Tíminn - 10.07.1958, Page 4

Tíminn - 10.07.1958, Page 4
4 T í MIN N, finuntudaginn 10. júlí 1958. Svefninn hefir frá örófi alda veriS ein af þeim ráðgát- um, sem vísindamenn hafa árangurslausf reynt að leysa. Bandarískur vísindamaður hefir nú nýlega rannsakað á hvern hátt fólk liggur, er það sefur og fullyrðir að skap- gerð fólks megi sjá á því, Útskýrir allt. Svefnvísindi eru nefndar þær pannsóiknir, sem taka.til þess íhvað gerist í undirvitilndinni á meðan við sofum. Gerðar hafa verið at- ?:uganir á sofandi fólki í langan : ma og hér koma niðurstöðurnar varðandi samband skapgerðar og svefnstellinga. (Ef þér hafið tilhneigingu til að J.ggja á ská eða jafnvel þversum j rúminu, þá ber það samkvæmt 3 annsóknum vott um að þér lifið j.finu fyrirhafnarlítið, en hafið ,engu að síður bein í nefinu og tak- ið hraustlega á móti þeim erfið- Jeikum, sem að yður kunna að síeðja. Þér eruð venjulega örlátar cg, traustvekjandi. Það er oft leik- Skapgerð fólks má sjá á því í hvaða stellingum það sefur, segir amerískur vísindamaður — niðurstöður athugana á sofandi fólki — menn bylta sér 13 sinnum á klst. — sérhver sína stellingu 'i '-,0U Hringið þér yður eins og köttur í rúminu? Svefnfræðingar segja að þá séuð þér svartsýnismanneskia. Ef þér sofið í þessum stelling- um, þá eruð þér haldnar lífsleiða. Jafnvel það, að taka einskisverðar ákvarðanir í hinu daglega lífi er mi'kil áreynsla fyrir yður. Yður finnst að alítof erfitt sé að lifa í þessum heimi. Framtíðin virðist dökk og vonlítil. Þér kenn- ið öðrum um það í laumi að yður vantar hein í nefið og þér álítið lífið vera í eilífu kapphlaupi við wm ..............■■■' ■ : ■ Ef þér eigið vanda til að sofa þvers'um í rúminu, eruð þér vinsælar og traustvekjandi. á yður, en engu að síður eruð [þér óhagganlegar í trú yðar á hið góða í manninum. Lífsleiði jfringið þér yður líkt og köttur í líminu? Þér vitið, með hnén dregin upp . ndir höku og sængina upp fyrir höfuð? uð þér verndaðar fyrir gráum leið- indum hversdagslífsins og misk- unnarlausri toaráttu fyrir tilver- unni. Án þess að gera yður það Ijóst, þá eruð þér að reyna að hverfa aftur til þess tíma er þér voruð ófæddar og vissuð ekkert af veröldinni. Ef þér sofið á hliðinni með koddann í fanginu, ber það merki þess að yður skortir ást og um- hyggju. Til þess að fulinægja þrá yðar eftir þessum hlutum, þá gang ið þér með meðfædda hæfileika til þess að stjór.na. En. þrátt fyrir þá hæfileika, þráið þér það eitt, að ' /ður sé sýnd umhyggja og nær- gætni. í draumaheimi Sofið þér á bakinu? Ef svo er, þá eru vandræði framundan. Þér eruð allt of hjartsýnar og lifið í yðar eigin draumaheimi, sem raunar á sér enga stoð í veruleikanum. Þér þráið þann tíma, þegar engin vand- ræði verða til þess að eyðileggja þann draumheim, sem þér lifið og hrærizt 1 Varðandi ástamál og rómantík, þá hafið þér skapað yð- ur ákveðnar hugmyndir um lífs- förunaut og þér eruð sífellt að leita að einhverjum, sem fellur inn í þann ramma, sem þér hafið sett. En vera má að sú leit verði erfið og jafnvel árangurslaus. Eins og strúturinn Gerum ráð fyrir því, að þér sofið á maganum. Þér eruð með því að gefa ósjálfrátt til ikynna að þer hafið snúið bakinu í veröldina og hagið yður líkt og strúturinn, sem grefur höfuðið í sandinn og heldur sig þar hólpinn. Þér hafið tilhneigingar til þess að vera ein- strengingslegar, eigingjarnar óg s irramhaid * 8. *lðtr mm 9' tímann og vart þess virði, að því sé lifað. Þér eignist fáa góða vini, og er- uð tortryggin gagnvart öllum. Yð- ur líður sjaldan vel, nema þegar þér hafið lagzt upp í rúm og dreg- ið sængina upp fyrir höfuð. Áftur til frumbemsku Með því að draga yður saman í kuðung, þá liggið þér í svipuðum steliingum og ófætt toarn. Þá vor- Sofiö þér með koidann í fanginu? Ef svo er, þráið þér ósjálfrátt ást og umhyggju. -----------------------------* Góður hagur Búnaðar- og ræktunar* samh. Snæfells- og Hnappadalssýslu Fréttabréf frá fréttarítara Tímans í Hjarðarfelli Hjarðarfelli, 6. júlí 1958. — Sláttur er nú almennt hafinn eða að hefjast. Þeir fvrstu byrjuðu að slá síðustu daga júnímári aðar. Grasvöxtur er orðinn ágætur á túnum, þar sem óskemmfc er af kali, en óvenjumikið bar á því í vor á nýrækt og vegná kuldanna og þurrkanna greri það síðar en ella hefði orðiðí., því að það stendur yfirleitt ekki mjög djúpt. Þurrklítið hefur verið síðustu viku, en hitar miklir og góð veður. Víðast er búið að rýja fé. Lamba- höld eru góð víðast pg með me-ira móti var tvílembt. í Dal bar ein ær 4 tömfbum, er öll lifðu og fylgdu móður sinni í túni. Þau vógu sam- tals 9 kg. Aðalfundur Búnaðar- og réektunarsambandsins. Mándaginn 3. f. m. var aðal- fundur Búnaðar- og ræktunarsam- bands Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu haldinn að Breiðablíki. Sóttu hann 10 fulltrúar, auk stjórn- ar og j-áðunauta sambandsins. Formaður sambandsins Gunnar Jónatansson gaf yfirlit um störf liðins árs. Ráðunautar sambandsins eru nú tveir: Gunnar Jónatansson, sem verið hefir jarðræktarráðunautur þess í mörg ór og Óskar Eiríks- son, toúfjórræktarráðuautur, sem ráðinn var ó árinu. Lokið var á árinu við að ta'ka loftljósmyndir af öllu Snæfells- mesi. Þá var mælt mikill hluti túna í sýslunni og ákveðið að Ijúka mælingu þeirra og kortagerð af þeim á þessu ári. Níu sauðfjárræktarfélög. Starfrækt eru 9 sauðfjárræktar- félög á sambandssvæðinu og all- mörg nýlega stofnuð nautgripa- ræktarfélög Hefur Óskar Eiríks- son unnið að stofnun þeirra, og leiðbeint toændum almennt í bú- fjárrækt, gert upp afurðaskýrslur félaganna o. fl. margt, m. a. unnið a& sæðingum austan úr Árnes- sýslu. Fjórhagur sambandanna er frem- ur góður. . Skuldlaus eign IBúnaðarsam- toandsins er kr. 40.157.95. Niður- stöðutölur rekstrarreiknings þess voru ikr.: 208.407.23, og voru laun ráðunautanna rúmur hehningur gjaldanna. Á reíkstrarreikningi Ræktunar- sambandsins voru niðurstöðutölur kr.: 819.870.64. Tvær skurðgröfur unnu á vegum samtoandsins sl. ár og 4 beltavélar, sem það á. Vélaeignin var afskrifuð um kr. 50 þús. Tæplega 100 þús. kr. voru lagðar í viðhaldssjóð, en það var rekstrarafgangur ársins. Fyrningarsjóður sambandsins er Fasta lán eru kr. 88.9S4.05. Allmíkið fé er útistandandi við hver áramót hjá bændum vegna jarðv Vtarvinnu, en mikill veru- tegur hiuti þess gréiðist með jarð- ræktarframlaginu, sem kemur a vorin. Ályktanir. Fulltrúar á aðalfundi voru mjög ánægðir með rekstur og fjárhag sambandanna. Ákveðið var að leitast við að fá leigð stálmót til votheysturna- gerðar. Þá var samþykkt tillaga um að leggja áherzlu á að nægir vara- 'hlutir fengjust til iandtoúnaðarvéla, hvenær sem þörf væri á. . Ýmsar fleiri ályktanir voru gerð ar, m. a. var samþykkt húfjár- ræktarreglugerð fyrir sambandið og ákveðin héraðssýning hrúta á komandi liausti. Gunnar Jónatansson var endur- kjörinn í stjórn samtoandsins. En aðrir stjórnarmenn eru: Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli og Þrá- inn Bjarnason, HMðarholti. Endurskoðendur voru kjörnir: Vilhjálmur Ögmundsson, Narfeyri, endunkjörinn og Björn Jónsson, Kóngsbakka, sem kom í stað Guð- brands Sigurðssonar, Svelgsá, er baðst undan endurkosningu. Fundurinn sendi Guðbrandi árn- aðar- og þakkarávarp fyrir gott starf sem endurskoðanda um fjölda ára. Þá fór fram kosning til Búnað- arþings. Einn listi kom fram, og á honum voru sömu nöfn og síðasl: Gunnar Guðbjartsson, Hjarðar- íelii, Páll Pálsson, Borg. Var listinn sjálfkjörinn. Hreppsnefndarkosningar. Sl. sunnudag var kjörið í hrepps- nefnd í Miklahoits'hreppi. Kosnir voru: Eiður Sigurðsson, Lækjamóti, Alexander Guðbjartsson, Stakk- hamrí, Kristján Þórðarson, Miðhrauni, Stefán Ásgrímsson, Stóruþúfu og Einar Guðbjartsson, Vegamótum. 1. varamaður Kjartan Eggerts- son, Hofsstöðum. í sýislunefnd var kjörinn Gunnar nú kr. 462 351.94. En kaupverð Guðbjartsson, Hjarðarfelli. a'llra véla og' tækja tiiheyrandij þeim kr. 643,600.00. ' G. G. Nýir og gamlir Spóaþættir Svavars Gests komnir út í bókaríormi Sumarið 1957 fóru að birtast í Vísi og síðar hér í Tímanum skemmtilogar greinar undir dulnefninu „Spói“. Vöktu þær mikla athygli, enda vel skrifaðar í léttum og hnyttnum tón. Höfundur greinanna var Svavar Gests og nú hefir þeim verið safnað saman í eina bók, sem nýkomin er út og nefnist „Sá ég Spóa“. Orrustan um KyrrahaíiS Bandarísk mynd. — Aðalhlutverk: William Benclix. Sýningarstaður: Stjörnubíó. 'Hér er ails ekki að ræða um neina heildarmynd af Kyrrahafsstyrjöld ínpi, heldur er þetta kafli úr sögu flugvélamóðurskips, sem er á leið til bardaga á Kyrrahafi eftir viðgerð í heimahöfn. Skip þetta töldu Japanir að væri sokk- ið, en þeir hafa ekki fyrr séð það afturgengið en mikill eldur kem- ur upp í því. Tókst einni jap- anskri flugvél að koma sprengju í það með þeim árangri, að hefzt sýnist um tima, að skipinu verði ekki bjar.gað. Þetta fer þó sæmi- lega, en þegar eldurinn hefur verið slökktur og skipið hefui' komið við í höfn í Kyrrahafi, hef- ur það siglingu sína í gegnum Panama til New York. William Bendix leikur þarna yfir- mann, samkvæmt þeirri forskrift, som fylgt hefur verið aila tíð um liðþjálfa. Hann er hávaðasamur, en hávaðinn er þannig, að maður fær strax að vita, að þetta sé „bezti náungi inp við beinið“. Kemur síðar á daginn að Bendix getur bæði hræðzt og tekið við kjaftshöggi, eins og góðum dreng samir; það er: slá ekU til baka. Þótt töluvert sé um sprengingar, eld- og annan hávaða í myndinni, er hún samt að mestp um hætti og venjur um borð í flugvélamóður- skipi. Skipstjórinn fær að skýra sinn málstað, þegar hann er strangur við undirmenn sína, eða þarf að refsa þeim. Presturinn fær að skýra frá trú sinni ó lífið eftir dauðann og ýmsu öðru er komið þarna fyrir af álíka hag- leik og loftvarnabyssunum undir flugvélaþilfarinu og út við borð- stokkinn, þótt þær megnuðu ekki að koma í veg fyrir að þessi eina japanska sprengja félli á skipið með þeim afleiðingum, að af rúm lega þrjú þúsund manna áhöfn, sneru átta hundruð heim. I.G.Þ. í bókinni eru tuttugu þættir og Jhafa sumir þeirra ekki áður birzt á preivti. Allir eru þeir prýddir skiemmtilegum myndum eftir Atla Má. Bókin er rúmar 100 blaðsíður, útgefandi Ferðabókaútgáfan. Svavar Gests, hinn kunni hljóð- færaleikari, hóf rithöfundarferil sinn árið 1956 með emásagnasafn- ánu Vangadans. Fengu sögiu’nar góða dóma. Sá óg Spóa er önnur toók hans og er iíklegt að hún vekji ekki minni athygli en Vangadans.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.