Tíminn - 10.07.1958, Page 7
TIMINN, finuntiidaginn 10. júlí 1958.
7
Greinaflokkur Páls Zóphóníassonar:
Búskapurinn fyrr og nú —
framfarirnar í Arnessýslu
Arnessýsla er fólksflesta og
stærsta sýsla land.sins. Þar býr ná-
lægt tólfti bver bóndi. Jarðirnar
í sýshinni eru ólíkar nokkuð. Þar
eru jarðir, sem eingöngu ætti að
reka á sauðfjárbú og eru betur til
þess fallnar en iarðir í hinum svo-
kölluðu sauðfjárihéruðum. Þar eru
líka jarðir, sem eru mifcið betur
failnar til kúabúa en fjárbúa, og
vegna þess að þær eru fleiri en
hinar, sem heppilegri eru til fjár-
ræktar, 'hefir það orð komizt á, að
sýslan sé fvnst og fremst fyrir kúa-
bú og mjólkurframleiðslu. Loks
eru í sýslunni margar jarðhitajarð
ir, sem á er rekin garðrækt við yl,
ýmist í gróðurhúsum eða úti. Hér
við bætist, að sýslan liggur nærri
R eyk j avffcurm a rkað i og af því
leiða bæði kostir og gallar eftir
því hvernig sú aðstaða, sem það
skapar, er nýtt af bóndanum.
Byggðu jarðii-nar eru hér taldar
543, en eru nokkru fleiri, kemur
það af þvi, að jarðir eru í hreppun
um, sem hér er sleppt að tala um,
Eyrarbákka, Selfoss og Hveragerði,
én í þeim þorpum er aðalatvinna
íbúanna é'kki bundin við búskap á
sérstökum jorðum, og því eru þær
jarðir, sem í þessum lireppum eru,
ckki taldar með. Frá flestum jörð
um í sýslunni er mjólk send dag-
lega til Flóabúsins. Þó er svo ekki
frá jörðum í Þingvallasveit, Sel-
vogi og nokkrum jörðum í Grafn-
ingi.
Einstaka bændur hafa stór
hænsnabú og selja daglega egg
frá þeim. Alls staðar eru ræktað-
ar karböflur og má telja þær nokk-
uð árvissar í miklum hluta sýslunn
ar, en í uppsýslunni og Þingvalla-
sveit er þó langt frá að svo sé. Ann-
ars eru káltegundir, gulrætur og
fleiri garðmatur ræktaður víða,
bæði til nota á heimilunum og til
sölu.
1920 var meðal túnið 4,1 ha. og
þá fengast áf því 119 hestar. Það
var þá minna en meðaltún margra
annarra sýslna, og ekki í góðri
rækt. Af engiunum fengust þá 312
hestar, svo að allur heyskapur á
meðaljörðinni varð 431 hestur.
Síðar komu áveitur frá stóránum
til, bæði Þjórsa (Miklamýraráveit-
•an og Sfceiða) og úr Hvítá (Flóa-
áveitan) og engjarnar bötnuðu. Á
þetta hev meðaljarðarinnar var
sett þetita búfé 1920: 4,8 nautgripir,
98 fjár og 8 hross, og hefir því
verið sæmilegur ásetningur á hey-
in. 1955 er túnið á meðaljörðinni
orðið 14 ha. og þá fást af því 547
Inestar. En 1955 var óþurrkasumar
og má bví ætla að taðan hafi verið
minni en ella og sýni því ekki rétta
mynd af nútíðar túninu. Útheyið
var aðeins 80 hestar á meðaljörð-
inni 1955, og má fullyrða, að það
er venjútega meira, en svona lítið
þá, af því að engiar stóðu undir
vatni og urðu ekki slegnar. Naut-
gripum hefir fjölgað, og eru nú
13,8, saitðféð er líkt og það var,
en þ.ó heldur færra eða 89, og
hrossiu 6,9. Heyin voru því ónóg
Páll Zóphónlasson.
handa búfénu, enda allmikið keypt
af heyjum og mikið af fóðurbæti'
handa búfénu. En árið 1955 var
eins og þegar er sagt óvenjulegt
ár, og illt til samanburðar við
meðaljarðir annarra héraða.
Villingarholtshreppur
Byggðum jörðum í hreppnum
hefir fækkað úr 42 í 39. Tvær jarð
ir hafa undir 5 ha. tún, en 25 hafa
stærra tún en 10 ha. og þrjár
þeirra fá yfir 1000 hesta töðufall.
íbúar hreppsins voru 305 árið
1920 en nú eru þeir aðeins 250.
Eftirtekjan eftir mann búsettan í
hreppnum hefir því aukizt úr 60
hestum 1920 og í 100 hesta 1955
— rigningarsumarið. Ég ætla, að
túnið á Neistastöðum hafi breytzt
einna mest. Það var 3 ha. 1920 og
þá fengust af því 100 hestar. Nú
er það orðið 19 ha. og töðufallið
1100 hestar og. er þó kúm mikið
beitt á túnið.
Meðal tún í herppnum var 2.9
ha. o>g fengust af þvi 106 hestar.
Nú er meðaltúnið orðið 11,4 ha. og
töðufallið 500 hestar. Utheyskapur-
inn var 332 hestar, en er nú kom-
inn niður í 144 hesta.
Búin í Villingaholtshreppi hafa
verið sem hér segir á meðaljörð-
inni. Árið 1920: nauitgripir. 4,9,
sauðfé 83, hross 9,3. Árið 1955:
nautgripir 14,0, sauðfé 59, hross
8,8. Árið 1958 1. 1.:
10,1, kýr 3,8 gn., sauðfé 96 og hross
9,6. Af þessu geta menn séð, hvern
ig bústærðin í hreppnum hefir
breytzt og ViIlinga>holtshreppurinn
er einn af Flóahreppunum, en FIó-
inn liggur milli Þjórsár og Ölfus-
ár frá sió og upp að Merkurhrauni.
ViUingaholtshreppurinn er austasti
hreppur Flóans og liggur meðfram
Þjórsá. Hann er bezt fallinn til
sauðfjárbúskapar af Fióahreppun-
um. í honum er þó nofckuð af grasi
gronum holtum og ásum með sund-
um á milii, ekki óáþekkt því, sem
er í Holtunum. Allt er búið stærra
nú en 1920. Jafnvel hrossin eru
fleiri, og hefir þó notkun þeirra
við bústörfin minnkað verulega og
er horfin á mörgum bæjum. Skil-
yrði til stækkunar túna eru ágæt
og vaxtarmöguleikar búanna því
miklir, bæði hvað fjárbú og kúabú
snertir. Ofurlítil laxveiði er í
hreppnum í Þjórsá, en lax gengur
upp hana að Urriðafossi. Allir Flóa
hrepparnir eru nú sæmilega veg-
aðir, þeir verzla á Selfossi og draga
allt að sér og frá á bílum. Á Sel-
fossi er Flóabúið, en þangað er
mjólkin flutt daglega og með mjóltk
urbílunum fá bændur vörur sínar
daglega, hringja daginn áður og
biðja um það, sem þá vanhagar
um til næsta — kannske næ.stu
da.ga'—• og síðan kemur bíllinn
með það daginn eftir. Þar þekkist
ekki lengur að birgja sig upp til
vetrarins eins og áður var gert um
land allt, og sums staðar er gert
enn, og víða að einhverju leyti enn,
þó að forðinn sé minni, sem dreg-
inn er að í einu og oftar þurfi að
draga að-sér en vor og haust, cin>s
og gert va>r hér áður fyrr. Þetta
um vegina og aðdrættina að og frá
heimilunum gildir um megin hluta
sýslunnar.
Gaulverjabæjarhreppur
Byggðum jörðum í hreppnutn
hefir fækkáð úr 48 í 43. Enn eru
fjórar jarðir, sem hafa niinni tún
en 5 ha., en allar eiga þær góðar
erngjar. Áveilulönd eru mikil í
hreppnum og engjar góðar og fá
margar jarðir miklar slægjur (400
—1000) á vélslægum starengjum.
Engin jörð í hreppnum hefir yfir
1000 hesta heyskap á túni, en marg
ar 400 til 800. Hreppurinn er mjög
flatlendur, og lá 1955 mikið undir
vatni, svo að engjaheyskapur nýtt-
ist lítt það ár. Að vetrinum fer
jörð mikið undir svell, svo að beit
nýtist M'tt, noma á jörðunum með
sjónum og við Þjórsá, en þar er
þurrlendara.
1920 var meðaltúnið bara 2.6 ha.,
en nú er það orðið 11,1 ha. Töðu-
fallið af meðaltúninu var 85 hest-
ar en er nú 521 hestur. Eftir mann
búsettan í hreppnum fengust 73
hestar 1920 en nú 98, enda hefir
fólki fækkað úr 340 í 265. Vafa-
laust hafa affcöst pr. mann 1955
verið til mikilla muna minni um
alla sýsluna 1955 en árið fyrir og
árin á eftir.
Búin á meðaljörð í hreppnum
hafa verið sem hér segir: 1920:
nautgripir 6,1, saufé 53, hross 7,6.
1955: nautgripir 16,2, sauðfé 25,
hross 6,4. 1. 1. 1958 kýr 13,8, geld-
neyti 3,8, sauðfé 45, hross 7,4.
Féð er enn færra en það var
1920, enda hreppurinn lítt fallinn
til fjárbúskapar, nautgripunum
hefir fjölgað mikið og hrossum er
að fjölga aftur og hygg ég, að eng
inn skilji af hverju það komi.
Miðað við þessi ár, sem miðað
hefir verið við í greinarflokkum
þessum, hefir taffan á meðalbýlinu
vaxið úr 85 hestum í 466 hesta,
og er það mikið. Útheyið hefir á
sama tíma minnkað úr 521 hesti í
137 og sýnist sú minnkun vafa-
laust meiri en hún er raunveru-
•lega, vegna árferðisins. Öll hey-
aukningin á meðaljörðinni er ekki
nema 82 hcstar, og er sú tala vafa-
lau’slt alltof teg, og stafar frá ór-
ferðinu. Gaulverjabæjarhreppur-
inn með sín stóru og góðu áveitu-
Iön>d hefir aukið töðufallið en
minnkað áveituslægjurnar eitt-
hvað, þó að það vafalaust sé minna
en tölurnar sýna. Um það, hvort
hér sé rétt stefnt, er ágreiningur.
Taðan er betra fóður en starheyið
en störin er ekki heltíur slegin
eins snemma og taðan, og munur-
inn mundi minnka, væri hvort
tveggja slegið á sama þroskastigi.
Og hætt er við, að eitthvað af tún-
unum í hreppnum séu of raklend
enn til að gefa góða töðu. Allvíða
í Flóahreppunum er þetta svipað.
Það er varla hægt að stækka tún-
in og fá þau með góða töðu, nema
að þurrka landið, og þá verður
áveitan sums staðar að víkja. Um
þetta verður vafalaust deilt næstu
árin, og málið þarf að grandskoð-
ast, þar á meðal1, livernig spretta
verður á störinni, ef borið er á
hana, þegar hætt'er að láta nýtt
vatn renna inn í áveitu>hólfin. Ein-
staka menn hafa reynt þetta og
telja að með því megi fá eins mik
inn vöxt á störinni og á beztu tún-
um. Væri þetta rétt, yrði störin
ódýrari sem næmi minni áburði.
Þetta atriði þarf mjög vel að at-
hugast, því að þau ár koma inn
á milli, sem votlendu túnin kala
illilega og bregð'ast þar af leiðandi
með sprettu. Er þá gott að hafa
flæðiengjarnar til að hlaupa í.
'Framhitlcl á 8. trfðj'
r
Arnessýsla
ByggBar jarðir Meðal jörð árið 1920 Ibúatala Meðaláhöfn og heyskapur á jörð 1955 Túb
HREPPUR: 1920 1955 Túnst. ha. TaOa Úthey Nautgr. hestar hestar tala Sauðfé Iíross 1920 tala tala 1953 T únst. T ala ha. hestar Úthey hestat Nautgr. tala SauSji tala Hross tala undir 5 ha
1. Villingaholtshreppur 42 39 2.9 106 332 4,9 83 9,3 305 258 11,4 500 144 14 59 8,8 2
2. Guiverjabæjarhr. 48 43 2,6 85 436 6,1 53 7,6 390 265 11,1 466 137 16,2 25 6,4 4
3. Stofckseyrarhr. 52 30 2,2 60 189 4,1 37 7,8 886 541 16,3 435 42 12,6 15 4,1 11
4. Sandvffcuiihr. , 23 17 4,2 120 502 7,7 69 0,2 185 124 16,3 634 274 20,5 60 15,6 1
5. Ilraunger.ðishr. 40 34 3,8 114 314 5,5 68 9,4 203 243 12,8 567 171 18,7 53 8,0 2
6. Skeiðahr, 35 43 5,7 117 522 6,0 97 9,7 314 260 15,5 611 41 14,5 70 7,1 2
7. Gnúpverjahr. 32 41 6,5 168 265 4,8 166 8,2 228 234 20,0 714 9 16,9 107 6,0 0
8. Hrunamannahr. 50 66 5,1 168 361 5,7 152 10,9 425 407 16,7 739 16 14,2 84 7,1 1
9. Bisbupstungnahr. G4 71 4,1 117 268 4,0 132 9,0 462 437 13,9 517 76 11,3 142 10,0 2
10. Grímsneshr. 52 43 5,1 166 256 3,8 118 5,7 391 316 15,8 600 21 11,0 146 5,5 0
11. Laugardalshr. 17 23 4,7 156 298 5,0 149 7,2 145 194 14,9 364 21 12,8 114 4,4 1
12. Þingvaílaiþr. 17 11 2,8 62 66 1,5 61 3,8 95 67 8,3 304 0 5,5 132 2,0 2
13. Grafningshr. 14 12 4,5 124 180 3,6 90 4,6 89 50 14,0 445 15 7,3 155 2,6 0
14. Ölfushr. 64 58 4,2 125 36? 5,3 86 6,9 452 404 13,7 482 139 15,3 68 4,4 5
15. Selvogshr. 17 12 2,6 72 45 1,3 124 5,3 103 72 5,8 241 0 3,4 108 1,5 6
AIls pg meðaltöl 567 543 4,1 119 312 4,8 98 8,0 4683 3872 14,0 549 80 13,8 89 6,9 39
Á víðavangi
Stefnuleysið á
„foringjaráðstefnunni"
í forustugrein Alþýðublaðsins
í gær er rætt um liina svoköll-
uðu „foringjaráðstefnu" Sjálf-
stæðisflokksins, sem haldin var
hér í bænum um seinustu helgi.
Alþýðublaðið segir:
„Forustulið Sjálfstæðisflokks-
ins hefur setið á ráðstefnu og
gefið út tilkynningu til þjóðar-
innar. Þar kennir margra grasa.
Meðal annars er vikið að efna-
hagsmálunum og farið um þau
svofelldum orðum: „Sjálfstæffis-
flokknum er ljóst, að eins og nú
er komið efnahag og fram-
leiðslu þjóðarinnar, er þörf víð-
tækra ráðstafana til bóta. Flokk
urinn hefur ætíð talið það megin
atriffi að þjóðin í heild geri sér
ljós lögmál efnahagslífsins, og
fyrst og fremst það, að hún
verður að miða eyðslu sína við'
arð framleiðslunnar. Án þess að'
viffurkenna þá staðreynd, er ekki
hægt að koma íslenzkum efna-
hagsmálum á réttan kjöl.“
Þetta er gott og blessað út af
fyrir sig, en nokkurrar tilætllinar-
semi kennir þó í ályktuninni.
Sjálfstæðisfl. vill að þjóðin
geri sér Ijós lögmál efnáhags-
lífsins. En sjálfur hefur hann
ekki komið þessu smáræði í verk
Hann forðaðist að móta nokkra
stefnu, þegar Alþingi fjallaffi um
þessi mál fyrir nokkrum vikum.
Sjálfstæðisflokkurinn reýndist
þá andvígur fyrirætlumim og.
ráðstöfunum núverandi 1 ríkis-
stjórnar, en liafði ekkert annað
til málanna að leggja. — Svo
kemur hann saman á ráðstefnu
og mælist til þess að þjóðin geri
sér grein fyrir þeim vanda sem
er honum alger ofraun. Sjá ekki
allir, að hér er um leikaraskap
að ræffa?
Auðvitað ber að ætlast til þess
af stærsta stjórnmálaflokki Iands
ins að liann hafi einhverja stefnu
í efnahagsmálunum. Það er
vandalaust að setja orð á blað
og eggja þjóðina affi gera sér
grein fyrir hinu og þessu. Hitt
er erfiffara viðfangs að koma
með tillögur og vísa veginn. Og
Sjálfstæðisfíolíkurinn ætti að
tala varlega um efnaliagsmálin,
meðan liann hefur ekkert ánn-
að til þeirra aff. leggja en vera
fyrirfram andvígur ráðstöfunum
núverandi ríkisstjórnar."
Það er ekki nóg að vilja
komast í stjóm
Að lokum segir Alþýffublaðiö
um ályktuu „foringjaráðstefn-
unnar“:
„Loks er í ályktuninni skorað
á landsmenn að taka virkan þátt
i baráttunni fyrir nýrri, athafna-
rneiri og heiðailegri ríkisstjórn
og fimbulfamfc-a'ð um sjálfstæðis-'
stefnuna í því sambandi. Þétta
eru hlægileg mannalæti. íslend-
ingar muna mætavel stjórnar-
farið á valdadögum Sjálfstæðis
flokksins. Þar meff er ekki sagt,
affi sjálfstæðissíefnan sé úr sög-
unni. En Sjálfstæðisflokkurinn
liefur ekkert með það að gera
að sigra og komast til valda
nema hann hafi eitthvað til mál
anna að leggja, hætti neikvæðri
sýndarmennsku og geri sér fai
um ag leysa vandaniál þjóðar-
innar. Þess vegna munli íslend
ingar skilyrffislaus't krefjast þess,
að hann kunngeri stefnu síua
og úrræði áður en þeir fela hon-
um aukin áhrif og trúa honum
fyrir völdum, Honum nægir á
reiðanlega ekki að vilja kom-
ast í stjórn. Það eru engin tíð
indi. En hann þarf að hafa stefnu
til að íslendingar geti trúag hon
urn og treyst. Þess végna væri
ekki úr vcgi aff. forustuliff hans
kæmi bráfflega saman lil nýrrar
ráðstefnu og sendi betri og raun
hæfari ályktun en oiðaskvaldrið,
sem Morgunblaðið birti á for-
síðu sinni í gær og naumast er
annag en dálkafýíling í „stærsta
blaði landsins“. Ljósmýnðin er
hinsvegar ágæt. Sjálfstæðisflokk
urinn myndast dável.“