Tíminn - 25.07.1958, Blaðsíða 6
6
T í M I N N, föstuctaginn 25. júlí 1958.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Kdduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
x Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Þingmannaförin og Morgunblaðið
ÞEIR MENN, sem nú
fara með stjórn þjóðmál-
anna í Bandaríkjunum og
Bretlandi, hafa bersýnilega
ekki orðið hollráða Mbl.
að'njótandi, eða a.m.k. fara
þeir ekki neitt eftir þeim,
hafí þau borist þeim til
eyrna. Ef þeir færu eftir
í’áðum Mbl., myndu þeir nú
segja við Krustjoff: Þú ert
morðingi og svikari og ekki
kemur til mála að við setj-
umst við sama borð og þú.
Alveg andstætt þessu, lýsa
þeir því nú yfir, að þeir séu
reiðubúnir til aö fallast á til-
boð Krustjoffs um viðræður
varöandi lausn tiitekinna al
þjóðlegra vandamála. Allar
líkur benda nú til þess, að
slíkur viðræðufundur verði
haldinn innan tíðar í einu
eða öðru formi.
AÐ SJÁLFSÖCrÐU fellst
í því, þótt þeir Eisenhower
og Macmillan ræði við Krust
joff, ekki nein syndafyrir-
gefning vegna framferðis
Rússa í Ungverjalandi eða
annarra ofbeldisverka komm
únista. Staðreyndin er hins
vegar sú, að kommúnistar
ráða nú yfir stórum hluta
heimsins og það er allra hag
ur að höfð séu eðlileg verzlun
ar- og stjórnmálaskipti við
lönd þeirra, og leitað sé leiða
til að bæta sambúðina milli
austurs og vesturs. Aukin ein
angrun og öflug járntjöld
mun aðeins gera illt verra.
EINS og kunnugt er, hef
ur íslenzk þingmannanefnd
verið nýlega á ferð í Sovét-
ríkjunum í boði þingsins þar.
Fyrir alllöngu síðan hafði
verið samþykkt af öllum þing
flokkum að taka þessu boði.
Allir flokkar höfðu einnig
verið sammála um þá ákvörö
un, að förin yrði farin nú
í sumar og höfðu tilnefnt
fulltrúa til fararinnar. Sá
þingmaður Sjálfstæðisflokks
ins, sem á merkastan starfs-
feril að baki, tók við farar-
skilríkjum sínum tveimur
dögum áður en íerðin átti
að hefjast og var þá fús til
fararlnnar. Degi síðar fékk
hann svo fyrirmæli frá Sjálf
stæðisflokknum um að fara
hvergi. Síðan hefur Mbl.
lialdið uppi látlausum áróðri
út af því, að þingmennirnir
skyldu fara til Sovétríkj-
anna.
Einhliða
ERLENDIR togaraeigend
um tönnlast nú mjög á því,
að það sé brot á alþjóðalög-
um, að ríki færi út einhliða
fiskveiðilandhelgi sma, eins
og íslendingar’ hafa gert.
Aldrei vitna þessir aðilar
þó til þess, hvaða alþjóða-
lög eða samninga sé hér um
að ræða. Ástæðan er sú, að
engin alþjóðalög eða samn-
ingar eru til um þetta.
Sú aðferð hefur hins veg-
ar viðgengist jöfnum hönd-
um, að landhelgi hafi verið
OLLUM mönnum, sem
eitthvað þekkja til stjórn-
málalegra samskipta milli
ríkja, er það næsta vel kunn
ugt, að það hefði verið hrein
móðgun af hálfu íslands, ef
hætt hefði verið við förina
eins og öllum undirbúningi
hafði verið háttað. Fyrir þvi
hefði kannske mátt finna
rök að hafna boðinu strax,
þar sem ekki væri hægt að
telja ALþingi og Æðsta ráð-
ið hliðstæðar stofnanir. Allir
voru hins vegar sammála
um að taka boðinu og einnig
orðnir sammála um farar-
tíma. Eftir það hefði það
verið brot á öllum stjórn-
málalegum venjum í sam-
skiptum þjóða að hætta för-
inni, nema verið væri að
sækjast sérstaklega eftir því
að móðga Sovétríkin.
Mbl. rökstyður það sem
eðlilegt tilefni fyrir að hætta
við förina, að Nagy og félag
ar hans voru teknir af lífi
í Ungverjalandi. Ekki er
kunnugt um að nokkur opin
ber aðili hafi vegna þeirrar
forsendu, hafnað þegnum
boðum eða brotið stjórnmála
‘legar venjijr í viöskiptum
við Sovétríkin. Gagnrýni
sína hafa menn látið koma
fram á annan hátt.
ÞAÐ er annars hverjum
manni ljóst, að þaö er ekki
vegna sérstakrar andúðar
Mbl. á hryðjuverkunum 1
Ungverjalandi, sem blaðið
heldur uppi þessum skrifum
um þingmannaförina. Þeir,
sem nú ráða mestu við Mbl.
höfðu ekki neinn viðbjóð á
hliðstæðum verkum nazista,
enda hefðu nazistar ekki
boðið þeim að horfa á aftök
ur, ef þeir hefðu talið þá
mjög andvíga sér og stefnu
sinni. Tilgangurinn með
skrifum Mbl. er að reyna að
nota sér til framdráttar
hina réttmætu gremju, sem
morðin í Ungverjalandi hafa
vakið. Meðan Sjálfstæðisfl.
er utan stjórnar, finnst Mbl.
það líka ekkert gera til, þótt
við móðgum eitt helzta við-
skiptaríki okkar og gerðum
sambúðina við það stirðari.
Ef Sjálfstæðismenn kæmust
hins vegar til valda, væri
það ekki ósennilegt, að það
yrði eitt fyrsta verk þeirra,
eins og það var eitt seinasta
stjórnarverk Ólafs og Bjarna
aö biðja Sovétríkin um meiri
viðskipti!
útfærsla
ákveðin einhliða af viðkom-
andi ríki eða með samning-
um milli ríkja. Árið 1901 var
t.d. landhelgi íslands ákveð-
in með samningi milli ríkja.
Árið 1952 var fiskveiðiland-
helgn hins vegar færð út
með einhliða ákvörðun ís-
lendinga eftir að brezki
samningurinn var fallinn úr
gildi.
Mörg ríki hafa ákveðiö
landhelgi sína fyrr og síðar
með einhliða ákvörðun. Það
er því engu minni hefð fyrir
Hinn nýi forsætisráðherra í Irak er
einbeittur og vel menntaður maður
Abdul Karim el-Kassem er heitur þjófternis-
sinni og stiiSningsmaftur Nassers fovoefa
Abdul Karim el-Kassem,
núverandi forsætisráðherra
Iraks og aðalforsprakki bylt-
ingarinnar þar, varð kunnur
um allan heim á einum degi.
Fram að byltingunni var
hann með öliu óþekktur ut-
an heimalands síns, nú er
nafn hans á allra vörum. —
Eftirfarandi grein um mann-
inn og hermanninn el-Kass-
em birtist í The New York
Times fyrir fáum dögum, og
er hún hér lauslega þýdd.
Abdul Karim el Kassem hers-
höfðingi, forsætisráðlherra, varnar-
; málará'ðherra og innanríkisráðh. í
, byltingarstjórninni í írak er her-
l maður ag atvinnu. Fram til bylt
j ingarinnar var hann með öllu ó-
í þekktur erlendis, en heima fyrir
j var hann kunnur sem þrautseig-
ur og einbeittur hermaður. Sam-
starfsmenn hans segja að hann sé
mjög fær maður í sínu starfi og
hafi skipulagsgáfu til að bera. Hon
um er Jýst sem gáfuðum manni,
hugrökkum og framkvæmdasömr
um og sérlega sjálfstæðum í skoð
unum. Af framkomu hans síðan
; byltingin varð, að dæma, er hann
| eldheitur fylgismaður hinnar ara-
j bisku þjóðernisstefnu, og sem slík
j Egyptalands, að málum. Hann að-
j hyllist greinilega hlutleysisstefnu,
vill hvorki skipa sér í flokk með
vesturveldunum eða Sovétríkjun-
um. Engu að síður hefur hann
látið í Ijós ’þann vilja sinn að
koma á samningum við vesturveld
in og hafa friðsamlegri sambúð
við þau.
Hann er piparsveihn, talar góða
ensku og þekkir marga vestur-
landamenn, bæði óbreytta borgara
og hermenn, iþótt hann hafi búið
mestalla ævi í írak.
Hermennskuferill
Sem hershöfðingi heldur hann
uppi ströngum aga með mönnum *
sínum, en jafnframt er 'hann heið
arlegur og óhlutdrægur. Hann er
talinn Chvatskeytlegur og óþolin-
móður, hann er oft hvassmæltur
en engu að síður vinsæll meðal
hermanna sinna, vegna umhyggju
sinnar fyrir þeim. Hann er vel á
sig kominn, enda íþróttamaður og
héfur einkum áhuga á knatt-
spyrnu og körfuknattleik. — Á
íþróttamóti innan hersins fyrir
nokkrum árum, þar sem hershöfð
ingjar þreyttu kapp við hershöfð-
ingja, höfuðsmenn við höfuðs-
menn o.s.frv. gat 'hann sér þann
orðstír að vera fóthvatasti hers-
höfðinginn í írak.
, Snemma á hermennskuferli sín-
um gerðist liann sjálfboðaliði til
alls kyns séhþjálfunar og lagði
þar á meðal stund á vélahernað
og fjallahernað.
Hann er fæddur í Bagdad árið
1914, og af miðstéttarfólki kom-
inn. Átján ára að aldri hóf hann
nám við (herskóla þar í borg og
tveimur árum síðar hlaut hann
liðsforingjastöðu. Hann starfaði í
fótgönguliðinu tii 1939, síðan sem
kennari við herskólann í Bagdad,
og 1941 tók 'hann við stóðu í her-
foringjaráðinu. Þá var honum fal-
in forysta herdeildar og hækkað-
ur í majórstign. Hann vann sér
æðsta heiðursmerki fraks í viður-
e.ign við ættflokk Kúrda’ í norður
hiuta íraks.
Modul Karim el Kassem.
Byltingarleiðtogi
í styrjöldinni við ísrael gat
hann sér gott orð fyrir hreysti
og harðfengi. Síðar sótti hann sex
mánaða námskeið fyrir herfor-
ingja í Bretlandi, og að því loknu
hlaut hann þýðingarmikla stöðu
innan herforingjaráðsins í írak. —
1955 hlaut hann hershöfðingja-
tign, og sama ár fór hann til Tyrk
lands til að fylgjast með máilefn-
um hersins þar. Síðan hefur hann
farið með stjórn einnar beztu her
deildar í her íraks, og hefur henni
einkum verið beitt til að bæla
niður óeirður. í fyrra var þessi
herdeild sent til Jórdaníu til að
hjálpa Hussein konungi að sigr-
ast á andstöðu innan hers hans.
I Abdul Karim el Kassem var leið
togi leynilegrar byltingahreyfing-
ar meðal herforingja, sem hann
kveður hafa orðið vegna spillingar
stjórnmálamanna. Samstarfsmcnn
han.s segja lokaorsök þess að bylt
ingin brauzt út hafi verið að her-
deild hans hafi verið fyrirskipað
að halda til Libanon að bæla nið-
ur uppreisnina þar.
Hann fór með stjórn þeirra her
deilda er umkringdu Bagdad að-
faranótt 14. júlí, drápu Feisal kon
ung og lýstu yfir stofnun lýðveld-
is. Eftir byltinguna hefur hann
fullyrt að hann hafi ráðgert að
binda endi á konungdæmið f írak
al'lt frá því hann lauk námi. Hann
kveður byltingu sina hafi tekizt
vegna þess að áður hafi ihann
kynnt sér gaumgæfiilega orsakir
þess að fyrri byltingartilraunir í
írak misheppnuðust. Einnig er
sagt að hann hafi lært mikið af
byltingu Nassers i Egyptalandi og
notfært sér aðferðir hans.
Yfirmaður rássneska
flugfiersins í Kairó
Danska blaðið Politiken segir
svo frá s. 1. þriðjudag,' að Rudenko
yfirmaður rússneska flug'hersins,
hafi verið fyrir fáum dögum í
Kairó og ræddi þnr í fleiri daga
við egypzka hershöfðingja. Á
mánudag var talið sennilegt, að
hann myndi koma við í Damaskus
og ræða við Nasser, sem þar var
sladdur þá.
Rausnarfeg
minningargjöf
Ólafur Johnson stórkaupmaður
og kona hans hafa gefið Barna-
spítalasjóði Hi’ingsins kr. 25.000,00
minnignargjöf um frú Kristínu
Bernhöft, systur Ólafs. Frú ÍCrist-
ín, sem andaðist 1 des. s.l., liafði
í mörg ár verið virkur félagi I
Hringnum og hafði sérstaklega
mikinn áhuga á þvi að efla Barna-
spítal'asjóðinn. Kvenfélagið Hring-
urinn þakkar þessa rausnarlegu
gjöf.
uvsroFa/v
þeirri aðferó en samninga-
leiðinni. Aðstæður hafa ráð-
ið þlf/i, hvor aðferfoin ^ar
heldur valin í hverju ein-
stöku tilfelli. Það er þvi
hrein markleysa að tala um
ólögmæti einhliöa útfærslu,
rökum.
Sjúklingur skrifar:
„Sólargeislarnir koma inn til mín
hálfan daginn vikum og mánuð-
um saman þetta' sólríka sumar
ag eru iðnir við að verma gaml-
ar minningar. Hitt er þeim síður
veitt, að fi'ytja skilaboð fró mér
til nágranna minna, og því bið
ég Velvakanda að styðja mig í
þeim efnum.
Ég sé það í blöðunum, þegar ég þoli
að lesa þau, að nú er meira ferð-
azlt en nokkurn dreymdi um í
æsku minni. Fólk fer á fjöll, þótt
grasaferðir séu gleymdar, Norð-
lendingar fara fram til dala, og
Sunnlendingar fram tii sjávar,
það er siglt um höfin og flogið
um loftin bláu, horft á Græn-
landsjökla og hvílst við Miðjarð-
arhaf. Margt af því er svo dásam-
legt að fólkið segist yngjast um
5 til 10 ár, ef ferðin er lnög og
góð. — Samt sitja margir heima,
komast hvergi, — sumir jafnvel
elcki út í súlskinið. Langvinn
veikindi eða máttvana ellilasleiki
fjötra þá, ef til vill eru þeir
fjötrar þyngstir, þegar sólin gyll-
ir haf og hauður.
Þeirra vegna langar mig til að
spyrja þig, sem enn ert f'ieygur
víða ferð:
Viltu ekki líta inn tii vor, sem
ekkert förum nema i huganum,
og segja oss skemmtilega ferða-
lega ferðasögu þína? Raunatolur
efla rökkrið, en vinsamleg bros
eru beztu „vítamínin". — Ef þú
skyldir halda að þetta sé hálf-
leiðinlegt, þá hugsaðu um erind-
ið:
Ei eyðist ljós þótt á sé kveikt,
en aftur glaðnar við.
Ei neinn fá góðu verkin veikt
en veita gleði og frið.“
Ég nefni t. d.: SegSu oss, sem kvödd-
um siðasta reiðhestinn, fyrir 20
til 30 árum, frá hestamannamót-'
unum, — eða. frá Þórsmörk, sem
vér sáum aldrei, eða fná Hvera-
völlum, eða Herðubreiðarllndum
eða frá útsýni úr flugvélum yfir
hálendinu, — eða frá Grænlandi
— eða Canri eða einhverju
fögru, sem gagntók huga þinn,
hérna í borginni eða næsta ná-
grennL Eg' nefni ekki blóm frá
Ítalíu eða. btómvendi frá gróður-
húsum, en ef þú kæmir með
fáein „æskublöm" vor, t.d. sól-
eyjar og fáfla, þá færðu þakk-
látt bros í staðinn, sem þér þykir
vænt um að minnast seinna.
„Þetta fáið þið einhvern tíma
borgað, stúlkur mínar,“ sagði
gamall sjúkSingur, þegar 4 ung-
ar stúlkur höíðu sungið fyrir
rúmföst gamalmenni. Og eitt-
hvað svipað verður hugsað í þinn
garð, þegar þú kemur með sól-
bjartar minningar til vor, sem
ekkert komumst. Þegar þú kem
ur aftur útí sólskinið, vona ég
að þú hugsir: „Guði sé lof fyrir
alla sólargeislana sem hann send
ir á mínar leiðir og hjálpar mér
til aö flytja öðrum.“