að aðalblað kinverskra
kommúnista iýsti því nvlega yfir,
að Stalín hafi gert rétt, er hann
útskúfaði Tító 1948, en þetta er í
algeru ósamræmi við það. sem
Krustjoff hefir haldið fram. Þá er
talið, að ráðamenn ‘kínverskra
kommúnista sén fremur andvígir
fundi æðstu manna, unz svo sé
komið, að Kina geti einnig verið
með.
HÉR skai ekki dæmt itm það,
hvað sé hæft i umræddum orð-
rómi og boilaleggingum, en eitt
virðist hins vegar tíst: Valda-
baráttunni er enn ekki að fúllu
lokið að tjaidabaki í Kreml. Krust-
joff er enn ekki orðinn fullkom
lega traustur i sessi, þótt hann
sé tvímælaiaust valdamestur í
svipinn. Vel má vera, að hann
minnist þess, að Stalin taldi sig
ekki öruggan fyrr en hann var
alveg btúnn að fjarlægja andstæð-
inga sína. Þetta rif.jaðist líka upp
þegar rússnesk blöð fóru nýlega
að hefja nýjar árásir á Malenkoff.
Á kannske að fara að hefja mála-
ferii gegn Malenkoff og keanur
svo kannske röðin að Stalínistum
á eftir, ef Krustjoff heldur velli?
Stalínistar gera sér þess vafalaust
grein, að vopnin geta átt eftir að
snúast gegn þeim og því munu
þeir varla viija gera Krustjoff of
valdamikmn. Valdabaráttan í
Kreml getur átt eftir að taka á
sig að nýju mynd Staiínstímans.
Meðan slik barátta er háð um
völdin í Kreml, má búast við ó-
vissu og ugg i alþjóðamálum. Þ.Þ.
'RAÐSrOFANk
Vísur Júlíusar í Litlanesi. — G. E
sendir pistil' sinn í Baðstofuna
og í honum nokkrar einmánaðar-
vísur efth- vin sinn og nágranna.
Vísnapistillinn fer hér á eftir:
,Á Litlanesi við Kerlingarfjörð býr
maður, er heitir Júiíus Sigurðs-
son, hann er nú bráðum 83 ára
gamall, en stundar þó bú sitt
allar árstiðir, Júlíus er ágætur
hagyrðingur og hefir fengizt við
vísnagerð síðan hann var barn.
Fyrir fáum dögum sendi liann
mér nokkrar stökur, er hann
hafði kveðið á einmánuði í vetur.
Ég ætla ' nú að taka mér það
Bessalej'fi, að senda Tímanum
þessar vísur í þeirri von aö þessi
gamli vinur minn láti það ekki
raska hálfrar aldar vináttu okk-
ar. Vísurnar eru á þessa leið:
Fréttir smáar færast þér,
fræða-skráin dauf hjá mér,
hulin snjái hauðrið er,
hvei'gi strá á foldu sér.
Hálf var Góa gráieikinn,
grettin þróar harðindin,
henti snjó á húskarl minn,
hann var nógu þaulsætinn.
Heyrði að brast í kletta-krá
kom i hasti snjóflóð' þá,
en kofinn fastur fyrir lá,
fóru rastir niður í sjá.
Um sjálfan sig segir Júlíus:
EIli iotinn ltgg í kró,
lítið pota út í snjó,
krafta þrotiim kjafta í ró,
kvæðin notast illa þó.
Einmánuður heilsar hlýtt,
heiftar geðið eftir strýtt.
Veðra guðinn ga'f oss blstt,
gekk í suður upp á nýtt. '
Þó oprúst ieiðir alls staðar,
og eirmig greiðist vegafar
flýja heiðurs félagar
og falla í eyði sveitiriiar.
Búskapsmynd af marglúnir
mörgu ymli frásnúnir, '
hanga um strindi liálfdauðir,
haltir og blindir karlamir, .
Svona er þá um sveitirnar,
sagan bága viðast hvar,
aldursháar hýrast þar,
hærugráar keriingar.
Yrkisefm Júlíusar hafa alla tíð verið
um daginn o/ veginn. Það sem
hefir bo: ið við í kotinu hans og í
næsta nágrenni, verður honum
tilefni til ferskeytlu. Hann kveð-
ur um tiðarfarið, skepnuiiöld,
heyskap og hann er ákaflega
fundvís á það sem i'yndið er. En
af öllum þeim sæg af vísum, sem
ég hefi heyrt eftir Júlíus, er ekki
ein einasta kveöin í kerskni. Og
má það einstakt kallast þegar
menn kveða nær eingöngu um
dægurmál. Og þó skipta vísur
hans mörgum þúsundum. Enda
er hann allra vinur og ölluin
trúr.. G.E."