Tíminn - 10.07.1958, Síða 6
6
T í M IN N, fimmtudaginn 10. júlí 1958.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Jafnvægið í verzluninni
við önnur lönd
TVÖ Reykjavíkurtalöðin,
Morgunblaðið og Þjóövilj-
inn, hafa undanfarið rætt
nokkuö um verzlun íslend-
inga við löndin í Austur-
Evrópu. Mtal hefur haldið þvi
fram, að þessi viðskipti væru
þegar orðin helst til mikil,
og því sé nauðsynlegt að
auka þau. Þjóðviljinn hefur
haldið hinu gagnstæða fram
og varað við of miklum við-
skiptum við þau lönd, sem
búa við skipulag frjálsrar
samkeppni, þar sem meir; og
minni fjárhagskreppa geti
alltaf komið þar til sögu.
ÞAÐ rétta í þessu mun
vafaáítið vera það, að við
þurfum að leggja nægilegt
kapp á verzlunarviðskipti
taæði til austurs og vesturs
og verða ekki viðskiptaléga
háðir neinum einum aðila
um of. Reynslan sýnir, að
illa getur þá farið og má í
þeim efnum minna á, hvern
ig fór á árunum milli heims-
styrjaldanna er Spánarmark
aðurinn tapaðist. Það er líka
ný sönnun þess, að vallt er
að treysta á einhliða við-
skipti við vesturlönd, að fisk
salan til Bandaríkjanna
niinnkaði nýlega um helm-
ing á einu ári. Einnig má í
þessu sambandi minna á
löndunarbannið, sem Bretar
settu á íslenzkan togarafisk
um skeið. Af bæði svipuðum
og öðrum ástæðum, er lika
va.rhugavert að treysta ein-
hliða á viðskipti við Austur-
Evrópu. í þvi sambandi má
minna á, að fyrst eftir styrj-
öldina komust á veruleg við-
skipti við Sovétríkin, en þau
stórminnkuðu aftur í sam-
ræmi við hina efnahagslegu
einangrunarstefnu, er Rúss-
ar fylgdu á seinasta skeiöi
Stalinstímatailsins. Stefna
Rússa virðist enn svo óráðin,
að ekki er útilokað, að þeir
grípi til einangrunarstefn-
unnar að nýju og er í því
samtaandi skemmst að minn
ast á þær hömlur, sem þeir
viröast nú vera að leggja á
viðskiptin við Júgóslavíu.
ÞAÐ, sem hér er rakið,
bendir hiklaust til þess, að
íslendingar eigj aö svo miklu
leyti, sem því verður komið
við, að stefna að því að
treysta eðlileg verzlunar-
viðskipti bæði til austurs og
vésturs, en reyna að foröast
að verða háðir einum eða
öðrum aðila um of. Þetta
kostar vökult og ötult starf
þeirra, sem vinna að verzl-
un með útflutningsvörur ís-
lendinga. Á margan hátt
hefur þar verið unnið vel að
undanförnu, og má t.d. í því
sambandi minna á sölu ís-
lenzkra afuröa til Afríku og
Suður-Ameríku, en á báðum
þessum stöðum hljóta mark
aðir að aukast mjög í fram
tíðinni, og skiptir miklu að
ná nógu snemma fótfestu á
þeim.
í TILEFNI af því, sem
Mbl. hefur verið að segja um
vaxandi viðskipti við Sovét-
ríkin síðan núv. ríkisstjórn
kom til valda, skal aðeins
bent á það, að þau eru nú
ekki meiri en fráfarandi
ríkisstjórn var búin að óska
eftir. Þessa ósk sína hafði
hún m.a. byggt á því, að sein
asta stjórnarár hennar hafði
fisksalan til Bandaríkjanna
minnkað um næstum helm-
ing og voru af þeim ástæð-
um mjög slæmar horfur
framundan. Síðan núverandi
ríkisstjórn tók við, hefur
fisksalan til Bandaríkjanna
aukizt mjög að nýju.
Þannig eigum við líka að
vinna, þ.e. að treysta jafn-
vægi í viðskiptunum til aust
urs og vesturs. Siðast en ekki
síst, ber svo að nefna það, að
við þurfum að auka fjöl-
breytni útflutningsafurð-
anna, m.a. með því að hefjast
hér handa um einhverja
hentuga stóriðju, t. d. á
þungu vatni. í þessum efn-
um má svo ekki vanmeta
h'luta landbúnaðarins í út-
flutningnum. T.d. má minna
á, að landbúnaðarvörurnar
eru yfirleitt seldar fyrir
frjálsan gjaldeyri og er það
ekki lítilvægt.
Morgunblaðið og vísitalan
MORGUNBLAÐIÐ reyn-
ir í gær að snúa út úr á-
kvæðum efnahagslaganna
um 5% kauphækkun. Það
segir þessa kauphækkun
furðulega, þar sem samtlm-
is sé talað um að kaupið sé
of hátt.
Mbl. veit býsna vel, að
gegn þessari 5% kauphækk-
un hafa verkalýðsfélögin í
bili fallið frá vísitöluhækk-
unum, sem þau áttu rétt til,
svo að þessi kauphækkun
hefði því hvort eð er komið
til sögunnar. Hér er hins-
vegar um merkilega tilraun
að ræða, þar sem verið er að
prófa, hvort í framhaldj af
þessu náist ekki samkomu-
lag um að hverfa frá visi-
tölukerfinu, sem hefur verið
ein aðal orsök verðbólgunn-
ar. Þetta er t. d. álit allra
þeirra hagfræðinga, sem
hafa fjallað um efnahags-
mál íslendinga, enda hafa
nú allar þjóðir, er reynt hafa
vísitölukerfi um skeið, horf-
ið frá því. Hér virðist nú
líka vaxandi skilningur laun
þega á því, að þeir græði
ekki á vísitölukerfinu, er til
lengdar lætur.
Ritstjórar Mbl. hafa stund
um skrifað' eins og þeir vildu
losna við vísitölukerfið. Þeir
ættu því fremur að styðja
þessa tilraun en að vera með
blekkingar í sambandi við
hana. Fyrir þá sjálfa væri
ánægjulegt, ef þeir gætu
sýnt, þótt ekki væri nema í
einu tilfelli, að þeir létu
ekkj alltaf ofstækið ráða.
ERLENT YFIRLI1:
Úrslit kosninganna í Finnlandi
Leggja Rússar nú kapp á stjórnarþátttöku kommúnista?
ÞÓTT úrslit finnsku kosning-
anna, sem fóru fram um seinustu
helgi, scu enn ekki kunn til hlítar,
þar sem ótalin eru um 100 þús.
utankjörstaðaatkvæði, virðist það
þó sýnt í 'höfuðdráltum hver niður
staðan verður. Kommúnistar og
hægri menn vinna heldur á, jafn-
aðarmenn og Sænski flokkurinn
halda stöðu sinni, en Bændaflokk-
urinn og Þjóðflokkurinn (frjáls-
lyndi flokkurinn) tapa. Langmesta
athygli vekur ávinningur kommún
istaflokksins.
Samkvæmt hráðahirgðatölum
þeim, sem nú liggja fyrir, eru
atkvæðatölur og þingsætatölur
flokkanna á þennan veg:
Bændaflokkurinn 441 þús. atkv.
og 48 þingmenn. Hann fékk 23,8%
atkv. nú, en hafði 24,1% í kosn-
ingunum 1954, og þá fékk hann
53 þingmenn kjörna. Hann hefur
því tapað fimm þingsætum.
Kommúnistar 434 þús. atkv. og
50 þingmenn. Þeir fengu nú 23,6%
,af atkvæðamagninu, en fengu
21,6% í kosningunum 1954 og þá
fengu þeir 43 þingmenn kjörna.
Þeir hafa því toætt við sig 7 þing-
sætum.
Sósíaldemokratar fengu 434 þús.
atkv. og 50 þingsæti, og óháðir
sósíaldemókratar fengu 32 þús.
atkv. og 3 þingmenn. Sósíaldemo-
kratar fengu nú 23,6% af atkvæða
magninu og óháðir sósíaldemokrat
ar 1,6%, en d kosningunum 1954
fengu sósialdemokratar 26% af
atkvæðamagninu og 54 þingmenn.
Þeir hafa því raunverulega tapað
einu þingsæti.
Sameiningarflokkurinn eða í-
haldsflokkurinn fékk 277 þús.
atkv. og 28 þingmenn. Hann fékk
15% af atkvæðamagninu í stað
12,8% í kosningunum 1954, en þá
fókk hann 24 þingmenn kjörna og
tapaði 4 þingsætum. Ilann hefur
unnið þessi 4 þingsæti aftur nú.
Sænski flokkurinn fékk 122 þús.
atkv. og 14 þingmenn. Hann fékk
6,6% af atkvæðamagninu í stað
7% í kosningunum 1954. Hann
toætti við sig einu atkv.
Þjóðfiokkurinn eða frjálslyndi
flokkurinn, fékk 94 þús. atkv. og
sjö þingsæti. Hann toeið mestan
ósigur í kosningunum, þar sem
hann missti þriðjunginn af at-
kvæðamagni sínu og sex þingsæti.
í kosningunum 1954 vann hann
talsvert á og hefur sennilega unn-
ið það frá íhaldsflokknum. Þetta
hefur hann nú misst og meira til.
Eins og áður segir, eru ekki hér
talin með um 100 þús. utankjör-
staðaatkvæði og geta þau eitt-
hvað raskað þessum hlutföllum en
þó ekki verulega.
Kosningaþálttaka varð nú mun
minni en 1 kosningunum 1954 og
þykir líklegt, að það liafi orðið
kommúislum til hags, en þótt til-
lits sé tekið til þess, hafa þeir
samt unnið talsvert 'á.
EINS og framangreindar tölur
bera meg sér, eru kommúnistar
helztu sigurvegarar kosninganna.
Kosningaaðstaða þeirra var á marg
an hátt æskileg. Þeir hafa verið
utan stjórnar, en mikill grund-
roði hefur ríkt í stjórnmálum og
efnahagsmálum Finna undanfarið.
Atvinnuleysi er nú með allra
mesta móti á þessum tíma árs.
Þetta reyndu kommúnistar að not
færa sér eftir megni í áróðrinum.
Þá var klofningurinn hjá sósíal-
demokrötum þeim til stuðnings.
Líklega hefðu þeir unnig enn
meira á, ef dómsmorðin í Ung-
verjalandi hefðu ekki veikt að-
stöðu þeírra. Aðallega virðast
kommúnistar hafa aukið fylgi sitt
á kostnað Bændaflokksins í Norð-
ur- og Mið-Finnlandi, en þar er nú
verulegt atvinnuleysi lijá bændum
og landbúnaðarverkamönnum.
Það hefur vafalaust toætt að-
stöðu kommúnista nokkuð að þeir
kalla flokk sinn ekki kommúnista-
flokk, heldur lýðræðistoandalag,
Kekkonen, Finnlandsforseti
— fær erfitt verkefni við myndun
nýrrar ríkisstjórnar í Finnlandi.
þar sem uppistaðan sé vinstri
jafnaðarmenn og kommúnistar. —
Hins vegar ráða kommúnistar öllu
í flokknum.
ÚTKOMAN hjá sósíaldemó-
krötum er öllu betri en búizt
hafði verið við þar sem flokkurinn
gekk klofinn til kosninganna. Mikl
ar deilur hafa undanfarið staðið yf
ir í fiokknum og lyktaði þeim með
því, að brot úr flokknum bauð
fram sérstaklega. Kosningaúrslit-
in þykja líkleg til að t'ryggja full-
an sigur þess armsins í flokknum,
sem verið hefur undir forustu
þeirra Leskinens og Tanners, því
að frambjóðendurnir voru allflest-
ir fylgismenn þeirra. Sjálfur var
Tanner nú kosinn á þing í fyrsta
sinn eftir styrjöldina, 77 ára gam-
all. Erfitt hefur verið að ótta sig
á þeim deilum, sem staðið hafa
yfir hjá finnskum sósíaldemokröt-
um, enda hafa þær snúist öllu
meira um persónur en skoðanir.
Þó virðist Leskinen hafa haft þá
sérstefnu, að flokkurinn ætti ekki
að vera einhliða stéttarflokkur, er
leti verkalýðshreyfinguna segja
sér fyrir verkum, heldur ætti hann
að starfa sem alhliða umtoóta-
flokkur á breiðum grundvelli. —
Hann hefur og deilt á Bændaflokk
inn fyrir að reka óhagsýna land-
búnaðarstefnu og gerði þag sam-
vinnu við hann erfiða. Leskinen
hefir talið stjórnarsamvinnu allra
andstæðinga kommúnista geta
komið til greina, en hann er mikill
andstæðingur þeirra og því held^
ur illa séður af Rússum. Hann er
óumdeilanlega þróltmestur og á-
hrifamestur af hinum yngri leið-
togum sósíaldemokrata og virðast
nú mestar likur til, að hann eigi
eftir að verða hinn ,,sterki mað-
ur“ þeirra í líkingu við það, sem
Tanner var áður.
ÚRSLIT kosninganna eru
nokkurt áfall fyrir Bændaflokk-
inn, en þó ekki stórvægilegt. Óá-
nægjan yfir atvinnuleysinu í
Norður og Mið-Finnlandi hefur
eitthvað bitnað á honum, þar senr
hann hefur iengi þurft að bera
átoyrgð á stjórnarstefnunni. í Norð
ur-Finnlandi gætti og nokkurrar
óánægju innan hans yfir því, að
hann væri of hliðhollur kommún-
istum. Það hefur og haft sitt að
segja, ag Kekkonen stjórnaði nú
ekki kosningabaráttu hans, en
hann hefur haft persónulegt fylgi,
sem hefur náð út fyrir. flokkinn.
Bændaflokkurinn hefur aðal
fylgi sitt meðal smábænda, sem
eru fjölmenn stétt í Finnlandi.Stór
bændur hafa hins vegar hneigzt
meira til fylgis við íhaldsflokk-
inn. Þá hefur Bændaflokkurinn
alltaf haft taisvert fylgi meðal
landbúnaðarverkamanna. Meðal
þeirra hafa sósíaldemokratar
aldrei náð verulegri fótfestu, en
aftur á móti hafa kommúnistar
allmikið fylgi þeirra. Sósíaldemo-
kratar eiga aðalfylgi sitt rneðal
verkalýðs stærri borganna.
Bændaflokkurinn ’hefur ráðið
einna mestu um utanríkisstefnu
Finna eftir styrjöldina og má
ekki sízt þakka honum það, að
vinsamleg samtoúð faefur haldist
við Rússa, en Finnar þó treyst
sjálfstæði sitt.
SÆNSKI þjóðflokkurinn treysti
aðstöðu sína í kosningunum, en
hann er borinn uppi af sænsku-
mælandi Finnum, án verulegs til-
lits til stjórnmálaskoðana. Innan
hans er bæði að finna vinstri
(Framhald á 8. síðu>
MÐSTOFAA/
Wm
Reinaid Antonsson sendir baðstof-
unni eftirfarandi pistil um fanga-
hjálpina og afbrotamenn.
„Núna nýlega hefir verið birt í blöð-
ar síðastliðið ár, og má á henni
sjá, að Óskar Clausen, rithöfund-
ur, sem veitir henni forstöðu,
hefir unnið mikið og þarft verk.
Þegar ég las þessa skýrslu, þá
datt mér í hug að skrifa lítils-
háttar um þessa stofnun, því mér
finnst ekki almenningur taka
þessum mál'um á réttan há’tt. Þeir
eru orðnir æði margir afbrota-
mennirnir, sem eiga Óskari Clau-
sen þa'ð að þakka, að þeir hafa
snúizt til betra lífernis. Mikið af
þeim afbrotum, sem framin eru
hér, fremja unglingar 16—20 ára,
og þa'ð oft í ölæði.
Nú er það um marga unglinga, sem
þurft hafa að taka út refsingu
fyrir afbrot sín, að þeim finnst
þeir alls staðar útskúfaðir, og þá
ekki sízt gagnvart atvinnu. Óskar
Clausen hefir gert mikið til þess
að útvega- þessum mönnum at-
vinnu, og hjálpa þeim á sem flest-
an hátt, en hvað getur einn mað-
ur, miðað við það sem þyrfti,
þegar meginþorri manna sýnir.
þessum mönnum megna andúð.
Mér finnst því að atvinnurekendur
og aðrir þeir, sem aðstöðu hafa
til, ættu að sinna þessum málum
meir en raun ber vitni um. Nú
spyrja menn kannske, hvernig
þá? T. d. með því að vera fanga-
hjálpinni hliðhollir í því mikla
vandamáli, að útvega öltum þess-
um mönnum atvinnu og húsnæði.
Eins og sjá má ó skýrslu fanga-
hjálparinnar, þá hefir hún af-
greitt meir en eitt mái á dag á
síðastl. ári, að undanskildum
helgidögum, og hefir því Óskar
Clausen orðið að útvega æði
mörgum atvinnu bæði hér í bæ,
og eins í sveit. Margir af þessum
ólánssömu mönnum eru mjög illa
settir þegai- þeir losna út úr
hegningarhúsunum, og eru því
hjálpar þurfi. Þetta hefir Óskar
Clausen séð, þegar hann etofn-
setti fangahjálpina fyrir um þaó
bil 9 árum, og ekiki er hægt að
þakka honum þetta göfuga starf
sem skyldi.
Margir af þessum mönnum eru .sízt
verr verki farnir en aðrir, og hafa
íullan hug á þ\"i að bæta ráð sitt,
en til þess að þeim gefist kostur
á því, þá verður að sýna þeim
traust og skilning.
Að lokum vil ég þatoka Óskari
Clausen það mikla og göfuga
starf, sem hann -hefir innt af
hendi bæði fyrir mig og aðra, og
ég vonast til þess lesendur góðir,
að þið veitið þessari stofnun
meiri athygli framvegis."