Alþýðublaðið - 08.09.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.09.1927, Blaðsíða 3
ÁLPV±)UöL,AÐlt) 3 Bensdorp & Co. Nú höfum við aftur fyrirliggjandi frá pessu á- ---------------- gæta firma -------- Cacao í pökkum og lausri vigt (Thoeolade, Fin Vanille M 5, í rauðu pökk- ------------------ unum. -------- á, og fá önnur sfeip til a'ðstoöar. □ C£9 E3 E E3 E3 E! £H C3D CSS ES3 E53 C53 £23 ES3 030 g Ppton Slnclair: N$ bók. ® B B 0 0 0 0 0 „SHIÐUR EREGNEFNDUR er komin út. Þýðing og eftirmáii eftír séra Ragnar E. Kvaran. Fæst í bókaverziunum og í afgreiðslu Alpýðu- blaðsins. — Bókin er 396 blaðsíður. ééB 0 Kostar 3 kr. Kostar 3 kr. 0 0 s □ n ntas E2 C53 CS3 E53 C53 6SS Dig3P IB E H m m ra mn ast gengið a'ð honum: lögin virð- ástæbiur barnsins, og leita aðstoÖ- ar og samtafea við foreWra þess, kennara og alla, sem líklegir eru til að' geta orðið dómaranum til aðstoðar í því að leiða barnið á réttari veg og verja það fyrir freistingum. Á tilteknum tímum kemttr barni'ð til dómarans og ger- ir honum reikningsskap, gengur til skrifta við hann í einrúmi, fær ráð, uppörvun, huggun og ávítun eftir atvikum, en alt með föður- legri vinsemd. Þessu er haldið áfiam, þangað til dómarinn hygg- ur barninu óhætt. Á þeirna hátt fá heilmörg börn siðferðisuppeWi hjá dómurum þessum og skoða dómarann sem vin sinn, fóstra ög velgerðarmann. Sagt er, að furðumörg börn læknist eftir fyrsta brot og komi aldrei fyrir dóminn aftur. Tvö fyrstu árin, sem dómstóll þessi starfaði í Den- ver, fengu 554 böm uppgjöf á fyrsta broti. Ekki nema 30 þeirra komu aftur fyrir dóm. Lindsey fékk það síðar lögtekið í Colora- do, að fuilorðnir menn mættu skjóta máltim sínum til barna- dómsins og fá þar hjálp og leið- beinángu eins og börn með sömu umsjón og tilhögun eins og þau. Dómstólar þessir hafa breiðst mjög út um Bandaríkin, og Lind- sey er frægur um allan heim fyr- ir afrek sín. „Austri“ strandar. Togarinn „Austri" strandaði í gærkvéWi á grynningum á Húna- flóa við Vatnsnesið.. Togararnir „Kári Sölmundarson", Skalla- grímur" og „Þórólfur'* komu bráð- lega á vettvang, en ilt var að- gerðar við að koma skipinu út aftur vegna storms og sjógangs, og gátu þeir ekki að gert. Kl. 2 í ;nótt var skipið orðið skemt, og stóð nærrif að bátarnir brotnuðu þá og þegar. Fóru þá skipverjar úr togaranum, og komust þeir kl. 3 í „Kára'“. Ekkert var hægt að gera á morgunflóðinu skipinu til bjargar. Losnaði það þá af grunn- inum, sem það festist fyrst á, og rak upp að ströndinni, sem er klettótt; og er ekki búist við, nð það náist út aftur. „Kára“ befir verið falið að gera tilraunir til að bjarga þvi, ef kostur verði -r~ Útgerðarstjóri félagsins býst ekki við, að neinn afli hafi verið í skipinu, þegar það strandaði, eða a. m. k. mjög lítifl, því að það var nýfarjð i veiðiförina, en nánari fréttir voru ekki komnar um það í morgun. Erlend simskeyfi. Khöfn, FB., 7. sept. Öryggissamningar Pölverja og afvopnunarmálin. Jfiú Genf er símað: Pólverjar vænta þess, að úrlausn afvopnuö- armála verði auðveldari, ef ör- yggissamningar verÖa gerðir fyrst. Tjitjerin og undirskrift Ra- kovskis. Frá París er símað: Tjitjerin hefir lýst vanþóknun siinni á því, að Rakovski skrifaði undir ávarp- ið til útlendra hermanna. Framsal banamanns heimtað. Frá Varsjá er simað: Pólverjar heimta framseldan Rússann, sem drap Pólverjann Traiœwics í bú- stað sendiherra Rússa. Flug frá Norður-Ameriku til Rómar. Frá New-York-borg er símað: Tsertaud (nafnið sennilega afbak- að) flugmaður hefir Iagt af stað frá Oid Orchard í ríkinu Maine, og er áform flugmannsins að fljúga aila leið til Rómaborgar. (Maine er nýrzta ríkið á Atlants- hafsströnd Bandarikjanna. Maine er fjalla-, fjarða- og skóga-land og landslag þar víða líkt og í Noregi. Höfuðborg er Augusta, háskólaborg: Orono.) Kaupmannahafnarbréf. Ágúst, 1927. Flugvélasýning. * Þessa dagana stendur yfir flug- vélasýning hér í borginni. Raunar nær þetta orð ekki með öllu yfir sýninguna, því að bér er til sýn- is alt, er við kemur flugi, að heita má frá vöggu þessa barns 20. ald- arinnar. Sýningin gefur lærdóms- ríkt yfirlit yfir . hinar stórstígu framfiarir, sem orðið hafa á flugi síðustu 10—15 árin. Átta þjóðir hafa vélar og áhöld til flugs á sýningunni, og eru Frakkar um- fangsmestir, en Danir leggja ekki lítinn skerf til þessara framfara í loftinu, þótt lítil þjóð séu. Þjóð- verjar og Englendjngar hafa einn- ig margt það til sýnis á þessu sviði, sem einnig er fróðlegt að sjá. ítalir hafa einvörðungu loft- skip og alt, er þeim til heyrir. — Ljósmyndir og landkort taka og upp mikið af sýningunni, en mesta athygli vekjá flugvélar þær, er á sýningunni eru, eins og t. d. Far.- man (fólksflutninga\ælii», frönsk), dönsku vélarnar og sænsk flug- vél (til hernaðar). Aftaka-rigningar hafa verið hér það, sem af er þessum mánuði, og er taiið, að þetta surnar sé eitthvert það mesta rjgningasumar, sem komiö hefir hér síðustu hundrað árin. 1 miðj- um mánuðinum rigndi blátt á- fram ísklumpum á stærð við fing- urgóm manns. Þessar rigningar valda því, að víða fiæðir nú yfir stór landflæmi, t. d. á Amager, og eyðileggur uppskeru alla, kart- öflur, trjá-ávexti og annan gró’ður. Ungmennafélög jafnaðarmanna. I dag (28. ágúst) er alþjóða- ungmennafélagsskapur* jafnaðar- manna 20 ára. Af því tilefni hafa félögin hátíðahöld í dag hér í Höfn, en aðalhátíðahöldin verða þó í Stettin, en þar eiga félögin uppruna sinn. Á stríðsánmum lamaðist félagsskapurinn nokkuð, en er nú aftux að ná sér, og eru í héimsfélögunum alt að (4 millj. félaga frá 30 þjóðum. Atvinnuleysissjóðirnir. Þann 24. sept. koma saman full- trúar fyrir öl! verkamannafélögin hér í Danmörku (án tillits til þess, hvort þeir eru i verkamannasam- handinu eða ekki) til þess að ræða um atvinnuieysisstyrktar- sjóðs-löggjöfina nýju. 1. okt. ganga í gildi ný lög um afvinmi- leysisstyrktarsjóðina, sem rýra þá mjög, svo að tvisýnt þykir, hvort það svarar kostnaði að þiggja framvegis ríkisstyrkinn; svo litill verður hann og þau skilyrði fyrir honum, að verkamenn geta naum- aist samin með það eitt fyrir aug- um að reka verkamenn eins og istóðhross til vinnu fyrir það kaup, er atvinnurekendum þókm- ast að greiða. Að öðrum kosti stendur þeim að eins eirm veg- ur opinn, sem sé: Svétíin! Þorf. Kr. Fyrirspurn um vegagerð. Neðarlega í Kömbum er verið að „púkka“ veginn með hraun- grjóti, og við það er í sjálfu sér ekkert að athuga. En það, sem ég vildi spyrjast fyrir um, er það, hvort það er ' eftir fyrirskipun vegamálastjóra, að ofan á þetta hraungrýti sé svo einvörðungu borin mold. Annars væri ekki úr vegi, að atvinnumálaráðherranö: kynti sér aðferð þá, er verkstjór- ar vegagerðarinnar hafa við við- gerð vega þar eystra. Lausri möl er kastað í einstaka holu. Aðr- ar, eins vondar og verri, em skildar eftir o. s. frv. Fé í tuga- þúsundum er þannig á glæ kast- að úr ríkissjóði. Ferðamaður. Heilsuhælið í Kristnesi. Gert er ráð fyrir, að s'tarf- ræksia hælisins byrji 1. nóvem- ber n. k. Starfsfólk er þegar ráðið frá miðjum október næst k. Yfirhjúkr- unarkona verður Sólborg Boga- dóttir. Er hún nú forstöðukona barnadeiidar heilsuhæiisins á Víf- ilsstöðum og hefir haft þann istarfa á hendi um hrið. Önnur hjúkrunarkona er ráðin Steinunn Jóhannesdóttir, nú við hjúkrun á Kleppi. Matráðskona verður Ása Jóhannesdóttir frá Syðra-Fjaili í Aðaldal. Dvaiið hefir hún erlend- is, bæði í Noregi og Danmörku. Eiríkur Brynjóifsson á Stokka- hlöðuin, sem um þrjú ár var heimavistarstjóri Gagnfræðaskól- ans, er ráðinn reikningshaldari hælisins og gjaidkeri, og Bjami Pálsson, Bergssonar, úr Hrísey, verður vélamaður, þ. e. hefir um- sjón með hitun hússins, sér um vöruflutninga til hæiisins og verð- ur bifneiðarstjóri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.