Tíminn - 07.06.1958, Page 6
6
T í M I N N, latigardaginn 7. júní 4,958*
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Llndargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Hlutverk landbúnaðarins
í HINNI ágætu ræðu, sem
Ásgeir Bjarnasson hélt í eld
húsumræðunum, ræddi hann
m. a. um landbúnaðinn og
hlutverk hans í þjóðarbú-
skapnum. Ásgeir vék fyrst
að þvi að foröast ætti allan
óþarfan meting milli undir
stöðuatvinnuveganna, land-
búnaðar og sjávarútvegs.
Hann sagði síðan:
„ÞAÐ ER að visu rétt að
1 andbún að ur i n n framleiðir
eins og nú standa sakir ekki
nema tiltölulega lítinn hluta
af útflutningsvöru lands-
manna. Á það'vil ég þó benda
enda full ástæða tii að menn
viti þaö, að sá gjaldeyrir sem
inn í landið kom á s. 1. ári
fyrir útfl. landbúnaðarvörur,
gærur, ull, kjöt o. fl. gerði
betur en aö greiða ailar
rekstrarvörur sem keyptar
voru til þarfa landbúnaðar-
ins á því ári. En eins og kunn
ugt er framleiðir landbúnað-
urinn aðallega vörur, er þjóð
in notar sjálf, og auðvitað
sparar hann þannig gjald-
eyri, sem hún yrði að afla
með einhverju móti, ef þess-
ar vörur væru fluttar inn.
Landbúnaðarframleiðslan
til innanlandsnotkunar mun
effeir því sem næst verður
komi2;t hafa numið nokkuð
yfir 700 millj. króna á s. 1.
ári miðað við verðlagsgrund
vöii landbúnaðarafurða.
Á ÁRUNM 1947—52 er land
búnaðarfjárfestingin þó ekki
nema um 40 millj. króna á
ári, en hefir aukizt síðan.
Á öðrum sviðum átti sér stað
mjög mikil fjárfesting á
sama tíma og litil fjárfest-
ing var í landbúnaði. Til dæm
is um það sem fengizt hefir
fyrir það fé, sem fest hefir
verið í landbúnaði í seinni
tíð,. skal ég nefna þetta:
Á árunum 1947—56 stækk
uðu túnin um 23 þúsund ha.
eða sem næst þriðjungi. Á
sama tíma voru reist 2083
ibúðarhús eða á þriðju hverri
jörð í landinu. Á síðustu 5
árum hafa verið byggð fjós
með hlöðum yfir nálega 10
þús. nautgripi og fjárhús
með hlöðum yfir um 150 þús.
fjár. En bústofnsaukningin
á árinu 1953—56 er 7300
naufcgripir og 260.000 fjár.
Auk þessa hefir yfirleitt ver
ið vel séð fyrir vélvæðingu í
landbúnaðinum.
En framleiðsluaukningin
er líka mikil síðustu árin.
Kjötframleiðsla hefir auk-
izt síðustu 5 árin úr 9000 í
154QQ tonn, ull og gærufram
leiðsla meir en tvöfaldazt og
mjsólkurframleiöslan hjá
mjólkurþúunum aukizfc úr
.42 millj. lítrum í 66 millj.
lítra. Ég vil enn fremur
benda á það, að við lamj-
búnaðinn vinna nú aðeins
13% af þjóðinni og hygg ég
að því verði naumast hald-
ið fram, að þau 87%, sem
önnur störf vinna, skili að
jafnaði stærri hlut í þjóðar
búið.
BÆNDUR landsins hafa
lyft Grettistaki og notið til
þess stuðnings Búnaðarfé-
lags íslands og Stéttarsam-
bands bænda. Það er líka
söguleg staðreynd, að þegar
bændurnir hafa leyst sín
stærstu vandamál þá hefir
Framsóknarflokkurinn jafn-
an átt sæti í rikisstjórn og
farið með landbúnaðarmál.
í tíð núverandi ríkisstjórn
ar hefir margt verið unnið
landbúnaðinum í hag. Lög-
um um búfjári-ækt hefir ver
ið breytt til bóta, enda þarf
saman að fara arðmikið bú-
fé, grasgefin tún og góð nýt-
ing, svo að vel notist starf
bóndans.
Þá ber ennfremur að nefna
hina nýju lagasetningu um
landnám, ræktun og bygg-
ingar í sveitum, þar sem
tekin er upp sú nýjung aö
styrkj a sérstaklega ræktun
þeirra býla, sem hafa undir
10 ha. tún.
Framsóknarmönnum hefir
lengi verið það Ijóst að brýna
nauðsyn ber til að skapa öll
um býlum í landinu rekstrar
hæfan gruindvöll, en sá
grundvöllur er óvíða til staö
ar, ef túnin, sem eiga að sjá
búpeningnum fyrir fóðri, eru
undir 10 ha. Þá er samkv.
þessum sömu lögum veru-
lega bætt aðstaða nýbýlinga
frá því sem verið hefir. Það
er trú mín og von aö þeir
fjársjóðir, sem faldir eru í
ræktanlegu landi muni smá
saman leysast úr læðingi og
að þar eigi enn eftir að skap
ast nýir möguleikar t. d. í
sambandi við skógrækt,
hveraorku m. m.
SJÁLFSAGT spyr nú ein-
hver: Hvað á að gera með
meiri framleiðslu í land-
búnaði en nú er? Því vil ég
svara þannig: Þjóðinni fjölg
ar. Mörg smáþorp eiga eft-
ir að rísa upp í sveitum lands
ins. Sú kemur tíð, að enginn
efast um, að hægt sé aö
flytja út sauðfjárafuröir
með góðum árangri, en það
er með þær eins og aðra fram
leiðslu að það þarf að tryggja
rekstrargrundvöll útflutn-
ingsafurðanna og um leið
tryggja fólkinu í landinu
stöðugt verðlag djaglegra
nauðsynja og eigna.
íslenzku þjóðinni fjölgar
um 3000 manns á ári og leið
ir þetta til þess að efla þarf
framleiðsluna af fremsta
megni, svo að hægt sé að
sjá öllum fyrir lífsnaúðsynj
um.“
ÞETTA greinargóða yfir-
lit Ásgeirs Bjarnasonar gef-
ur í senn glögga mynd af þró
un landbúnaðarins á undan-
förnum árum og hlutverki
hans í þjóðarbúskapnum í
nútíð og framtíð. Þeim
fjármunum er vissulega vel
ERLENT YFIRLIT:
Stríðshættan vegna Libanons
Átökin í Líbanon gátu um skeið orsakaÖ styrjöld milli stórveldanna
UNDANFARNAR vikur hefir
komið óvenjulega fátt af erlend-
um ferðamönnum til Egyptalands.
Venjulega dvelst þó margt er-
lendra ferðamanna þar á þessum
tíma. Ástæðan er sú, að mjög mik-
il slríðshætta hefir hvíit yfir
hinum nálægari Austurlöndum að
undanförnu og alveg eins verið bú
ist við því, að styrjöld gæti brot-
izt þar út þá og þegar. Stjórnar-
völd Bretlands og Bandaríkjanna
hafa því látið ferðastofur vara við
ferðalögum til Sameinaða ara-
bíska lýðveldisins að svo stöddu,
og hefir það orsakað, hve fátt er
nú þar af erlendum ferðamönn
um.
Hin óvenjulega mikla stríðs-
hætta, sem ríkt hefir að undan-
förnu, stafar frá atburðunum, er
hafa verið að gerast í Libanon.
ÁTÖKIN, sem staðið hafa yfir
í Líbanon undanfarnar vikur,
rekja rætur bæði til stjórnmála-
deilna innanlands og áróðurs ut-
an frá. Dcilur hafa verið harðar
milli stjórnmálamanna í Libanon
og stafar það ekki síður af per-
sónulegum ástæðum en málefna-
legum. Deilur þessar hörnuðu veru
lega við það, er núverandi forseti,
Camille Chamoun, lét stjórn sína
lýsa fylgi við Eisenhowerkenning
una á síðastl. ári. Fram að þeim
tíma hafði Libanon fylgt hlutleys-
isst’efnu í utanríkismálum, þót't
glöggt væri, að samúð stjórnar-
valda og landsmanna væri meira
með lýðræðinu en kommúnisman
um. Andstæðingar forsetans not-
uðu sér þetta frávik frá hlut-
leysisstefnunni til aukins áróður
gegn Chamoun forseta. Jafnframt
varð það til þess, að Egyptar og
Sýrlendingar mögnuðu mjög á-
róður gegn honum.
Kjörtímabili Chamoun forseta
lýkur, á þessu ári og hefir hann
ekki rétt samkvæmt stjórnar-
skránni til framboðs að nýju. í
vor tók sá orðrómur að kvisast,
að Chamoun hefði í hyggju að
fá stjórnarskránni breylt á þann
veg, að hann gæti boðið sig fram
aftur. Þetta tóku andstæðingar
hans óspart upp. Þeir hertu áróð
urinn gegn honum um allan helm
ing og slimpluðu hann sem ein-
ræðisherra og báru honum hvers
konar valdaníðslu á brýn.
CAMILLE CHAMOUN
tekta úti fyrir ströndum Libanons.
Bretar höfðu fallhlífarlið tilbúið
á Kýpur. Ætlunin var að senda
herlið á vettvang, ef sljórnin biði
lægri hluta fyrir uppreisnar-
mönnum. Slík aðstoð hefði hins
vegar getað leitt til vopnaðra á-
taka við Sýrlendinga og Egypta,
studda af Rússum. Bretar og
Bandarikjamenn töldu hins vegar
betra af tvennu illu að eiga það
á hættu en að láta Nasser inn-
lima Libanon í ríki sitt, enda hefði
það vafalaust lamað mjög vest'-
ræn áhrif í þeim löndum Araba,
sem enn eru vinveitt vesturveld-
unum eða hlutlaus.
ÞESSI einbeittu viðbrögð Banda
ríkjamanna og Breta virðast hafa
borið þann árangur, að forusl'u-
menn Sameinaða arabíska lýðveld
isins hafa mjög dregið úr því að
senda flugumenn inn í Libanon og
ag ýta undir uppreisn þar. Þá
hefir stjórn Libanon kært þcssa
íhlutun forráðamanna Samein-
aða arab'iiska lýðveldisins fyrir
arabiska bandalaginu og Öryggis-
ráði S. Þ. Arabíska bandalagið
hefir undanfarið rætt málið á fund
um sínum, og er dregið að taka
þag fyrir í Öryggisráðinu á með-
an.
i Allt. þetta hefir gert það að
! verkum, að friðsamlegar horfir
í þessum málum nú en i síðastl.
mánuði. Fjarri fer þó, að monn
telji þessa hættu enn liðna hjá.
Atburðirnir, sem gerðust í maí,
eru býsna glögg vísbending. jþess,
hve enn er ófriðvænlegt í feeim-
inum. Lítið óhapp í Libanon hefði
■ þá getað leitt til þess, áð 'nú -geis
aði styrjöld í hinum nálægari
Austurlöndum.
ÞÓTT nokkuð hafi dregið úr á
: tökum í Libanon, er hvergi nærri
J kominn þar á sæmilegur friður
innanlands. Nokkuð hefir það
b.ætt samkomulagshorfur, að
Chamoun hefir lýst yfir því, að
hann hafi ekki nein áform um að
bjóða sig fram að nýju. And-
. stæðingar hans telja það þó ekki
j íullnægjandi, heldur krefjast þcss,
! að hann leggi niður völd taf-
! arlaust. Bak við tjöldin virðist
vera unnið að því að ná sam-
komulagi milli helztu flokkanna.
Ekki aðeins stjórnarsinnar. held
ur margir stjórnarandstæðingar,
eru andvígir innlimun í Samein-
aða arabíska lýðvehlið. Margt bend
ir til að samkomulag muni a(5 lok
um fást á þeim grundvelli, að
Libanon hverfi aftur til hinnar
gömlu hlutleysisstefnu sinnar, en
hafni alveg sameiningu eða sér-
stökum tengslum við Sameina'ða
arabíska lýðveldið. Eins og á
stendur væri það vafalítið bezta
lausnin.
ÞAÐ væröi átreiðanldga mjög
sögulegur atburður, ef Libanon
ætti eftir að missa sjálfstæði sitt
og inlimast í hið Sameinaða ara-
biska lýðveldi. Þótf Libanon sé
lítið land og þjóðin lítil, hefir
þróast þar merkileg og sérstæð
menning. Um helmingur íbúanna
er kristinn og myndi- hlutur þeirra
áreiðanlega mjög versna, ef Liban
on missti sjálfstæði sit't. Þá myndi
það vafalítið geta haft óiheppileg
áhrif í öðrum Arabalöndum, ef
forustumönnum Sameinaða arab-
íska lýðveldisins heppnuðust inn-
limunaráform sin varðandi Liban-
on. Þ.Þ.
ÞESSI stjórnmálalegu átök í
Libanon, tóku á s»g nýjan svip í
byrjun seinasta mánaðar, er ó-
eirðir hófust víða í landinu
og beindust alveg sérstaklega
gegn Bandarikjamönnum. Við nán
ari athugun hefir komið í Ijós,
ag hér voru víða flugumenn frá
Egyptum og ^ Sýrlendingum að
verki. Svo virðist sem það hafi
verið tilgangur forustumanna
hins Sameinaða arabíska lýð-
veldis að nota sér innbyrðisdeil-
urnar í Libanon til að steypa
Chamoun úr stóli og innlima Lib-
anon í Sameinaða arabiska lýð-
veldið. Vitað er, að forráða-
nienn Egypta og Sýrlendinga hafa
lengi verið andsnúnir því, að Lib-
anon væri sjálfstætt ríki og talið
bezt að innlinia það í stærri arab-
íska rikisheild.
Um skeið virtust nokkrar horf-
ur á að þessar fyrirætlanir Egypta
og Sýrlendinga kynnu að heppnast.
Allmargt vopnaðra flugumanna
tókst að komast inn í Libanon frá
Sýrlandi. Til þess að afstýra því,
að þetta heppnaðist, ákváðu Bret-
ar og Bandaríkjamenn að bregðast
hart við. Amerískur sjóher var
sendur á vettvang og látinn bíða á-
varið, sem renna í landbún-
aðinn, því að þjóðin hefir
fyllstu þörf fyrir éflingu
hans, jafnt af efnahags-
legum og menningarlegum
ástæðum.
Gamanleikur eítir Agnar ÞórSarson
3. verkefni Sumarleikhússins í ISnó
Frumsýning verSur á sunnudagskvöld
Sumarleikhúsið í Iðnó hefur starfsemi sína á sunnudag-
inn kemur. Verður þá frumsýndur gamanleikur eftir Agnar
Þórðarson, og nefnist leikritið Spretthlauparinn. Leikstjóri
er Gísli Haildórsson.
Fréttamenn ræddu í fyrrad. við
Gísla, en hann veitir Sumarleik-
húsinu forstöðu og hefir jafnan
stjórnað sýningum þess. Það er
þriðja starfsár þess sem nú hefst,
en undanfarin sumur hefir það
sýnt gamanleiki eftir Terence
Rattigan og hlotið mjög góðar
undirtektir.
Léttur gamanleikur.
Agnar Þórðarson samdi Sprett-
hlauparann árið 1953, og var leilc-
xitið flutt í útvarp sama ár. Nú I
vetur hefir hann unnið að breyt'-
ingum á því, lengt það og gert
úr heils kvölds leikrit í þrcmur
þáttum. Gísli Halldórsson kvað
Spretthlauparann vera mjög létt-
an gamanleik er gerðist í Reykja-
vík nú á tímum og væru persón-
ur gripnar úr hversdagslífinu, fói'k
er menn könnuðust við af dag-
legri umgengni. Leikendur eru
auk Gísla þau Sigriður Hagalín,
Helga Valtýsdóttir, Guðmundur
Pálsson, Knútur Magnússon og
Steindór Hjörleifsson. Leiklj'öld
hefir Magnús Páfsson gert, en
ljósameistari er Gissur Pálsson.
Vinsæl leikstarfsemi.
Sumarleikhúsið hefir orðið vin-
sælt undanfarin ár, og er auð-
sæ'tt að fólk kann vel. að, meta að
sjá l'étta og skemmtilega .gaman-
lei'ki á sumrum. í fyrra tók Ueik-
húsið upp þá nýfereytni að iiefja
ekki sýningar fyrr en kl. 8,30 og
verður þeim sið haldið, enda varð
hann vinsæll'. Undanfarin ár hefir
loikhúsið vanalega farið -leiicför
til Akureyrar og verður væntan-
lega einnig svo í ár. Aítur á móti
er óráðið hvert farið verður.
SpretthTauparinn er fjórða leik-
rit Agnars Þórðarsonar sem sýnt
er í Reykjaviik, en óþarfi er að
kynna Agnar, svo þekktur er hann
oröinn af fyiTÍ leikri'tum sínum
á sv'.ði og í útvarpi. Hann dvelst
nú erlendis og getur því ekki verið
viðstaddur frumsýningu á þessu
leikriti sínu.