Tíminn - 04.06.1958, Side 6

Tíminn - 04.06.1958, Side 6
6 T í M I N N, miövikuctaginn 4. júní 1958 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Kitstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Ágreinmgtir stjórnaríiokkanna AF HÁLFIJ Sjálfstæðis- manna er nú gert mikið veð ur út af því, að samkomu- lag sé miðlungi gott milli stjórnarflokkanna og hafi það m, a. komið glöggt fram í sambandi við meðferð efna hagsmálanna og landhelgis- málsins að undanförnu. Sjálf stæðismenn nota þetta síðan til að gera hróp að ríkis- stjórninni, kalla hana óstarf hæta og þar fram eftir göt- unum. Þaö er ekki úr vegi að gera nokkra athugun á þessum áróðri Sjálfstæðismanna. VIÐ því mun enginn hafa búizt, þegar núv. ríkisstjórn var mynduð, að ekki gæti risið meiri eða minni ágrein- ingur milli stjórnarflokk- anna, heldur mun einmitt miklu fremur hafa verið bú- izt við því, þar sem um svo ólíka aöila var að ræða, eins og Framsóknarflokkinn og Alþýðuflokkinn annars veg- ar og vissan hluta Alþýðu- bandalagsins hins vegar. Það er líka ekki nema það, sem venjulegt er, að meiri eða mintii ágreiningur rísi, þeg- ar fleiri eða færri flokkar þurfa að standa saman að ríkisstjórn, þótt oft og tiðum beri ekki mikið á milli mál- efnalega. Slíkur ágreining- ur getur meira að segja ris- ið í flokki, sem stendur einn að stjóm, og má nefna mörg dæmi þess. ÞAB er hins vegar ekki neitt aðalatriði í þessu sam bandi, hvort ágreiningur rís um einstök mál í stjórnav- samstarfi, heldur hitt, hvort það tekst að jafna hann og trygg'ja með því raunhæfa stefnu og stjórnarathafnir. Og hvað, sem verður sagt um ágreining núv. stjórnar- flokka, verður því ekki neit að, að þetta hefir þeim tek- izt til þessa dags. Það hefir tekizt að sigrast á þeim á- greiningsefnum, sem risið hafa og tryggja raunhæfa og atliafnasama stjórnarstefnu. í þau tæp tvö ár, sem ríkis stjórnin hefir farið með völd, hefir óneitanlega margt færzt í rétta átt frá því, sem áður var. Það hefir tek izt að tryggja næga atvinnu- í landinu. Það hefir tekizt að haida áfram eflingu land búnaðarins, og rétta svo við hlut sjávarútvegsins, sem var kominn í niðurníðslu undir festing í honum var meira en helmingi meiri á síðastl. ári en hún var 1954. Kjör fiski- manna hafa verið verulega bætt-og helmingi færri Fær eyingar voru hér lika á ver- tíðinni nú enn í fyrra. Það hefir tekizt að hefjast handa um framhaldsvirkjun Sogsins, sem var fullkom- lega strandað mál við stjórn arskiptin, og tryggja fé til að fullgera sementsverksmiðj una. Miklar framfarir hafa orðið í sjóþorpum út um land og því dregið úr fólksfiótt- anum til Suðurnesja. Með hinum nýju efnahagsmála- lögum, sem nýlega voru sett, hefir efnahagskerfið verið stórlega bætt frá því, sem áður var, að dómi hinna fær ustu hagfræðinga. Og síðast, en ekki sízt, hefir ríkisstjórn in nú markaö ákveöna stefnu varðandi útfærzlu fiskveiöi landhelginnar, sem er eitt allra mikilvægasta hags- munamál þj óðarinnar. STJÓRN, sem getur bent á slíkan árangur, verður vissulega ekki annað en tal in vel starfhæf, þótt ágrein ingur hafi oft risið innan hennar. Verk hennar hafa sýnt — og það seinast í sambandi við efnahagsmálin og landhelgismálið, — að hún hefir jafnað þessi á- greiuiingsmáil og náð far- sælli og raunhæfri lausn. Og vitanlega er það þetta sem mestu skiptir. íslendingar eru þannig skapi farnir, aö þeir munu vera ósammála og deila um marga hluti meðan þeir búa við frjálst skipulag. Réttur- inn til að vera ósammála er af mörgum talinn einn hyrn ingarsteinn lýðræðisins. Þennan mikilsverða rétt má hins vegar misnota, eins og seinustu atburðir 1 Frakk- landi leiða svo-glöggt í Ijós, þar' sem sundrung og nei- kvæð starfsemi flokkanna hefir kollvarpað fjórða lýð- veldinu. Ef lýðræðið á að þróast og styrkjast, þurfa menn að geta jafnað ágrein- ingsmálin og komist að já- kvæðri niðurstöðu. Það hefir núv. stjórnarflokkum tekizt til þessa. Meðan þeim tekst að halda þannig á málum mun þjóðin áreiðanlega ekki óska stjórnarskipta og eiga yfir höfði sér þá sundrungu, er því gæti fylgt. Atburðirn- ir í Frakkland'i hafa ekki sízt sannfært menn um það. stjóam Ólafs Thors, að fjár- Eldhúsdagsumræðurnar 1 ÞAÐ er nokkurn veginn sameiginlegt mál manna eft ir eidhúsdagsumræðurnar, að aldrei fyrr hafi nokkur flokkur staðið eins illa að vígi málefnalega og Sjálf- Stæðisflokkurinn að þessu sinni. Svo fullkomlega var hið algera stefnuleysi hans afhjúpað og svo misheppn- aðar voru tilraunir hans til að afsaka það. Svo óhrekj- anlega var það leitt í ljós, að SjálfstæðisflokkUrinn byggir nú allt starf sitt á blekkingum og lýðskrumi í stað þess að berjast fyrir nokkurri ákveðinni stefnu. Eftir að hafa hlýtt á þess- ar umræður, mun engum Folketeatret: Þrjátíu ára frestur Sýning Folketeatret’s í Kaup- iinannahöfn á sviði Þjóðleik'hússins í fyrrakvöld var einstaklega ánægjulegur átburður. Ber þar margt til. Þó'tt ekki hafi ávallt verið sem ástúðugast með okkur og frænd- þjóðinni við Eyrarsund, hafa tengsl okkar við Dani og danska menning verið nánari en samband okkar við nokkra aðra þjóð. Um aldir hefir Kanpmannahöfn verið aðalieið okkar á vit heimsmenning- arinnar og á stundnm eini glugg- inn, sem opinn var. Til Hafnar sóttu þroska þeir menn, sem öðr- um fremur vöktn íslenzkar bók- menntir til nútimans, Fjölnismenn og Jón Thoroddsen, og svo hið sama þeir, sem hafið hafa ísl'enzka leikmennit til listgreinar. Er því ærið ánægjuefni, þegar hingað kernur úrvals leikflokkur danskur, er gefi okkur nasasjón af þeim þroska, sem danskt leikhúslíf hefir náð. Síðan ég tók að geta leiksýninga hér í blaðinu, hef ég ekki séð list- rænni, í'ágaðri og glæsilegiý leik en þessa sýningu Folketeatrets. Og að mínu viti njóta ieikendurnir á engan liátt &káldskapar höfundar, því að sannast sagna gat ég Íítið hrifizt af leikritinu sem bók- mienntaverki. Mér eru að visu ókunn skáldverk CarLs Eriks Soyas, en við þá ör- skotsathugun, sem ein sýning hlýt- ur ávallt að verða, virðist mér þetta lieikrit sízt djúpstæ'ður skáld- skapur. Ég hef það á tilfinning- unni, að persónurnar hafi ekki fæðzt í huga skáldsins, þroskazt og tekið að lifa lífi sínu eftir þeim lögmálum, <er þær sjáffar skapa sér og hljóta að skapa sér, heldur eru þær fremur brúður, sem hinn kunn áttusami höfimdur skýtux inn í at- burðarás, er hann hafði áður hugs- að þeim að fylgja. Og það er eng- inn sikáldskapur að láta persónur flytjast með færihandi. Þannig er ' unnt að skapa spennandi reyfara, en islíkar söguhetjur skortir þá djúpu kviku mannlegs iiifs og sjálf- stæðra viðbragða, sem eru ein af -einkennum lífvæivs skáldskapar. En þetta leikrit er samið efitir nákvænvri forskrifl, auga hötfundar fyrir dranvatískri spennu lteyni-r sér ekki. Hann þekkir sýnil'ega mögu- leika sviðs og leiks og notar þá þekking í yztu æsar. Sterkur tónn og hrein er fyndni höfundar, en frumleika gætir litt jafn-t í heinv spekiltegunv vangaveLtum sem skáidlegri sköpun. En þótt ég gæti lítt hrifizt af skáidskap Sovas, virðist mér afrek leikflokksins þeinv mun nveira að hefja þetta verk í æðra veldi listar og markvisrar túlkunar. Leikstjóri er Bjprn WaU Boolsen og er leikstjórn hans fáguð og hnitmiðuð. Hugkvæmni og þekk- iri-g 1 eikstj órnand ans leyna sér ekki, og notkun tjalda og ljósa er nýtízkuleg og frjáls. Athygli okkar ■ má einkunv vekja, hversu heiisteypt j sýningin er. Hvergi er minnsta gap | í hlutverkaskipuiv. Smáhlutverk þjónustukvenna eru unni-n af sömu j natni og virðing fyrir heiidarsvip leikfsinB og aðalhlutverkin. Þannig þurfa íslenzkar sýningar að verða, jafriskjótt og okkur vex hetur fisk- ur um hrygg. Aðalhlutverk leikritsins, Borchs verkfræðings, er leikið af Ebbe Sjónleikur eftir Carl Erik Soya Leikstjóri: Björn Watt Boolsen BIRGITTE FEDERSPIEL og EBBE RODE í hlufverkum slnum. hafa þótt það undarlegt, þótt Bjarni Benediktsson tæki þann kost að fara úr landi áður en lokameðferð efna- hagsmálanna og landhelgis- málsins hófst. Bjarni hefir verið búinn að fá nóg af hinu neikvæða nuddi sínu og þvi vel getað unnt þeim Ólafi og Gunnari að sjá um framhaldið. Rode. Enginn gat nokkru sinni háft það á tiifinningunni, að han-n væri að leika, svo átakalaus, sann- ur og innlifaður var leikur hans. Þetta er einhver glæsilegasti og fágaðasti leiknr, sem hér hefir nokkru sinni sézt á leiksviði. Kona hans Jeanne, ástkona lau-n- sonar hans, er leikin af Birgiíte Federspiel. Fágætlega góður leik- ur, þó naumast jafnátakalaus sem hjá Rode. Engu að síður nvikið af- rek, hversu frúin fer jafnvel með hlutverk Jeanne sem ungrar, harns legrar stúlku og fullþroska konu. Efekhugi hennar John er leikinn af ungum leiknema Bent Mejding og er leikur hans tvímælalaust fegnrsti k-ransinn, er dönsk leik- menning getur fengið í þessari för. Þetta er fyrsta hlutverk þessa unga nvanns, að því ier siegir í leik- skrá, og þannig leikur enginn nemi hjá þjóð sem ekki á að baki gróna levkihúsmenning. Mejding leikur þelta hlutverk af ríkri innlifun, leikur jafrtvel hlédrægni og ófram- færni skólapiltsins, afbrýði hans og rétlléta r-eiði sem elskhugahlut- verk hins fullþroska mannis. Danskt leikhúslif þarf ekki að 'kvíða franv- tíðinni, ef það á marga kvisti svo vænlega. Minni hlutverkin eru ekki síður aihyglisverð í túlkvtn, eins og þeg- ar er sagt. j jí Knud Helgelund leikur Hase- Nielsen guðfræðistúdent af ljóm- andi kimni, fágun og léttlteika, uppskar líka ósvikinn Mátur leik- húsgesta. Hlutverk rektors er leik- ið af Freddy Koch. Hann sýndi mj'ög skemmtilega gerð skólakenn- ara. Hárfínn og nákvæmur leikur. Edith æskuástmær Brochs er leik- in af Birthe Backhausen. Þótt hlut- verkið sé ekki mikið, á það ríkan þátt í að skapa heilidarstemmning leiksins, og frúin skilar hlutverk- inu með miklum glæsibrag. Maður hennar Harry er leikinn af Bj0rn Watt Boolsen. Hann leikur þennan ógæfunvann af ríkri sa-múð og óhugnaMegvi innlifun. Afhrýði hans og bl-imt brjálæði að leikslok- um orkar eins og kaldur foss. Menn hLjóta að engjast, er hann sveipar sjalinu fyrir a-ugu konu sinni ti! þess að færa henni óvænt gjöfina — banaskotið. Vera Gebuhr Leikur frú Monrad. Káítlegt hlutverk og Ijómandi vel 1-eikið. Hlutverk vi-nnukvenna eru leikin af Lis Lpvert og Inger Bol- vig. Báðar sýna þær ágætan leik og þá virðing og natni við smáhlut- verk, senv skapa góða sýning. Á sama hátt leikur Peter Marcell lít- ið hlutverk hilstjóra. Leiktjöld Eriks Aaes’s eru fal- leg. I upphafi sýningar flutti frú Ingeborg Skov kvæði ef-tir Hans Hartvig Seedorff, Svanerne fra Norden, af miklum tilþrifum og glæsibrag. Að lokum enn og aftur. Þetta er hárfínasta, fágaðasta og giæsi- legasta leikaist, sem ég hef séð á sviði Þjóðleikhiissims. Mikla þökk fyrir komuna, dönsku gestir. S. S. 72 nemendur í Gagn fræðaskóla Húsa- víkur Gagnfræðaskóla Húsavíkur var slitið sunnudaginn 18. maí s. 1. í skólanum voru 72 nemendur í vetur, þar af 17 í 3. bekk. Heilsufar nemenda liefir verið mjög gott. Félagslítf hefir verið fjölbreytt og þróttmikið. Skólinn hélt árshátíg síiva 8. febr. s. 1. við ágætar urvdirtektir. Ársprófi hafa lokið 63 nenvend ur, en 7 nemendur þreyta nú lands próf miðskóla. Hæstu einkunn við unglinga- próf hlaut Guðrún Mánaidóttir, 8,8, en haestu einkunn í skóla Gunnar Sigurðsson, nemenda í l.b, er hlaut 9.1. í lokin var sýnd handavinna nenvenda og teikningar. Var þar margt haglega unnið. Skólastjóri er nú Sigurjón Jó- hannesson cand. mag. Kom hann að skólanunv s. I. haust.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.