Tíminn - 11.06.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.06.1958, Blaðsíða 9
T í M 1 N N, miðvikudagiim 11. júní 1958. sex grunaöir saga eftir agatha christie — Allt í lagi, ég skal segja ykkur allt, þið verðið bara aö spyrja, sagði hann. — í fyrsta lagi, virtist nókk uð vera öðruvísi en vanalega? AÍLfKeð huig;|aði sig , uon stundarkorn og anzaði því næst virðulegur ó svip: — Það held ég ekki. — Komu nokkrir ókunnug ir í húsiö? — Nei, herra? — Engir meðal sjúkling- ahna? — Ég vissi ekki að þér ætt uS við sjúklingana. Engir komu nema þeir sem höfðu pantað tíma fyrir fram. Nöfn in eru ölí í bókinni. Japp kinkaði kolli. Poirot sagði’: — Gat einhver komist inn utan frá? — Nei, alls ekki. Þeir hefðu þurft að hafa iykil, skiljið þér. — En þaö var auðvelt að kornast út? — Já, bara ýta á takkann og snúa handfanginu. Peir komu oft niður stigann með an ég var á leið upp með aðra. — Eg skil. Segðu okkur nú hver kom fyrstur í morgun og svo framvegis. Lýstu þeim fyrir okkur, ef þú getur. Alfreð íhugaði málið. Því næst ságði hann: — Kona með litla stúlku, sem var að fara til Reilly og frú Sópur eða eitthvað svo- leiðis til Morlev. Poirot glotti. Hánn sagði: • — Alveg rétt, haltú áfram. —Þá kom roskin kona — dáiítið virðuleg — kom í bil, flottum Daimler. Þegar fór út kom hár og hermann- legur maður og rétt eftir hon um komuð bér. Hann kinkaði kolli tii Poirots. — Rétt. — Næstur kom Amerikan- inn. Japp sagði hvasst: — Ameríkaninn? —- Já, herra. Ungur náungi. Hann var áreiðaniega amerík ani — maður heyrði það á röddinni. Hann kom snennna. Hann átti ekki að vera fyrr en klukk en 11.30, og það sem meira var hann beiö ekki eftir því að hann kæmist að. Japp sagði: — Nú, hvað þá? — Þaö er satt. Eg kom að sækja hann þegar hr. Railly hringdi klukkan 11.30 — get ur hafa verið dálitlu síðar — | og þá var hann ekki. Hann hlý^ur að hafa gugnað og farið burtu. Alfreð bætti við yfirlætislega: Fólk gerir það stundúm. Poirot sagði: L- — Þá hlýtur hann að hafa farið rétt á eftir mér? — Það er rétt herra. Þér fóruð stuttu eftir að ég'tók á móti heldrimanni, sem kom í Rolls bíl — það var stór- köstlegur bíll — Hr. Blunt, klukkan 11.30. Þá kom ég nið- ur og hleypti yður út og konu ínn, hún hét ungfrú eitthvað Berry Seal, eða svoleiðis og síðan skrapp ég niður í eld liúsið og fékk mér kex og svo fór ég upp aftur og-þá hringdi Reilly svo ég fór að ná í ameríkanann, en hann var flúinn. Eg sagði Railly það og hann bölvaði eins og haiin gerir oft. Poirot sagði: — Haltu áfram. —Já, hvað var næst? Ó, já, bjallan hjá Morley hringdi á þessa Seal og virðulega madd aman fór niður með mér og þá tók ég ungfrú, æ, ég man ekki hvaö hún hét, í lyftuna. Þá fór ég niður aftur og tveir menn komu, annar með skrýtna rödd, ég man ekki hvað hann hét. Hann var að fara til hr. Reilly. Og feitur útlendur maður til hr. Mor- ley. — Ungfrú Seal var ekki lengi inni, ekki meira en 15 minútur. Eg hleypti henni út og visaði útlenda manninum næst inn. Hinum, sem var að fara til Reilly hafði ég vísað inn rétt eftir að hann kom. Japp sagði: — Og þú sást ekki þegar hr. Ameriotis fór aftur? — Nei, herra eins og ég sagði þá sá ég það ekki. Hann hefir opnað fyrir sér sjálfur. Eg sé heldur ekki, þegar hinn herramaðurinn fór. — Hvar varstu eftir klukk an tólf? í — Eg sit alltaf í lyftunni og bíð eftir að bjallan hjá læknunum hringi eða niöri. . Poirot sagði: I — Varst þú ef til vill að lesa? Alfreð roðnaði. — Það er ekkert ljótt við það, herra. Eg hafði ekkert annað að gera. —Mikið rétt. Hvað varstu aö lesa? — DauSinn kom klukkan 11,45, herra, það er amerísk leynilögreglusaga. Hræðilega æsandi. Poirot brosti lítillega. Hann sagði: — Myndir þú hafa heyrt ef fremri dyrunum hefði verið lokað? — Eigið þér við ef einhver hefði fárið út? Nei, ég býst ekki við því. Japp spurði: — Hvað gerðist næst? Alfreð hugsaði sig enn um. — Það var bara ungfrú Shirty, ég held að hún hafi heitið það. — Eg beið eftir að heyra í bjöllu hr. Morley, en — Það kom enginn ókúnn- ugur, herra. Kærastinn henn ar ungfrú Nevill kom — og var reiður að hitta hana ekki hér. Japp spurði snöggt: — Hvenær var það? — Rúmlega tólf. Þegar ég sagði honum að ungfrö Nevill væri fjarverandi í dag vlrtist hann verða ofsareiður og sagö ist ætla að íða og hitfca hr. Morley. Eg sagði hontnn að hr. Morley væri önnum kaf- inn allan daginn en hann sagði: Gerir ekkert, ég bíö. Poirot sagði: — Og beið hann: Alfreð varð vandræöalegur ekkert gerðist og klukkan eitt var konan orðin bálvond. — Þér datt ekki í hug að fara og vita hvort hr. Morley væri tilbúinn aö taka á móti henni? — Nei, mér datt það alls ekki í hug. Því að ég vissi að útlendi maðurinn var þar enn. Eg varð a'ð bíða eftir bjöll- unni. Auðvitað — sko ef ég hefði vitað að hr. Morley . . . Alfreö hristi höfuðið ruglaö- ur á svip. Poirot spurði: — Varst þú undrandi þeg- ar þú vissir að Morley hafði framiö sjálfsmorð? — Það veit hamingjan heil og sæl að ég var undrandi. á svip: Hann hafði enga ástæðu til: Hann sagði : að gera það, eftir því sem mér | — Fjárinn sjálfur, ég hugs fannst. — Ó, Alfreð glennti aði ekkert nánar út í það. upp augun — Ó, hann var þó Hann fór inn á biðstofuna, en ekki myrtur, eða hvað? seinna var hann þar -ekki. Poirot sagði áður en Japp Hann hlýtur að hafa oröið gæfist tóm til að segja nokk leiður á að bíða og farið og — Gerum ráð fyrir því, Al- ætlað að koma aftur síðar. i freð, myndi það furða þig enn ■ meira en hitt? Þegar Alfreð var farinn út — «Satt a?Tsegja, herra, þá úr herberginu, sagði Japp. veit ég það ekki. Eg get ekki í — Heldur þú aö það hafi skiliðhver ætti að vilja myrða verið rétt að gefa strákbján hr. Morley. Hann var — tja, anum þeim arna það i skyn að ósköp venjulegur maöur. Var Morley hafi veriö myrtur? hann í rauninni myrtur, ________________ herra? Poirot sagði alvörugefinn? — Við erum að rannsaka alla möguleika. Það er þess vegna, sem ég sagði þér að þú værir mjög mlkilvægt vitni og þú yrðir að reyna að muna allt sem gerðist í morg un. Hann lagði áherzlu á oröin og Alfreð hugsaði af alefli. — Eg man alls ekki eftir fleiru, herra. Rödd Alfreðs var mæðuleg. — Ágætt, Alfreð. Og þú ert viss um að engir aðrir en sjúklingar hafi komið í morg un? Hygginn bóndt tryggir dráttarvél fcina {&} Ný sendin; „GILBARCO” olíubrennarar væntaniegir alveg á næstunni-Þeir viðskiptavinir vorir er eiga brennara í pöntun eru vinsam- legast beðnir að hafa samband við skrifstofu vora. Tökum jafnframt á móti pöntunum til afgreiðslu um mánaðamót júli og ágúst. OLÍUFÉLAGIÐ H. F, ANDSHÚSINU SÍMI 24380 '.V.VAV.V.W.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VW.V.'.V.V.VV.V.SV.V.V.V.V.V.V'.VAV.V.V.V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.