Tíminn - 02.07.1958, Side 1
SÍMAR TÍMANS ERU:
Ritstjórn og skrifstofur
1 83 00
Biaðamenn eftir kl. 19:
11301 — 18302 — 18303 — 18304
l1?. árgangur.
Reykjavík, iniðvikudagiim 2. júlí 1958.
EFNI:
í spegli Tímans, bls. 4.
Landhelgismálið í deiglunni,
bls. 5.
Orðsending Dana til Breta, bls. 6.
Bændaför Dalamanna, bls. 7.
142. blað.
Hefir Nasser mörg járn í eldinum ?
Háttsettir foringjar í her Jórdaníu
gerðu misheppnaða byltingartilraun
' '
Myndirnar hér að ofan eru af þeim þrem kjarnorkusérfræðingum, sem
sitja ráðsfefrtuna í Genf fyrir hönd Bandaríkjanna. Frá vinstri: Dr. Ro-
bert F. Baeher formaður eðlisfræðistofnunarinnar við tækniháskólann í
Californíu. Hann var um fjögurra ára skeið meðlimur í kjarnorkumála-
nefndi Bancfaríkjanna. Næstur er dr. Ernest Lawrence forstöðumaður
geisladeildar við Californíuháskóla. Honum er eignuð uppfinning „Cyclo-
tronsins‘' 199 og fékk Nóbelsverðiaun það ár. Loks er dr. James Brown
Fisk aðstoðarframkvæmdastjóri við rannsóknarstofur Bell-símafélagsins.
Kann er formaður bandarísku fulltrúanna á ráðstefnunni í Genf.
Ríkisstjórnum ber aS semja um
banniS viS kjarnorkuvopnatilraunum
sag^i Fjedoroff fulltrúi Rússa í dag á ráðstefnu
kjarnorkuséríræííinganna í Genf. I
NTB-Gonf, 1. júlí. — RáSstefna sérfræðinga frá 8 ríkjum
hófsí um miðjan dag í Genf í dag og fjalla þeir um hagnýta
möguleika til að framfylgja á fullnægjandi hátt væntanlegu
banni við tilraunum með kjarnorkuvonn. Fulltrúi Rússa lýsti
beinh'nis yfir á fyrsta fundinum, að ætlunin væri ekki að
semja uœ bann við slíkum tilraunum. Það væri verkefni ríkis-,
stjórna landanna, sagði fulltrúinn.
Er þetta í fyrsta sinn, sem
Rússar lýsa beinlínis yfir, aö þeir
hafi íallizt á þá tilhögun ráðstefn-
Unnar, sem Bandaríkjastjórn hefir
krafizt, en um skeið horfði svo,
sem Sovétstjórnin hyggðist hætta
við þáttöku sína, nema beinlínis
væri samið í Genf um sjálft bann-
ið.
Pólítiskir ráðgjafar með
Rússum.
Pnofessor Jjcdoroff er íormaður
rússnesku sendinefndarinnar og
jafnframí sammnganefndanna • í
heild frá A-Evrópuríkjuum. Með
þeim eru einnig pólitískir ráð-
gjafar. Dr. Brown Fisk verður for
maður bandarísku sehdi'iefndar-
innar og raunar allra vesturlanda-
nefndanna einnig. T?eir hafa enga
pólitlska fylgdarmenn.
Dr. Brown Fisk sagði í sinni
fyrstu ræðu. • að ráðstefnan ætti
mikið og merkilegt verkefni fyrir
tFramhald é 2. síðu)
Viðræður í far-
mannadeilunni
hefjast aftur
Engir samningafundir milli
járniðnaðarmanna og atvinnurek
enda hafa verið síðustu tvo dag-
ana og voru ekki heldur í gær,
en atvinnurekendur liafa verið
einir á fundi um þá deilu í igær.
Sáttasemjari liefir ekki fengið
þá deilu enn til meðferðar.
Engir sáttafundir vorn í far-
mannadeilunni í gær, en búizt
er við, að viðræður hefjist aftur
nú uni miðja vikuna.
Er rafvirkjadeilan
að leysast?
Rafvirkjar hófu verkfall á mið
nætti í fyrrakvöld og átíi sátta-
semjari ríkisins fund með deilu-
aðilum í gær, og stóð sá fundur
fram undir miðnætti. Samkomu-
laig mun liafa orðið með samn-
inganefndum og verður það sam-
komulag lag't fyrir fundi deilu-
aðila í <lag.
Drengur verður fyrir
bíl á Langholtsvegi
Klukkan 17,50 í gærdag varð
10 ára drengur á reið'hjóli fyrir
j bifreið á Langholtsvegi, á móts
við húsið nr. 4. Mun hann liafa
meiðzt allmikið og var fluttur
meðvitundarlaus á slysavarðstof-
una.
Libanonstjórn ætlar að kæra til öryggis-
ráðs S. þ. og heimta herlið.
NTB-Beirut, 1. júlí. — Samkvæmt óstaðfestum fregnum
frá Beirut hefir verið gerð tilraun til að steypa stjórn Jórdaníu
af stóli. Óháða blaðið A1 Jarida birt þessa fregn í dag og
segir. að tilraun þessi hafi mistekizfá seinustu stundu og 12
foringjar í her Jórdaníu, sem staðið hafi að byltingartilraun-
inni, verið handteknir. Sé þessi fregn rétt, er hér vafalaust
um nýja íilraun Nassers Egyptalandsforseta til að færa út
kvíarnar í löndunum við austanvert Miðjarðarhaf.
síld er á Skjálfanda en veður
10 þús. tn. veiddust þar í gær
Þag fylgir fregninni, að Jórdan
íusjórn hafi þegar beðið um öfl-
ugan herstyrk frá írak og sé
5000 manna lið á leiðinni. írak
og Jórdanía hafa sem kunnugt er
myndað meö sér sambandsríki,
sem þó er ekki eins algert og
sameining ríkjanna Egy.ptalands
og Sýrlands.
Foringjar þeir, sem handteknir
voru, eru sagðir allt upp í offursta
að tign. |
í Líbanon geisuðu í dag harðir
bardagar víða um landið. Foringi
Drusa-ættflokksins hefir undanfar
ið stefnt liði sínú til höfuðborgar
innar og leitast við að taka flug-
völl, sem er alllangt utan við
borgina. Ilefði það áform heppn-
ast var borgin algerlega einangr-
uð frá öðrum landshlutum. f dag
réðust svo hermenn stjórnarinn-
ar gegn herstyrk þessum og tókst
eflir harða viöureign að hrekja
fjallabúana á brott.
Öryggisráftið kvatt saman
Liibanonstjórn er sem fyrr mjög
áhyggjufull yfir ástandinu. í dag
ræddi Chamoun forseti við alla
sendiherra vesturveldanna og síð-
an átti hann langt simt'al við
Malik utanríkisráðherra Libanons,
sem stöðugt dvelst í Washington.
Er tilið, að stjórnin hyggist jni
aftur leggja málið fyrir öi-yggis-
ráðið og krefjast' þess að fjöl-
á vegum S.þ. til Libanons og skuli
á evgum S.þ. til Libanons og skuli
það koma þar á ró og reglu. —
A fundi, með blaðamönnum í dag
sagði Dulles, að hann teldi þaö
skyldu S.þ. að grípa í taumana,
ef þörf gerðist, en taldi ekki
fullsannað, ag núverandi aðgerðir
samtakanna væru ófullnægjandi.
Hann vildi engi.n ákveðin svör
gefa um það, hvort Bandaríkin
myndu sjálf senda herlið upp á
eigin spýtur, ef nauðsynlegt yrði
talið.
Þoka og nokkur kaldi á miöum enn — lítil síld- j
veiði í gærkveldi en vonir um betra vefiur
\ |
Nokkur síldveiði var í gærdag á Skjálfandaflóa, aðalega
á þrihyrningi milli Flateyjar, Mánáreyjar og Lundeyjar. Munu
miHi 30 og 40 skip hafa fengið þar nokkurn afla, en hann var
mjög misjafn. Á þessu svæði var veður sæmilega kyrrt en þoka
og síldin óð illa, skipin köstuðu aðallega á ,,mor” og' lóðningar
Meginhluíi flotans var á þessum slóðum. Þarna mundu hafa
veið’zt um 10 þús. tunnur í gær.
Gomulka beygði sig loks og lýsti
stuðningi við línuna frá Moskvu
Fordæmdi háttalag Títós og kvaS moróin
í Ungverjalandi innanrikismák
Eins og lesendum er kunnugt af fréttum flutti Gomulka
ritari pólska Kommúnistaflokksins ræðu s.l. sunnudag í borg1
inni Gdansk, sem áður hét Gedynia og lýsti loks yfir samstöðu
með valdhöfunum í Moskvu varðandi afstöðuna til Júgóslafíu
og hann revndi að réttiæta, en þó bersýnilega af nokkurri
tregðu, morðin á Nagy og félögum hans.
iSíMarflotinn hélt úr höfn i fyrra
dag, eítir storminn, sem gerði fyrir
Norðarlandi. Veður var þó hvergi
nærri gott', enda varð lítil sem
engin veiði í fyrfinótt. í gær var
enn ibræla á vestursvæðinu og á
útniiðum, ailt að 7 vindstig í
Grimsey, en kyrrara nær landi og
aðeins gola á Skjálfandaflóa, en
þar var þoka í gær.
í gær fóru skipin þó að kasla,
og siim fengu allgóð köst, jafnvel
svo að þrjú eða fjögur skip rifu
eða sprengdu nætur.
Til Húsavíkur komu mörg skip
í gær og var saltað þar á öllum
stöSvum eins og hægt var. Síld-
ina fengu þau skip út af Lundey
og út undir Mánareyjum, og var
hálfrar slundar eða þriggja slund
arfjórðunga sigling þaðan til liafn-
Til Olafsfjarðar kom engin
síld í gær.
Þótt ekki hafi orðið mikil veiði;
enn eftir storminn, telja sjómenn
að mikil síld sé komin inn á Skjálf
anda og á Grímseyjarsund. Einnig
hefir orðið vart við síld á Öxar-
firði, en þar er veður ekki got't j
enn. Telja þeir líklegt, að síldin
muni vaða, þegar veður kyrrir
og ætti veiði þá afj verða meiri
og jafnari. |
Þegar blaðið átti tal við síldar-
leitina seint í gærkvöldi var vitað
um nokkur skip, sem voru að
kast'a og eitt og eitt hafði til-
ky.nnt komu sína, en um stórveiði
var hvergi að ræða.
Niokkur önnur skip fengu síld
út af Flatey, og fóru þau með
síldina til Siglufjarðar eða Eyja- ----------------------
fjarðarhafna, einkum til Dalvíkur. íí plrnafovaiirtQr frú
Þangað komu þessi skip í gær og IVeKHeiaVeiOai Ilíl
gærkveldi: Viktoría með 400 tunn
ur, Sæfaxi með 350; Ágúsf Guð-
mundsson méð 500 og Hannes Haf-
stein með 300.
Auk þessara skipa má nefna
eftirtalin skip, sem fóru með afla
til Húsavíkur eða Siglufjarðar:
Jón Kjartansson 500 tunnur, Helgi
Flóventsson 400, Stella 400, Helgi
Ve. 500, Snæfell 400, Hrönn 400.
Stykkishólmi
Frá fréttaritara Tímans á Stykkis-
hólmi.
Flestir Stykkishólmsbátar eru nú
farnir norður um land til síldveiða.
Einn bátur, Brimnes, stundar þó
reknetaveiðar frá Stykkishólmi.
Hefur verið farinn einn róður og
öfluðust þá 40 tunnur.
Biaðið New York Tintes skýrir
allítarlega frá ræðu Gomulka, og
hvernig líta beri á hana, og hefir
það eftir fréttaritara sínum í
Varsjá.
Lagt hart að Gomulka.
Fréttaritarinn segir það engum
vafa bundið, að í hjarta sínu sé
Gonnilka fremur á bandi Títös
að því er varðar það sjónarmið
að varðveita sjálfstæði gagnvart
valdhöfunum í Moskvu. Nú réðist
hann engu að síður á hentistefnu
Júgóslava, sem hann taldi hættu-
Síldin komin inn
á Húnaflóa
Togarinn Þorsteinn Þorskabít-
ur, sem er á síldveiðum fyrir
norðan, var í fyrrinótt vestur
á Húnaflóa og mældi haun þar
mikla síld, sem komin er inn
á Húnaflóa, allmiklu innar en
verið hefur nokkurn tíma síð-
ustu árin. Veiðiveður liefur liins
vegar ekki verið gott þarna síð-
ustu dægur.
lega fyrir einingu og styrk sósíal-
istísku ríkjanna. Því aðeins, sagði
Gomulka, getur Júgóslavia byggt
upp sósíalisma sinn, að hún nýtur
verndar og styrks Sovétríkjanna.
Fréttaritarinn telur, að Rússar
hafi alla síðastliðna viku lag't
Iiart að Gomulka að lýsa opin-
berlega yfir stuðningi við
Moskvu. Pólska þjóðlin hafi í
spenningi fylgst með átökunum
og í rauninni vitað að þehn gat
ekki lyktað nema á þann eina
veg sem varð. í landinu er all
öflugur rússneskur her. En
Rússar liafa sjálfsagt ekki gripið
til slíkra liótana, þess var eng-
in þörf. Pólland er fjárhagslega
og á annan hátt algerlega í klóm
ltússa. Gomulka og félagar hans
hafa því varla átt annars kost
en beygja sig, þótt þeir hafi ef
til vill kosið annað.
Bitnar á Póllandi.
Ef til vill er Gomulka líka í
rauninni sár út í þvergirðingslega
afstöðu Júgóslava gagnvart
Moskvu. Hann er sagður hafa á
bak við tjöldin skorað á Tító í
Framliald á 2. síðu.