Tíminn - 01.06.1958, Page 4

Tíminn - 01.06.1958, Page 4
,.V.\V,VMV.,.V.V,A,.V.V.V.,.V.VAV.,é%W.WiVA%SV.ViV.Vi,.W.,.VAW/AV.V.V.,,V.VAV<V.V.V.,AVAV1V.,.V.V.V.V.,.V,,,VA,.V.,.V.Vj,.V.V.,.,.VAV>VéV/.VA,.V<V.%V»V.\,Í,íV.,.V.V.,.V.V.,.V.V.,AV.V,V.V. * T í M IN N, sunnudaginn 1. júní 195$. REIKA Golan stóð á land og bar ferska sjávarlyktina upp á kambinn ofan við höfnina í Keflavík. Fjöldi báta lá viS bryggjurnar og sjómenn og smiðir voru að dytta að þeim, mála og búa þá til síldveiða. Tveir rekneta- bátar voru að koma að með síld. Fréttamaður steig yfir borð- stokkinn á Gullborgu, sem var að koma af Grindavíkursjó með um 50—60 tunnur síldar. Skip- verjar voru að hinkra eftir los- un, og á meðan gáfu þeir sér tíma itil að skreppa niður í lúk- ar, hella í kaffibolla og spjalla ofurlitla stund um veiðarnar. Þetta var fyrsti reknetatúr Gullborgar í vor; hún verður á reknetum fram eftir sumri, en fer ekki til síldveiða fyrir iiorðan. Stefán Elíasson, háseti, tyllti sér við kojuna stjórnborðsmeg- in og vafði bréfvindling. Hann reri í vetur á Stjarna frá Kefla- vík. — Við byrjuðum á Stjarna í janúar, segir Stefán. Vorum á Uetum allan timann. — Og hvernig var útkoman? — Sæmileg. 29 þúsund í há- setahlut. Stjarni var næsthæst- ur af þeim, sem reru með net alla vertíðina frá Keflavík. — Var ekki betri útkoma hjá metabátum? — Jú, línuveiðar eru frekar að leggjast niður. .. — Hvert sóttuð þið aðallega? — Við fórum vestur fyrir Grindavík og nokkra túra vest- ur undir Jökul, þegar fór að nálgast lokin. Vorum þá tvo daga í róðri. Það voru fá- ir, sem sóttu þangað, en fisk- ,uðu vel, þeir, sem voru þar fyrst. — Það er nokkuð langt á miðin hjá ykkur í Keflavík. — Já, þægilegra úr Sand- gerði og Grindavík. Úr Grinda- .vík er ekki nema klukkutíma keyrsla á miðin. Ilvað komuð þið með mest á Stjarna? ,. -r- Rúmlega 30 tonn. Bíllinn er kominn eftir afl- anum með tómar tunnur á palli. .Stefán Elíasson rís úr sæti pg snarast up úr lúkamum. Hár vexti, stæltur og veðurbitinn; hefir stundað sjóinn frá því hann var á fimmtánda árinu, og hefir ekki nenningu til að gerast landkrabbi. Hanp grjpur kvíslina um leið og hann kemur. upp á dekkið og mokar gljáandi sildinni í tunnur og félagar hans hengja þær í bómuna, sem lyftir þeim á bílpallinn. — Snakaðu þér um borS! Jónatan Agnarsson, stýri- maður á Gunnari Hámund- arsyni, er aö draga inn taug- ina í stafni. Báturinn skríð- ur frá bryggjusporðinum; þeir ætla að færa að norð- urbryggjunni og síðbyrða. ' Jónatan kastar tauginni yfir í næsta bát, spyrnir fótunum í borðstokkinn og herðir að og festir endann í pollann í stefn- inu. Þeir voru að epda við að landa 47 tunnum af rekneta- síld. Við klífum niður í lúkarinn og kokkurinn hellir uppá. Ekk- ert skjávatn hjá þeim á Gunn- ari; svart, brennandi fcaffi, sötr- ast úr glerkrúsum. — Hvernig hefir síldveiðin gengið, Jónatan? — Hún hefir verið treg. Við byr.juðum 8. maí,.rétt eftir að ' Við hættum við'þþrslcahetm, — hötum fengið 130 funnur mest í róðri. — Hvenær hófuð þið vertíð- ina? — Við byrjuðum með línu 6. janúar og komum þá með 11 tonn mest úr róðri. Fiskurinn var yfirleitt góður, en gæftir voru stirðar framan af. Svo tók- um við netin um mánaðamótin febrúar—marz. Það virðist vera heppilegur tími til að hefja netaveiðar, enda jókst aflinn eftir að við skiptum. Útkoman er líka mikið betri fyrir menn- ina, ef veitt er í net. Kostnaður á línuveiðum er yfir 2000 krón- ur á túr, en á netaveiðum þúrfa þeir ekfcert að borga nema olí- una. . . — Hvað var þá kostnaðurinn mikill á linunni? — Olían fór yfir 14 þúsund og allur sameiginlegur kostnað- ur varð um 96 þúsund. Á net- um brenndum við fyrir 13 þús. und, svo að kostnaðurinn varð 109 þúsund í heild. — Og hásetahluturinn? — 33.400 krónur. Við vorum með 560 tonn í allt í vetur. — Hvað voruð þið margir á línunni? — Við vorum 12 manns á línunni og 9 á netunum. — Miklar kappsiglingar lijá ykkur á miðin? — Já, það er pínkeyrt alla leið út, þegar róið er með línu. En það er líka ávinningur að verða fyrstur, ef fiskurinn stendur glöggt. Oft munar ekki nema bátsltengd á fyrsta og næsta og svo koll af kolli. — Á ekki að fara á síl'd fyrir norðan í sumar? — Nei, við verðum hérna á reknetum. Það fer að verða dýrt spaug að gera út til síld- veiða. Ein nælonnót kostar orð- ið 220 þúsund og nótabátur 60 —70 þúsund. Flest allir Kefla- víkurbátar, sem voru á vertíð í vetur, eru þó að búast til síld- veiðanna nyrðra. Það er ekki útlátalaust nú- orðið að stunda sjó. Maður verður að galla sig upp yzt sem innst fyrir þetta 1500 krónur, og hvað þetta endist, það er undir hælinn lagt. Skatlpíning- urinn er líka farinn að sverfa að ckkur. — Þá að skilnaði, hvað ertu búinn að vera lengi hér á Gunn- ari? — í 4 ár —, síðan hann hljó.p af stokkunum. Þetta er gott sjó- skip, 50 tonna, smíðað í Njarð- víkunum og gengur rúmar 9 mílur. Kraftalegur maður skálm ar eftir miðbryggjunni með olíufötu í hendi. Það ér Björgvin Hilmarsson frá Keflavík, fyrsti vélstjóri á Kóp. Hann hefir tvisvar sinnum borið sigur úr být- um í stakkasundi í Reykja- vík á sjómannadaginn. Sjö sinnum hefir hann lagt til keppni í stakk og jafnan orðið fyrstur að landi. Við Björgvin göngum yfir í bátinn, þar sem hann liggur síðbyrðtur við annan og tökum tal saman uppi í brúnni. Björg- vin var á Jóni Finnss. úr Garði í vetur. Þeir stunduðu neta- veiðar og höfðu rúm 44 þúsund í hásetahlut. Björgvin fer til síldveiða á Kóp fyrir norðan í sumar. — En hvað um stakkasund- ið, Björgvin? — Já, ég er búinn að synda sjö sinnum í keppni í stakk, einu sinni á Ólympíudaginn í Nauthlsvíkinni, fjórum sinnum hér í Keflavík og tvisvar 1 Reykjavík á sjómannadaginn. Það verður í þriðja sinn á sunnudaginn kemur. — Og alltaf verið fyrstur að landi . . . — Nema einu sinni — hér í Keflavík. Ég synti skakkt, krækti. Þá varð sjónarmunur á mér og Ingvari Hallgrímssyni. — Hefirðu æft stakkasundið sérstaklega? — Nei, ég hefi bara æft hér í Sundhöllinni á venjulegan hátt. — Menn segja, að þú notir bara hendurnar, þegar þú synd- ir í stakk. — já, ég meiddist einu sinni á fæti og var skorinn í hnéð. Tók þá upp á þessu, því ég þorði ekki að synda mcð fótun- um. — Hefirðu lent í harðri keppni? — Keppnin var hörð í hittið- fyrra. Þá vorum við finufl, — munaði tólf sekúndum á mér og næsta manni. —- Vegalengdin er ....?. — 50 metrar. - — Og bezti tími hjá þér? — Bezti tíminn hjá riiéir var 50 sekúndur í fyrra. í hitlið- fyrra var ég eina mínútu slétta og eina mínútu og fjórtán sek- úndur, þegar ég byrjaði. Ann- ars hefi ég synt á 47 sekúndum hérna í Keflavík, en ég held, að vegalengdm sé ekki fullir 50 metrar. — Þú þarft xnst ekki að ótt- ast keppnina á sunnudagimi? Ja, mér fyndist nú skítt, ef Reykvíkingar sendu engan xnann. Ég hringdi inneftir. um daginn og þá var. enginn búinn að gefa sig fram. í fyrra vorum við aðeins t\Teir og báðir úr Keflavík. Togarinn Röðull var í löndun við bryggju í Hafn- arfirði, þegar fréttamaður var þar á ferð. Kranarnir sveif luðu trogunurn fram og aftur og hver bílfarmurinn á fætur öðrum tæmdist úr lestinni. Eldhúsið var mannlaust, hurð- in að borðsainum læst, en nið- ur í afturlúkar ' sá á kollinn á II. meistara, sem var að klæð- ast í sparibúxurnar. Hánn hcit- ir Guðmundur Elíasson. — Já, ég var' að athUga hitt og þetta í véliíini. sagði Guð- mundur um leið og hann smeygði sér í jakkann. Við vor- um að koma frá Grænlandi; fór- um þann 7. og komum í gær, miðvikudag. Björgvin Hilmarsson. Sjö sinnum til keppni í stakk. — Nokkuð reynt anflars staðar? — Nei, fórum beint á Vest- ur-Grænland og mættum ísnum við Hvanf. Við.fórum út fyrir breiðuna um 60—70 mílur og vorum á annan sólarhring að stíma framhjá. — Nokkrir stórir jakar? — Nei, tómt helvítis hröngl. — Var ’ann ekki napur? — Jú, andskoti. — Og fóruð langt norður? — Við komumst í íslausan sjó á móts við Fulnubanka og tókum olíu í Færeyingahöfn. Það var ekki reiknað; ■ með Grænlandi, þegár við fórum út, að minnsta kostGekki hvað olí- una snerti. .,■' , , — Og þið lxafi'ð fyllt? Stefán Elíasson mokar gljáandi sildinni i tunnur. Jónatan Agnarsson bindur. '.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V. ‘.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’. V>' »' «-.*v • » X . Vi * f l O i » w

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.