Tíminn - 03.06.1958, Síða 6

Tíminn - 03.06.1958, Síða 6
6 T f M I N N, þnðjusíaginn 3. júní 195? Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Dómur Jóhannesar Nordals í NÝKOMNU hefti Fjár- málatíöinda, sem Lands- bankinn gefur út, . birtist grein um hinar nýju efna- hagsráð'stafanir ríkisstjórn- arinnar. Greinin er skrifuð af aribstjóranum, sem er Jó- hann.es Nordal hagfræðing- ur. Þar sem Jóhannes Nor- dal er viðurkenndur sem lærð ur og glöggur hagfræöingur, mun úreiðanlega marga fýsa að kynnast áliti hans og verður það því rifjað hér upp í aðaldráttum. í inngangi greinarinnar rekur Jáhannes nauðsyn þess að gera þurfti nýjar ráðstafanir til að afstýra halla á útflutningssjóði og ríkissjóði. Hann segir síðan, að mieð frumvarpi stjórnar innar séu gerðar ráðstaf- anir til að mæta þessum halla, en jafnhliða sé veru- lega breytt fyrirkomulagi á upþbótum og tekjuöfiunum. Uppbótarkerfið sé gert miklu einfaldara og jafnara. Breyt ingarnar sem gerðar séu á tekjuöfluninni hnígi í sömu átt, þar sem dregið sé veru lega úr því misræmi, sem áð ur var milli einstakra vöru- flokka. Jóhannes segir síðan: „Qhætt mun að fullyrða, að sú stefnubreyting, sem hér þefir átt sér stað, horfi mjög til bóta. Vænta má, að jafnari útflutningsuppbæt- ur muni stuðla að betri nýt- ingu og dreifingu framleiðslu aflanna á miMi mismunandi greina útflutningsframleiðsl unnar. Hitt er ekki síður mik ilvægt, að dregið sé úr hinu geysilega misræmi, sem orðið var í verðlagi innflutnings vegna mismunandi innflutn Mága. Var ijóst orðið, að þetta misræmi hafði í för með sér óhóflegan innflutn- ings álaga. Var Ijóst orðið, að tegunda, einkum rekstrar- vara og atvinnutækja, sem haidið var óeölilega ódýrum i samanburði við vöruverð almennt og innlendan til- kostnaö." JÓHANNES ræðir þessu næst um (hið mikla mis- ræmi, sem hefir verið hér á landi á undanförnum árum milli framboðs og eftirspurn ar, og hve ill áhrif það hefir haft á öll efnahagsmál landsins. Hann segir síðan: „Háðstafanir til að bæta af komu útvegsins og draga úr misræmi milli aðstöðu at- vinnuveganna, svo sem að er jítefnt í útflutningssjóðs- frumvarpinu, eru vissulega nauðsynleg forsenda þess, aö jafnvægi geti komizt á miili framboðs og eftirspurn ar. Hitt er engu síður Ijóst, að hverjar þær ráðstafanir, sem gerðar eru til að bæta hag útfilutningsatvinnuveg- anna, hljóta að renna út í sandinn á skömmum túna, ef ekki tekst jafnframt að stöðva þensluna innanlands og koma á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Þetta hefir sannazt hvað eft ir annað á undanförnum ár- um. . . . Ástæðan fyrir því, aö svona hefir farið, er fyrst og fremst sú, að ekki hefir verið horfzt í augu við þá stað- reynd, að það er hvorki hægt að draga úr umfram eftir- spurn í heild né bæta af- komu einstakra atvinnu greina, án þess að það komi' einhvers staðar niður. Ef eng inn vill taka á sig byrðarn- ar, leiðir það til þess, að hver veltir þeim yfir á annan í kapphlaupi kaupgjalds og verðlags. Að hve miklu leyti menn eru reiðubúnir að taka á þessu vandamMi, mun skera úr um það, hvort ávinning- ur hinna fyrirhuguðu ráð- stafana verður að engu gerð ur á næstu mánuðum eöa hvort þær marka varanlegt skref í átt til jafnvægis í efanhagsmálum landsins.“ JÓHANNES vikur næst að kaupgjaldsmálum og segir: „í frumvarpinu er gert ráð fyrir 5% kauphækkun, þeg- ar í upphafi. Takist ekki að koma í veg fyrir frekari hækkanir vegna visitölubind ingar iauna eða kaupdeiina, hlýtur jafnvægi hins fyrir- hugaða uppbótakerfis að raskast. Það er því bein nauð syn að marka hei’brigða stefnu í kaupgjaldsmálum, ef árangur á að nást.“ Jóhannes telur þetta þó ekki einhlítt. heldur verði jafnhliða að takamarka fjár festinguna, svo að ekki mynd ist óeðlileg þensla á þann hátt. LOKAORÐ Jóhannesar eru þessi: „ Hér að framan hefir verið drepið á nokkur at- riði varðandi þann vanda, hvernig koma má á jafn- vægi milli framboðs og eftir spurnar. Því er einatt borið við, að hvers konar ráðstafan ir i því skyni hafi í för meö sér kjaraskerðingar. Þetta er að miklu leyti misskilningur, enda þótt aðgerðir til bóta séu sjaldan sársaukalausar. Kjarni málsins er sá, að um frameyðsla þjóðarbúsins híýt ur við venjulegar aðstæður að koma fram sem skulda- söfnun erlendis og peninga- þensla innan lands. Þetta kann að veita stunaargrið, en getur ekki talizt kjara- bót. Fyrr eða síðar verður ofeyðslan þjóðinni dýr, þvi að skuldirnar verður aö greiða og sífelld verðbólga rýrir stórlega fjármagns- myndun í þjóðfélaginu og dregur úr heilbrigðri nýt- ingu framleiðsluþáttanna. Á hinn bóginn er þess að vænta, að sú byrði, sem menn tækju á sig vegna að- gerða til að draga úr of- þenslu í fjárfestingu og neyzlu, yrði þehn bætt marg faldlega síðar í auknum af köstum atvinnuveganna.“ ERLENT YFIRLIT: Hlntverk de Gaul e er erfitt Mest hætta stafar frá hægri öflunum, er gerííu byitingima í Alsír DE GAULLE hefir nú tekið við stjórnarforustinni i Frakklandi og gert það að formi til með fullkom lega löglegum hætti. í raun og veru var það þó byltingin í Alsír og síðar afstaða hersins, er neyddi meirihlut'a þingsins til þess að leggja stjórnartaumana í hendur de Gaulle, þar sem ekki var um annað að velja eða borgara styrjöld í landinu, er að líkindum hefði endað með einræðisstjórn hersins. Sennilega hefði de Gaulle ekki tekið völdin undir þeim kringumstæðum, því að hann hef ir jafnan lýst yfir því, að hann vildi ekki faka við þeim, nema frá löglegum fulltrúum þjóðarinn- ar. Vafalítið hefir það ráðið mestu um afstöðu miðflokkanna og þeirra jafnaðarmanna, sem kusu de Gaulle að þeir hafa heldur kos ið stjórn lians, en einræðisstjórn hershöfðingjanna, en af henni hefði leitt fazistizkt stjórnarfar í landinu. Þrátt fyrir þetta, greiddu all- margir þingmenn jafnaðarmanna atkvæði gegn de Gaulle, ásamt kommúnistum. Afstaða þessara þingmanna annarra en kommún- ista, virðist ekki fyrsf og fremst hafa verið sprottin af persónu- legri andstöðu gegn de GauMe, heldur því, að þeim hefir fundist að þingið væri að beygja sig fyrir uppreisn hægri manna í Alsír og hersins. Þannig orðaði m. a. Mend- es-France afstöðu sína, en hann var einn þeúra, sem greiddi at- kvæði gegn de Gaulle. Annars hefh- alltaf verið kunningsskapur milli Mendes-France og de Gaulle síðan á stríðsárunum og skoðanir þeirra verið taldar svipaðar bæði i innanrikis- og utanrikismálum, ÞÓTT því verði vissulega ekki neitað, að þag hafi verið hreinn neyðarkostur fyrir aneirihluta franska þingsins að fallasf á stjórn arforustu de Gaulle, eins og það mál bar að höndum, þá verður því ekki heldur mótmælt, ag það var bezti kosturinn eins og á stóð. Annars vofði yfir bylting hersins og hrein einræðisstjórn manna, sem eru miklu ólýðræðislegar sinnaðir en de Gaulle. Afleiðingin hefði líka getað orðið borgara- styrjöld, er hefði endað með sigri þessara afla. Eins og á stóð, var stjórn de Gaulle áreiðanlega skársti kosturinn, hve góður sem hann annars reynist. FYRIR de Gaulle vakir það á- reiðanlega ekki að koma á einræð isskipulagi í Frakklandi, heldur starfhæfara lýðræðisskipulagi. Hann æskir þvi ekki eftir alræðis valdi nema í sex mánuði og á þeim tíma æt'lar hann sér m. a. að koma fram stjórnarskrárbreyt- ingu, sem borin verður undir þjóð aratkvæði eftir að þingið hefir fjallað um hana. Fullkunnugt er ekki um efni hennar, þegar þetta er rit'að, en sennilega mun hún aðallega beinast að því ag ti'eysta vald ríkisstjórnarinnar og gera hana óháðari þinginu. Flestar rík isstjórnir Frakklands hafa að und anförnu reynt að koma fram breyt ingum, sem hafa st'efnt í þessa átt, en þær jafnan strandað á mót- spyrnu hinna neikvæðu afla á þinginu. Það eitt gæti verið mikil vægt afrek, ef de Gaulle tækist að koma þessari breyt'ingu fram og styrkt þannig lý^ðræðið í sessi til frambúðar. ÖNNUR verkefni, sem de Gaulle ætlar sér og munu senni lega reynast lionum erfiðari við- fangs, eru lausn Alsírdeilunnar og viðreisn efnahagsmálanna. í Alsír hefir það þegar vakið nokkurn mótþróa, að de Gaulle hefir valið menn eins og Guy Mollet og Pflimlin í stjórn sína, en gengið framhjá Soustelle og mönnum af lians sauðahúsi. Þetta PFLIMLIN þykir nokkur vísbending um það, að de Gaulle ætli sér frjálslyndári lausn Alsírdeilunnar en öfga- menn þeir, sem stóðu að bylting unni i Alsír, hafa gert sér vonir um. Að áliti margra þeirra, sem rita af yfirsýn um þessi mál, mun það reynasf örlagaríkast fyrir de Gaulle, hvernig hann hagar skipt- um sínum við hægri öflin í Alsír. Bognar hann fyrir. áróðri þeirra og yfirgangi og fellst á hina vonlausu stefnu þsirra í Alsírmálinu, eða reynizt hann nógu stór og kjark mikill til að fara hér sínar eigin götur? Sennilega er de Gaulle nú eini maðurinn, sem hefir mögu- leika til ag leysa Alsírdeiluna með frjálslegum hætti, því að herinn er líklegri til að hlýða honum en nokkrum öðrum manni undir þeim kringumstæðum. Sú mikla athygli, sem mun beinast að de Gaulle næstu vikurnar, mun ekki sízt stafa af því, að mönnum leik- ur forvitni á að sjá, hvaða af- st'öðu hann tekur í Alsírdeilunni. Sii afstaða er líka sennileg til að ráða mestu um stjórn hans og um eftirmæli hans sem stjórnmála- manns. Þótt efnahagsmálin séu erfið viðfangs, verður þeim ekki gefin eins mikill gaiunur fyrst' um sinn, enda mun það, sem gerizt í Alsír, hafa mikil á'hrif á þróun efna- hagsmálanna. ALLMIKIÐ er um það rætt, hvaða stefnu de Gaulle muni taka í utanrikismálum. Líklegt virðist þó, að hann muni að sinni fylgja óbreyftri stefnu í utanríkismál- um. Til þess bendir m. a. val hans á mönnum í ráðherrastöður. Sá uggur gerir hins vegar- vart við sig, að de Gaulle kunni að taka upp óháðari stefnu í utanrikis- málum en íyrirrennardh hans og jafnvel leita eftir meira samstarfi við Rússa. í því sambandi er minnf á. að de Gaulle gerði fyrir hönd Frakka sérstakan griðasátt mála við Rússa árið 1S44, en Rúss ar sögðu honum upp fyrir tvaim ur árum síðan. Ýmsir telja, að svo geti farið, að de Gauile vilji taka upp þerman þráð aftur, því að hann hafi falið vinfengi Frakka og Rússa nauðsynlegt til að tryggja jafnvægi á meginlaidinu. Af þeim ástæðum hafi hann verið tortrygginn á mjög náið samstarf Frakka og Þjóðverja, því að hann treysti þeim siðarnefndu mið- lungi vel. Meðan de Gaulle hefir hins veg ar samvinnu við þá Guy Molíet og Pflimlin mun hann þó vart breyta. utanríkisstefnunni að ráði, því að þeir hafa átt mikinn þátf í að marka þá stefnu, sem fylgt þefir verið undanfárið. MEÐ valdatöku de Gaulle hefir vafalaust verið afstýrt borgara- styrjöld og einræðisstjórn í Frakk landi að sinni. Hitt er vafasamara, hvort það hefir verið gert til fram búðar. De Gaulle hefir aðeins ti-yggt sér völd i sex mánuði. Hvað tekur við, þegar því umboði líkur? Svarið veltur mikið á því, hvern ig honum reiöir af á þessum 'tínta. Afturhaldsöflin mun reyna eftir megni að hafa þau áhnf á de Gaulle að sveigja stjórnarstefnu hans í einræðisáttina. Erfiðleik- arnir, sem hann þarf að glírna við, eru miklir. Mistakist hönum, munu öfgaöflin sean stóðu að byltingunni í Alsír, láta til sín taka að nýju. Þess óíta gætir því nokkuð, að de Gaulle verði aðeins fyrirrenn- ari Massu eða einhvers annars á- líka, sem freisti þess að verða ein ræðisherra í Frakklandi. Öngþveiti franskra stjórnmála hefir því hvergi nærri verið leyst með valdatöku de Gaulle. Enn get ur verig þar allra veðra von, þót't tilraun hafi verið gerð til bjargar. Stjórnmálasaga B'rakklands sein ustu árin er alvarleg áminning til allra lýðræðissinna um að vera vel á verði, þar sem neikvæðir og ó- ábyrgðarlausir flokkar reyna að grafa grunninn undan lýðræöinu með niðurrifsiðju sinni. Þ.Þ. Slysavarnafélag íslands þrjátíii ára I- afmælisrit þess nýkomið út í nýlega útkomnu afmælisriti Slysavamafélags íslands er að finna ýmislegan fróðleik um slysavarmstarfsemi á þessu tímabili. Þar er m. a. athyglisverð grein eftir Gísla Sveinsson, fyrrv. sendiherra um slysatryggingar, aðáliega að því er varð- ar afskipti íslenzkrar löggjafar af þessum efnum frá upphafi og til þessa tíma. Er það í fyrsta skipti, að þessi mál eru þannig krufin og skýrlega fram sett. Eins og landsmönnum mun vera kunnugt hefir Gísli Sveinsson í emhætti í áratugi og í þjóðfélags starfi (þar á meðal á Alþingi) haft mikil afskipti af slysavarna málum fyrr og síðar, bæði í orði og verki. Hann var um skeið í stjórn Slysavarnafélags íslands fyr ir Sunnlendingafjórðung og for- seti Slysavarnaþings frá byrjun og um árabil. — í áminnstri grein rekur höfundurinn fyrst, hvernig slysatryggingar komu til hér á landi í löggjöf Alþingis fyrir , rúmri hálfri öld. Lengi framan af i giltu þessar tryggingar aðeins um ! íslenzka sjómenn, og voru fyrstu lögin þess efnis frá 1903. Síðar héldu lagasetningar um þetta á- fram, og er saga málsins ljóslega rakin í grein Gísla Sveinssonar. Annar aðalþáttur greinar Gísla Sveinssonar er um slysavarnir, en þar eru afskiprti Alþingis minni, en félaga pg einstaklinga meiri í framkvæTmdínni, en þær komust í fullan gang eins og kuniíúgt er meg sfcofnim Slysavarnafélágs íslands 1928. Löggjöf er þó að sjálfsögðu allyeigamikil um ýmis konar eftir.lit tíl þess að koma í veg fyrir slys eins og greinrn ber með sér, og Slysavarnafélagið hefir frá byrjun notið nokkurs ríkisstyrks til starfsemi sinnar í fjárlögum ' ár hvert. Loks sýnir greinarliöf- | undur frani á það með gildum rök- uni, að þóít nefndur styrkur hafi hækkag með árum, hefir hann alls ekki gert betur en fylgja breyting unni á gildi krónunnar og þannig að mestu staðið í stað — sem sé eigi aukizt neítt í samsvörun við stóraukið starfsvið og athafnir fé lagsskaparíns liðna áratugi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.