Tíminn - 22.05.1958, Page 5
TÍMINN, fLmmtudagiim 22. maí 1958.
TTVA
ÆSKUNNAR
MÁLGAGN SAMBANDS UNGRA FRAMSÓKNARMANNA RITSTJÓRAR: SIGURÐUR PÉTURSSON OG VOLTER ANTONSSON
gway
Fréttamaður síSunnar
drap nýlega á dyr hjá ung-
um rithöfundi, IndriSa G.
Þorsteinssyni, og beiddist
þess aS mega hafa eftir hon-
um nokkur orS hér á síSunni.
Tók IndriSi þeirri málaleitan
vel og bauS komumanni aS
ganga tii stofu.
indri'ði GuSmundur Þor-
steitisson er SkagfirSingur að
œtt. Nann er höfundur skáld-
sögunnar 79 af stöðinni auk
tveggja smásagnasafna, sem
nefnast Sæluvika og Þeir,
sem guðirnir elska. Hann var
um árabil blaðamaður við
Tímann og eitt sinn ritstjóri
þessarar síðu.
Athyglisverí bók
— Ég er að þýða bók fyrir AI-
ínenaa bókafélagið, segir Indriði
og ’bendir á vélrituð blöð, eem
liggja á skrifborðinu. Bókin heit-
ir E>kki af einu saman brauði og
er eftir rússneska höfunclinn
Viiadmiir Dudintsev. Þetta er mjög
athyglisverð bók, einnig vegna
þess, að hún skuli nokiiurn tíma
iiafa verið prentuð í Rússiandi.
Einu hliðstæðurnar, sem ég veit
um, eru Hin nýja stétt Dijlasar og
Saga Pasternacks, sem smyglað
var til Italíu á sínum tímá. Þessi
bók hefir þó þá sérstöðu, að hún
var prentuð í itússlandi, birtist
upphaflega sem framhaldssaga í
tímariti, en hefir ekki komið út í
bókarformi austur þar, svo að mér
sé lamnugt um.
— Um hvað fjallar sagan?
— Hugvitsmann, sem stríðir við
skrifstofuvald og klíkur stjórnmáia
nianna, er vilja afaeita uppfinn-
jngu hans af þvi, að hún er ekki
hugmynd hóps manna, heidur ein-
'Staklings. Þetta finnst þeim ekki
samrýmast kommúnískum kenni-
setningum. Annars er margt í
þessari bók, sem getur gilt sem
gagniýni á stjórnarhætti á Vestur-
löndum engu siður en í Sovétríkj-
unum. Þetta er fyrsta bók Dudint-
sevs, og ef vald'höfum Sovétríkj-
anna tekst eklci að kúga hann, á
hann áreiðantega eftir að skrifa
margar góðar bækur.
— Ertu méð nokkuð í sniíðum
sjálfur?
-— Nei, ég hef ekkert verk með
höndum eins og stendur, annað en
þessa þýðingu. Aftur á móti er
ekki fráleitt, að ég byrji á einhvcrj
um drögum upp úr miðju súmri.
Kvikmyndun og
verkalyðsbarátta
— Á ekki að fara að kvikmynda
*79 af stöðinni?.
— Það hefir lengi staðið til, að
sagan yrði kvikmynduð og mér
hefir skiiizt, að nýr skriður væri
að komast á það mál.
— Hvaða fyrirtæki er það, sem
stendur að þessari kvikmyndun?
— Það er Edda filrn. Guðlaugur
llósinkranz, þjóðteikhússtjóri, hef-
ir samið kvikmyndahandritið. Mér
hcfir heyrzf á Guðlaugi, sem hefir
liaft allan veg og.vanda af að koma
þes'su áleiðis, að íslénzkir lei'karar
muni íara með öli hlutverk í mynd
inm og að hún verði gerð með ís-
ienzkum texta, en alit, sem við-
kemur hinni tæknilegu lilið, verði
unnið af erlendum kvikmyndatöku
mönnum. Sigfús Hailclórs, tón-
i iYiælifellshnúkinii, þétt
vi upp leopardahræi
- seair Ondridi Cj. J^oróteinóóon
Unnið aí kvikmyndun skáldsögunnar 79 af stöÖinni
INDRIDi G. ÞORSTEINSSON
Rithöfundar lúti fyrst og fremst landi sínu.
skáld, er að semja tónlist við mynd
.ina. .
— Svo aö við víkjum nú að
öðru, þá hafa isumir borið þér á
brýn óhæfilega auglýsingastarfsemi'
í sambandi við verk þín. Hvað
viltu segja um það?
— Mér vitanlega hef ég aldrei
lyft hendi né fæti til að auglýsa
mín verk, aftur á móti er það ekki
mín sök, bó.tt ég hafi haft dugiegan.
útgefanda, sem hefir löngum verið
laginn við að selja bækur.
Og mér er ekki grunlaust urn,
að eftir að það l'á ekki í þagnar-
gildi, að óg fengi sæmitega greitt
fyrir það, sem ég skrifaði, hafi aðr
ir ungir höfundar farið til útgef-
enda og hrellt þá með greiðslú-
kröfum, sem ekki var vanaiegt að
nefna í þeim ihúsum áður. Það má
kannske.segja, að þessi auglýsinga-
starfsemi, sem út'gefandinn rekur
fyrir mína hönd, sé eins konar
verkalýðsbarátta.
— Er ekki erfitt fyrir unga
höfunda að fá sæmilega greitt fyr-
ir rftverk?
— Nátfúrlega er það svona upp
og ofan, annars virðis't svo, að í
seinni tíð hafi fengizt almennari
viðurkenning á því, að það beri að
borga rithöfundum. Rithöfundar
eiga þó langt í land með að kom-
ast í sama launaflokk og prentarar,
sem m. a. hafa lifað á hugverkum
rifhöfunda og eru nú ein ríkasta
stétt landsin's. Þá hefir verið tekin
upp ó'hæfileg skattlaigning á papp-
ir, siem gerir erfitt fyrir um alla út-
gáfustarfsemi, nema útgáfu á dag-
blöðum og igleðisögúm handa börn
um. Þetta hefir auðvifað sín áhrif
á hag rithöfunda. Já, og það er
annað. Hér er verið að borga lista-
mannalaun, en á sama tíma er haft
stórfé af rithöfundum með útlán-
um á bókum í bóikasöfnum, án þess'
að 'höfimdar fái nokkuð fyrir. Ilið
opinbera þýkist vera ákaflega greið
ugt á fé til listamanna, sem það
kannske er, en það lætur samt við-
gangast, að bókasöfn taki Iutgverk
rithöfunda traustataki, án þess að
nokkrum • finnist siðferðinu mis-
boðið með þeim aðferðum.
Gin og slysfarir
— Því hefir verið haldið mjög
fram í ritdómum, aö þú stældir
Hemingway. Hvernig lizt þér á
það?
— Mjög hátlsettur stjórnmála-
maður og kunningi minn sagði mér
einu sinni, hverju hann svaraði
til, þegar menn segðu, að ég stæld'i
Hemingway: „Hvérs vegna hefir
engum.dottið þetta í hug áðitr fyrst
Indriða hefir tekizt þetta með svo
góðuni' árangri"? Ég hef engu við:
þetta að bæta, öðru en því, ag ég
vona, að gin og slysfarir gangi ekki
alveg frá snillingnum áður en hon-
um hefir tekizt að skrifa sómasam-
lega bók um heimsstyi'jöldina síð-
ari. „Across the river and into the
túees“ dugir hvergi sem lokaorð
um stríðsréfestur þessa jarls í bók-
menntunum. Og að tala um mig
í sambandi við þennan bardaga-
jálk, er svona áiíka og að .segja,-
að bað geti ekki snjóað í Mælifells-
hnúkinn af því að Hemingway hafi
logið upp leopardahræi í hlíðum
Kilimanjaro.
Þrifnaðarhugsjón
Þórbergs
— Hvaða samtíðai-höfundar eru
þér annars hugstæðastir, Indriði? .
— í rauninni eru þeir margir.
A®t, sem manni finnst vel gert, er
manni hugstætt, og það skrifa-
margir vel á vorum tímum. Ég er
ekki í nokkrum vafa um það, að
■flestir ungir rithöfundar hér eiga
Þórbergi Þórðarsyni mest að
þakka, hvað öll vinnubrögð og fi'á-
gang snertir. Það er bókstaflega
ekki hægt að skrifa mjög klúðurs-
lega bók eftir að hafa lesið Þór-
beng, en að hinu l'eytinu truflar
hann engan með stílbrellum, enda
munu þær ekki heyra til þrifnaðar-
liugsjón hans í frásögn. Þeir ættu
að setja Þórberg á prófessorslaun.
Aðra höfunda nenni ég ekki að
telja upp, enda mundu velflestir
íslenzkir ritihöfundar verða í þeim
hópi og allur Sherwoodskólinn í
Bandai'íkjunum og auk þess þeir
Graham Greene og J. B. Priestley.
Engin afneitun
— Sögur þínar hafa flestar verið
úr borgarlífi í seinni tíð, ert-u al-
veg oi-ðinn fi'áhvei'fur því efni, sem
þú fjaliaðir um í Blástör?
— Sveitalíf hefir verið mér
ákaflega nærstætt alla tíð og í raun
og veru getur ekki verið um neitt
fráhvarf eða afneitun á því að
ræða,
Það má segja um það efni, sem
fjallað er um í Blástör, eins og
annað í þessu Iífi, að það heldur
áfxam að vera til, þótt einhverjir
postular afneiti því þrisvar. Næsta
isaga, sem ég skrifa, verður eitt-
hvað í líkum dúr og það, sem fjall-
að er um í Blástör.
— Tekurðu þátt í smásagnasam
fceppni Samvinnúnnar að þessu
sinni?
— Nei, ég hef ekki fcekið þátt í
slíkri samkepþni síöan sú fyrsta
var háð, eigintega vegna þess, að
alltaf heíir síaðið þannig á, að ég
hef ekki haft neitt undir höndum,
sem ég hef talið frambærilegt.
Hins vegar veit ég ekki, hvað ég
myndi gera, ef stofnun eins og
Seðlaban'kinn efndi til smásagna-
samkeppni.
HneíaleikasjóiiarmiS
— Hvað finnst þér rilhöfundur
helzt hafa við að stríða í nútíma
þjóðfclagi?
~ Nútímaþjóðfélag einkennist
einkum af samkeppni, sem meðal
annars kemur fram í því, að rit-
höfundurinn er stö’ðugt krafinn um
að koma fram með ei'tthvað nýtt
og' brjóta einhverjar nýjar teiðir,
sem geti haldið lionum á ungæðis-
legu tilraunastigi ævilangt, þannig
að honurn gefizt aldrei tími ti’l aí
vinna úr þeim niðurstöðum, sem
tilraunirnar ættu að gefa honuin,
bæði hvað stíl og lífsviðhorf sneré-
ir. Honum getur því farizt eins og
íþróttamanni, að hann finni sig
knúinn til að slá rniet í hvert skipíi,
sem nann hreyfir sig. Slík hnefa-
leikasjónarmið í skáldskap eru í
eðli sínu andstæða þeirrar æsinga-
lausu og rólegu yfirvegunar, sem
hlýtur alltaf að vera ein helzta und
irstaða góðs skál'dskapar.
Það er höfuðatriði, að ung skáld
og rithöfundar láti ekki ánetjast í
þessum hugsunarhætti.
— Hvað viltu segja um bók-
menntagagnrýni eins og hún tíðk-
ast á íslandi?
I — Ja, ef maður fær góða kritik,
er maður spurður af gestuni ©g
gangandi, hvað maður hafi borg&if
gagnrýnandanum fyrir. Annars sr
alltof lítið skrifað um bækur, seiU
koma út cftir innlenda höfunda.
Dagblöðin hér í Reyikjavík æt-tu &'ö
j sjá sóma sinn í, að stuðla að iif-
andi og heilbrigðri bókmenntagagu-
rýni, en ekki neyða starfsmenm
sína til að fara á hundavaði yfís
bækur í svefntíma sínum. Það er
nefnilega alls ekki nóg og hefir
raunar ckkert almennt gildi, þótt
menningarmenn ha'ldi faltegar
skálaræður í þröngum hópi um
þessa „miklu bókmenntaþjóð", ef
heilbrigð gagnrýni kemst ekki út
á meðal fólksins.
Tár og blóft
— Þú hefir aldrei verið hrifina
aí tárum, ópum og blóði í skálá-
skap?
— Heimshryggð er ágæt, ef hua
verður til þess, að konur þeirra,
sem deyja úr áfengiseitrun, ski’ifi
athyglisverðar bækur um sambúð-
ina við rnenn sína, enda væri þa'ð
hið eina athyglisverða, sem sprytti
upp úr þessari heimshryggðarpóM-
tík. Sumir leggja milda áherzlu á,
að andlegheitin sj'áist ulan frá. E£
menn er.u vii’kilega að leysa eiii- •
hver lieimsvandamál, geta þeir
fcomizt í svo þungá þanka, að þeir
raki sig ékki í tvo daga. Nú, minni
spámenn hafa svo ti'lhneigingu tH
að færa þetta út í alskegg. Máske
er svo 'skeggvöxturinn í öfugu hlut-
falli við andl'egheitin. Þá vex-ðm’
'maður oft var við það, að fólk er
að tala um tár og blóð, án þess að
hafa séð öllu m'erkilegra blóð eu
úr káifi. Fólki, sem sæi raunvera-
legt blóð, dytti ekki í hug að vera
að flíka því í 'lífsreynslu, sem níer
ekki lengra en á milli tveggja síma
staura. Það má vel vera, að skeggið
sé álika skortur á lífsreynslu og
blóðkjaftæðið.
— Og órímuð ljóð?
— Þau eru aiveg tilgangslais,
hafi þau ckki stíil'. Uppruni íslenzte
ka'ieðskapar liggur í þessum stílein-
kennum: Stuðlum og höfuðstöfum,
Öll skynsamleg útfærsla þaðan í
fi-.á hlýtur að vera bundin stíl. Sííl-
laust óbundið mál er versta mál,
sem til cr. Þess vegna eru sffllaus
ljóð verri en laust mál.
ÞjóíSmálabaráttan
— Tclur þú, að rithöfundar eigi
að taka virkan þátt í þjóðmálabar-
áttu?
— Ritlhöfundar komast ekki hjá
islíku. Þeir geta tekið vii’kan þátt
í stjórnmálum, en ættu helzt að
sleppa öllu ofstæki.
Ætli þeir isér að fussa á alla
þjóðmálabaráttu, enda þeir með að
skrifa 'tómar æviminningar og rit-
gerðir urn höfund Njálu og annað
enn tilgangs'lausara. í því pólilíska
einræði hugarfarsins, sem hér ríkir,
eiga þeir að vera bax'áttumenn og
lúta fyrst og frenist landi sínu án
flokkstakmarkana. í rauninni eiga
rithöfundar og skáld að taka í horn-
in á stjórnmálanautinu, hvort sem
það er þeirra eigið naut eða ann-
arra. Þannig halcla þeir áfram að
(Framhald á 8. síöuj