Tíminn - 18.05.1958, Blaðsíða 6
6
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu viS Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Er þetta fórn?
í HINNI ágætu ræðu,
sem Eysteinn Jónsson flutti
um efnahagsí'rv. ríkisstjórn-
arinnar í neðri deild í fyrra-
dag, vék hann m.a. að þeim
áróðri, að frv. færi fram á,
að menn tækju á sig fórnir.
Um þetta atriði fórust hon-
um orð á þessa leið:
„ÞEGAR menn ræða um
það, sem nú er að gerast í
þœísum málum, er stundum
talað um fórn, sem ætlast
sé til að menn taki á sig. En
er réttmætt að tala um fórn
i þessu sambandi? Við skul-
um athuga það örlítið nán-
ar. Við skulum hugsa okkur,
að það væri ekki farið fram
á það við neinn að „fórna“
neinu. Þar með er ég ekki að
segja, að þetta sé fórn. Við
skulum samt orða það svo.
Hvað skeður, ef ekkert
verður gert?
Það mundi geta skeð, að
því er mér skilst, annað af
tvennu: Að hætt yrði að
greiða niður innlendar af-
urðir og verðið á þeim látið
hækka, — það vantar stórfé
til þess að halda þessum nið
uprgreiðslum uppi — og út-
f lutningssj óð urinn kæmist
gersamlega í þrot- með að
standa undir útflutningsupp
bótunum. Þetta er annar
möguieikinn: Aö það yrði að
hætta niðurgreiðslunum og
láta verðið hækka, vísitalan
kæmi kaupinu upp og fram-
leiðslan stöðvaðist. Að út-
flutningssjóðurinn kæmist í
greiðsluþrot og gæti ekki
greitt allar útflutningsupp-
bæturnar.
Hrtt gæti líka skeð, að
menn notuöu seðlabankann,
til þess aö halda áfram að
greiða útflutningsuppbæt-
urnar og stofnuðu þar skuld
til þess. Einnig að menn not
uðu seðlabankann til þess
að halda áfram að greiða nið
iu' irmlendu afurðirnar.
ÞÁ MUNDU menn kann-
ske spyrja: Er þá ekki allt
í lagi? Getur ekki allt geng-
iö þannig?
IÞetta mundi vitanlega
verða til þess, að hér mundi
verða í landi, eftir tiltölu-
lega stuttan tíma, gersam-
lega óþolandi vöruskortur á
öUum sviðum. Vöruskortur
til nejrzlu, vöruskortur til
framleiðslu, sem mundi hafa
truflandi áhrif á allan at-
vinnurekstur í landinu, vöru
skortur til bygginga, sem
mundi hafa í för með sér
stöðvun bygginga og atvinnu
leysi. Siðan mundi koma
svartamarkaðsverð á vörurn
ar sem afleiðing af þessum
vöruskorti Þannig mmidi hin
raunverulega kjararýrnun
koma fram.
Þetta mundi gerast ef þeir
menn fengju sinn vilja, sem
virðast vera á móti öllu, og
virðast líta svo á, að ekki
þurfi að gera neitt.
Það, sem hér liggur fyrir,
er tillaga um að gera nýiar
ráðstafanir til þess að koma
Haukur Snorrason,
í veg fyrir, að þetta eigi sér
stað, og gera í leiðinni nýjar
ráðstafanir til þess að lyfta
undir allan atvinnurekstur í
landinu stórkostlega frá því,
sem verið hefir.
ÞVÍ AÐ það er ekki svo
að í þessu frumvarpi felist
aðeins það að halda áfram
uppbótarkerfinu í gamla
forminu, heldur er með þessu
máli, eins og ég hefi sýnt
fram á í því, sem ég hefi
sagt, gerðar nýjar ráðstafan
ir fyrir fjölda margar at-
vinnugreinar, sem hafa verið
að því komnar að veslast upp
vegna þess ósamræmis, er
hefir verið í gamla uppbót-
arkerfinu. Það .er einmitt
þetta, sem er það stóra nýja
í þessu máli, og það er þetta,
sem gerir það að verkum,
að hér er raunveruiega um
nýtt spor að ræða, en ekki
bara þetta gamla, sem við
höfum verið að reyna að kom
ast af með nú um nokkur ár.
Með þessu móti koma fram
nýjir möguleikar fyrir marg
ar atvinnugreinar i landinu,
sem hafa staðið stórkostlega
höllum fæti undanfarið. Meö
þessu sem nú er gert, eru
líka skapaðir möguleikar fyr
ir nýjar atvinnugreinar að
koma upp, sem áður hafa í
raun og veru ekki verið til,
vegna þess hversu uppbótar-
kerfið var orðið stórkostlegt
og hversu með þvi var búið
að skrumstæla íslenzkt at-
vinnu- og fjármálalíf.
Engum hefir í raun og
veru í alvöru getað dottið í
hug nú upp á síðkastið, þeg-
ar uppbætur eru orðnar svo
gífurlega miklar og svo ó-
skaplega misjafnar, að það
gæti þróast hér eðlilegt efna
hagslíf eða atvinnulíf, þar
sem ný úrræði fengju að
koma til greina til saman-
burðar við þau eldri. Það er
einmitt þessi stórkostlega
nýjung í þessu máli, sem gef
ur því gildi, og gerir, að það
er þýðingarmikið mál og þýð
ingarmeira en önnur hlið-
stæð frumvörp, sem hafa
komið fram nú um sinn.“
ÞÁ VÉK ráðherrann að
þeim áróðri Sjálfstæðism., að
með frv. væru lagðar 790
millj. kr. álögur á þjóðina.
Þessir útreikningar væru
með öllu rangir, en hins veg-
ar mætti á sama hátt reikna
út, hvaða álögur hefði hlot-
ist af því ef gengisskráningin
hefði verið leiðrétt. Mætti í
því sambandi minna á, að
reiknað hefði verið út, að
í gengislækkuninni 1950
hefðu falist 900 miUj. kr. á-
lögur, ef sama útreikningi
hefði verið fylgt. Síðan sagði
ráðherrann:
„í þessu sambandi og öllu
þessu moldviðri, held ég að
það sé holt fyrir menn að
snyrja siálfa sig, hvort það
fé. sem framieiðslunni er skil
að til baka vegna falskrar
gengisskráningar. hvort það
(Framhald á 8. síðu)
„Skjótt hefir guð brugðið gleði
góðvina þinna".
(J. H.)
SÚ FREGN barst út um
Reykjavík s.l. sunnudag, að Hauk-
ur Snorrason, ritstjóri Tímans,
hefði andazt kveldið áður suður í
Hamborg í Þýzkalandi. Þessi fregn
kom öllum óvart, og hina mörgu
vini hans setti hljóða. Um allt
ísland mun fjöldi manna sakna
Hauks Snorrasonar, einkum þó í
Eyjafirði og á Akureyri, þar sem
liann hafði lengst starfað og verið
fl'estum ktmnur. Engum mun hafa
komið til hugar, áður en þessi
sorgarfregn barst, að starfsdagur
þessa dugiega, gáfaða og drengi-
lega rnanns, sem enn var ekki
fullra 42 ára, væri að enda kom-
inn. „Mennirnir álykta en guð
ræður.“
HAUKUR SNORRASON var
fæddur á Flateyri við Önundar-
fjörð, hinn 1. júlí 1916. Foreldrar
hans voru þau hjónin Snorri Sig-
fússon, skólastjóri, og Guðrún Jó-
hannesdóttir. Er Snorri fyrir löngu
þjóðikunnur skólastjóri og náms-
stjóri og fyrir eldmóð- sinn og á-
liuga í baráttu fyrir menningar-
málum þjóðarinnar. Guðrún Jó-
hannesdóttir, móðir Hauks, and-
aðist árið 1947. Var hún glæsileg
fcona, greind og dugleg. Börn
þeirra hjóna er upp komust voru
sex að tölu, fjórir synir og tvær
dætur. Elztur sona þeirra var
Örn, kennari á Akureyri. Næstur
honum að aldri var Ilaukur, þá
Jóhannes og yngstur Snorri, báðir
flugstjórar. Dæturnar voru Anna,
kona Birgis Þórhallss., deildarstj.
og Gunnhildur uppeldisfræðingur.
Meðan Snorri átti heima með
fjölskyldu sinni á Flateyri, hitt-
umst við eitt sinn, en við höfðum
verið herbergisnautar og sambekk-
ingar í Gagnfræðaskólanum á Ak-
ureyri og jafnan góðvinir síðan.
Sagði Snorri mér þá frá bömum
sínum. Man óg, hve gleðin skein
út úr svip hans, er hann sagði
mér frá Hauki. Dró hann enga
dul á það við mig, að hann vænti
mikiis af þessum syni BÍnum.
Undraði mig það ekki, er ég síð-
ar kynntist Hauki, þótt faðir hans
væri ánægður með þennan son
sinn. „Hann hafði erft það bezta
frá okkur báðum foreldrum sín-
um“, sagði Snorri við mig daginn
eftir, að hann frétti lát sonar
síns.
ÁRIÐ 1930 flutti Snorri með
fjölskyldu sína til Akureyrar. Þá
j var Haukur fjórtán ára gamall.
j Skcmmu síðar settist Haukur í
■ gagnfræðadeild Menntaskólans á
Akureyri og lauk þar gagnfræða-
prófi. Eikki veit ég, hverjár voru
orsákir þess,- að hann hélt þar
ekki námi áfram til stúdentsprófs,
, en Ilklega hefir það ráðið mestu,
I að hann hefir þráð að fást við
fjölþættari og óbundnari viðfangs-
efni en þau, er skólinn fékk hon-
um í hendur. Ári síðar en hann
lauk gagnfræðaprófi fór hann til
Bretlands í samvinnu-verzlunar-
skóla og lauk þaðan prófi eftir
eins árs nám. Er hann kom heim
aftur til Akureyrar gekk hann í
þjónustu Kaupfélags Eyfirðinga
j og hafði þar á hendi gjaldkera-
: slörf og jafnframt fræðslustarf.
: En fræðslustarfið mun honum
i hafa verið að skapi, því að hann
1 mun í rikum mæli hafa erft kenn-
arahæfileika föður síns. Á þessum
árum fór hann að skrifa greinar
,í Dag, en Ingimar Eydal var þá
ritstjóri blaðsins. Mun Ingimar
hafa fljótt fundið, að þessi ungi
maður var mjög vel ritfær, fljót-
I ur að átta sig á málefnum og ó-
| venjulega hi'aðvirkur að semja og
skrifa.
ÁRIÐ 1939 er Vilhjálmur Þór
var setlur framkvæmdastjóri
heimssýningarinnar í New York,
fékk hann Hauk til þess að vera
íuiltrúa sinn þar, og var hann
það, þar til sýningunni lauk árið
1940. íslendingar, sem kornu á
heimssýninguna, luku margir mjög
mlklu lofsorði á þennan unga full-
trúa, lipurð hans, færni, dugnað
og árvekni. Er sýningunni lauk
veitti New York-borg þeim báðum
Vilhjálmi og Hauki, þá sæmd að
gera þá að heiðursborgurum sín-
um. Var þá Haukur aðeins 24 ára
gamali.
Að heimssýningunni lokinni hélt
Ilaukur heim til Akureyrar og tók
þar við sínum fyrri störfum, en
skrifaði nú enn meira í Dag en
áður. Ingimar Evdal var nú orð-
inn aldraður maður og bilaður á
heilsu. í ársbyrjun 1944 tók
Haukur við ritstjórn Dags ásamt
þeim Ingimar og Jóhanni Frímann,
og ári seinna varð Haukur einn rit-
stj'Óri blaðsins. Ingimar Eydal var
prýðilega ritfær og kunni manna
bezt að rökstyðja mál sitt og hafði
hann á undanförnum árum skrif-
að fjölda margar góðar greinar í
blaðið. En fljótt mátti sjá, er
Haukur var einn orðinn ritstjóri
blaðsins, að það varð fjölbreytt-
ara en nokkru sinni fyrr. Ritstjór-
inn þýddi margar merkar greinar
úr heimsblöðunum eða sagði út-
drátt úr þeim. Hann skrifaði og
roarga snjalla Stjórnmálaleiðara;
auglýsingiun í blaðinu fjölgaði að
mun, og öll uppsetning blaðsins
var mjög smekkl’eg. Kaupenda-
fjöldi blaðsins fór hraðvaxandi, og
hrátt náði Dagur meiri útbreiðslu
en nokkurt blað gefið út utan
Reykjavikur hafði áður fengið.
Eftir fá ár var hinn ungi ritstjóri
þegar kominn á bekk meðal hæf-
ustu ritstjóra þjóðarinnar, allt frá
þeim tíma, er blaðaútgáfa hófst
hér á landi.
Jafnframt því, sem Haukur var
ritstjóri Dags, var hann um nokk-
ur ár ritstjóri Samvinnunnar.
DÓMGREIND HAUKS var
mjög góð. Hann var afburða dug-
legur starfsmaður við hvað sem
hann fékkst. Hann hafði óvenju-
lega liraða skynjun á öllu sem
hann sá, lieyrði eða las. Þessir
hæfileikar hans gerðu hann að
þeirn merka blaðamanni sem hann
var. Hann var fjörmikiH, snarlegur
og jafnvel snaggaralegur, og laus
var hann við blíðmæli og fagur-
gala. Hann talaði jafnan hratt, og
það mátti helzt setja út á hann
sem ræðumann, að þótt framsetn-
ing og málflutningur væri skýr,
að hann talaði fu® hratt. En þrátt
fyrir fjör hans og fljótteknar á-
lyktanir þsgar á þurfti að halda,
og vopnfimi á baráttuvelli stjórn-
málanna, var hann í eðii sínu gæt-
inn og sanngjarn. Aldrei varð óg
var við óvild eða hatur hjá hon-
um til nokkurra andstæðinga
sinna. Þótt Haukur væri ritstjóri
flokksblaða, lét hann ekki flokks-
stjórnir eða blaðstjórnir skipa sér
fyrir hvaða afstöðu hann tæki til
málefna, er hann var á öðru máli
en þær; en hann skrifaði þá var-
lega, til þess að láta ekki bera
rnjög mikið á því, sem á milli
bar. Haukur var samvinnulipur og
naut vinsælda alira þei-rra, sem
liann vann með.
HAUKUR GEGNDI ýmsum
trúnaðarstörfum rneðan Iiann var
ritsbjóri á Akureyri. Var hann
orðinn 1. varamaður Fi’amsóknar-
flökksins í bæjarstjórn Akureyrar
og sat oft bæjarstjórnarfundi. Frá
1954 átti hann sæti í Menntamála-
Til Hauks bróður
Man ég bamæsku
beggja okkar,
bróðir minn elskulegi,
enginn varð mér kærri
ættingja
á allri samferð á vegi.
Til er mynd af tveim smádrengjum,
sá minni hallar sér að hinum af trúnaði.
Ég var hinn eldri — en aðeins skamma hríð,
því nær æ síðan hefir þú verið hald mitt og traust.
Man ég, er brunnu stjörnur brúna þinna
af brhna hins sanna og góða,
enginn hugur var heilli en þinn,
þú hlífðir þér aldrei,
en fáh’ þekktu lög þinna Ijóða.
Hjartað var varmt,
það var ört og ákaft
og aldrei spart,
— því fór sem fór.
Vikna ský á vorhimni
vegna þín,
roðnar hinn mildi minjasjór
af glóð hjarta þíns,
sem getur aldrei kulnað.
Gleði lífs þíns var ódauðleg og stór.
Þótt nísti hjartað harmasverð
og hugartreginn,
ég minnist eins, að okkar móðir
einnig dvelur hinum megin.
Hún mætti þér um næturstund við nýja veginn,
og ég skal seinna feta í þín fótspor, bróðir,
og fólk þitt allt,
og þá verða ekki sorgir þar um slóðir.
Það fylgir þér fleira en treginn
fram á veginn.
Elsku bróðir.
Guð geymi þig.
(Kvöldið 11. maí 1958).’
ÖSSI