Tíminn - 01.07.1958, Side 6

Tíminn - 01.07.1958, Side 6
6 TÍMINN, þriðjudaginn 1. júli 1958. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Siraar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Sjálfstæðismenn og veltuútsvörin í BLÖÐUM SjálfstæSis- manna hefur mjög verið hamra'ö á því á undanförn- um árum, að atvinnufyrir- tækjum væri ofþyngt með ofháum sköttum. Afleiðing þessa væri sú, að fyrirtækin gætu ekki lagt nægilegt fjár magn fyrir til viðhalds og aukningar á starfsemi sinni, Þetta orsakaði það einnig, að fjármagnið leitaði yfir- leitt annað en í atvinnurekst urinn. Þegar til lengdar léti bitnaði þetta ekki aðeins á atvinnufyrirtækjunum, held ur eínnig á launþegunum, þar sem atvinna yrði minni og óstöðugri. Háir kauptaxt- ar tryggja vitanlega ekki sæmileg lífskjör, ef atvinn- una vantar. VAPALAUST HAFA margir dregiö það af þessum áróðri ihaldáblaðanna, að Sjálf- stæðisfiokkurinn væri mjög andvígur ofsköttun á atvinnu fyrirtækjum. Alltof margir hafa enn ekkj lært, hvaða munur er venjulega á yfir- lýsingum og verkum Sjálf- stæðisflokksins. Sannleikurinn í þessum efnum, er nefnilega sá, að þau skattalög, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur for- dæmt mest og talið leika atvinnufyrirtækin grálegast, voru sett, þegar hann fór með fjármálastjórnina og réði mestu um skattamál og önnur fjármál ríkisins. Sannleikurinn er ennfrem ur sá, að þungbærustu og rangiátustu skattabyrðar er lagðar hafa verið á fyrir- tækin, eru veltuútsvörin.Þau hefur: Reykjavíkurbær lagt á fyrirtækin í vaxandj mæli, en þar hefur Sjálfstæðis- flokkurinn ráðið einn, eins og kunugt er, og getur því ekki kennt öðrum flokkum um þessar álögur. NÚVERANDI FJÁRmála- ráöherra hefur lengi haft áhuga fyrir því aö breyta þessum skattalögum, sem hann tók í arf frá Sjálf stæðisflokknum, á þann veg að hlutur atvinnufyrirtækj anna yrði bættur. Þessari breytingu kom ráðherrann fram á seinasta þingi, án þess að Sjálfstæðisflokkur- inn kæmi þar nokkuð nærri. Má hiklaust fullyrða, að þessi breyting á skattalög unum verður atvinnufyrir tækjunum veruleg lyftistöng og mun stuðla að stöðugri og vaxandi atvinnu. í umræöunum á Alþingi um skattalögin var hinsvegar réttilega bent á þaö, aö þótt hér væri stigið stórt spor í átt, væri það ekki næglegt, ef veltuútsv. væri hald- ið áfram í núv. mynd sinni. Hinn sænski hagfræöingur, sem athugaði nýlega skatt- lagningu ísl. atvinnufyrir-, tækja, lagði og alveg sér- staka áherzlu á afnám veltu útsvaranna, enda væru þau sérlega ranglát og hættu- leg atvinnurekstrinum og þekktust hvergi nema hér á landi. ÞRÁTT FYRIR allt þetta, bólar ekki neitt á því, að ihaldsmeirihlutinn í Reykja vík sé að hverfa frá veltuút- svörunum. Hann kýs heldur að halda óbreyttri eyðslu og fjárfestingu bæjarins en að létta undir með atvinnu- rekstrinum og tryggja bæjar búum þannig stöðuga og vaxandi atvinnu. í stað þess að aflétta veltuúsvarinu eða draga úr þeim, mun íhalds- meirihlutinn nú miklu frem ur ráðgera að auka þau. Flokkur, sem þannig hefur hagað sér, sýnir það vissu- lega í verki, að hann hefur áhuga fyrir allt öðru en að efla framleiðsluna og at- vinnureksturinn. Atvinnu- rekendur og launþegar, sem vilja treysta atvinnuiífið, vinna því gegn hagsmun- um sínum með því að veita Sjálfstæðisflokknum braut- argengi sitt. jr Utsvör á verkamönnum RÍKISÚTV ARPIÐ hefur nú útvarpað umræðunum um efnahagsmálalögin nýju er fóru fram á fundi Stúd- entafélags Reykjavíkur ný- lega. Umræður þessar voru hinar merkilegustu, en þó ’einkum framsöguræður þeirra Jónasar Haralz og Jóhannesar Nordals. Margt athyglisvert kom fram í þessum umræðum. M. a. upplýsti Jónas Haralz, aö útsvörin væru nú ein til finnanlegustu útgjöld lág- launaöra launþega. Þannig yrði verkamaður í Reykja- vík að greiða um 10% af tekjum sínum í útsvar til bæjarins. í framhaldi af þessu benti Jónas á, að draga yrði úr út svarsálagningu sveitar- og bæjarfélaga, ef hún ætti ekki aö valda því meiri rösk un og tjóni i efnahagskerf- inu. Til þess þyrfti jöfnum höndum að breyta um tekjustofna og draga úr eyðslu og fjárfestingu. — Eyðsla og fjárfesting er víða orðinn mikil hjá sveita- og bæjarfélögum, en þó lang- mest hér í Reykjavík. Það getur hver og einn gert sér það í hugarlund, að það er ekki neinn smábaggi sem lagður er á verkamanna fjölskyldu í Reykjavík þeg- ar hún verður að greiða 10% af tekjum sínum í út- svör til bæjarins. Vissulega væri stjórnendum bæjarins nær að draga eitthvað úr eyðslunni en leggja á slíkar álögur. Hér er um mál að ræða, sem ekki má draga að taka til athugunar, enda mun ríkisstjórnin hafa í hyggju að láta undirbúa tillögur um lausn þess fyrir næsta þing. ERLENT YFIRLI7: Vex Mao Krustjoff yíir höfuð? Kínverjar taldir hafa vaxandi áhrif á utanríkisstefnu Rússa ÞAÐ ER nú orðið greinilegt, að veruleg stefnubreyting hefir. orð- ið hjá valdamönnum í Kreml síð- ustu mánuðina eða síðan Krústjoff koni til valda. Einkum verður þess arar stefnubreytingar vart út á við. Hún birtist annars vegar í því að krafizt er aneiri undirgefni af lepprík.junum og erlendum komm- únistaflokkum, sbr. deiluna við Tito og morðin á Imre Nagy og fé lögum hans. Hins vegar birtist hún í ósáttfúsari afstöðu til vesturveld- anna, sbr. að Rússar hafa nú stór- um minni áhuga á íundi æðstu manna cn áður virtist koma fram hjá þeim. Margar getgátur eru nú uppi um það, hvað valda muni þessum veðrabrigðum í Kreml, sem koma ekki síst á óvart vegna þess, að Krustjoff hafði verið talinn full- trúi gagnstæðrar stefnu. Algeng- asta skýringin er sú, að Krustjoff hafi talið sig nauðbeygðan til þess að breyta um stefnu og starfsað- ferði-r, — a. m. k. í bili, — og hafi tvennt valdið mestu um það. Ann- að séu erfiðleikar heima fyrir og í leppríkjunum, en hitt sé afstaða Kínverja, en Kina hafi nú sem vax andi heimsveldi meiri og meiri á- hrif á afstöðu Sovétríkjanna. Þetta hefir orðið til þess að at- hyglin hefir beinst meira að Kína en áður, og m-argir blaðamenn hafa bent á að í framtíðinni muni það ekki siður verða Mao Tse Tung og Krústjoff, sem markar stefnu og starfsaðferðir kommún ismans í heiminum. ÞAÐ VAKTI mikla ánægjul frjálslyndra manna í heiminum, þegar Mao Tse Tung hélt snemma á fyrra ári ‘hina eftirminnilegu ræðu sína um að lofa þúsundum blóma að blómstra og hundruðum skoðana að njóta sín. Þetta gaf mönnum von um frjálslyndari, stjórnarhætti í Kína. Það styrkti líka trú manna á þetta, að vitaðj var að Mao Tse Tung hafði á sín um tíma stutt Gomúlka og varað Rússa við að bæla niður frelsis- hreyfinguna í Póllandi. Fyrst eftir að Mao hélt þessa ræðu sína, benti lika sitthvað til þess, að hann myndi standa við, orð sín. Kinversku blöðin birtu greinar, þar sem ýmsar ráðstafan- ir stjórnarinnar voru gagnrýndar. Jafnvel ýmsir forráðamenn komrn- únista voru gagnrýndir. Þessi dýrð stóð hins vegar ekki lengi. Fyrirvaralaust hófust fangelsan- ir á svokölluðum gagnbyltingar- mönnum og hefir þeim verið hald ið áfram síðan. Jafnframt var byrj að að túlka áðurnefnda ræðu Mao á þá leið, að hann hefði haldið hana til þess að lokka uppreisnar- öflin fram í dagsljósið. Síðan þetta gerðist hefir stjórn- arfarið í Ktoa færzt meira og meira í íhaldsátt að nýju. Á ráðstefnu kommúnistaflokkanna, sem haldin var í Moskvu síðastlið ið haust, var Mao eindregnasti tals maður þröngrar bókstafsstefnu og ákveðnasti andstæðingur Ttós. Síðan er talið, að hann hafi heimt' að af Rússum, að þeir tækju á-! kveðnari afstöðu gegn Títo og neit uðu að viðurkenna hann sem kommúnista. Þá er og talið, að hann hafi mjög hvatt til aftak- anna á Imri Nagy og félögum hans. ÁSTÆÐAN til þess, að Mao Tse Tung 'hefir þannig brey-tt al- gerlega um stefnu síðan hann hélt blómaræðu sína, er yfirleitt talin sú, að hann og félagar hans hafi orðið varir við miklu meiri mót- þróa i Kína en þeir höfðu reiknað með. Óneitanlega hafa kommúnist ar komið ýmsu góðu til leiðar í Kína og kjör almennings verið bætt á ýmsan hátt. Þetta hefir hins vegar ekki aflað þeim þeirr ar alþýðuhylli, sem þeir gerðu sér vonir um. Fólkið unir illa ófrels- inu, er fylgir hinu nýja skipulagi. Bændastéttin, sem enn er langsam- lega fjölmennasta stétt Kína, unir MAO TSE TUNG samyrkjufyrirkomulaginu illa, og kemur óánægja hennar fram á ýmsan hátt. Verkamannastéttin hefur hins vegar fyllzt auknu sjálfstrausti og heimtar batnandi kjör. Loks eru menntamennirnir óánægðir, eins og svo víða annars staðar. Mao og félagar hans óttast því vaxandi mótspyrnu, ef nokkuð er slakað á tökunum. Þeir telja líka ekki nóg, að tökin séu hert í Kína, heldur verði einnig að gera það í öðrum löndum kommúnista, því að 'annars geti borizt þaðan: áhrif, sem hafi slæm áhrif í Kína. FLEIRA er svo talið valda þess- ari afstöðu Mao og félaga hans, Eitt er það, að þeir telja Rússa ekki veita Kína næga efnahagslega hjálp og líta því illu auga aðstoð . Rússa við þjóðir, sem ekki búa j við kommúnistiskt skipulag, eins og t. d. Egypta og Indverja. Kín- verjar telja, að Rússar eigi að láta kommúnistaríkin hafa al- geran forgangsrétt í þessum efn- um, og helzt eigi að vinna að því, að gera kommúnistaríkin að einni efnahagslegri heild. i Þá er talið, að Mao og félag- ar hans séu andvígir fundi æðstu manna, nema því aðeins að Kín- verjar hafi fulltrúa þar. Af þeim ástæðum hafi þeir unnið að því bak við tjöldin, að Rússar létu slíkan fund dragast á langinn og hættu því að beita sér fyrir honum eins og þeir hafa gert um skeið. UM það verður ekki dæmt til hlítar, hvaða raunveruleg óhrif Kínverjar kunna að hafa á þá' stefnubreytingu í Moskvu, er minnzt var á í upphafi Margt bendir þó til, að Klna hafi alít aðra aðstöðu til Sovétríkjanna en' hin kommúnistaríkin og Rússar verði þvi að taka sérstakt tillit til þess. Jafnvíst er og það, að Rúss- ar verða að gera þetta í vaxandi mæli í íramtíðinni, þegax Kína vex fiskur um hrygg, og svo getur átt eftir að fara að Kína verði höf- uðríki konuinismans. Fyrir vesturveldin verður það líka stöðugt meira og meira vanda- mál, hverni'g þau eiga að Iiaga sambúð sinni við Kína. Margt bendir til, að sú einangrun, sem Kína sætir nú, stuðli fremur að því en hið gagnstæða, að þar þró- ist íhaldssamt og þröngsýnt skipu- lag. Það er því kominn tími til þess fyrir vesturveldin að taka af- stöðu sína til Kína til nýrrar, gaumgæfilegrar endurskoðunar. Meðal þeirra, sem eru þessarar skoðunar, er de Gaulle, sem sagð- ur er hafa tiT athugunar að viður- kenna Pekingstjórnina. Þ. Þ. 217 nemendur brautskráSust frá Iðn- skólanum í Reykjavík að þessu sinni Iðnskó];mum í Reykjavík var slitið 31. maí s.l. Að þessu sinni útsk’úfuðust úr skólanum 217 nemendur. 11 nemend- ur hlutu bókaverðlaun. Tvær nýjar deildii* tóku til starfa við skólann í vetur, prentdeild og rafmagnsdeild. Skólastj'órinn, Þór Sand'hol't af- henti brautsikráðum nem'endum próffs'kirteini. í skólaslitaræðu lagði hann, éherzlu á kunn'áttu, sem undirstöðu að heilbrigðum iðnrekstri og hvatti nemendur til að sýna vandvirfcni í störfum. 113 með 1. einkunn. Af þeim 217 nemeúdum, sem brautskráðust hlutu tveir ágætis- einkunn en 113 hluifcu 1. einkunn og 11 hluitiu bófcaverðlaum, en til þess þarf m. a. affaleinkunnina 8,67. Þeir tveir n'emendur, sem hlútu ágætiseinkunn voru Guð- mundur H. Sigmundsson húsa- smíðanemi, 9,30, og var það hæsta einkunn í skólanum að þessu sinni. Nýtt félagsheimili vígt í Ólafsfirði Frá fréttaritara Tímans í Ólaifsfirði. 28. júní — Nýlega var vígt hér nýtt félagsheimili frammi í sveit- inni, eign Ungmennafélagsins Vís- is. Allur frágangur þess er mjög vandaður, imjanhúss sem utan. Er félagsheimilið var vígt var hald- inn samdrykkja I hcimiiinu og fluttu þar aðalræðurnar Ármann Þórðarson, bóndi, og Sigurjón Steinsson, bóndi. Þá flutti Ás- grímur Hartmannsson, hæjarstjóri ræðu og afhenti Ungmennafélag- inu Vísi ræðustól. Á eftir var dansað af miklu fjöri fraim eftir nóttu. B.Þ. Næsthæsíur var Halldór K, Vil- helimsson' hirsasmíðanemi, hl'aut 9,15 og auk þess sérstök verðlaur. fyrir ágætar teikningar. Ef með eru talin námsskieið til undirbún- ings inntökuprófum voru nemend- ur við skóiann samtals 1136. ICenn- arar við skólann voru samtals 36, þar af 8, sem ekki höfðu kennt við skólann áð'ur. 11 kennarar eru fastr'áðnir. Bréf Eisenhowers til Króstjoffs NTB—Washington, 28. júní. — Búizt er við. að Eisen'hower Banda rík'jaforseti muni nú um helgina senda svar vig brófi Krúsjoffs frá 11. þ.m. og mun hann krefjast skýrra svara um, hvort Rússar óski raunverulega eftir því, að fundur æðstu manna austurs og vesturs verði haldinn. NATO-þjóð- irnar hafa þegar viðurkennt þetta svarbréf Eisenih’oweris. í bréf-i sínu 111. þ.m. sakaði Krústjoff Banda- ríkjamenn um að spilia fyriir fund inum. St.jórnmálamenn í Wasli- ington litu svo á, að bréfið væri eingöngu herbragð til að reyna að fá ves'turveidin til að fallast á fund æðs't’U manna samkvæmt sikil ínálum Itús'sa og talið benda til ósveigjaniegri stefnu Rússa gagn- vart vesturveldunum en áður. Eisenhower mun í svari sínu leggja áherzlu á vandaðan undii’- búning að fundinum, svo að vænla megi einhvers áranguns.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.