Alþýðublaðið - 08.09.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.09.1927, Blaðsíða 2
A L P Y Ð D B LÍ A tí l Ö PalþýðublÁðið] « kemur út á hverjum virkum degi. | J Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við t í Hverösgötu 8 opin frá kl. 9 árd. í \ til kl. 7 siðd. f Skrifstofa á sama stað opin kl. t 9*/s — lO'/j árd. og kl. 8—9 síðd. t Simar: 988 (aígreiðslan) og 1294 | (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á t mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 í hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan i (i sama húsi, sömu simar). [ í J 5 < Lindsey dómari. Ameríska auðvaidinu tekst að fá einum af velgerðamðnnum mannkynsins vikið frá starfi sinu. fi Nýlega segir vestur-íslenzka blaðið „Helmskringla" frá því, að „eftir þriggja ára baráttu hefir Ku Ktux Klan í Colorado-ríki“ í Bandaríkjunum „tekist að fá B. B. Lindsey, dómara við unglingarétt- inn í Denver, vikið frá embætti undir því yfirskyni, að hann hafi ekki verið löglega endurkosinn 1924.'“ — Myndu aðfarií Ku' Kluxanna að fá kosningu hans ó- n>dta efni í ófagra sögu,“ segir i blaðinu. Lindseyr dómari er viðurkendur meðal allra réttsýnna manna hvaðanæfa um heim einn af braut- ryðjendum mannúðar og réttlætis, sem nánara er skýrt frá hér á eftir. Ku Klux Klan er leynifélag ti 1 eflingur dollaragengi amerískra auðmanna og 100 °/o-þjóðrembi nga. Var það stofnað í nú verandi mynd sinni á stríðsáiunum til bar- áttu og ofsókna gegn samtökum ve.kalýðsins og jafnaðarstefnunni, til eflingar útlendingahatri og kynflokkahatri, einkum gegn Þjóð- verjum, Gyðingum og gulum mönnum, og jafnframt, gegn ka- þólsku kirkjunni. Er því yfirleitt stefnt gegn öllu því, sem minkað geti veldi dollaragoðanna amer- isku. Þykir leynifélag þetta iítt vandað að meðulum og líkist þau mjög tiiganginum. Ekki hefir ver- ið auðvelt ^ð finna sakir á Lind- sey dómara, úr því að það fór þessa Ieiðina til að losna við hann úr starfinu, að fá ónýtta kosn- ingu hans. — Þeir stjórnmálaflokkar, er fjöl- mennastir hafa verið í Bandari’K]- unum og ráðið þar mestu, eru sér- veldismenn og samveldismenn.. Lindsey' dómari komst snemma að því, á hvern hátt kosningafjár þeirra var aflað oft og tíðum., Þar gat að Hta einn þáttinn í sögu dollaragengisins. Frásögn þá, er hér fer á eftir, um æfistarf Lindseys dómara, hefir séra Magnús Helgason kenn- araskólastjóri skrifað að ósk Al- þýðublaðsins. Denver er höfuðborg í Colo- redo, einu Bandaríkjanna í Vest- urheimi. Stendur hún á víðu slétt- lendi skamt vestur frá Kletla- fjöllum. Borgin er ung að a'dri, en heldur en ekki bráðþroska, svo Sgnr fieiri stórborgir Vesturheims. Byrjuðu hana gullnemar nokkrir fyrir 69 árum, en nú eru mörg ár, síðan íbúar skiftu hundruðum þúsunda. Fram yfir síðustu aida- mót var borgin alræmd fyrir flesta þá löstu, er mannlíf mega níða; nú er. hún hin glæsileg- asta menningarborg og oft köll- uð Sléttudrotningin. Einn hennar frægustu og beztu sona er Linds- ey dómari, sem hér er nefndur. Hann átti örðuga æskudaga, niisti ungur föður sinn frá litlum efn- um og þremur systkinum, sem yngri voru en hann; vann hann fyrir sér og þeirn af mesta kappi, en las lög á kvöldin og i tóm- stundum öflum, þvíað hann lang- aði til að verða málfærslumaður. Víst hefir mönnum fundist til um hann, því að hann var brátt kos- inn dómari, og þá hefst þegar i aLgleymingi barátta hans fyrir mannúð og réttvísi. Þar var við ramman reip að draga og á miklu að taka. Einkum beindist áhugi hans að því að vernda börn og ungmenni. Hann tók sér göngur um borgina daga og nætur til að kynnast ástandi og löggæzlu. Sá hann þegar, að lögum um tak- mörkun vínsölu og fjárhættuspil var að engu skeytt. Spilahús voru opin liðlangar nætur, og þar sátu hálfstáipaðir drengir og spiluðu; í danzkrám og drykkjustofum hröpuðu ungar stúlkur sér hóp- um saman í gfiötun. Lindsey rit- aði ákæruvaldsmanni ríkisins um þetta efni.. Hann irfsaði til lög- reglustjóra, en lögreglustjóri til formanns í löggæzluráðinu, en hann var þá jafnframt formaður í ísfélagi, sem ölheituhús og vín- salar keyptu við, og þar að auki atkvæðasmali fy'rir tvo bræður sina, sem keptu til metorða á stjórnmálaveginum. Hann sinti málinu að engu. Þangað var ekki liðs að leita. Lögreglustjórinn sagðist þá ekkert geta. „Þeir þurfa peninga hjá þes§u fólki til kosningar,na,“ sagði hann. „Þar í liggur það.“ Einn vínsalinn sagði líka hispurslaust, að hann hefði lagt 500 dali í kosningasjóðinn gegn því, að sitt „hús“ yrði látið í friði.. Þessu líka mótstöðu rak Lindsey sig á i öllum áttum. Hann síóð sjálfur fyrir utan alla flokka og samábyrgðir og vo hispurslaust að hverjum sem var, dró skýluna af mútum, svikum og svívi ðubralli í stjórn og embætt-’ jsfærslu. Það var líka eins og allir, sem',’nokkuð áttu undir sér, hötuðu hann.' Fyrst voru honum boðnar mútur og rnetorð til að þegja, en 4vo komu hótanir og alls konar ofsóknir og svívirð- ingar. Hvorugt beit á Lindsey. Lítilrr.agnarnir, sem ekkert áttu undir sér, fengu aftur á móti ótæplega að kenn-a á lögreglu og refsingum.. Drengir á barnsaldri voru iðulega dregnir fyrir lög og dóm fyrir stuldi og ðnnur stráka- pör og dæmdir og varpað í fang- elsi eins og öðrum sakamönnum. Lindsey varð þess oft var, að brot þrssara iitlu sakborninga áttu ekki neitt skylt við glæpi né þjófs- eðli. Einu sinni, er hann hafði rannsakað slíkt mál, tók hann lög- regluþjóninn á eintal og sagði: „Ertu vitlaus að draga þessa drengi fyrir sakamáladóm, ætla að koma þeim undir mannahendur og hrinda þeim þannig í glæpa- mannaliðið kann ske æfilangt fyr- ir þetta, sem ekkert á skylt við þjófirað?" „Ja; það er nú svona, dóniari góður'!“ sagði þjónninin. „Launin eru lág, en maður fær dálitla þóknun fyrir að ná í þeissa stráka.“ Þetta var sa.t; til þess að gera lögregluþjónana ötulli hafði verið fundið upp það snjall- ræði að borga þeim aukaþóknun fyrir hvern sökudólg, sem hand- samaður var og dæmdur. Þeir voru ‘ því f jarska natnir á stráka- veiðum, þegar þeir komust hönd- unum imdir. Lindsey fann það glögt, að þetta og annað eins var symrl við strákana, mannfélagið, réttvísina og heilbrigða skynsemi. En hvað átti til bragðs að taka? Hann hafði hvorki ró nótt né dag. Hann samdi skýrslu og reiknaði út, hvað þessi sakamál kostuðu bæinn beint í peningum, og sýndi fram á, að þeim peningum væri í raun réttri varið til þess að gera mannsefni að glæpamönnum. Því meira og lengur sem hann leit- aði, því .grátlegri ósóma rakst hann á. Hann fann drengi hnepta i klefa, fulla af alls konar óþrifn- aði, og börn lokuð inni hjá ger- spiltum glæpamönnum. Þau voru þar koinin í glæpaskóla, lögðu sólgin eyru við sögum um verstu klæki. Hann komst að raun um, að margir verstu glæpamenn höfðu mótast og þroskast í þess- um skóla, sem þjóðfélagið kost- aði handa þeim og hnepti þá i. I fangelsunum voru strákamir oft barðir til meiðsla; þeir komu til TJndseys og sýndu honum á sér sáraförin. Honum virtist öll með- ferðin miða til þess að vekja í þessum ungu brjóstum hatur á lögum og landsrétti og kenna þeim að skoða alla þá, sem laga ættu að gæta, sem svarna óvini sína. Og Lindsey var ráðinn í að gera það, sem unt væri, til að hrinda þessu öfugstreymi í réttara horf. Hann var á þönum daga og nætur. Hann ritaði i blöðin, talaði á mannfimdum og elti uppi hvern, sem hann hugði að einhverju gæti um þokað í þessu efni. Á sunnudögunum var hann í fangelsunum, inni í klef- unum hjá afbrotamönnunum. Bær- inn hafði ekki frið fyr.r honum. Það var farið að Stinga saman. nefjum um, að hann væri ekki með öllum mjalla, og Iasknir hans gaut því að honum, að hann -sfcyJdi vara sig á ofreynslu. En Lindsey sagði, að sér væri svo innan brjósts, sem hann væri staddur hjá húsi, er stæði i björtu báli og drengirnir inni að kalla á hjálp, „og ég get ekfci verið með svo öllum mjalla né svo hræddur við ofraun að ganga fram hjá eins og aðrir og segja: Þetta kemur ekki mér við, eða það verður ekki við þetta ráðið.“ Og bráðurn fóru kappsmunir hans að bera árangur. Fyrsta nýmæl- ið, sem hann fókk framgengt, var að fella úr gildi ákvæðið um aukaþóknun þá, sem fyrr er getið. F>að vanst árið 1902. Eftir það rak hver umbótin aðra; bamahæli fcomu í stað fangelsanna, hert var á lögum . um skölaskyldu, stofn- aðir unglingaskólar, böð og leik- svæði handa almenmngi og það, sem mest var vert, settir á stofn sérstakir dómar, er í skyldu koma brot barna og brot gegn börnum; fyrir þá mátti draga foreldra og húsbændur, er vanræktu skyldur sínar við börn, vínsala og fjár- spilasfcratta, er freistuðu og stjórnmálaflokkarnir héldu ann- ars verndarhendi yfir. í þjónustu þessara dóma skyldu vera sér- stakir þjónar með lögregluvaldi; eru þeir oft sjálfboðaliðar og taka. engin laun. Málaréksturinn ger- breyttjst á skömmum tíma, þvi að Lindsey komst brátt að þeirri nið- urstöðu, að öll löggjöfin um þessi efni hvíldi á ramvitlausum grund- velli. Alt miðaði að því að hræða börnán frá því að gera rangt í stað þess að laða þau til að gera. rétt; en hræðslan er móðir lyginn- ar og Iygin móðir allra lasta.. Lindsey fanst hann engu áorka við börn, meðan þau voru hrædd, en óðar en hann hafði náð trausti þeirra og þeim var runninn óttinn, gat hann fengið þau til hvers, er hann vildi. Hann rak sjálfan í rogastanz á því, hversu þau urðu honum þá eftirlát. En mest undr- uðust lö:egluþjónamir. Þeim hafði aldrei komið til hugar að beita öðru við strákana en ógnunum Og ofbeldi, héldu, að ekkert annað dygði. Lindsey fenst ekkert duga — og ekkert þurfe — annað en samúð, innilegan, einlægan, skrumlausan kærleikann. „Fyrst þurfum við,“ segir hann, ,,að sann- færa strákinn um, að við séum vinir hans,_ en jafnafdráttarlaust óvinir alls þess, sem ljðft er í farj hans, að við höfum einlægan vilja á að gera hann að góðum og nýt- um manni, en getum ekki neitt, ef hann vill endilega sjálfur gera það, sem ilt er og ljótt, og hrapa sér þannig í hundana. Það þarf að fá hann til að játa brot sín, korna bonum í skilning um, að þau séu ijót, og af hverju þau séu röng, og hjálpa honum svo til að breyta rétt.“ Barnadómarnir dæma sjaldnast börn í betrunarhælið fyrir fyrsta b:rot; því er 'frestað til frökari reynslu; en þau standa þá undir sérstakri umsjón dómarans og þjóna hans. Þeir kynna sér allar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.