Tíminn - 22.07.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.07.1958, Blaðsíða 7
T í !\11-N N; þriSjudagmn 22. júlí 1958. Þess hefur verið óskað, að ég segi hér sem landbúnaðarráðherra nokkur orð. Ræða mín verður fyrst og fremst árnaðaróskir til þeirra, sem standa fyrir þessu móti og hafa sett sér það mark að auka áhuga lándsmanna á því að bæta hestakynið, fara betur með hesta og tryggja íslenzka hest- inum þann sess, sem honum bcr með réttu á íslenzku Iþjóðlífi, þrátt fyrir hreyttan tima. — Allt er þetta gott og þarft og fyrir þao vil ég færa þakkir alþjóðar. En rétt þykn- mér að rökstyðja þetta nokkru nánar. Við erum nú stödd á þeim stað í þessu landi, þar senv íslenzki hesturinn hefur átt fleiri spor en í flestum eða öll- um sveitum öðrum. Hingað lágu um aldir almannavegir hvaðanæva af landinu. Fyrir júlibyrjuu ár hvert g-af að líta stórar hópferðir ríðandi manna úr öllum áttum. í þurru veðri mátti oft sjá jóreyk á Bláskógalheiði. Hingað komu þá á hestum ár hvert í margar aldir þúsundir manna, þar á meðal allir þeir frægu menn, sem sögur þeirra tíma greina frá. — Yfir vegleysur, illfærar og straumharðar stórelfur skilaði í-slenzki hesturinn öllu þessu fólki hingað og héðan aftur heim. * 1 Mikil hreyting er á orðin. Nú komum við hingað á hestum til þess að gera okkur dagamun. Nú er það bifreiðin, en ekki hestur- inn, sem ríkir á þjóðvegunum. Þeg- ar þetta ferlíki, bíllinn, kemur þjót -andi eftir veginum, hrekkur þarf- asti þjónninn út af sinum vegi, oft lostinn skelfíngu, er hann sér þer-n an óskylda framandi gest æða á- fram hvæsandi með óskiljanlegum hraða. Við þessu er að sjálfsögðu ekk-1 ert að segja, því síður að gera. j Fáir munu vilja og enginn geta risið gegn sigurgöngu vélaaldar- innar. En þegar fólk tekur sér þau orð í munn, að vélin sé komin í stað hestsins Oig meira en það, hestur- inn. tilheyri fortíðinni, en vélin framfíðinni, þá fara menn villir vegar. Vélin getur aldrei komið fullkomlega 1 stað hestsins. Hann er í svo mörgu andstæða hennar. i Og íslenzki hesturinn verður ekki' máður af spjöldum sögunnar, né úr þjóðiífinu. Gildi hans er meira en svo. Um -aldir hefur hann staðið við hlið íslendingsins í lífsbarátt- unni við hin trylltu náttúruöfl í margs konar myndum. Um aldir hefur hann verið yndisauki þess- arar þjóðar. Svo náið hefur samhandið oft orðið milli manns og h ests, að „maður og hestur þeir eru eitt fyrir utan hinn skammsýna maf-k- aða baug“i eins og Einar Bene- diktsson orðaði það í kvæðinu „Fákar“. Slíkt augnablik, sem þarna er lýst, höfum við mörg okk- ar a. m. k. sjálf lif-að. Þessi einkennilega vera, hestur- urinn, Ihefur samhæfzt svo íslenzkri náttúru, að hann er hluti hennar, og hann hefur haft svo magn- þrungin áhrif á mörg höfuðskáld þjóðarinnar, ekki sízt þau, sem rammíslenzkust eru, að þau hafa ort um hann kvæði, sem sum eru með dýrlegústu perlum íslenzkrar Ijóðagerðar.. Það nægir að minna á kvæðin „Skúlaskeið“ og „Sveinn Pálsson ög Kópur“ eftir Grím Thomsen. ;,Fáka“ eftir Einar Bene- diktsson og kvæði Páls Ólafssonar um Stjörnu og ,,Ljónslöpp“, svo nokkur séu nefnd. Og alþýða ,-m^nna, alþýðuskáld og hagyrðingör'hafa ekki látið sitt eftir liggja, því að um hestinn hafa þeir ort meira én flest annað, jafn- vel meira en um sjálfa ástina, Enda telja alþýðuskáldin sig flest vita það með vissu, að g'óður hesta- maður njóti kvenhylli. Það er hin einlæga tilbeiðsia á hestinmn, kostum hans og göfgi, • sem fyrst og fremst veldur því, hve margar stökur um hestinn, sögur um hestinn og ljóð eru fög- tir og að ýmsu leyti einn hugþekk- asti þáttur íslenzkra bókmennta. Nei, hestúrinn má ekki og getur ekki horfið úr þjóðlifinu, því að hann hefur me'ð lifi sínu og starfi Ræfta forsætisráíherra á landsmóti hestamanna: „Hesturinn má ekki og getur ekki horfið ilr þjóðlífinu” Hafi þeir menn þjóðarþökk, sem að því vinna að ísl, hesturinn njóti sín sem bezt við hinar breyttu þjóðlífsaðstæður og að þjóð- in fái svo sem við verður komið notið kynborinna kosta bans Hermann Jónasson, forsætisráðherra, flytur ræðu sína á landsmóti hesta manna aö Þingvöllum. um aldir orðið samgróinn sjálfri Skáldið velur honum þjóðarsálinni. „Sörli“. Skúli er íslendingurinn, Það er hvorki staður né stund sem hesturinn hefur svo oft bjarg- til þess að lesa hér úr kvæðum um að, — en fórnað eigin lífi. hestinn. Ég get þó ekki stilit mig En hvað sem öllu þessu líður, er um að minn-ast með örfáum orðum auðsætt, að staða hestsins hcfur á kvæðið „Skúlaskeið“. Söguna, breytzt með tilkomu dráttarvéla og sem það kvæði segir, lætur Grímur bifreiða. Thomsen gerast að miklu leyti á Ég er ekki í neinum vafa um leiðinni norður Kaldadal eins og ag þegar vélarvíman er runn- þjóðsöguna, sem kvæðið bygg- in af þjóðinni, mun hún sjá, að ist á. — inu „Fákar“: „Það er stormur og frelsi í faxins hvin, sem fellir af hrjóstinu dægursins ok.“ IBifreiðin og dráttarvélin eru vissulega þarfaþing ef í hófi eru t notuð, En aldrei geta þau tæki orðið þjóðinni eins nátengd óg hesturinn. Aldrei munu þau orka á anda hennar eins og hann Aldrei mun verða s-agt: „í mannsbarminn streymi sem aðfallsunn af afli „bílsins“ og göfugu lund“. í vaxandi mæli munu menn skilja, hvað gott er að leita hvíld- ar á hestbaki í faðmi fjalla og hinna stórbrotnu óbyggðu auðna islands. Ég ætla að lokum að láta Pálma Hannesson lýsa einni slíkri stund á fjöilum, h-ann var ems og þið munið, mikill náttúrudýrkandi og fágætur hestamaður. Hann segir frá ferðala-gi á Brúaröræfum á þessa leið: „Togandi brekkur eru upp á bunguna úr Arnardal, en þegar upp er komið, taka við renmsléttir vikurmelar, er ná suður að Fagra- dal. Þeir enu hæfilega harðir, svo að markar fyrir skeifu, -og er þar hinn ákjósanlegasti reiðvegur. Héldum við því -hestunum til g-angs og nutum ferðarinnar. Nú var nótt . lægst og bl-átt rökkur grúfði yfir ör æfunum eftir hinn heita dag. En i austri yfir hulu húmsins lýsti tindur Snæfells líkt og drauma- nafnið m>’nd. lýsti í annarlegum ljóma hesturinn er hentugt og ódýrt vinnuafl til margra 'hluta, því að alda öfgá ber jafnan í sér aftur- hvarf. Um ófyrirsjáanlega framtíð mun hann notaður til ferðalaga um landssvæði þar sem öðrum far-ar- tækjum verður ekki við komið, og í vaxandi mæli munu íslendingar uppgötva það, að þeim er nauðsyn Hér rétt hjá Kakladalsleið er ag ieita frá vélaskrölti og ys borg- Tröllaháls, þar sem-fimm hestarnir ann-a til hestsins. Að koma á bak sprungu og í Víðikeri var svo kom- góðum hesti er hin bezta endur- ið, að enginn hestur éftirreiðar- næring andleg og líkamleg. Það mannanna var „vel fær. nema eru engar ýkjur. Við höfum sjálf „Þeir eltu hann á átta hófa- hreinum og aðra tvenna höfðu þeir til reiðar. ■— En Skúli gamli sat á-Sörla einum, — svo að heldur þótti gott til veiðar.“ J-arpur Sveins í Tungu.“ Þar sem Kaldadalsleið liggur einna hæst, er Skúlaskeið, ísaldar- urðir í mesta máta, ógreiðíærar. Á þeim áfanga greip Sörli til kost- ann-a, þ. e. skeiðsins í fyrsta siim og lá vel. „Rann hann yfir urðir eins og örin, Eða skjótur -hvirfilbylur þjóti, Enn þá sjást í hellum hófa- förin, Harðir fætur ruddu braut í grjóti.“ Ef -þið farið um Skúlaskeið, íinn- ið þið ef til vill ekkn nein hóíáför í hellum né -brautir, sem harði'r fætur ruddu í grjóti. En ef þið farið gangandi eða á hestbaki. frá j Krýsuvík til Selvogs, munuð þið j sjá langar götur, sepi harðir fætur; hafa um aldirnar klappað í hraunhellurnar. Það hef ég séð með eigin augum. Og „harðir fæt- ur ruddu braut í grjóti“ víða á þessu landi. Kvæðið „Skúlaskeið", eins og skáldið kallar það, er sennilega ekki frásögn um neinn sérstakan hest, heldur verðugur lofsöngur um íslenzka hestinn almennt. oft skynjað það, þó að við höfum ekki getað komið orðum að þvi eins og Einar Benediktsson í kvæð við silkibláan himinn, stráðan fá- einum stjörnum. Hestarnir töltu, og blærinn lék í íangi. Á slíkum st.undum óska menn einskis fram- ar og fyllast fögnuði yfir því að hafa fæðzt á þessu Iandi.“ Þessi frásögn Pálma Hannesson- ar er fögur og innilega sönn. Hest- urinn íslenzki bar -byrðar og dró æki fyrir þjóðina. Hann hjálpaði henni til að sigra „togandi brekk- ur“. En hann gerði meira: Hann hjálpaði henni til að eignast stund- ir, sem fylltu brjóstin fögnuði yfir að hafa fæðzt i þessu landi. Það gerir hann enn ef til hans er leit- að.— Ég vil óska þess að sem flestir geti sem oftast komið á hestbak til þess að eignast þær liamingju- stundir. — Hafi þeir menn þjóðarþökk, sem að því vinna að íslenzki hesturinn njóti sín sem bezt við liinar breyttu þjóðlífsaðstæður og að þjóðin fái svo sem við verður kom- ið notið kynborinna kosta hans. — Lengi lifi Landssamband íslenzkra hestamanna. — Helztu ályktanir héraðsfundar Norður-Þingeyjarprófastsdæmis Héraðsí'undur N-Þingeyjarprófastsdæmis var haldinn á Kópaskeri 13. júlí að lokinni messu 1 Snartarstaðarkirkju. Sr. Ingimar Ingimarsson prédikaði. Prófastur Páll Þorleifsson setti fuhdinn og stjórnaði honum. Mætth’ voru fulltrúar allra sókna nema einnar, og prestar prófastsdæmisins. Lagðir voru fram reikningar kirknanna til endurskoðunar. Prófastur las bréf, sem borizt hafði frá umsjónarmanni kirkju-{ garða, sr. Sveini Víking um sér- stakt fjárhald kirkjugarða og fl. Fulltrúi söngmálastjóra Björg Björnsdóttir frá Lóni mætti á fundinum og gaf yfirlit yfir söng mál og störf kirkjukóraprófasts- dæmisins. Starfandi eru nú söng kórar í öllum sóknum og mynda kirkjukórásamband. í>að hefir alls haldið þrjú stór mót við mikla aðsókn. En kirkjukórarnir hafa haldið hver fyrir sig um 30 söng skemmtanir. Alls 113 manns eru í þessum kórum. Prófastur þakk aði Björgu komuna á fundinn og fyrir óeigingjarnt starf í þágu söngmála prófastdæmisins. Ilelztu ályktauir. Helzíu ályktanir sem fundurinn gerði voru þessar: 1. Héraðsfundur þakkar sýslu nefnd reglugerð um löggæzlu á opinberum samkomum innan sýsl unnar og telur að hún muni verða (Framh. á 11. síðu.) A víðavangi Endurnýjun fiskiskipa- stólsins fyrr og nú. Eins og áður hefir verið sagt frá, liefir ríkisstjórnin ákveðið að veita innflutningsleyfi fyrir 18 nýjum fiskiskipum og er stærð þeirra samtals um 1800 smálestir. Skipin verða frá 10—250 smálest ir hvert og munu yfirleitt koma til landsins á næsta ári. Þau verða keypt og smíðuð aðallega á Norðurlöndum og í Austur- Þýzkalandi. Þjóðviljinn ræðir um þetta á laugardaginn og segir: „Eitt alvarlegasta dæinið um hina neikvæðu stjórn Sjálfstæðis- flokksins á sjávarútvegsmálunum var það hvérsu mjög skipastói!- inn rýrnaði. Áætlað er að árlega þurfi að bæta um 1300 lestum við bátaflota okkar, þ. e. skip. sem eru undir 100 smáicstum, til þess að hafa fyrir fyrningum. í valdatíð íhaldsins var þróunin liins vegar sem liér segir: 1951: aukning 300 lestir 1952: aukning 466 lestir 1953: aukning 164 lestir 1954: aukning 456 lestir 1955: aukning 1133 lestir Öll þessi ár er aukningin fyrir neðan, þannig að á öllu þessu tímabili rýrnaði bátafloti íslend- inga jafnt og þétt. 1956, árið sem Ólafur Thors hrökklaðist úr ráð- herrastóli, varð aukningin 1434 lestir, rétt ofan við Iágmarkið. SífSan liafa orðið alger umskipti á þessu sviði, eins og öðrum þátt uni sjávarútvegsmála. Bæði í fyrra og í ár verður aukning báta fiotans Iangt fyrir ofan það, sem nægir til fyrningar, en endan- legar tölur eru ekki enn tiltæk- ar.“ Stjórnmál og verkföll í Bretlandi. Einn af bliiðamönnum Alþýðr blaðsins hefir undanfarið dvalizt í Lundúnum. Hann liefir nýlega skrifað fréttapistil í Alþýðublað ið og segir þar m. a.: „Blöðunum hér í London verð- ur alltíðrætt um það þessa dag; ana, að íhaldsfiokkurinn muni ekki vera því eins andvígur og á'Ö ur að leggja til kosninga áðui en kjörtímabilinu lýkur. Hefir gengi flokksins sýnilega hækkat síðustu vikurmr, en áður va» stjórnarandstaðan eða Verka mannaflokkurinn talinn hafa mikla sigurmöguleika, ef til kosn inga kæmi. Xalið er að verkföll þau, sem verið hafa að undanförnu og yfir vofa, séu vatn á myllu íhalds- fiokksins. MiUistéttir og fast- launafólk, sem er geysifjölmemi- ur skari í Englandi, telur verk- föll og kauphækkanir, sem þeim fylgja, skrúfa upp verðlag og auka dýrtíð. Fastlaunamenn drag ast aftur úr og teija kjör sín. rýrna við kaupstreitu verkafólks. Þannig telja þesr-,ar fjölmennu stéttir baráttu verkalýðshreyfing- arinnar sér óhágstæða, eins og nú er komið málum í þjóðféiagihu, en fastlaunafólk og millistéttir eru einmitt oft og tíðum reikul- ar í stjórnmáíum og kasta lóði á vogina á víxl. Verkamanna- flokkurinn sýpur því seyðið af verkföllunum, en íhaldsflokku; - inn, sem er þeim andvígur og fer ekki í launkofa með það, græðir á þeim.“ Mikilvægt hlutverk. Umræddum liugléiðingum sín- um lýkur blaðama'ffur Alþýðu- blaðsins þannig: „Enginn vafi er á því, að í sam virkum, menntuðum þjóðfélögum þarf verkalýffshreyfingin að gæta sín vel. Barátta hennar og sigr:r, á þessari öld hefir gjörbreytt öll um aðstæðum og lífsviðhorfi, ör- yggi er komið í stað örhirgðar, skattar fara í þágu lieildar í staö skattpíningar auðjöfra a kosthav fjöldans o. s. frv. Hlutverk verka lýðshreyfingai' í þroskuðu ög menntuðu þjóðfélagi er nú næsta þýðingarmikið, ef ekki á að slá i bakseglin. A3 minusta kostí virðist reynslan vera sú þessa stundina í Englandi.'- Þetta er á- reiðanlega rétt ályktað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.