Alþýðublaðið - 09.09.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.09.1927, Blaðsíða 2
ALPVÐubL,Ai>i±) I ALÞÝÐUBLAÐIÐ j < kemur út á hverjum virkum degi. [ . ■ . = > } Aígreiðsla í Alpýðuhúsinu við t < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. j } til kl. 7 síðd. < Sferifstofa á sama stað opin kl. í 9»/, — lfP'a árd. og k). 8—9 síðd. t • Simar: 988 (afgreiðs)an) og 1291 | J (skrifsíofan). Verðiag: Áskriftarverð kr. 1,50 á j mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 t hver mm. eindálka. f Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan í (í sama húsi, sömu simar). t Samhjálp jafnaðarmanna þrælakaup auðvaldsins. „MgbJ." segir í dag frá ]wí sern einhverjum stórtíðindum, að fé- lagar vorir í Danmörku hafi styrkt ísienzka alþýðu í barátt- unni gegn auðvaldmu. Hætt er þó við, að fæstum þyki þetta nokkrum tíðindum sæta, því að Alþýðublaðjð hefir oftsinnis skýrt frá þvi, að jafnaðarmenn allra þjóða styrki hverir aðra, sem eðli- legt er, þar sem starfsemi þeirra er alþjóðahreyfing og samtök þeirra heimsfé'agsskapur. En það er alkunnugt, að fáfróðum mönn- um og bjánurn finst oft afarmik- ið til um, ef þeim tekst einhvern tjma að taka eftir þvi, sem allir aðrir vita. ,.Mgbl.“ hefði þvi getað verið heppnaia í tíðindavalinu. Pað hefði getað sagt frá því, sem öll- um hefði þótt mikilsvert að fá upplýsingar þess um. Pað hefði getað staðfest það, að Stórdaninn Aage Berléme Iagði 5 þús. kr. til útgáfu „Mgbl." og vildi fá fyrir tfulltrúa í útgáfustjórn blaðsins út- lendan mann. Það hefði ge'tað skýrt frá því, að Geo Copland, sem ekki hefir beint reynst Is- lendingum þjóðnýtur, hefir keypt sér velvild „Mgbl." fyrir 10 þús. kr., og fleira mætti til tína. Gæti „Mgbl." t. d. ekki skýrt frá, hvort ekki er satt, að steinolíuokurfélag amerískra og danskra auðkýfinga, hið marg-illræmda D. D. P. A. lagði 60 þúsund kr. til kosningabaráttu íhaldsins 1923? Eftir slík mök við rangfenginrt Mammon má kalla það brjóst- heilindi hjá þeim, sem auðvaldið hefir keypt til þræ'dóms og verða að Ieggjast flatir á skrifstofu „Mgbl." til að láta hvern útlend- an auðvaldsdó’g þurka óhreinind- in ásér.að þyrla uppkring um sig moldviðri af þjóðrækni og föð- ■urlandsást, ekki sízt, þar sem all- jr vita, að „Mgbl." elur þá einu ósk aö láta sárfáa einstaklinga fita sig á kostnað alls fjöldans. Slíku fólki getur ekki tekist að gera það viðsjárvert, er jafnað- armenn allra þjóða hjálpa hverir öðrum eftir megni tii að vinna að bættum kjörum allra, sem bágt eiga, og þar með að batnandi hag allrar hei'darinnar. Lúa'laglð. Líggur Jón Þorláksson sjálfur á því? trist er Jon Porlaksson ekfei nættur kafbáts-blaðamenskunni. Það rná sjá það á greininni „Suð- urlandsskólinn, og kenslumálaráð- herrann nýji," sem .„Morgunblað- 4ð" flutti með tvídálkaðri fyrir- sögn núna síðast liðinn sunnudag. Sú grein ér að rnörgu fróðleg; það má til dæmis sjá á henni, hvaða aðferð vor valdasvifti Mus- solini, Jón Þorláksson ofnasali, hygst að hafa við að kynda undir „Framsóknar“-stjórninni. Það er gömul og vel þekt að- ferð, sem Jón Þorl. ætlar að nota. Það er að hrópa upp um óþarfa kostnað og fjáreyðslu, hvenær sem eitthvað er framkvæmt, vit- andi það, að nokkur hluti al- mennings fyigist vanalega svo litið með ])ví, sem er að gerast, að hann trúir öllu, sem hrópað er nógu oft og nógu hátt. Engiim er betur kunnugur þess- ari aðferð en Jón Þorláksson sjálfur, og enginn hefir lýst henni betur en .hann. Fyrir 19 árum var Jón Þorláks- Son ekki íhaldsmaður, og þá var hann ekki heldur efnaður.. Þá sagði Jón i fyrirlestri, sem liann hélt í félaginu „Fram" (27. febr. 1908) og [irentaður var í „Lög- réttu" 11. marz s. á.: „Pað eru venjulega hinir efn- aðri borgarar í hverju þjóðfélagi, sem fylla íhaldsflokkinn; þeir eru ánægðir með sinn hag og finna þess vegraa ekki, að þörf sé breytinga eða bóta á hag þjóðar- innar, og vilja ekki láta heimta af sér skatta í því skyni." En það eru, eins og áður var sagt, 19 ár, síðan Jón sagði þetta. Á þessum árum hefir hagur hans- breyzt mikið. Frá því að vera efna- Jítill embættismaður með skuldir frá námsárunum á baki er hann nú orðinn efnaður borgari. Og um leið og kjör hans hafa breyzt, hafa skoðanir hans snúist og það svo geypilega, að hann, fram- faramaðurinn, er nú orðinn aðal- maður íhaldsflokksins.. Má segja, að Jón hafi misreiknað sig við- lika, þegar hann talaði og skrifaði ofanrituð orð, eins og þegar hann reiknaði út, að rnórinn myndi kosta 25 kr. smálest, en varð reyndar 82 krónur. (Var seldur almenningi á 45 kr.; hitt tap bæj- arsjóðs á ráðsnrensku Jóns..) í sanra fyrirlestri (og „Lög- réttu“‘-grein) og fyrr var frá sagt segir Jón, að íhaldsmenn segi ekki, að þeir vilji ekki framfar- ir, því að ef þeir gerðu það, fengju þeir lítið fylgi, hekiur segðu þeir bara, að þeir vildu fara sparlega með landsfé o. s. frv. „Þedr vita ofurvel," stendur í „Lögréttu“-greininni, ,,að ef þeir geta passað, að þjóÖin komist ekki í Iandssjóðinn, þá fær þjóð- in hvorki a'þýðuskóla, hafnir" eða aðiar framfrair. Það kom um daginn frétt um, að skólastjórinn á hinum nýja og merkilega skóla á Laug í Þing- eyjarsýslu hafi verið beðinn að koma hingað suður, til þess að ráðgast yrði við hann um fyrir- komulag skótabyggingar hins væntanlega Suðurlandsskóla. Þegar Jón Þorláksson las þetta, hefir honum sem íhaldsmanni gramjst, að nú ætti að fara að gera framkvæmd úr hinum fyrir- hugaða Suðurlandsskóla, því að eins og Iesa má í „Lögréttu"- greininni, eru íhaldsmenn á móti alþýðuskólum, þó þeir hafi ekki viljað láta: „bendla sig opinber- lega við þessa stefnu, sem er svo óvænleg til fylgis hér," eins og stendur í „Lögréttu"-grein- inni. Þegar Jón því sezt niður til þess að rjta þessa margumræddu „Morgunblaðs“-grein, þá segir hann ekkert orð um, að skólamál- ið sé ekki gott. Sussu nei; það er bara þessi gífurlegi kostnaður, þess isóun, að brúka tvö, þrjú eða kann ske fjögur hundruð krónur til að fá vitneskju um þá reynslu, sem fengin er á Laug. Þetta hefir Jóni sýnst ágætt til þess að hrópa upp um, en það er vitanlega of vitlaust til þess, að hann vilji láta nafn sitt undir það. En honum hefir fundist það mátu- lega vitlaust til þess að koma sem ritstjórnargrein í „Morgunblað- inu", mátulega vitlaust til þess, að mönnum þætti sennilegt, að anna'hvor þeirra Valtýs eða Jóns Kjartanssonar væri höfunduriinn. Jóni Þorlákssyni blöskrar árið- anlega ekki, þótt verkfræðingi verði borgaðar 1 eða 2 þúsund krónur fyrir að reikna út burðar- magn járnsins, sem þarf í steyjpu- loftin í hinum væntaiilega skóla, 'enda er Jón sjálfur ekki beint b- dýr á verk sín. Voru bað víst 18 þúsund krónur, sem hann tók inn hjá bænum fyrir að hafa umsjón með viðbótinni ,sem gerð var við vatnsveituna fyrir nokkrum árum. Ög fyrir umsjónina meðFlóaáveit- unni tók hann 30 þúsund krónur, svo að eðlilegt er, að hann vilji heldur skríða á bak Jóni Kjart- anssyni og Valtý, þegar hann fer <að rita um að „kaupa dýra að- stoð.“ (En .skyldi þá tvo náunga, Jón Kjartanssom og Valtý, ekki enn vera farið að gruna, að Jón Þorláksson hefir þá til athlæg- is?) Það skiftir engu máli, að eins og sjá má í frétt, sem kom i blöðunum á mánudaginn var, þá er þaö alls ekki kenslumálaTáð- herranum að þakka ,að skólastjór- inn frá Laug kemur suður. Kaf- bátsárás Jóns Þorlákssonar á eitt helzta framfaramálið er sú sama fyrir því Gísli Jónsson. U. M. F. Velvakandi, heldur fyrsta fund sinn á þessu hausti kl. 9 annað kvö’d í'Kirkju,- torgi 4 uppi. „Mlmgasemd. í blaði yðar 3. þ. m. er grein, er nefnist „Póstmála-ósvinna". Þar er veizt að póststjórninni fyr- Ir ráðabreytni hennar um póst- göngur á Breiðafirði. Ekki er ætl- un mín að verja gerðir hennar, sem skifta mig engu máli. En í niðurlagi greinarinnar eru §tráks- legar og iligirnislegar dylgjur um sé:a Sigurð Einarsson prest í Flat- ey, bæði sem borgara og prest, og eru þær studdar hinni lævís- legu rökstuÖningu rógberans: „tal- ið er“. Er viðbjóðslegt að sjá slíkt á prenti i blaði, sem styður þann flokk mann-a, er vill styðja sanna mentun allrar alþýðu og kenna henni að lifa í einingu og bræðralagi. Sá, er.trúir ummælum blaðs yð- ar um séra Sigurð, mun halda bann í meira Jagi slóttugan, smjaðrandi bragðaref, sbr. orða- 'lagið í greininni „hinn tungumjúki . . . hafi vaíið heðni um höfuð póstmeistara." Vil ég ekki láta hjá líða að mótmæla þessum ljótu ummælum um góðan dneng og skýra frá, hvern þátt Sigurður á í ráðstöfunum póstmeistara. Sigurður er formaður í véibáts- félagi í Flatey. Er Barðastranda- sýsla hluthafi í félaginu, og fé- fagið fær styrk úr ríkissjóði til að halda uppi samgöngum á Breiðafirði, sem alt til þessa hafa verið haria bágbornar. Séra Sig- urður ikom hingað suður 3. á- gúst í sumar til að semja ura styrk þenna og var falið af stjórn félagsins að leita samninga við póststjórnina um póstflutninga, Póstmeistari var ekki í bænum, en Sigurður bar upp erindi sitt við aðra á póstmálaskrifstofunni, en þeir vildu engin svör veita. Seint að kvöldi 8. ágúst kom póst- meistari heim. KI. 9 að morgni 9; ágúst símaði séra Sigurður til hans frá „Mensa academica". Ég var þar staddur, en heyrði ekki samtai þeirra, því að ég var ekki. í sama herbergi og Sigurður. Ég. spurði séra Sigurð á eftir, hver svör póstmeistari hefði veitt, og, sagðist hann hafa fengið ákveð- ið loforð hans, að bátafélagið) fengi póstflutningana. Kl. 10 eða éftir tæpa klst. fór svo Sigurður með „Esju‘“. Hann sá sem sé pósfc meistara aldrei í ferð sinni og átti að eins þetta eina símtal við hann. — Nú er séra Sigurður að yísu mæiskur maður, en ólíklegt þykir mér, að honúm hafi í stuttu símtali með mælsku sinni tekist að véla póstmeistara til þess, er honum hefði annars þótt óráð. Sigurður gerði ekki annað en hon- um hafði verið fálið aö leita samninga við póstmeistara og gerði það á hrekklausasta hátt, sem til er, því að persónulegir yíirburðir skapgerðarinnar njóta sin iila í síma. Er því yður, herra ritstjóri! ógerningur að færa til sanns vegar orðaiag yðar, er þér sc’gið, að sé a Sigurður hafi „vaf-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.