Tíminn - 07.06.1958, Síða 5

Tíminn - 07.06.1958, Síða 5
rÍMINN, laugardagmn 7. júní 1958. Kr. H. Breiðdal: Húsmæðraskólinn að Staðarfelli Yíir stoltu Staðarfelli stórra merkja vakir dis. Hýrt í bragði, hátt að velli, höfuðbólið fagra rís. Brosir hlýtt við bændalýði, breiðir faðminn móti sól. Borið giftu, búið prýðir, býður íslands dætrum skjól. (Jóh. úr Kötlum). 1. Bærinn Staðarfell stendur undir samnefndri, brattri fjallshlíð en örskammt frá sjó. Túnið liggur niður frá húsunum til sjávar eða að þjóðvegi, sem lagður er rótt ofan við ílæðarmál. Er túnið slótt aflangt og furðu hallalítið. Útsýn er hin fegursta. Til suðurs rísa hin fagurtypptu Snæfellsnesfjöll: Sáta, Hestur, Skyrtunna, Ljósu- fjöll og fjölmörg önnur, fell og bungnr. Framundan er Hvamms- fjörðttr til að sjá, sem stöðuvatn, því mynndi hans lokast af sam- felldum eyjaklasa: Brokey, Rif- girðingum, Gjarðey, Öxney, Purk- ey en Hrappsey og Klakkeyjum utar með leynivogi þeim, er Ei- rikur rauði leyndist í svi óvinirn-1 ir mistu hans, én sá rauði sigldi * út Breiðafjörð og allt til Græn- lands vestur. Milli þes-sara eyja eru straumhörð sund-rastir, ægiafl, er Iívanunsfjörður ræður einn yfir . o® vaegiir lítt fyrir hmni véltækni- , búnu nútíma öld. En tvisvar á sól- arhríng ieyfist þó umferð með hægu onóti, ef sætt er réttu lagi. ,í árdaga Breiðarfjarðarbyggða renndi Áuður djúpúðga byrðingi sínum um ála og sund Hvamms- fjarðfer og staðnæmdist loks og festi byggð sína í iögrum ’dal. Skeggjadal, reisti bæ og bjó að ‘Hvainmi, er það nær norðurhorni Hvaaiinmsfjarðar ca. 20 km. innar én Staðarfell. I 2. Árið 1927, 4. júní fór vígsluat- höfn Húsmæðraskólans á Staðar- felli fram að viðstöddu miklu fjöl- menni ásamt þáverandi kennslu- málaráðherra Jónasi Jónssyni frá Hriflu, er hrundið hafði þessu nauðsynja og heillaináli í fram- kvæmd, því um það hafði staðið styr nokknr á Alþingi. Eins og al- þjóð 'er kunnugt, gáfu heiðurshjón in Magnús Friðriksson og Soffía Gestsdóttir ísl. rikinu jörðina með öllnm gögnum. og gæðum, gegn því að þar yrði reistur og rekinn kvennaskóli. Þessi framsýnu, at- orku- og hugsjónahjón hafa þvi flagt gæfuríkan gnindvöll að anenntun hinna verðandi hús- inæðraefna sýslunnax og annarra þeirra, er þar vildu dveljast við tiám úr öðrum landsfjórðungum. Skóíinn hefur nú starfað full 30 ár n>eð hinni mestu piyði, og jafn an átt á að skipa albragðs skóla- stjórum og öðru keniraraliði. Það er engum vafa bundið, að Dala- sísla gyldi mikið afhroð, ef slík menntastofnun yrði einhverra or- saka vegna að fella niður starf- rækslu. Það á að vi.a metnaður og stollt allra sýslubúa að efla skólans hag, að þcim hluta, cr til þeirra tekur, og séx í lagi hinna verðandi húsmæðraetna, með því áð sækja hann fyrst og fremst.. Það er vissulega öruggasta leiðin til að halda jafnvægi í byggðum landsins að staðsetja .nenntasetur, sem víðast í sveituiu, á fögrum stöðum þar, sem góð ytri skilyrði eru fyrir höndum. Stefán skáld frá Hvítadal segir í Vígsluijóði Slaðar- felIsKfeólans: „ — Og þessi stofn- hið þniðga tré — eu þessi nýi skóli, er festir traust sin friðar vé oð fornu höfuðbóli. 3. Iíandavinnusýning nemenda Húsmæðraskólans : Staðarfelli var haldin 17. maai, en daginn eftir sunnud. þann 18. vom skóla- slrt. Úti var bjart en fremur kalt og vorgróður lítill. Inni í stofum skólans ríkti birta, hreinlæti og vorgróður. Brosandi daladætur svifu í mýkt æskunnaar í Ijósum og léttum búnaði, heimaunnum skólafatnaði, að meira eða mrnna leyti, milli . sýningarmuna. Tveir samliggjandi salir, fagurlega skreyttir. Um borð og alla veggi, haglega uppstillt handavinnu munum nemanna. Gat þar að lít’a hinn prýðilegasta vefnað, hekl, út- saum, flos m. m., sem ég kann ekki að n'efna.AlIs konar ungbarna fatnaður, telpna og drengja, heil- fatnaður og kjólar kvenna. Þar mátti og sjá eigulega muni úr leðri og plasti. Hver, sem skoðar með athyggli þessa fögru og smekklegu handa- ; vinnu ungmeyjanna hlýtur að fyllast innri gleði, unaði og heil- brigðu stolti, með þökk til þeirra, ysem eltíinn kveikja og kyndil menningar bera til upplýsingar hinni menntaþyrstu, högu sveila- æsku. Skólinn var settur 1. 10. Nemendur alls 18. Hæsta aðalein- kunn 9,06. Fæðiskdstnaður varð kr. 14.50 á dag. Námsgreinar eru yfir 20: Matreiðsla, saumar, vefn- aður, vefnaðarfræði íslenzka, mál- fr., réttritun, reikn., saga, náttúru- fr., hagfr., bókfærsla, næringar- efnafr., þjóðfélagsfr., háítvisi, þvoltur og heilsufr. handa hús- mæðrum. Föndur: leður og plast, skermagerð, útsaumur, fatasaumur, prjónaskapur alls konar. Forstöðu- kona skólans er Kristin Guðmunds dóttir frá Egilsá í Skagafirði. Mat- reiðslukennari Guðrúu Jensdóttir, jReykjavik. Þriðji kennarinn Borg- i hildur Jónsdóttir frá Hnifsdal, Reykjavík. . Skólann sóttu að: 3 stúlkur úr Snæf.ss., 2 undan Eyjafjöllum, 1 '_úr Flóanum, 1 úr Geiradal, A-Bar’ð 1 úr Reykjavík. Að lokum vil ég þakka skólastjóra, kennurum og nemendum dvölina og vetrarstarf- ið með ósk um góða heimkomu og gæfuríka fra.mtíð. Hér við faldinn flóans breiða, frægja skal vorn mæðraavf. Hér á Auðar andi að leiða, ungra kvenna gróðurstarf. (Jóh. úr Kötlura). Skarðsstöð 19-5 Kr. H. Breiðdal. Verkstæði og áköld til viSgerSa Aðalfundur Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna Aðalfundur Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna var haldinn í Reykjavík dagana 29. og 30. máí. Voru mættir fulltrúar frá flest- um frystihúsum innan samtak anna, en þau eru í kringum 50. Formaður stjórnar S. H. set'ti fundinn og bauð gesti velkomna, og voru þeir Huxley Ólafsson og Jón Árnason fundarstjórar og Richard Björgvinsson fundarritari. Elías Þorsteinsson skýrði félags- mönnum frá starfsemi S. H. á starfSárinu og ræddi sérstaklega það nýja viðhorf, sent skapazt hef- ir vegna samþykktar Alþingis um hin nýju lög Útflutníngssjóðs o. fi. Mun framleiðslukostnaður all ur hækka verulega frá því sem nú er og nauðsynlegt verður að semja við Landssamband ísl, útvegs- manna um nýtt verð á fiskinum, en samningar höfðu verið gérðir í byrjun ársins og áttu aö g'ilda út árið. 'Eundúrinn kaus tvær nefndir: Fjárhagsnefnd og Alsherjarnefnd, sem tóku til athúgunar tillögur er lagðar voru fyrir fundinn. Björn Halldórsson, framkv. stj. S. H. rakti í stórum dráttum skýrslu stjórnarinnar til félags- manna, en þar er m. a. rætt um fjárskort frystihúsanna í sambandi við nýbyggingar, breytingar, kaup á nauðsynlegum vélum og rekstr arlán út á framleiðsluna. Einnig er rætt um. nýjungar í sambandi vig notkun frystivéla og skýrt er frá að nú séu í notkun 53 fiskflök unarvélar af Baader-gerð. Einnig skýrir skýrsian frá fram leiðslu frystihúsa S. H. útflutningi hennar og nauðsyn aukinnar vöru vöndunai', sérstaklega hvað viðvik ur meðferð hráefnis. Framleiðslan. Framleiðsla frystihúsa innan S. H. árið 1957 var sem hér segir: Flök 42.337 lestir Heilfrystur flatfiskur 1.607 — Frysf hrogn 753 — Fryst sild til útfl. 4.943 — Skötuhörð og háfur 92 — Rækjur og humar 57 — Dýrafróður, fryst 644 — Söituð þunnildi 2.277 — Söltuð roð 540 — Alls 53.250 — Annaðist S. H. sölu á öllum þess um afurðum auk þess sem að hún seldi nokkurf magn af söltuðum hrognum, fiskimjöli og lýsi, en þessar vörur cru framleiddar í stófum stíl af féiagsmönnum S. H., auk saltfisks og skreiðar. Tíl 1. maí þ. á. hefir framleiðsla frystihúsanna orðið mun meiri en á sama tíma s.l. ár og er aukning in 6000 lestir miðað við frystar vörur. Markaðslönd. Heþf.u markaðfclöndin fyrir fryst'ar vörur voru þessi á árinu 1957, og fór eftirfarandi magn frá frystihúsum S. H. Sovétríkin 25.210 lestir Bandaríkin 8.740 — Tékkóslóvakía 7.560 — Austur-Þýzkaland 5.290 — Bretland 1.58 — Svíþjóg 720 — Holland 400 — ■ Jón Gunnarsson framkvstj. S. H. flutti ýtarlega skýrslu um mark aðsviðhorfiö til hinna ýmsu landa og skýröi hann m, a. frá því, að eftirspurn eftir frystum fiski á Bandaríkjamarkaði hafi verið mjög mikil að undanförnu, og að ekki hafi verig hægt að fullnægja þeirri eftirspurn, þar cð fiskur hafi ekki verið til. Einnig ræddi Jón Gunnnarsson um fiskréttaverksmiðju, sem S. H. rekur í Bandaríkjunum. Verk- smiðja þessi framleiðir ýmsa til- búna fiskrétti, sem eru mjög þægi Iegir fyrir húsmæ'Surnar og hef- ir starfsemi hennar aukizt mikið og nam framleiðslan 1500 lestum á s. -1. ári, og seldist hún fyrir I. 260.000 dollara. Síðan rakti Jón Gunnarsson ýtar- lega sö‘lur og markaðshorfur í hinum einstöku löndum, sem selt hefir verið til, en þau eru 14, en til viðbótar er stöðugt unnið að því að opna nýja markaði. Einnig skýrði Jón Gunnarsson félagsmönnum frá alvarlegum kvörtunum sem borizf höfðu á framleiðsluna og taldi að nauðsyn legt yrði að koma á nú þegar sterku ríkismati á allan ferskfisk sem landað yrði til vinnslu hér á landi. Fundarmönnum var sýnd aug- lýsingakvikmynd um framlciðslu á freðfiski sem S. H. hefir látið gera, en til þessa hefir vantað al- gjörlega slíka mynd. Er hún með skýringum á bæði ensku, þýzku og ensku. Helztu- tillögur. Fundurinn samþykkti eftirfar- andi tillögur: Aðalfundur S. H. 1958 skorar á (Framhald á 8. síðu). Flestir bændur vinna sjálfir að viðhaldi og viðgerðum á vélum sín- um. Til þess að geta leyst þetta af hendi, þarf þrennt til: 1. Kunnugleik á því hvernig vélarnar vinna og' hvernig á og hvernig á ekki að vinna ag við- gerðinni. 2. Verkstæði, eða húsakynni, þar sem hægt er að vinna á þcim árstíma, þegar menn hafa beztan tíma til viðgerðastarfa. 3. Nothæf verkfæri. Verkstæðið. Verkstæðinu á að velja þannig stað, að ekki stafi af því eldhætta fyrir önnur hús. Það þarf að vera þannig útbúið og einangrað, að hægf sé að hita það upp nokkur stig ýfir fr^jtmark á köMifcn vetrardögum. - Til nýbygginga er vikurstein- steypa efni, sem bæði er eldtraust og einangrandi. Gólfið verður að vera samfellt og slétt, til þess að smáhlutir og verkfæri týnist ekki. Góð lýsing er höfðuðatriði. Not ið ljósapípur eða 150 W peru(r) í loftinu, sveigjanlegan lampa (lestrarlampa) viö vinnuborðið og færiljós (Jhund“). Veggir og loft eiga að vera máluð í björtum lit' um. Með tilliti til upphitunar má skálinn ekki vera stærri en nauð syn krefur. 4x5 m. er hæfilegt, ef ekki er vörubíll á heimilinú. Föst borð og skápar eru rusl- sæl og því ætti ag hafa sem allra minnsta a£ þeim. Áhöldin á að hengja á töflur á veggnum. Auk þeirra þarf af föstum innanstokks munum: Sterkt vinnuborð með 5” stál- skrúfstykki. Skáp með hyllum fyrir rær og bolta og aðra smá liluti. Af lausum munum þarf: Sterk fænaalegt vinnubosð 60x60x60 cm. Sterkan, baklausan stól. Kassi með loki (fyrir ónotaðan sand- smergel- og vatnspappír o. 1». h.>. Blikkdunk með loki (fyrir nöt aðan sandpappír, o. s. frv. Blikklunnu undir rusl. ílát undir notaða olíu. ílát eða ker til þess að þvo vélahluta í. Þeir, sem stunda j'árnsmíði og Iogsuðu, þurfá að hafa fleiri inn- anstbkksmuni. Járnsmíðinni fylgir svo inikið-sót, óhreinindi o. þ. u. 1. að það verk á að vinna í öðru her- bergi. Verkfærin. Ef fjárhagurinn er ekki rúmur, er fávíslegt að kaupa dýra verk- færasamstæðu. Það er hægt að fá keypl'a einstaka lykla af öll- um gerðum og menn þurfa því ekki að kaupa aðra en þá lykla sem þeir þurfa að nota. Fyrir þá, sem eru óvissir um hvaða verk- færi þeir muni þurfa, eru myndirn ar, ásamt skýtringartextum góð leiðbeining. Smui'áhöld: Það borgar sig að kaupa góða smursprautu a£ þessari gerð. Olíu Litramálið má nota til að mæla með minni háttar olíumagn. Um leig og vélarnar eru smuri ar, er rétt að athuga loftþrýst inginn í hjólbörðunum og vökvann á rafhlöðunni. Þar sem dráltae vélar eru, þarf því að vera til loft dæla og ílaska með eknuðu vatni. Samsetningar- og stilliáhöld: 8”, 10” og 12” skiptilyklur, 10 mm breitt skrúfjárn og rörtön/J fyrir 1” múffur. Þetta eru verfc færi, sem enginn bóndi getur áa verið. Þau kosta með núverand-’.' verðlagi um 215 krónur. Smáverkfævi: 6” skiptilykill, beygitöng, klípi- töne skrúfjárn (4 mm.) og tomnut- stokkur, — kost -130—140 lu*. og eru hverjum hónda nauðsynleg. Márgir þurfa ei-nnig að eiga þykkt- armál og loftþrýstiniæla. Verkfæri iil viðgerða á málmhluíum: Hringþjalir, gróf flatþjöl, „saj fíll“, j'árnsög, járnklippur, meitill, : '•*>M*Ki*‘*£j&'(3í}ii£iÉÉittttÉÍÉðÍSÍ!ÍÉÉNflNÉtt^MIP —T ala. og dóiar þurfa að vera £ verkfærásafninu. Ennfremur stór hamar, eða 1 ítil sleggja um Vi 1-4. og önnur þyngri, ásamt bor. Hand- snúin hjólsveif með bor frá til Vi” nægir flestum. Stjörnulyklnr. , Rær í dráttarvélum og. bílum eru fast skrúfaðar. Rærnar ónýt ast fljótlega, ef ír.enn misnofa : skiptilyklaa við að losa þær. Stjörnuíyklar eru afbragðsverr færi þar sem hægt er að koma þeim við og þeir henta. Enskum og amerískum dráttarvéUun hæfa lyklar imeð þumlungsmálum. kannan á myndinni er enn jafn Lyklarnir fimm á myndinni crj. góð eftir margra ára notkun. i (Fvamhala a b. sxðuj

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.