Tíminn - 25.07.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.07.1958, Blaðsíða 7
T í M I N N, föstudagiim 25. júlí 1958. 7 ! Á víðavangi eftir, skrifaði Halla Bergs, rit- ari í utanríkisráðuneytinu, um ferð Halldórs Kiljans Laxness s.I. liaust í Indlandi, en liún var einkaritari Nóbelsverð- latmaskáldsins 1 förinni. Grein- in birtist í blaðinu „19. júní“, og er hér endurprentuð með leyfi höfundar. Brautarstöðin í Nýju Delhi árla morguns 19. janúar. Töfrum vafðir burðarmenn með vefjarhefti stafla ferða- kistum okkar á höfuð sér og skunda til lestarinnar. Tveir fulltrúar menntamálaráðu- neytisins í Nýju Delhi fylgja Halldóri Laxness og konu hans til lestarinnar. Sá þriðji, Suresh Awasthi, á að vera fylgdarmaður á ferðalaginu.1 Eftir erilsama daga í höfuð- borg Indlands hefst nú nýr þáttur í heimboði indversku stjórnarinnar til skáldsins, ferð til Agra og Benares. Milli Nýj-u Delhi og Agra eru 124 mílur. | Lestin þýtur yfir sléttlendið. Veðrið er fagurt, sólskin, og hit- inn er notalegur. Magnótrjálundir eru á víð og dreif. Fuglalífið er fjölbreýtt. Hvergi sést fólk við akuryrkju né jarðabætur. Mér verður hugsað til Kína, þár sem vinnandi fólk hvarf aldrei úr aug- sýn úr lestinni og landið var einn samfelMur akur. Indland er víða þurrt og uppblásið. Vatnið er dýr- mætt og af skornu'm skammti, að minnsta kosti um vetrarmánuðina, þegar ek'ki rignir. Ég hef heyrt, að tsjaldan þurfi að bora lengra en itm það bil 70 fet cftir vatni. En Ilandið er fáíæítt og víða sömu vinnuaðferðir og fyrir mörg hundr uð árurn. Uppspretturnar nægja sjaldnast, og sumir verða að ganga langar leiðir til vatnsbólanna. Oft sjást konur á gangi á vegunum með vatnsker á höfði. „Draumsýn í marmara" í Ajgra er ein fegursta bygging veraldar, Taj Mahal, byggð úr hvítum marmara, og heíir hún verið kfdlluð. „draumsýn í marm- ara“. Ég svipast um með eftirvænt ingu á brautarstöðinni. Þar mætir auganu sama sýn og á flestum öðrunx brautarstöðvum, sem ég fór um í Indlandi. Hópar berfætra fátæMinga, sveipaðir í öhreint lín, seni ripphaflega var hvítt, sitja með krosslagða fætur á . stéttun- um og htorfa rólegu augnaráði á k'oinufólk'. — Gamalmenni. bellar- ar, ungar konur með börn á brjósti. Sumir hafa hreiðrað um sig og Iagzt til hvildar. Yfir þessu fól/ki hvílir óvanalega mik.il ró- semi og virðuleiki. Stundum var ég að velta fyrir mér, eíi'.r hverju al'Iur þess i sægur á brautarstöðv- unum væri að bíða daga og næt- ur. Einhver sagði, að það væri svo lágt sefit í mannfélaginu, að það ílengi ékki tekið frá fyrir sig pláss með lesíunum og biði þolin mótt eftir, að rúm yrði fyrir það — eiixhvern tíma. Sennilega hefir al'l't jxet'ta fólk verið „ósnertan- legt“. Stéltakerfið Hinir ósnertanlegu eru lægsta stigið í stéttakerfinu (casta). Skiptir þetta fólk tugum þúsunda, sem (greinást í sétttir, sem litil samakipfi hafa sín á milli. Við fæðingu kemst fólk í sömu stétt (casta) og feður þeirra og getur aldrei yfirgefið þá stétt. Hvaða störtf það stundar, hverjum það giftist, hvað þáð etur og hvernig útiför iþesis er háttað, fer eftir stétt þess. Æðsta stéttin eru brahmín- ar. Þeir leggja aðallega stund á heimspeki, trúarbrögð og stjórn- m!ál. Hindúar fóru með hina ó- kenifanlegu eins og þræla, sem hefðu ekki mannlegar tilfinningar. Gandhi, vinur hinna ósnertanlegu, Ihh 1 \ í Mynd þessi er tekin af íslendingum í Indiandi. Halldir Kiljan er lengst til hægri, þá kona hans Auður Sveinsdóttir; indverskur stjórnarráðsfulltrúi ásamt konu sinni og barni, og greinarhöf., Halla Bergs. Ógleymanleg ferð í boði indversku stjórnarinnar í elztu borg Indlands Þáttur úr hnattferð nóbelsverðlaunaskálds ins Halldórs Kíljans, eftir Höllu Bergs. sem isjálfur var brahmín, kallaði þá Harijans eða börn guðs. Eitt bezta verk hans var barátta fyrir rétti þeirra. Nehru hefir haldið áfram þessari baráttu, og til dæm- is eru hvorki dóttir hans né systir giftar brahmínum. Stéttakerfi þetta er nú, s.em betur fer, á fallanda fæti, en sennilegt er, að alllangan tíma taki að útrýma því. Byrðin haggast ekki Lestin hægir á sér, — og nú hlupa burðarmenn hver í kapp við annan mefffram lestinni til þess að verða fyrstir til að fá að bera farangurinn fvrir nokkrar rúpíur. Ég varð alveg forviða fyrsta skipti, sem óg s'á burðarkarl í Indlandi lyfta gríðarstórri og þungri stál- kistu upp á höfuð sér, ofan á hana staflaði hann fjórum, fimm öðrum ferðakistum, tók síðan aðr- ar tvær sína í hvora hönd og skundaði lótilega af stað góðan spöl, meira að segja upp og nið- ur háar tröppur, en byrðin hagg- aðist ekki á höfði hans. Á brautarstöðinni í Agra bíða ‘borgarstjórinn og hershöfðinginn til þess að taka á móti gestunum. Hershöfðigninn er miðaldra mað- ur í einkennisbúningi, og borgar- stjórinn er gráhærður, glaðlegur maður, þéttur á velili, í Vestur landabúningi. Ekið er til Lauries igistihússins, sem er hvit bygging, fremui' l'ág, rneð bogadregnum súlnagöngium, fremur lágum hvolf turnu n, umlukt miklum trjágróðri og litfögrum blómum. Borgin Agra Agra stendur á bökkum árinn- ar Jurana. Sögnlega séð er hún ein merkilegasta borg Ir.dtands. Hún var höfuðstaður Mógúlskeisara- dæmisins í meira en hundrað ár. Akibar, sem var voldugasíur Móg- úlanna, lét reisa þar margar merki legar byggingar. Anr.ar keisari, Shah Jahan, lét á 17. öld byggja Taj Mahal, sem talin er fegursta bygging veraldar o-g hefir varpað míestium ljóma.yfir Agra. Mumtaz Mahal, kona Shah Jahan, lézt 89 ára görnul árið 1331, cr hún hafði alið honum fjórtánda barnið. Syrgði hann' konu sína ákuílcga. Yfir jarðneskar leifar hennar lét hann reisa Taj Mahal. Nacstum 20.000 mænn unnu í 20 ár við að fuSDjiera bygginguna. Shah Jahan kailaði til 'hirðar sinnar beztu liúsameistara og listamenn Mógúls kaisaradæmisins frá íran, Tyrk- landi og Arabiu og borgaði þeim of fjár fvrir vinnu þeirra. Taj Ma- hal, garðurinn og byggingarnar ucrjhverfis, ná vfir 42 ekrur lands. Inngangurinn er geysilegt hlið úr rauðum sandsteini. Kafli úr kór- ainum, lelraffur með svörtum steini í hvítan marmara, skreytir báðar hliðarnar. Stafirnir eru þannig gerðir, að þeir efslu og neffstu sýnast jafnstórir frá jörðu séð. Eftir garðinum endilöngum er löng og fremur mjó tjörn, en mlegifraim henni á tvo vegu eru raðir kýpurviða. Fegurst þykja þessi hvíta bygging og hinn friö- sæli fagri garður í tunglsliini. Ég var stödd í Tai Mahal á sunnudcgi. Fjöldi fólks var á gangi í garðin- um. Karlar og konur i hvítum búningum eða litríkuim saríum. Fólkið hefir sérlega fallegan hör undslit og tindrandi döfck augu.. Margar konur hafa stein greyptan í nefið, ofan við nasavænginn. All- ar hafa þær málaðan blett neðar- TAI MAHAL þær bera mörg annbönd á hand- leggjum og um ökla, hringi á tán- um og jafnvel hring í öðrurn nasa vængnum. Fagurf umhverfi Umhverfi Taj Mahal er gert af mikilli sinekSovísi. Tök ég sérstak- Iega eftir, hvað allar stéttir voru fallegar. Grafhýsið sjálft stendur á marmarastétit. Á því er eitt aðal- hvolfþák og fjögur minni, en á hornum marmarastéttarinnar rísa fjórar minarettur. Áffur en við göngum inn, drögum við skóna af fótuim okkar. Undir aðalhvolfþak- inu, þar sem birtu ber gegnum laufskorinn marmaravegg, fagur- lega skreyttan eðalsteinum, hvílir Mumtaz Mahal og við hlið henn- ar eiginmaðurinn Shah Jahan. Sitt hvorum nregin við grafhýsið eru t\'ö bænahús, Taj moskan og Jam- ait Khana. Moskan mundi hvar- vetna annars staðar vekja mikla athygli. Þarna finnst mér grafhýs ið bera liana ofurliði. AAeistaraverk indverskrar húsagerðarlistar Annar eftirtektarverður staður, náilægt Agra er borgin Fatephur Sikri, sem A'kbar keisari byggði snemraa á 16. öld, gerði að höfuð- borg sinni og yfirgaf 10 árum seinna, aðaílega vegna vatnsskorts. Borgin hefir varðveitzt vel, en eyðilegt og tómlegt er um að lit- ast í borginni, sem stendur með sömu umimerkjum og þegar Akbar skildi við hana. Margar bygging- anna þar þykja einhver mestu m'eistaraverk indverskrar húsa- gerðarlistar. Akbar keisari var afi Shah Jahan, sem lét byggja Taj Mahal. Þegar Akbar var 25 ára, átiti hann engan erfingja. Hann leitaði tiil einsetumanns, sem bjó í helli í Sikri, en hann spáði því, að Akbar m'undi eignast ríkisarfa. Næsta ár fæddist sonur. Akbar skildi þetta sem merki um, að hann ætiti að flytja höfuðborg sína frá Agra til Sikri og hóf byggingu hinnar fögru borgar. Eftir fiægan sigur i orrustu kall- aði lr.ii.n borgina Fatepbur Sikri, sem þýðir „borg sigursins“. Graf- hýsi eu.setumannsins Shúkh Sal- im Chishti er talið eitt fegursta verk ndverskrar búsagerðarlistar frá tíma Mógúlanna. Það var byggt rétt eftir 1570. Húsið er lítið, byggt úr hvítum marmara, og er falleg andstæða við rauðu sand- steinsbyggingarnar í kring. Graf- hýsisins vitja enn í dag barnlaus- ar konur, liindúa- og múhanieðs- trúar. Fórnir sínar, litfagra dúka, klippta sundur i borða, festa þær í gluggana. Sárafáir voru á ferli í Fatephur Sikri, er ég var stödd þar. Ég (Framhald á 8. síðu) Bjarnargreiði við Bjarna Einhver starfsmaður við Morg unblaðið, sem er óvinveittur Bjarna Benediktssyni hlýtur að hafa skrifað forustugrein blaðs- ins í fyrradag. Efni greinar þessarar er það. að sambúfl íslendinga við vest- rænar þjóðir hafi mjög versnað síðan núv. stjórn kom til valda. Þetta er hins vegar ekkert rök stutt, enda tilgamgur greinai'höf undar bersýnilega sá einn að' draga meg þessu athygli að því í hvílíkt óefni var komið, þegar Bjarni lét af stjórn utanríkis- málanna. Það sem þá blasti við, var m.a. þetta: 1. Fisksalan til Bandaríkjanna hafði næstum minnkað um helming seinasta áriff, sem Bjarni var utanríkisráðiherra. 2. Neitað liafði verið öllum til- inælum íslendinga um lán vfegna nýju Sogsvirkjunarinnar. 3. Löndunarbann var enn á íslenzkum togarafiski í Bretlandi. 4. Vegna löndunarbannsins í Bretlandi og minnkandi fisksölu í Bandaríkjunum, liafði verið haf in mikil fisksala til Sovétríkj- anna og eitt seinasta verk Ólafs Tliors var að biðja Rússa um að auka enn meira fiskkaup af Is- lcndingum. Undir forustu núv. stjórnar liefur tekist að færa þetta stór- lega í ibetra harf. Löndunar- baniiinu fékkst aflétt, fiskSalan til Bandaríkjanna hefur stórauk- izt og lán hefur fengist til Sogs- virkjunarinnar. Bjarna Benediktssyni er það því lítill greiði, að þessi,,saga sé rifjuð upp. Hann ætti að gæta blaðsins síns betur fyrir óvinum sínuni og þó aiveg sérstaklega, ef svo skyldi hafa viljað til, að í þessu tilfelli liafi liann sjálfui verið óvinurinn. W < ilíÆJ „Þagað gat ég þó með sann. . . .“ Mbl. hefur að undanförnu gert sér mjög tíðrætt um komu ísl. þiiigmannanefndarinnar til Lett- lands. í tilefni af því segir AI- þýðubiaðið í gær. „Morgunblaðið virðist liafa áhyggjur þungar yfir því, af, þingmannanefndin íslenzka, sú er til Lettlands fór, skuli ekki hafa mannað siig upp í að mót- mæla stjórnarfari landsins' og votta þjóðinni samúð. Þetta gerði sendinefndin ekki. og ætlaði sér aldrei að gera, enda mun það fátítt, að kurteisisheim sóknir séu notaðar til þess áð segja þeini til syndanna, sem heim býður. Önmir tækifæri munu vera talin lieppilegri til slíkra hluta. Eitt af Eystrasaltsríkjunum átti hér t.d. iengst fulltrúa á ís landi. Hanii var á skrá utanríkis- ráffuneytisins yfir erlenda full trúa hér. Hann hverfur skyndi lega af þessari skrá, dg þö ekki fyrr en í utanríkisráðherratið Bjarna Benediktssonar. Notaði hann þá tækifærið til þess. að skýra þetta hvarf fulltrúans fyrir ísienzku þjóðinni og til að votta viðkomandi þjóð samúði sina? Virðist það þó hafa staðiff utar. ríkisráðherra vorum nær en sendinefnd Alþingis. — Eða hugs aði hann líkt og kerlingin: „Þagað gat ég þó með sann, þegar hún Skálholtskirkja brann“? Klaufalegur áróður Alþýðubiaðið segir. ennfremur um skrif Mbi. i tilefni af þing- mannaförinni: „íslendingar eru í stjórnmála sambandi við Rússa og liafa sendiherra í Moskvu. Þeir hafa á undanförnum árum verzla'ff austur fyrir járntjald, og eru Sovétþjóðir aðalkaupendur ís- lenzkra sjávarafurða. Það gefur (Framhald á 8. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.