Tíminn - 25.07.1958, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.07.1958, Blaðsíða 4
TÍMINN, föstudaginn 25. júlí 1958. Öll hirð Feisals konungs í írak drepin af uppreisnarmönnum 1 Nú hafa nánari fregnir ! borizt af morði Feisals kon- •j jngs, en samkvæmt vitni, sem viðstatt var morðið og nú hefir komizt undan til Englands, var konungur j skotinn til bana með vél- byssu af óðum höfuðsmanni uppreisnarhernum, eftir að sá hinn sami hafði spurt Feisal og hina meðlimi kon- angsf jölskyldunnar sem skotnir voru, hver væri þeirra síðasta ósk. Sjónarvotturinn • sagði að l Feisal heíði verið sá fyrsti sem skotinn hefði verið og Abdull- j a'h krónprins hefði faöið ofan á lík frændja síns. Öldruð móð- ir Abdullahs var þriðja fórn- arlam'b uppreisnarmanna — hún féll með Kóraninn í hönd- unuim. Þá kom röðin að hirð- inni og hún var skilin eftir í einum gríðarmiklum blóðpoll. Vitnið, sem slkýrt hefir frá at- burðum þessum, fékk skot í gegnum föt sín en sakaði ekki. Allir sofandi Er uppreisnin brauzt út, voru allir í fastasvefni í höllinni. Abduilah krónpriins vaknaði fyrstur, hijóp út úr svefnher- bergi sinu á náttfötunum og komst að raun uim að höllin var umikringd af uppreisnar- Mönnum. Hann fdýttii sér þá að opna fyrir útvarpið og heyrði þar að uppreisnarmenn höfðu þegar náð borginni og útvarpsstöðinni á sitt valö. Abdullah skipaði þá að draga upp friðarfána^ á höllinni og var það gert. Á mteðan á öllu þessu ge'kk, kom Feisal kon- ungur niður úr herbergjum sín ' um og í sömu andrá réðst xlokkur manna inn í hööina. ilöfuðsmaður noikfkur skipaði fjölskyidunni dólgslega að stiilla sér upp við vegg og eftir að Feisal hafði svarað neitandi þeirri spurningu, hvort hann æskt einhvers, skaut höfuðsmaðurinn með vél byssu á fólkið, sem beið þegar 'bama. Sjónarvotturinn segir, að allar fregnir um það að Feisal hatfi reynt að verjast eða hatfi oarizt, séu ósannar. Einn eftirlffandi Eini eftirlifandi meðlimur ír- önsku konungsfjölskyldunnar, og þá um leið réttur erfingi há- sætisins, fer nú huldu höfði í Englandi. Fréttamenn stórbiað- anna þar í landi hafa að undan- förnu gert margar árangurs- lausar tilraunir til þess að hafa upp á prinsinum, sem heitir Amir Zeid,og er náfrændi Feis- als konungs, sem myrtur var af uppreisnarmönnum í írak á dögunum. Zeid prins var á ferðalagi á ítalíu þegar fregnirnar bárust afmorði Feisals, og hraðaði hann sér þá til Englands, en síðan hefur ekkert til hans spurzt. Talsmaður íraksstjórnar í London kveðst ekkert vita um prinsinn, en 'helzt er talið að hann leynist einhvers staðar í Englandi af ótta um llf s'itt. Þú skalt ekki stela . Þjófur einn í Jóhannesar- borg í Afríku hljóp illilega á sig hér á dögunum, er hann gerði tilraun til þess að ræna s'búiku á götu þar. Stúlka þessi var á gangi er gríðarstór negri vat't sér upp að henni, hrifs- aði af henni töskuna og hljóp í burtu fuliviss þess að hann myndi auðveldlega geta hlaup- ið tvítu'ga stúlku af sér. En Herbergið, þar sem konungsfjölskyldan var myrt, skömmu eftir morðin hann þekkti eklki Julie Flores! Julie gerði sér lítið fyrir, hljóp þjófinn uppi, skellti hon- um til jarðar með glímutaki og otaði að honum skærum. svo að negrinn, sem var hvorki meira né minna en sex fet á hæð, þorði hvorki að hreyfa légg né lið þar til lögreglan kom. Hann var svo lémagna eftir glímutakið að lögreglati varð að styðja hann burt, enda vissi hann ekki að stúlfcan sem hann rændi er orðlagður spretthlaupari og glimiukiappi! Gafst upp! Sá hinn mikli maður Sir Ed- mund Hillary, sem frægur varð fyrir Everest-göngu sína, varð um dagihn að gefast upp við að klífa hæð nokkra í heimalandi sinu, Nýja-Sjálandi. Hæð þessi, Rita Sir Edmund Hillary — gafst upp sem iheitir 'Scott Knob, er 7,030 fet að Ihæð en til samanburðar má geta þess að Mount Everest er 29,002 fet og þykir mörgum sem hér hafi lítið lagzt fyrir kappann. Þet.ta er í annað sinn, sem Sir I-Iillary gerir tilraun til að kilífa hæðina, en þá fyrri gerði hann fyrir 14 árum síðan. I þetta sinn gelck betur en fyrst, og átti hann aðeins eftir um það 'bil 500 fet að toppnum er hann varð að srtúa við. Sagt er að kappinn hafi litið um öxl er hann kom niður af „fjallinu ó- sigrandi" og mælt svo um að hann mundi koma aftur og reyna. Fyrsfi, asinar, þriðji.. Það er fjölmenni frægra manna í Suður-Frak!klandi þessa dagana. 'Þar er t. d. Aly Khan og biður þar eftir dótt- ur sinni og Ilitu Hayvvorth. Yasmin, sem ætlar að skreppa suður eftir til pabba sins og dveljast hjé lonuim nokfcurn i«ma. Aly hafði | migsað sér að . ækja dótturina jáLfur, en hætti ’/ið það, þegar > lann frétti, að j mnar pabbi j/æri á leiðinni cil að ná í síira "dóttur — neföi lega Orson Weil es, fyrsti maður Rifu Hayworth sem ætlaði að sækja dófctur þeirra, Rebekku.Aly Khan féll ekki við tilhugsunina iim fund feðranna, «og sendi því barn- fóstru eflir Yasmin. Meðan á öllu íþessu liefir gengið, er Rita fleyworth sjálf að eyða hveiti- brauðsdögunum með fjórða manni sínum, James Hill. Skái í bofn Júgóslavi nokkur Misic að nafni hafði einn leiðan áv.ana. Hann draklk vín meira en góðu hófi gegndi í lifanda lífi, en hann var frá'brugðinn drykkju- mönnuim um eitt. Hann var hreykinn af drykkjusfcap sinum og revndi hvað hann gat, að skapa sér ódauð'legt nafn sem sMkur. Til þess a.ð tryggja sér það að fólk myndi eftir hon- um, lét hann þess getið í erfðá Skrá sinni, að sonum hans bæri að hella heilli fcunnu af víni yfir leiði hans og tunnan nrátti ekki talía minna en 50 lítra. Nú fyrir skömmu fór þessi merkilega athöfn fram í ní- unda sinn með mikilli viðhöfn og synir Misics helltu 50 lítr- um af MeZta víni yfir leiði föð- ur síns, en þeir eru skuld- bundnir tii þess að gera þetfca á hverju ári meðan þeir lifa, enda þófct það verði í hundrað ár. En Misic var þó ekfci sá rót- tækasti sem um getur í þess- um eínum. Auðlmaður einn enskur, ánafnaði drykkjubræðr um sínum 500 þús. pund með því skilvrði að þeir drykkju e'kki annað en brennivín fyrir þessa peninga og gerðu það í minningu sína. Ekki er þess getið hvort drybkjubræðurnir séu búnir að drékka fyrir þessa háltfu milljón en ef að líkum lætur, eru þeir komnir langt á leið! í SPEGLI TÍMANS SJáðfstæðisbarátia Eisenhower forseti hefir í niörgu að stríða, og eitt af vandamálunum er harla undar- le'gt og nienn vita ekfci, hvernig þeir eiga að snúa sér í því. Svo er mál nveð vexti, að kona nokkur sem nefnis't Irene Pearl Cliett hefir lýst því yfir að 700 ekru búgarður sem hún á í Texasfylki, sé sjáMstætt riki og óháð Bandaríkjunum. Hún hefir þegar lagt inn umjófcn um að Bandaríkjaríjórn viöur- kenni „landið“ sem sjlálfstætt ríki og hefir ennfremur gefið „rífcinu“ nafnið Eneri. Höfuðtoorgin heitir Lracb og samstendur af tveimur tjöld- um. íbúar „borgarinnar“ eru tveir: frú Ollefct og systir henn- ar. Þetta dæmalausa mála- vafstur hófst þegar erfðad’óm- stóll d-æmdi erfingjum manns hennar heiming eignarinnar, en frú Cliett lét eildki að sér hæða. Hún lýsti því yfir að hún ættí landið «ein, hófcaði hverjum þeim sem revndi að ræna hana réttmætri eign lítfláti og til þess að undirstrika hótunina, keypti hún sér tví'hleypta hagla byssu og hyggst verja landið með henni! Lélegar viðtökur Það er ekki fátítt að myndir birtist af Winston Churchill með viskíglas í hendinni auk vindilsins, enda er gamli mað- urinn sagður drekka talsvert af drykk þessum. Sonur hans, Randolph Churtíhill virðist ekki vera neinn eftirbátur föður síns 1 Iþessum efnum. Er hann kom til Beirut í Líbanon fyrir nokkru, sem blaðamaður, fór Randolph rakleiðis til hótels nokkurs þar á staðnum. og heimtaði í fyrsta lagi herbergi, í öðru lagi nóg viskí og í þriðja lagi skýringu á því, að enginn frá brezka sendiráðinu var mættur á flugvellinum til þess að táka á móti honum! Er starfsmaður reyndi að út- skýra að vinnudegi væri þá lokið, fokreiddist Chur- chill yngri, og eftir margendur- teknar hótanir, um að hann mundi kæra þetta fyrir sendi- herranum, skellli hann síman- um á 1 fús'si. Síðan l’agði hann leið sína á „ibar“ hótelsins, bætti á sig visM og er hann var kominn í vígáhug, hugðist hann hafa tala af sendi'herranum. En þjónn sendiherrans neitaði að vekja ‘hann um hánótt, var mæl irinn fullur og Raridolph Chur- chill hélt burt frá Líbanon án tafar, fullur vandlætingar yfir viðtokúnuml Churchlll yngri — lélegar móttökur Boðið upp í dans Margrét Danaprensessa bauð til dansleiks í danska sendiráð- inu í London í fyrrakvöld, þar sem fhún var stödd ásamt móð- ur sinni og tveim systrum, Margrét prinsessa Önnu Maríu og Benediktu. Hún réði til sín þekkta hljómsveit, og lagði ríka áherzlu á það við hljómsveitarstjórann, Tommý Kinsman, að leika eins marga Jhringdansa“ og mögulegt væri, „Hún heldur lildegá, að ungn mennirnir séu feimnir við aS bjóða henni upp í dans, af þVí að hún er prinsessa", sagði hljómsveitarstjórinn, „en í hringdansi gerist þess ekki þörf. Svo hefir hún svo afskap- lega gaman af að dansa". Frið- rik páb’bi 'hennar gat ekki ver- ið viðstaddur — síðan Margrét var átján ára, í apríl s.k, mega þau ekki vera fjarverandi að heiman bæði í einu. Elvis Presley Ekur greitt Elvis 'Presley þarf ekki mikið af sér að gera til þess aff kcm- asfc í heimsblöðin. í síðustu viku varð han-n tilefni til frétt- ar,sem -birt var í blöðum víða um 'heim. Ástæða: EIvis var tekinn fyrir of hraðan akstur. Hann og þrír félagar voru að koma af dansleik og óku hægt. og rélega eftir einum hinna mörgu þjóðvega Texasfylkis. Þá bar það til, að bifreið nokkur ók upp að Presley og hugðist ■bifreiðarstjórinn sýnilega-ganga úr skugga um hvort þetta væri sá ’hinn mikli maður Elvis Pres- ley í eigin persónu. ,yHetjunni“ gramdist þessi dæmafáa ósvífni, steig bensín- gjafann í botn og gej-stist á- fram með 110 km. hraða á klukkustund. Þetta féll lög- reglumönnum, sem þama voru á stjái, miður vel í geff, og málalok urðu þau að ,Jietjan“ var dæmd til að greiða 20 doll- ara sekt. Presley mætti ekki fyr ir rétti til að greiða sektina, heldur lét einn vina sinna taka af sér ómiakið! Taíaöi of mikið Frú Ohiang Kai-shek heim- sótti Clarie Lee Chennault, fyrr verandi yfirmann Flying Tigers sveitanna, sem gátu sór frægð- arorð í stríðinu, þar sem Chen- nault liggur á sjúkrahúsi og berst við krabbamein. „Bardaga hugur yðar er ódrepandi. Þér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.