Tíminn - 16.07.1958, Síða 7
TÍMINN, íniðvikudaginn 16. júlí 1958.
7
Vísindamaður við Broökhavenrannsóknarstöðina í Bandaríkjunum setur
sojubaunir inn í kjarnaofn, þar sem þaer verða' fyrir geislavirkni frá nev-
trónum. Þegar nevtrónuskotum (kjarnageislun) er þannig beint að jurta-
fræum, eiga sér stað erfðabreytingar eða eðlisbreytingar. Hægt er að auka
hraða eðllsbreytinganna, svo að jurtirnar verði arðbærari eða harðgerðari.
Hér sést starfsmaður við Brookhavenrannsóknarstöðina i Bandaríkjunum,
athuga jurtafrumur, sem ræktaðar hafa verið tii notkunar við geislavirkni-
rannsóknir á kolsýrutillifun — en svo nefnist sú starfsemi jurtanna að sam-
laga loft og vatn sólarljósinu til þess að ,framleiða lifandi vefi. Vísinda-j
menn gera sér vonir um, að slíkar kjarnorkurannsóknir muni leiða til þess,'
að hægt verði að framleiða gnægð af matarjurtum i framtíðinni með til-!
lifun. 1
Aflökur fyrr og rtú
Við þau ummæli AlþýðublaSs-
ins, sem birt eru hér uffi iraman,
má svo bæla því, að ekki nema
allra sakiausustu og amröldustu
lesendum Mbl. mun deíta í lmg,
að ritstjórar Mbl. séu ð fjárg-
viðrast út af þingmanhaförínni
vegna atburðanna i iJngverja-
landi. í>að eru ekki viema láta-
læti. Mönnum, sem vorn svo inn
undir hjá þýzkum nazts' um, að
þeim var boðið að vtr;. .iðstadda
aftökur, munu ekki bloskra slíkii
atburðir meira nú en þá. Aldrei
heyrðist það á Mbl., m- uan Hitler
(Framhald á 8. ziðu)
I sambandi við rannsóknir
á sporatómum eða geislavirk
um ísótópum eru sífellt að
koma fram merkar nýjungar,
er stuðla að framförum í bú-
vísindum.
Geislavirkir ísótópar eru
venjuleg atóm, er gerð hafa
verið geislavirk og gefa
þannig frá sér geislavirka
„neista", sem hœgt er að
finna í Geigerteljara. Þegar
þeir berast um jurta eða dýra
líkama, er hægt að fylgjast
með ferðum þeirra, og þess
vegna er það, að þeir eru
oft nefndir „sporatóm".
Með þvl að fylgjast með hegðun
slíkra atónia hafa vísindamenn get
að fundið hvernig, hvenær og hvar
bezt er að nota ábtirð til þess að
auka uppskeruna. Þeir hafa einnig
aukið að mun þekkingu sína á
jurtalifi og jurtasjúkdómum og
skordýraplágum, sem eyðileggja
uppskeruna, og loks hafa þeir
stundað mikilvægar rannsóknir í
fjöldamörgum öðrum greinum
landbúnaðarvísinda, þar sem fyrri
vísindarannsóknir höfðu reynzt ó-
fullnægjandi.
Rannsóknir á tóbaksjurtum
Gott dæmi um hið þýðingar-
mikla hlutverk sporatómanna eru
rannsóknir, sem gerðar hafa v.erið
á notkun áburðar á tóbaksjurtir.
Áður en rannsóknir þessar hófust,
notuðu bændur í suðurhluta
Bandaríkjanna óspart fosfóráburð
á lóbaksjurtir allt vaxtartímibil
þeirra. En með aðstoð geislavirkra
atóma komust vísindamenn að
raun um, að tóbaksjurtir geta ekki
nýtt fosfóráburð, sem dreiff er
á yfirborð jarðvegsins á vaxtar-
tímabilinu. Árangurinn varð því
sá, að fiú spara bændur töluvert
mikið fé árlega með því að nota
minna magn af áburði.
Málmsfeinar
Aðrar tilraunir, sem gerðar
hafa verið með notkun geisla-
virkra ísótópa á sviði landbúnaðar,
hafa leitt í Ijós, að örlítið magn
af málmsteinum — langtum minna
en áður var haldið — hafa stór-
felld áhrif á jurtagróður. Þannig
er það f.d., ag jurtir geta ekki
Notkun kjarnorku í landbúnaði stuðl-'Á víðavangi
ar að auknum framförum í búvísindum
fengið til sín nóg köfnunarefni
án málmsteinsins' mofybdenum. —
En þegar of mikið molybdenum er
í jurtum, veikjast dýrin, sem éta
þær. Með aðstoð sporatóma var
hægt að finna nákvæmlega, hve
mikið af málmsteinum þarf til
þess að jurtavöxturinn verði heil-
brigður.
Skordýraeitur
Önnur tilraun með sporatóm
leiddi í ljós, hvers vegna sumar
skordýraplágur, sem leggjast á
jurtir, þola skordýraeitrið DI>T.
Niðurstaðan varð sú, að þessi skor,
dýr gátu brotið DDT niður í óeitr-
uð efni, sem gerðu þeim ekki mein.
Meg því að, bæta nýjum efnum
í DDT hefur nú verið hægt að I
ná tökum á þessum plágum.
Atómið hefur einnig reynzt!
mjög þýðingarmikið við leit að
nýjum aðferðum til þess að ráða
niðurlögum jurtasjúkdóma, sem
árlega valda bændum miklu tjóni.
Einna verstur allra jurtakvilla er
stönguláta í korni. Vísindamenn
við Brookhavenrannsóknarstöð-
ina í Bandaríkjunum hafa gert
þá uppgötvun, að hafrar þola bet-
ur slöngulátu, ef atómgeislum er
beint að hafrafræunum, áður en
þeim er sáð.
ESIisbreytingar á jurtum
En veigamesti þáttur í notk-
un kjarnavísinda í landbúnaði er
ef til vill á sviði jurta- og dýra-
æxlunar. Eðlisbreytingar — þ.e.
afbrigði, sem gefa af sér arðbær-
ari eða harðgerðari jurtir — eiga
sér örsjaldan stað í náttúrunni,
þannig, að það sé til batnaðar. —
En vísindamenn hafa komizt að
raun um, að hægt er að nota
kjarnorku fil þess að auka hraða
eðlisbreytinganna.
í Brookhaven hefur hraði eðlis-
breytinga maísplantna verig auk-
inn rúmlega 17,000 sinnum. Þessar
tilraunir virðast nú gefa vonir
um, að 'hægt verði að framkalla
nýtt afbrigði af maísjurt'inni, sem
verður lágvaxnara, en gefur hlut-
fallslega meira af sér.
Loks er sennilegt, að tilraunir
með sporatóm eigi eftir að upp-
lýsa leyndardóminn um kolsýru-
tillifun,- þ.e., hvernig jurtir sam-
Aíómið hefir reynzt mjög þýÖingarmikiÖ vií
leit aíS nýjum aftferthim til þess aí ráíía niður-
Iögum jurtasjúkdóma
Hérna sést vísindamaöur við Brookhavenrannsóknarstöðina i Bandaríkjun-
um endurgróðursetja maísjurtir, sem uxu við venjulegar aðstæður, í svo-
nefndan „gammaakur'* stöðvarinnar. Á þessum akri er gammageislum frá
geislavirku kóbalti, sem komið er fyrir á miðjum akrinum, beint að jurt-
unum. Geislavirknin veidur eðlisbreytingum eða erfðabreytingum, með
þeim afleiðingum, að jurtirnar verða yfirleitt harðgerðari og arðbærari.
Sennilegt er, að í framtíðinni muni slíkar jurtir eiga mikinn þátt í að auka
matvælabirgðir í heiminum.
Kartöflur þessar voru Ijósmyndaðar 16 mánuðum eftir að þær voru settar
undir kjarnageislun í Brookhavenrannsóknarstöðinni í Bandaríkjunum. Eng-
um geislum var beint að kartöífiunni efst til vinstri, og þar af leiðandi
spíraöi hún og varð lin eins og venjulega á sér stað. Hinar kartöflurnar
fengu mismunandi magn af gammageislum eins og auðsæft er af myndinni
Kartaflan neðst til hægri fékk í sig-nægilegt magn af kjarnageislum, þannig
að hún hélzt óskemmd og eins og ný alla 16 mánuðina.
Þingmannaförin og
skrif Mbl.
Undanfarna daga liefir Mbl.
ekki orðið líðræddara um annað
meira en þingmannaförina lil
Sovétríkjanna. Alþýðublaðið ræð-
ir um þessi skrif Mbl. í forustu-
grein í gær og farast m. a. orð á
þcssa leið:
„Sjálfstæðisflokkurinn hefir
iðulega verið borinn þeim sökum
á undanförnum árum, að hanu
reynist ekki nægilega sjálfstæð-
ur í samskiplum við aðrar þjóðir.
Mun ástæðulaust að rifja þetta
upp frekar. Allir íslendingar
kannast við áburðinn og varnir
Sjálfstæðisflokksins. En nú bregð
ur svo við, að Morgunblaðið ætl-
ar öðrum sama ólánið. Það spyr
á sunnudag, livers hin upprétta
íslenzka hönd biðji austur á
Rauða torginu í Moskvu. Þar er
Iagt út af vísu eftir Karl Krist-
jánsson alþingismann, sem er
þátttakandi í þingmannaferðinni
til Rússlands. En hugvekjan, sem
fylgir, talar sínu máli. Morgun-
blaðið er að gefa í skyn, að .ís-
leudingar láti Rússa múta sér.
Þetta er hneykslanlegur inál-
flutningur. Þingmannaferðin hef-
ir sætt nokkurri gagnrýni vegna
síðustu atburða í Ungverjalaudi.
f því sambandi er þó vissulega
skylt að taka fram, að ferðin var
ákveðin löngu áður en þeir komu
til sögunnar og að hér er um að
ræða sams konar ferðalag og far
ið hefir verið af forustumönnum
Norðurlanda án þess að tíðindum
hafi þótt sæta. En Morgunblaðið
getur ekki rætt þingmannafet'ð-
ina málefnalega. Það hefir siúám
saman hert áróðurinn í garð Rúss
landsfaranna og kemst laks á
sunnudag að þeirri niðurstöðu.
að íslendingar séu betlarar gagn
vart Rússum eða jafnvel annað
verra. Samkvæmt þessu íiefir
þingflokkur Sjálfstæðisináima
hætt við þátttöku í RússlandsfÖr
inni á síðustu stundu til þess að
koma í veg fyrir, að valdhafarn
ir í Moskvu mútuðu Pétri Ottesen
og Sigurði Bjarnasyni“.
Alþingi óvirt með
mútubrigslum
Alþýðublaðið heldur áfram og
segir: <
„Málstað íslands er illa komið,
ef þjóðin sættir sig við barátta-
aðferðir eins og þessar. Þær eru
árás á heiður Alþingis. En Mbl.
hikar ekki við þá ósvífni, ef vera
mætti, að það gæti gert Rúss-
landsfarana tortryggilega. Og
blaðið seilist svo langt í þessu
efni að gefa í skyn, að þeir séu
betlarar og mútuþegar. Sannast
hér einu sinni enn sá ofsi, sem
einkennir málflutning Sjálfstæð-
isflokksins og Morgunblaðsins.
Mönnunum virðist naumast
sjálfrátt.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir eðli
lega brugðizt reiður við þeim
ásökunum, þegar á hann liefir
verið borið ósjálfstæði gagnvart
öðrum þjóðum. En Morgunbláðið
leyfir sér eigi að síður sömu bar-
áttuaffferð gagnvart andstæðing-
um Sjálfstæðisflokksins, þó aff
það viti mætavel, að liér er um
offors að ræða. Fátt sýnir betur
taugaóstyrk og skapsmunaveilu
Sjálfstæðisílokksins í stjóriiar-
audstöðunni. Væri honum ekki
sæmra að reyna að móta stefnu
í vandamálunum og niðja þjóð-
ina á þeim grundvelli um áliri f
og völd?“