Tíminn - 01.06.1958, Page 8

Tíminn - 01.06.1958, Page 8
8 T í M I N N, sunmulaginu 1. júní 1958, i Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargi»k Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 188»* (ritstjórn og blaðamanrt Auglýsingasíml 19 523. Afgreiðslan 12*» Prentsmiðjan Edda hf. Á sjómannadaginn DAGURINN í dag er helg- aður sjómannastéttinni. ís- lenzka sjómannastéttin hef- ir kjörið fyrsta sunnudag í júní sem hátíöisdag sinn. Það er þó engan veginn sjó- mannastéttin ein, sem tekur þátt í þessum hátíðahöldum, hetdur þjóðin öll. í því felst viðurkenning þjóðarinnar á þyí mikilvæga hlutverki, sem sjómannastéttin gegnir í þjóðfélaginu. Á HÁTÍÐISDEGI sjómanna má vissulega minnast margra hiuta. í dag mun vafalaust flestum verða fyrst hugsað til útfærslu fiskveiðiland- helginnar, sem nú hefir verið ákveðin og koma mun til framkvæmda siðar á árinu. MeS þeirri ákvörðun er vissu lega stigið stórt og mikilvægt spor til að tryggja jafnt af- komu sjómannastéttarinnar og þjóðarinnar allrar. Enn er ekki fullséð, hvort þessi á- kyöröun muni sæta verulegri mótspyrnu út á við, en bezt er þó að vera við öllu búinn. Því skiptir þaö meginmáli, að reynt sé að tryggj a sem mesta þjóðareiningu um þetta mál. Af þeim ástæðum verður aö fordæma allar til- efnislausar árásir og deilur, sem aðeins geta valdið sundr- ungu inn á við og veikt máls- staðinn út á við. Sameinuð mun þjóðin vinna fullan sigur í þessu mikla sjálfstæðismáli henn- ar. ÞAÐ ER óþarft að rifja upp á sjómannadaginn, hve mikla þýöingu sjávarútvegurinn hefir fyrir afkomu þjóðarinn- ar. En það er ekki nóg að viðurkenna þessa þýðingu í orði. Þvi er ekki að' neita, að um nokkurt árabil hefir verið búið að útveginum sem hreinu olnbogabarni. Honum heifir verið haldið niðri með rangri gengisskráningu og honum rétt haldið með lífs- rnarki með uppbótum ög nið- urgreiðslum. Afleiðing þessa vár m.a. sú, að árið 1954 var öll fjárfesting í sjávarútveg- inn ekki nema 60 millj. kr. og að ráða hefir orðið fleiri og fleiri Færeyinga til starfa á • fiskiflotanum. Fjármagn og vinnuafl leitaði yfirleitt alit annað enn í sjávarútveg- inn. Hvað sem menn vilja annars segja um núv. rikis- stjóm, verður það ekki af henni haft, að hún hefir unnið merkilegt starf til við- reisnar á þessu sviði. Bæði kjör útvegsins og sjómanna liafa verið verulega bætt. Ár- angurinn sést m.a. í því, að á síöast Iiðnu ári var fjár- festingin í sjávarútveginum áætluð 147 miilj. kr. og að' um helmingi færri Færey- ingar unnu hér á vetrarver- tíðinni í ár en í fyi’ra. Hér stefnir vissulega í rétta átt. NÚ í VIKUNNI, sem leið, afgreiddi Alþingi nýja lög- gjöf um efnahagsmálin. Meg- intilgangur þeirrar löggjafar var áö tryggja afkomu sjáv- arótvegsins og sjómanna. Með löggjöf þessari var verið að fullnægja fyrirheitum um fiskverð, sem útvegsmönnum og sjómönnum höfðu verið gefin um seinustu áramót, en án þeirra myndi vetrar- vertíðin hafa að mestu eða öllu lagzt niður. Það er því óbeint þessari löggjöf að þakka, að sj ávarútvegurinn og sjómenn hafa nú notið vertíðar, sem er ein hin bezta um langt skeið, og að þess- ir aðilar hafa nú borið all- góðan hlut úr býtum, en þjóðarbúið þó mestan. Þeir, sem af einni eða annarri á- stæðu eru óánægðir „með þessa nýju löggjöf, mega gjarnan minnast þess, að hún var óhjákvæmileg ráð- stöfun, ef tryggja átti út- veginum og sjómönnum við- unandi afkomu, og standa við þau loforð, er búið var að gefa þeim. JAFNHLIÐA þvf, sem þjóð- in þarf að búa vel að sjávar- útvegi sínum og fiskimönn- um, þarf hún líka að efla kaupskipastólinn og verða öðrum óháð á sviði siglinga. Mikilvægur árangur hefir náðst á því sviði á undanförn um árum og er ekki sízt að þakka það framtaki sam- vinnufélaganna. Þessu starfi þarf að halda áfram. Sama gildir og um það, að vinna þarf að því að skipasmíðar og skipaviðgerðir séu sem mestar í landinu. Þess má vel minnast, að aðstaða allra þessara atvinnugreina er verulega bætt með hinni nýju löggjöf um efnahagsmálin. FRAMTÍÐ íslendinga sem efn.alega sjálfstæðrar þjóðar veltur framar flestu á því, að þeir eigi góðan fiskiskipa- stól og kaupskipastól og.góða sjómenn. Þessum skilyrðum er Öllum hægt að fullnægja, því að ekki mun skorta hér góða sjómenn, ef nógu vel er búiö að viðkomandi at- vinnugreinum Þess vegna má þjóðin aldrei telja þaö eftir, þótt gera þurfi sérstak- ar ráðstafanir til að tryggja rekstur sjávarútvegsins. Méð því er hún raunverulega að ti^ysta þann grundvöil, sem efnalegt siáifstæði hennar hvílir á öðru fremur. ENGIR skilja það betur en sjómenn, hve mikils það er vert, að menn séu samhent- ir, þegar vanda ber að hönd um. Það hafa þeir oft fengið að reyna i glímu sinni við Ægi. Því munu þeir skilja öðrum betur, hve nauðsyn- leg't það er, að þjóðin standi einhuga og samhent í átök- um þeim, er kunna að vera framundan í sambandi við útfærzlu fiskveiðilandhelg- innar. Illt væri t. d. til af- spurnar, ef hér logaði allt í verkföllum og deilum, þegar þau átök stæðu sem hæst. Til þess að sigra í þeim átök- um, þarf þjóðin að vera ein- beitt og samhent eins og sjómennirnir, b°gar þe;r eru að sækja gullið í hinar við- sjálu greipar hafsins. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: KYSSTU MIG KATA Sýning Þjóðleikhússins á söng- leiknum Kysstu mig Kata er mjög ánægjulegur atburður, einkum fyrir þá sök, að hér er tvímæla- laust farið inn á rétta braut að taka til sýningar nútímaverk efiir kunnan höfund. Fór mjög að vonum, að fyrir valinu yrði banda rískur söngleikur, en Bandaríkja- menn geyma tvímælalaust vaxt- arbroddsins í gerð söngleika nú á tímum. En eins og mér virð- ast forráðamenn leikhússins eiga allt lof skilið fyrir val sitt á söng leik þessum, orkar hitt að mín- am dómi meira tvímælis, hversu til hefir tekizt um val aðalsöng- konu og leikstjóra. Engan veg- inn er það þó sagt til niðrunar þessu ágaeta listafólki, því að Ulla Sallert og Sven Áge Larsen eru vafalaust bæði mjög fær á sínu sviði. En þar sem tekinn var til sýningar bandarískur nú- tímasöngleikur, átti vitanlega öðrum fremur að velja banda- rískt listafólik til að flytja hann. Nú er mér ekki kunnugt um, hvort slíks hefir verið freistað, og er vonandi að orsökin sé sú, að ekki hafi verið fáanlégir banda riskir leikkraftar til landsins, því að auðvilað nær engri átt leita fyrr til Skandinavíu en Bandaríkjanna, þegar um er að ræða sviðssetningu á bandarísk- um söngleik. Þegar á það er litið, að aðalsöngkonan syngur sænsku, sem fáir íslendmgar skilja til nokkurrar hlítar, virö'- ist enn fráleitara að velja ekki fremur enskumælandi söngkonu, sem langt um fleiri myndu hafa skilið. Einnig er hitt athugunar vert, að við höfum þegar fengið nokkra nasasjón af sænskum söng konum, og þvi hefði verið forvitni legra og vafalitið lærdómsríkara að fá hingað að þessu sinni banda ríska söngkonu i hlutverk Van- essi (Kötu). Einnig tel ég litl- um vafa undirorpið, að flestir bandarískir leikstjórar mirni hafa næmari skilning á anda og inn- taki þessa verks en hinn danski leikstjóri, sem fenginn hefix verið til að stjórna því. Kysstu mig Kata gerist nú á tímum meðal leikhúsfólks i BalL- •more í Bandaríkjunum, og er naum ast ástæða til að rekja efni leiks- ins, enda onun það mörgum kunn- ugt af kvikmyndinni, sem sýnd var síðast í vetur. Tónlist Coles Porters er að mínu viti tnjög hugnæm og seiðmögnuð, og trúi ég naumast öðru en sum lögin verði vinsæl hér, t.d. Wunderbar og Tvísöngur bófanna. í sam- bandi við flutning tónlistarinnar er einnig sérstaklega að geta bandaríska hljómsveitarstjórans Sauls Schechtnxans. Hans þáttur í þessari sýningu er að rnínu viti ómetanlegur og stjórn hans á hljómsveitinni honum til mik- illar sæmdar, þótt æfingatími hafi vérið skammur. Schechtman virðist hafa í sér anda tónlistar sem þessarar, og þáttur hans í sýningunni er. að minni hyggju beztur. Leikstjórinn Sven Áge Larsen Söngleikur eítir Cole Forter. o Leikstjóri: Sven Age Larsen. Hljómsyeitarstjóri: Saui Schechtman. Ulla Sallert og Jón Sigurbjörsson sem Lilli Vanessi og Fred Graham er okkur áður að góðu kunnur sem níkvæmur og harðduglegur leikhúímaffur. Þessa sýningu hans einkenna sömu meginkostir og hinar fyrri, en það er glöggt auga fyrir hópsýningum, hraði og strangur agi. Fred Graham leikstjóri og rit- höfundur -er leikinn af Jóni Sig- urbjörnssyni. Jón vinnur tvímæla- laust sigur í þessu hlutverki. Það er er.ginn íslenzkur leikari ann- ar, sem hefði getað gert því sömu sikil. Að vanda er leikur Jóns mannlegur og elskulegur og rödd hans djúp og karlmannleg. Lilli Vanessi (Kata) er leikin af sænsku leikkonunni Ullu Sall- ert. Leikur hennar er fágaður og hárná.kvæmur og röddin falleg og viðfeldin. Að því er leikkon- an segir í blaðaviðtali hefir hún þegar sungið þetta hlutverk þrjú hundru j sinnu.n, svo að ekki væri með neinum ólíkindum, þótt nokkurrar leikþreytu tæki að gæta i hlutverkinu, en naumast varð þess vart. Lois Lane cr leikin af Sigríði Slgríður Þorvaldsdóttir sem . Lois Lane. Þorvaldsdóttur, iaornungri stúlku, nýsloppinni úr Leikskóla Þjóð- leikhússins. Hún íók við þessu hlutverki í forföilttm fyrir fáum dögum, og verður ekki annað sagt en hún geri fcraftaverk í leik sínum að skiia hlutverkinu . jafnsnurðulitið og raun er á. Má • vafalaust þakka leikstjóranum • þann góða árangur, sem byrjandi nær í þessu hiutverki. Árni Jónsson fer með hlutverk ■ Bills Calhouns og virðist allmjög miður sín. hver orsök sem til þess ! liggur. Rödd hans nýtur sán eng- an veginn, og um Iieik er ekki j að tala. ! ITarry Trevor er leikinn af Bryndís Schram og Valdiniar Helgasyni. Góður leik- Svend Bunch sólódans ur hjá Valdimaa', o-g vel náði arar’ I (Framhald á 10. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.