Tíminn - 08.07.1958, Qupperneq 6
6
T í M I N N, þriSjuðaginn 8. júlí 1958,
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Víllandi áróður
ÞAÐ ERIJ að sjálfsögöu
margar ástæður, sem valdið
hafa veröþenslu þeirri, sem
hefur átt sér stað hérlendis
undanfarin ár. Ein veiga-
mesta ástæðan er þó óum-
deilanlega sú, að almenning-
ur hefur ekki fengið réttar
upplýsingar um efnahags-
ástandlð og því oft gengið
lengra í kröfum sínum en
réttmætt var. Aö vísu hafa
alltaf verið til einhverjir,
sem hafa veitt réttar upp-
lýsingar um ástandið, en
hinir hafa verið hávaða-
meiri, sem hafa villt um fyr-
ir fóTki og talið allt vera í
lagi með kröfurnar. Þeim
hefur tekizt að ráða stefn-
unni og því er nú komið sem
komið er.
GLÖGGT dæmi um slík-
an villandi málflutning um
efnahagsmál, er að finna i
Þjóðviljanum á laugardag-
inn var. Þar er því haldið
fram, að hægt hefði verið,
í stað nýju efnahagslaganna,
að gera aðrar ráðstafanir,
sem hefðu tryggt rekstur at-
vinnuveganna, en þó komið
léttara við almenning. Þetta
hefði verið hægt að gera með
því að fylgja áfram verð-
stöðvunarstefnunni svo-
nefndu og með niðurskurði
á rikisbákninu og óhóflegri
fjárfestingu.
Hér er sagt frá bæði rangt
og villandi. Samkvæmt upp-
lýsingum Ásmundar Sigurðs-
sonar í Þjóðviljanum 31. mai
s.l. þúrfti útflutningssj óður
240 millj. kr. í auknar tekjur
og ríkissjóður á annað hundr
að millj. kr. Þessa fjár var
ekki hægt að afla öðru vísi
en það kæmi einhvers staðar
fram sem verðhækkun. Það
var athugað til þrautar,
hvaða leiðir væru æskileg-
astar til að afla þessa fjár,
og þingmenn Alþýðubanda-
lagsins, að Einari Olgeirs-
syni undanskildum, féllust
ekki á tekjuöflun nýju efna-
hagslaganna fyrr en þeim
var orðið ljóst, að ekkj var
um aðra tekjuöflun að ræða,
sem væri léttbærari almenn
ingi.
Varðandi þau ummæli
Þjóðviljans, að heldur hefði
átt að draga úr ríkisbákn-
inu eða fjárfestingunni, skal
látið nægja að benda á það,
að sinni, að engar tillögur
hafa komið frá aðstandend-
um þess blaðs um slíkan
niðurskurð, nema ef telja á
um efnahagsmál
eftirtölur Einars Olgeirsson
ar varöandi fjárfestingu
landbúnaðarins. Hins vegar
hafa komið tillögur úr þeirri
átt um mjög aukna fjárfest-
ingu, t.d. varðandi íbúöa-
byggingar.
ÞEGAR þetta er athugaö,
kemur það í ljós, að því fer
fjarri að aðstandendur Þjóð-
viljans hafi bent á nokkra
aðra leið til tryggingar
rekstri atvinnuveganna, sem
hefði verið léttbærari almenn
ingi en sú, sem farin var.
Sú leið, sem þeir benda á,
þ.e. óbreytt verðlag, hefði
ekki tryggt atvinnurekstur-
inn, heldur stöðvað hánn,
þar sem útflutningssjóður
og ríkissjóður hefðu þá lent
í stórfelldu greiðsluþroti.
Verðhækkanirnar, sem Þjóð
viljinn ræðir nú mest um,
er smávægilegur í sambandi
við þá kjaraskerðingu, er þá
hefði orðið.
Um áróður Sjálfstæðis-
manna er að segja nákvæm-
lega hið sama og um framan
greindan áróður Þjóðviljans.
Þeir tala um efnahagslögin
nýju, eins og mjög auðvelt
hefðj verið að komast hjá
verðhækkununum, er hljót-
ast af þeim, en forðast jafn
vandlega að benda á nokkra
aðra leið, er reynzt hefði al-
menningi hagkvæmari. Á-
,stæðan er sú, að forkólfar
Sjálfstæðisflokksins geta
ekki bent á aðra hagkvæm-
ari leið.
ÞAÐ er vissulega ekki
góðs að vænta, meðan aðal-
málgögn stærstu flokkanna í
höfuðstaðnum, Morgunblað-
ið og Þjóðviljinn, halda uppi
algerlega röngum upplýsing
um um efnahagsmálin og
reyna að telja fólki trú um
að til séu einhverjar töfra-
leiðir, að engn kjara-
skerðing fylgi, án þess þó að
benda á þær. Slíkur áróður
dregur vitanlega ekki úr
kröfugerð og kauphækkun-
um.
Til varnar gegn slíkum
röngum áróðri pólitískra
flokksblaða, er vissulega mik
il þörf fyrir það að þjóö-
félagið auki hlutlausa
fræðslu um efnahagsmál. —
Fullar bætur fást þó ekki á
þessu, fyrr en ílokkarnir öðl-
ast þá ábyrgðartilfinningu
að reka ekki rangan og skað-
legan áróður í sambandi við
efnahagsmálin.
„Krónan er ofmetin“
HARALDUR Jóhannsson
hagfræðingur skrifar grein
í Þjóðviljann 1. þ.m. um um
ræður þær, sem nýlega fóru
fram í Stúdentafélagi Reykja
víkur um efnahagsmál. —
Hann víkur þar nokkuð að
framsöguræðum þeirra Jón
asar Haralz og Jóhannesar
Nordals, og segir síðan:
„Um tvennt er ég sam-
mála þessum starfsbræðrum
mínum. Þjóðin sem heild
lifir um efni fram. Krónan
er ofmetin.“
í þessum fáu setningum
Haraldar er fólgin skýring-
in á því, að þurft hefur að
gera ráðstafanir eins og
efnahagslöggjöfina nýju. —
Þegar lifað er um efni fram
og krónan er ofmetin, hlýtur
alltaf að koma til þess að
gera þurfj vissar vandræða-
ráðstafanir, ef ekki á enn
verr að fara.
ERLENT YFIRLI7:
Eftirlitsnefndin í Líbanon
Starf hennar er líklegt til atS hindra útþenslu styrjaldarinnar þar
MARGT bendir nú til þess, að
afskipti Sameinuðu þjóðanna af
máleínum Libanons verði til þess,
að ekki komi til alvarlegra atþjóð-
fegra styrjaldarupptaka vegna upp
reisnarinnar þar. Þelta virðist
a.m.k. álit flestra kunnugra blaða-
manna, sem ritað hafa um þessi
mál síðustu dagana.
Afskipti S.Þ. af máli Libanons
hófust á þann veg, að stjórn Liban
ons kærði stjórn Sameinaða ara-
biska lýðveldisins (Egyptaland
og Sýrland) fyrir að styðja upp-
reisnarmenn með því að senda
þeim vopn og sjálfboðaliða. —
Öryggisráðið tók þetta mál fyrir
á fundi sínum 11. júní, og var
þar samþykkt tillaga frá Svíumv
|þess efnis, að framkvæmdastjóra
S.Þ. væri falið ag senda eftirlits-
menn til landsins til að kynna
sér hvað væri hæft í þessari á-
kæru. Báðir deiluaðilar létu sér
þetta lynda og féllu Rússar frá
því að beita neitunarvaldi gegn
tillögunni, eins og þeir ætluðu sér
um skeið. Dag Hammarskjöld,
fram kvæmdastjóri S.Þ. brást þeg-
ar fljótt við og skipaði skömmu
síðar þriggja manna eftirlitsnefnd,
sem hóf störf sín í Beirút 18. f.m.
Nefndinni hafa síðar verið sendir
eftirlitsmenn til aðstoðar og hefur
hún nú um 100 mönnum á að skipa
til eftirlitsstarfa. Þá fór Hammar-
skjöld sjálfur bæði til Beirut og
Kairó og ræddi við stjórnarvöldin
á báðum stöðunum.
EINS OG áður segir, skipa þrír
menn eftirlitsnefnd S.Þ. í Libanon.
Formaður nefndarinnar er Galo
Plaza Lasso fi’á Ecuador, en aðrir
nefndarmenn eTu Norðmaðurinn
Odd Bull og Indverjinn Rapees-
hwar.
Af þessum þremur mönnum er
Galo Plaza Lasso lang þekktastur,
en hann var forseti Ecuador 1948
—1952. Ilann er 52 ái’a gamall,
fæddur í New York, en faðir hans
var þá sendiheira Ecuadors í
Washington, en síðar var hann
forseti landsins og þar á eftir land
flótta um skeið. Lasso stundaði
nám við ameríska háskóla, þegar
'hann fékk aldur til, en þar vakti
hann meiri athygli á sér sem
íþróttamaður en námsmaður.
Hann er manna mestur vexti og
nxanna stei’kastur og var sagður
hafa gaman af aflraunum og rysk-
ingum á yngri árum. Orðrómur
segir t.d. að eitt sinn hafi hann
varizt 9 mönnum. Um skeið var
hann nautabani með góðum ár-
angri. Árið 1933 fluttist hann
heim til Ecuador og tók við stjórn
á búgarði föður síns, er hann hef-
ur rekið síðan með svo miklum
ágætum, að hann er oft kallaður
bezti bóndinn í Ecuador. Þrátt
fyrir búskapinn hefur hann haft
heimilisfestu í höfuðborginni
Quite, en þar var hann kosinn
borgarstjóri 1938. Árið 1940 varð
hann hermálax’áðherra og 1944
sendiherra í Washington. Hann
var aðalfulltrúi Ecuadors á stofn-
þingi S.Þ. og hefur síðan átt mörg
skipti við S.Þ., einkum þó meðan
hann var forseti Ecuadors 1948
—1952, en hann fékk þá margvís-
lega tæknilega aðstoð frá þeim,
einkum varðandi landbúnaðinn.
Það er talið, að Hammarskjöld
hafi heppnast vel valið á formanni
eftirlitsnefndar S.Þ. í Libanon, er
hann fól Lasso að gegna því. —
Lasso nýtur álits fyrir drenglyndi
og hugrekki og þótf hann sé talinn
vinsamlegur Bandaríkjunum, er
hann ekki tortryggður sem hand-
bendi þeirra.
EFTIRLITSNEFNDIN skilaði
fyrstu s'kýrslu sinni um ástandið
í Líbanon á föstudaginn var. Meg-
inniðurstaða skýrslunnar er sú, að
nefndin hal'i ekíki komizt að raun
um, að erlendir aðilar hafi veitt
uppreisnarmönnunx í Líbanon telj
andi aðstoð, hvað snertir vopn og
mannafla, enda virðist greinilegt,
Galo Plaza Lasso,
formaður eftirlitsnefndar Sþ í Lib-
anon og fyrrv. forseti í Ecuador —
að uppreisnin sé fyrst og fremst
borin uppi af heimamönnum sjálf-
um. Nefndin tekur þó fram, að
hún hafi ekki fengið aðstöðu til
að kynna sér ástandið í nokkrum
landamærahéruðum, sem séu á
valdi uppreisnarmanna, því að þeir
hafi hindrað hana í þVi að fram-
kvæma eftirlitsstai-f sitt þar. Nefnd
in útilokar því ekki, að uppreisnar
mönnum hafi borizt hjálp utan frá,
en skýrsla hennar bendir samt til
þess, að sú aðstoð hafi verið miklu
minni en stj’órn Líbanons hefir
viljað vera láta.
FYRIR STJÓRN Líbanons er
þessi skýrsla eftii’litsnefndarinnar
veruiegt áfall. Hún útilokar það
nokkurn veginn, að stjórnin geti
að svo stöddu beðið S.Þ. um gæzlu-
lið til að gæta landamæranna, eða
beðið úm slika aðstoð Bandaríkj-
anna og Bi-etlands, ef beiðninni til
S. Þ. vrði hafnað. Dvöl eftirlits-
nefndarinnar í Libanon er einnig
líkleg til þess, að uppreisnarmönn
um berist ekki eiiend hjálp að
neinu ráði. Stjórn Sameinaða ara-
biska lýðveldisins mun vart freisfa
slíks, þar sem hún gæti oi’ðið stað
in að verki og það gefið stjórn Li-
banons tækifæri til að biðjast er-
lendrar hj'álpar. Flestar lífcur
benda nú tii þess, að skýrsla eftir-
litsnefndarinnar ýti undir þá við
leitni, að reynt verði að ná sam-
fcomuilagi nxilli stjórxxarsinna og
andstæðinga þeirra. Kjörtimabill
Ohaniouns forseta lýkur í septem-
ber næst komandi, en þingið á að
velja nýjan forseta í síðari filuta
júlímánaðar. Að því er nú unnið á
bak við tiöldin, að ná samkomul;>gi
um nýjan forseta, er allir aðilar
geti sætt sig við. Jafnframt mun
reynt að ná sanxkomulagi á þeim
grundvelli, að Libanon hverfi aft
ur að hilutleysisstefnunni, en hafr.i
inngöngu í Sarasinaða arabiska )ýð
veldið. Fvrir Libanon virðist þetfa
bezta lausnin eins og á stendur.
Sennilega xnyixdi aldrei hafa konx
ið til uppreisnar í Hbanon, ef
Chamoun forseti hefði ekki ætlað
að mþnota aðstöðu sína til að láta
endurkjósa sig sem forseta. Af
þeim ástæðum hefir liaxxn vafa-
láust tapað miklu fylgi og því væri
nijiög áhættusamt fyrir Bandaríkjá-
íxienh og Breta að ætla að tryggja
honum' yfirráð áfram með .vopna-
■ valdi.
ÞÓTT SKÝRSLA eftiriitsa-efnd-
ar S. Þ. bendi ekki til, að Samein-
aða arabiska lýðveldíð háfí. Aeitt
uppreisnarmönnum v erulega Iþýlp,
er það nokkurn veginn ljóst, áð
forráðamenn þess hafa um skeið
viljað notfæra sér uppreisnina til
að innlima Libanon. Þetta hefir
hins vegar ekfci vakað fyrir neína
nokkrum hluta uppreisnarmanna,
heldur hefir andstaðan gégn
Chamoun ráðið mestu um afstöðu
þeirra. Við nánari athugun mun
Nasser hafa gert sér Ijóst, áð það
gat verið djarft teflt að ætla að
nota uppreisnina til að innlinxa
Libanon, þar sem því hefði fylgt
Versnandi sambúð við vestuTveidin
og hann þá orðið enn háðari Rúss-
um. Deila Trtós og Rússa mua m. a.
hafa orðið honum til aðvörunar í
því sambandi. Þá mun Hanxmar-
! skjöld hafa varað hann sérstaklega
við þessu, er þeir ræddust við í
Kairó í seinasta inánuði. Það er
1 a. m. k. greinilegt, að Nasser héfir
farið sér nxiklu hægara í þessu
máli síðan.
| Margt bendir tii, að hefði S. Þ.
ekki fengið aðstöðu til að blanda
sér í þetta nxál, hefði atburðai'ásin
í Libanon orðið á allt annan veg.
Líklegasta framvindan hefði þá
orðið sú, að báðir deiluaðilar
hefðu leitað eftir meiri og meiri
erlendri aðstoð og Libanon fyrr
en síðar getað orðið ný Kórea.
Vonandi hafa aflskipti S. Þ. orðið
til að afstýra þessu, og rná vel af
því marka, hvert gagn getur hlot-
izt af miltigöngu og sáttastarfi
S. Þ., þrátt fyrir þá veiku aðstöðu,
senx þær hafa enn. Þ. Þ.
Heildarsala Kaupfélags Svalbarðs-
eyrar jókst um 16 prósent árið 1957
AtSalfundur félagsins haldinn fyrir skömmu
• Aðalfundur Kaupfélags Svalbarðseyrar var lialdinn 7. júní
síðastliðinn. Fundinn sátu nær 40 fulltrúar frá 8 félagsdeild-
um, auk þess sátu fundinn stjórn félagsins, framkvæmda-
stjóri, endurskoðendur og nokkrir gestir.
Skúli Jónasson, framkvæmda-
stjóri kaupfélagsins, flutti skýrslu
um rekstur félagsins á síðastliðnu
ári. — Heildarvörusala félagsins
varð 9,3 ínilljónir krón-a, þar af
landbúnaðarafurðir fyrir nxmlega
fjórar milljónir. Heildarsalan
I hafði aukizf um 16 hundraðshluta
frá því árið 1956. — í sameignar-
sjóði félagsins eru 750 þús. kr., en
í stofnsjóði 395 þús. kr. Á árinu
höfðu þessir sjóðir aukizt um sam
tals 110 þús. krónur. Af ágóða-
skyldri vöruúttekt voru endur-
greiddar fimm hundraðshlutar til
félagsmanna. Aðalfundurinn sam-
þykkti, að það fé skyldi allt lagt
I í óskiptan stofnsjóð.
I Félagið hóf byggingu nýs slátur
húss á árinu, og verður það full-
gert í haust. Samþykkt var á fund
inum, að hafinn skyldi undiiúxún-
ingur að byggingu nýs verzlunar-
húss fyrir kaupféiagið, m.a. í til-
efni af því, ag félagið verður 70
ára á næsta ári.
í stjórn kaupfélagsins eru: Her-
mann Guðnason, Hvarfi; Halldór
Albertsson, Neðri-Dálksstöðum og
Stefán Tryggvason, Hallgilsstöð-
um. Hei’mann Guðnason átti að
ganga úr stjórninni, en var endur
kjörinn. — í fundarlok bauð fé-
lagið fundarmönnum til kvik-
my.ndasýningar og kaffidrykkju.