Tíminn - 03.06.1958, Side 5
TÍMINN, þriðjudagínn 3. júní 1958.
MINNINGARORÐ:
Steinn Steinarr, skáld
Steinn Steinarr, skáicl, sem hót
í kirkjubók Aðalsi'einn Kristmunds
son, lézt aö kvöldi hvítasunnudags
tæplega íhnmtugur að aldri. Síð-
asta missirið hafði hann átt við
þungan sjákdóm að etja og vissi,
að hann hlaut að lúta í lægra
haldi í því stríöi innan skammrar
tíðar. Steinn Steinarr var kvaddur
í Fossvogskirkju árdegis í gær að
viðstöddu fjölmenni.
Það var með ýmsum hætti ó-
venjuleg útför eins og maðurinn,
sem veríð var að kveðja. Þarna
ýar dvenjulega margf ungra
manna — ungra skálda, sem þó
ýoru ekki í aettártengslum við
Stein, en voru að fylgja leiðtoga
sínum og kennara til grafar.
Ög þó virlist Steinn Steinarr
flestum ólíklegri til þess hlutverks,
hlédrægur, andhverfur og yfir-
íætislaus og vijdi gjarnast smækka
sjálfan sig svo sem auðið var. Samt
er það staðreynd, að hann hefir
ýerið lærimeistari ungra skálda á
Íslandi .í tvö áratugi, mikilsvirtur
óg dáðtir, kannske mest fyrír það,
að hanft gerði eriga kröfu til for-
ýstuhlutverksins. '
Steinn Steinarr fæddist upp
sem fátækt sveitabárn, en fór
snemma á möl, átti óblíð únglíngs
ár, ná’ði litlum bkamlegum þroska
og hlaut framan af árum að vinna
Sér brauð með skertum þrót'ti.
En hann baðst aldrei vægðar, átti
jafnvel til að bregða storkun við,
ög þvf vrir oft farið um hann harð
ári höndum, en réttlmætt var.
Erfiðleikar tvítugáárafnna fyll'tu
bann nokkurri béiskju, sem mild
áðist þó er á ævi leið og varð
vizkusjóður umburðarlynds heim-
speidngs, sém hlaut off hnot að
kjarna með hárbeitlu og nöktu
sverði hvassrar skynjunar, skáM
legs innsæis og hlutleysis.
Steiim Stei'narr verður vafalaust j
falinn blritoogabarn lífsins, en þó ;
komst hann lengra á frélsisbraut!
én flestir samferðamanna hans.
Hann braut af séf svo að segja all
ar viðjar, var engum bundinn og
éngu háðtii', 'ög fáir meriri ,.voru
méiri konungar en hann í verald
íegu umkömuleysi. Það vérðuf
aldrei um hann sagf, að hann.hafi
verið keyptur til eins éða neins'.
1 í hrigum þeirra, sem kynntust
Steini Ste.inarri þersónulega, er
hann ekki aðeins brautryðjáridi í
Ijóðagerð'ög mikið tímamótaskáld,
beldur einnig sérstæðrir persónu
leiki, óvenjulegwr maður, svo að
kynning við hann varð öi’lurii eft-
irminnileg. Hann var hógvær,
elæmdi af heimsþe.kilegu umburð
arlyndi, ,sá oftast lífig og um-
hverfið frá hærri sjónarhóli en
áðrir, og myndir hans voru ein-
faldar og dráttskýraf.
Vinum sínum verður hann ó-
gleymanlcgur. Hann var ætíð hlýr
og nærgætinn undir yfirhorði, sem
stundum var kaldranalegt. Hjálp-
semi hans og samúg var st'erk og
fölskvalaus, er hann vissi um hug-
raunir. vina sinna og hann þáði
góðvild og vinsemd þakksamlega
en baðst hennar aldrei. Samræðu
stundir við Stein voru hverjum
ínanni skemrntun.
Markvissar og snjallar athuga-
semdir Steins um filveruna .og dag
lega Iífsviðhurði festust í minni
ög munu lifa hann lengi sumar
bverjar.
Fyrir nokkru kvæntist Steinn
Ásthbdi Stefánsdóttur, óvenju-
legri ágætiskOBU. Við.það breytt
tist hversdagshagir Steiris mjög til
hins betra. Httn varð honum það
hald og traust, sem hann þarfnað-
ist, en Iagði þó ekki á hann neinar
þær hömlur, cr yrðu honuni fjöt-
iri' um fót. Það fór ekki fram hjá
vinum Stcins og málkunningjum,
hve mikla ást og virðingu hann,
hafði á konu sinni.
Það var fýrir löngu orðið Ijóst, I
ag Steini Steinarri yrði skipað í
rúm sem forgöngumanni nýrrar
stefnu í isienzkri ijóðlist. Þó átti
hami sér andmælendur eins' og
vera ber um brautryðjanda. En
riú þegar hann er allur hygg ég,
að málin skýrist svo, að honum
verði ekki úr því öndvegi þokað.
Fram hjá því verður beldur ekkr
gengið, að um það öndvegi skipar
sér mégirisveii' þeirra ungu skálda,
sem í dag er framtíðarvon íslands'.
A.K.
Saga Steins Steinars er saga
brautryðjanda. Ungur fetaði haim
einstigi í skáldsfcap sánum og hélt
þeim hætti siðan, átti litla samleið
með öðru fólki. Hlutskipti róttæks
skálds á fcreppuárum mun engum'
ofgæöafcostur, og Steinn var flest-
tim mönnuni róttækari: róttækur í
bfi sínu, róttækur í skáldskap.
Þarf því engan að kynja að bann
ætti löngum við andsíreymi að
etja, fátækt á veraldarvísu, andúð
og aðhlátur fávisra manna. En
skáld af gérð Steins eru ekki þess
eðlis að þau bogni eða bresfí; alla
ævi hélt hann sjálfstæði síiiu og
hugrekkinu að halda skáldskap sín-
um til st.reitu. Hin síðari ár mim
margt hafa verið möð nýjurii hættf
í lífi skáldsins, andúðin gegn hon-
um löngu horfin og hann viðitr--
kenndur sem höf'ðingi í íslenzkttm
nútímaskáldskap, dáður af skáld-
iim og ljóöavinum, Það sýnir
kannski bezt styrk Steins að hann
þoidi ekki síður vinmæli ótrúleg-
uslu manna en fjándskap áður
fyrr: í síðustu ljóðum sínum, Tím-
anirm og vatninu, er hann einstæð-
ari og sjálfstæðari en nokkru sirini
fyrr, ótilkvæmi’legur annarra er-
inda en bergja á hreinum brunni
skáldskapar. Ög nú er hann látinn
langt um aldur fram.
Undirritaður hafði aldrei nein
persónuleg kynni af Steini ’skáldi
S'teinarr. En ljóð hans hafa verið
mér nákomin um margra ára skeið,
og svo mun hafa verið farið um
fleiri: Stéinn Steinarr var kannski
skáld ungs fólks öðrum skálclum
ffemur. Dagsverk hans er ekki
mikið fyrirferðar, ein bók meðal-
þykk rúmar öll Ijóð haris. En þar
eru furðumargir strengir slegnir,
bent til mai'gra nýrra vega, og þar
hljómar raust sterks lifandi skálds.
Við þekkjum bitur ádeiittljóð
Steins og gamankvæði, verkalýðs-
kveðskap hans, heimspekileg Ijóð,
formfögur og meitluð, ástaljóð
Jians. En í minni vitund er hann
fyrst og fremst uppreisnarmaður-
inn og nýsköpuðurinn, skáldið, er
brýtur af sér hlekki hefðhundins
forms og hugsunar ög frcistar þess
ótrauður að tjá sig í ljóði, er hæf:
samtíma hans: hann er nýtt skáld
á nýrri öld. Og það það eitt mund''
nægja til að halda nafni hans á
lofti, þótt ekki, kæmi annað til
Én hér ‘ e'r hvorki staður né
stund til að r'æða skáldsknp Steiris
— að eins til að kveðja cg þakka
fyrir sig. ,
. Steinn Steinarr orti sitthvað um
dauðann. Eitt þeirra ljóða nefnist
í kirkjugarði:
Hér hvílast þeir, sem þreyttir
göngu luku
. í þagnar brag.
. Ég minnist tvegg'ja handa, er
hár mitt struku
einn horfinn dag.
Ó, guðir, þér, sem okkúr örlög.
vefið
svo undaríeg.
Það rnisstu aliir alit, sem þeim
var gefið,
og einnig ég.
Og ég, sem drykklangt drúpi
höfði yfir
dattðans ró,
hvort er ég heldur hann, sem
eftir lifir,
eða hinn, sem dó?
Nú er Steinn Steinarr látinn,
dagsverki hans lokið og siðasta
íjóðið ort. En fyrir þær sakir er
maðurinn ekfci'allttr. Það er hann,
sem lifir eftir i verkum stnum —
og hamrmun vissulega ekki deyja.
ÓI. Jónsson.
Túnisbúar leysa
Frakka úr haldi
London 31. maí. Túnisstjórn hef
ir leyst úr haldi átta Frakka, sem
voru rneðal þeirra, er handteknir
voru í febráúar 1 vetur eftir á-
rásina á Sakiet Sidi Youseff. Eru
nú aðeins þrír þeirra Frakka, er
Túnismönn handtóku þá, ennþá í
fangelsi í Túnis, af þeitn 17, sem
tekriir vorú til fangelsisvistar. Ör
yggisráðið kemur saman á mónu-
daginn til að ræða kæm Túnis'-
stjór.nar gegn Frökkutn og sömu
leiðis gagnkæru Frakka á hendur
'rúnismönum.
iiumiiiHiHiniiiiiuiiEiiiiiiiiuiiiiiiiiimiiiiiiiiiiTiimiiiiiiuimiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiTHmiR
s
x
s
N auðungaruppboð
3 ^
verður haldið að Síðumúia 20 hér í bænum, mið- §
vikudaginn 4. júní næstk. kl. 1,30 e.h. ei’tir kröfu §
bæjargjaldkeráns í Reykjavík, íollstjórans í 1
Reykjavík, o. fl. Seldar verða eftirtaldai’ bifreiðir: |
R-91 R-480 R-1918 R-1947 R-2348 R-2834 i
R-3515 R-3516 R-3572 R-3609 R-3653 R-3732 R-4655 i
I R-4717 R-5016 R-5022 R-5090 R-5101 R-5186 I
R-5435 R-5575 R-5719 R-5857 R-5981 R-6362 1
í P.-6381 R-6484 R-6498 R-6632 R-6686 R-7098 I
R-7136 R-7201 R-7402 R-7423 R-7836 R-8101 1
í R-8246 R-8299 R-8419 R-8773 R-8992 R-9020 |
R-9082 R-9127 R-9148' R-9213 R-9428 R-9538 I
R-9733 R-9737 R-9794 og G-1042.
| Greiðsla fari fram við hamarshögg.
| Borgarfógetinn í Reykjavík
’(»niHraimiimiiiitimra8fmniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimiiimiiiiiiniiiniiiiuiiinmnii!iiniiiiiiiiii«iK»ai
3
3
- VI' 'jpt.
ítalska lagio á Iðunnarskónufo
gefur þeinv léttan blæ. Slétt
og hamrað yfirleður gefur beim
léttan svip. Mýktín gerir þá
baegilega sumarskó!
Skoðið bá í næstu skóbúðl
Sión er sögu ríkari.
jiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiii!iii[iiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiitm!ii!iiiinmiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!í«Hituui»
| Sérleyfisferðir I
| í HangárvaSlasýslu |
| REYKJAVÍK — MÚLAKOT.
| 1 júní — 31. ágúst fjórar ferðir í viku;
Frá Reykjavík mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga |
I og laugardaga kl. 14. §
Frá Múiakoli sunnudaga kl. 17, þriðjudaga, fimmtu- |
| daga og laugardaga kl. 9.
I 1. sept. — 31. okt. þrjár ferðir í viku:
1 Frá Reykjavík mánudaga, fimmtudaga og laugar- i
| daga kl. 14.
Frá Múlakofi sunnudaga kl. 17, fimmtudaga og |
I laugardaga kl. 9. |
| REYKJAVÍK — HVOLSVÖLLUR:
| 10. maí — 31. okt. ein ferð í viku:
| Frá Reykjavík föstudaga kl. 19,30.
Frá Hvolsvelli mánudaga kl. ,10.
I REYKJAVÍK — LANDEYJAR:
~ 3
s Ein ferð í viku:
| Frá Reykiavik þriðjudaga kl. 11.
| Frá Hallgeirsey miðvikudaga kl. 8.30.
E Reykjavík — Eyjaf jailahreppar:
| Ein ferð í viku:
| Frá Reykjavik fimmtudaga kl. 11.
| Frá Skógum föstudaga kl. 8. |
KAUPFÉLAG RANGÆINGA.
iiiiiiímimimiiiiiimiiiimiimmiimmimmmiimiimiimmmimmiimiimmtimmiiiimiiiiiimiiiBHimmHK