Alþýðublaðið - 08.09.1927, Side 4

Alþýðublaðið - 08.09.1927, Side 4
4 ALÞÝÐUBUAÐIÐ Ðrengir og stúiknr, sem vilja selja Alpýðublað- ið á götunum, komi í afgreiðsluna kl. 4 daglega. Tekið verður- við 50 sjúkling- um í byrjun, én alls mun verða hægt að veita viðtöku 60, þegar frá líður. Læknir hælisins er, eins og kunnugt er, Jónas Rafnar. (,,Dagur.“) Verklýðshreyflngin. Barátta indverskra verkamákna. í Indlandi hefir ekki mikið bor- ið á samtökum meðal'verkamanna ■þar til i ár. Síðast liðna tvo mán- uði hafa þar staðið yfir mörg verkföll. Aðallega hefir borið á þeim í borginni Madras. Næstum undantekningarlaust hafa verka- menn sigrað í þessum verkföll- um. Fyrir stuttu var verkfall við „Burma Oil Company". Gerðu verkamenn þar háar kröfur um styttri vinnutíma og hærra kaup. Baráttan varð bæði löng og hörð og endaði með því, að verkamenn fengu allar sínar kröfur uppfylt- ar. Eftir því, sem enska verka- mannablaðið „Daiiy Herald‘“ seg- ir, hafa verkamenn í Madras aft- ur unnið góðan( sigur, þar sem þeir hafá nú þvingað landsstjórn- ina til að ' fyrirskipa nákvæma rarínsókn á atvinnuástandinu í Madras, og þar að auki hafa verkamennirnir þvingað stjórnina til að láta lausan verkamanna- foiingjann SingaraveluTschetty og leyfa honuin fult mál- og athafna- frelsi. Verklýðshreyfingin í Ind- landi hefir aukist stórkostlega síðast liðið ár, og samtökin hafa styrkst geysimikið. Barátta kín- verskra öreiga hefir þannig haft áhrif á stéttarbræðurna indversku, sem hvorir tveggja eiga við þau kjör að búa, að vera kúgaðir af enskum auðvaldsdrottnum. Verkfall meðal sykurverkamanna í Queensland. Mjög hörð barátta er hafin um þessar mundir í borginni Innis- fail í Queensland í Ástralíu. Má svo að orði komast, að bærinn sé í hernaðarástandi. Verka- mannakúgunin hefir verið mikil þar og þó sérstakiega í sykur- verksmiðjunum, sem útlendir auð- kýfingat eiga. Verkamenn hafa með sér sterk samtök, og fyrir skömmu ákváðu þeir að leggja niður vinnu í öllum sykurverk- smiðjum hæjarins, sem eru mjög margar. það var líka gert, en hin- ir útlendu auðkýfingar v,pru við- búnir og sendu heila skipsfarma af ve;kfa!lsbrjótúm til Queens- lands. Þegar þeir 'stigu á land í Innisfail, láust í bardaga me’ð þeim og verkamönnum. Lögregl- an var kvödd á véttvang, og Kaupið Alpýðubíaðið! sundraði hún fjöldanum með vopnum. Verkamennirmr létu ekki sitja við þetta, heldur stofnuðu með sér sveitir, búnar út með bareflum, og ætluðu að verja verkfalfsbrjótum inngöngu í verk- smiðjurnar, en það bar ekki til- ætlaðan árangur, því að lögregian og 500 bændur úr nærsveitunum, sem iivorir tveggja voru vopnum búnir, slógu skjaldborg um verk- fallsbrjótana og björguðu þeim. Það, sem siðast fréttist, var það, að véfkfallsbrjótarnir væru að hugsa um að gera verkfall, því að þeir þola ekki vinnuna. ílm dísgS«f.s? vegfiaaa. Næturlæknir er í nótt Jón Hj. Sigurðsson, Laugavegi 40, sími 179. Kaupgjald. Við afgreiðslu vöruskipa er á Flateyri við Önundarfjörð greidd kr. 1,50 um klst. í dagvinnu, og stundum hafa 2 kr. verið gréidd- ar þar um klst. í næturvinnui Sjómerki. Fyrst um sinn verður ekki kveikt á 1 jóskerinu við flakið af skipinu „Inger Benedikte" hér á höfninni, heldur er staðurinn að eins merktur með grænmáluðu flothylki við framstafn skips- ins. Farmenn verða því að gæta þess í dimmu, að skipin fari vel inn i hvíta horn Skugga- hverfisvitans, þegar beygt er úr hvíta horni Engeyjarvitans inn á höfnina. , Réttir hyrja í dag á Norðurlandi. »Frá Vestfjörðum til Vestri- byggðar Lokaheftið af bók Ölafs Frið- rikssonar um Grænlandsferð Frið- þjófs Nansens og félaga hans er komið út. Verður þess nánar get- ið síðar. Brúðkaup var haldið nieð mikilli viðhöfn í dómkirkjunni ki. 6 síðdegis í gær., Gengu þar í hjónaband ungfrú Elfe Bay, dúttir norska aðalræð- ismannsins hér, og danskur sjó- liðsforingi, Berge Viggo Clausen að nafni. Á isfiskveiðar fer togarinn „Ari“ í dag, en hann ætlar ekki að veiða í salt, cins og sagt var í „’Mgbl.". Veðrið. Hiti 14 8 stig. Átt austlæg og nörðiæg. Hvassviðri í Vestmanna- eyjum. Annars staðar lygnara. Regn við suðurströndina og á Austfjörðum, mest í Vestmanna- eyjum. Þiiit annars staðar. Djúp loftvægislægð fyrir sulinan iand á leið austur eftir. Lltiit: Austan- Gold-Pust pvottaefni og Gold-Dust skúriduft MalfiSI, BaJeFskf HI, Pllsner. Bezt. - Ódýrast. Innlent. átt, víða hvöss; allhvöss hér um slóðir í dag, en hvassari í nótt. Regn á Suðurlandi austan Reykja- ness, og hér við Faxaflöa og Breiðafjörð tekur að rigna undir kvöldið. Sennilega úrkomulaust annars staðar. Barnaskólinn i Bergstaða- stræti 3. Athygli skal vakin á því, að baruaskóli Á. M. í Bergstaðastr. 3 byrjar eins og vant er 1. októ- ber, og að þeir, Sem áttu börn þar síðast liðinn vetur og ætla að hafa þau í vetur', þurfa að tala sem fyrst við "forstöðumann skólians. Einnig mun vera hægt að bæta við nokkrum nýjum nem- endum. Skipafréttir. „Gullfoss" kom í gærmorgun að' vestan til Hafnarfjarðar, en hing- að í gærkveldi. Hann fer aftur annað kvöld kl. 8 áleiðis til út- landa. „Esja“ er væntanleg hing- að í dag. Hún fer aftur vestur um á þriðjudaginn. Um 100 hesta eða rúmlega það kom „Gull- foss“ með frá Stykkishólmi til út- flutnings. Togararnir. „Menja“ kom í morgun með Il4 tn. lifrar og „Gulltoppur“ méð um 143 tn. Gengi eríendra mynta ijdag: Steriingspund. . . 100 kr. danskar . . 100 kr. sænskar . , 100 kr. norskar . . Dollar . . . . . 100 frankar franskir. 100 gyllini hollenzk 100 gullmttrk Dýzk. kr. 22,15 - 121,97 - 122.46 - 120,08 - 4.56V4 - 18,05 - 182,96 - 108,49 RE6NH1.ÍFAR ódýrastar i VÖRUHUSINU. Málniis ntan húss og Innan. Komið og semjið. Löguð málning fyrir pá, sem óska. Sigurður Kjartansson, Laugavegi 20 B — Simi 830. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstræti 18, prentar smekkiegast og ódýr- ast kranzaborða, erfiijóð og alla smáprentun, sími 2170. Brauð og kökur frá Alþýðu- brauðgerðinni á Framnesvegi 23.. Fasteignastofan, Vonarstræti 11 B, annast kaup og sölu fasteigna í Reykjavík og úti um land. Á- herzla lögð á hagfeld viðskifti beggja aðilja. Símar 327 og 1327. Jónas H. Jónsson. Hús jafnan til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Kaupendur að hús- um oft til taks. Helgi Sveinsson, Aðalstr. 11. Heima 10—12 og 5—7. Smí'&uð kjöt- og slátur-ílát og gert við gömul. Freyjugötu 25 B. Amatöralbúm nýkomin, afar- vönduð og falleg. Stört úrval. Mikil verðlækkun. Amatörverzlun Þorl. Þorleifssonar við Austurvöll. Lögfræðingafundur almennur verður haldinn hér í Reykjavík. Verður hann settur á morgun kl. 11 f. m. í neðri-deild- ar-:sal alþingis. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Flallbjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan. /

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.