Tíminn - 31.07.1958, Side 6
6
T í M I N N, fimnitudaginn 31. júli 195fk
Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Gagnleg aðvörunarorð
í NÝJU hefti Fjármála-
tíöinda, sem Landsbankinn
gefur út, birtist athyglis-
verð' grein eftir ritstjórann,
Jóhannes Nordal, um efna-
hagslögin nýju og fram-
kvæmd þeirra. Þar sem grein
in er stutt, en margt kemur
þar athyglisvert fram, þykir
rétt að bira hana hér í heilu
lagi:
„Á ÞEIM fáu vikum, sem
liönar eru, síðan úflutnings-
sjóðslögin nýju voru sett,
hafa áhrif þeirra komið
fram í allmiklum verðhækk-
unum. Þessar verðhækkanir
hljóta að hafa margvisleg
vandamál í för með sér, en
þær eru engu að síður óhjá-
kvæmileg afleiðing slíkra að
gerða, ef þær eiga að ná því
markmiði að draga úr mis-
ræmi í verðlagi innan lands
og jáfnframt að auka raun
verulegar tekjur útflutnings
átvínnuveganna. í sjálfu sér
stuðla verðhækkanirnar að
þVí að draga úr eftirspurn
eftir ákveðnum vöruflokkum
og þjónustu, og þær geta
þannig dregið úr umfram-
eyðslu þjóðarbúsins og bætt
nýtingu framleiðsluafla
þjóðarbúsins. Þessi hag-
stæðu áhrif koma þó því
aðeins fram, að eftirspurn
aukist ekki á ný vegna launa
hækkana eöa nýmyndunar
peninga vegna aukinna út-
lána bankanna.
f útflutningssjóðslögunum
er ákveðin 5% kauphækkun
þegar í stað. Tilgangur þess-
arar hækkunar var tvímæla
laust sá að koma í veg fyrir
almennar kaupkröfur og
jafnvel að fá launþega til að
samþykkja afnám á vísitölu
bindingu launa. En þrátt
fyrir þetta hefir ekki tekizt
aö koma í veg fyrir kjara-
deilur og verkföll, og þegar
hafa verið samþykktar kaup
hækkanir, sem draga munu
mjög úr áhrifum hinna nýju
ráðstafana og raska veru-
lega þeim rekstrargrund-
veili, sem útflutningsatvinnu
vegunum hefir verið skap-
aður með hinum nýju að-
gerðum. Atvinnuvegirnir
munu vafalaust ekkirfaldir
geta borið hinn aukna til-
kostnað, svo að honum verð
ur velt á rfý yfir á neytend-
ur í hærra vöruverði. Engum
ætti að dyljast, að áfram-
hald þessarar þróunar að
kaupgjaldsmálum hlýtur að
gera fljótlega að engu flest
það, sem áunnizt hefir með
hinum nýju ráðstöfunum.
ENN sem komið er hafa
verðhækkanirnar ekki haft
veruleg áhrif á lánveitingar
bankanna, en að því hlýtur
að Líða, að hinn vaxandi til
kostnaður kalli á stórum auk
ið lánsfé til atvinnuveganna.
Ef ekki er rétt á haldið, gæti
slík útlánaaukning orðið til
þess að auka enn peninga-
þensluna í þjóöfélaginu og
þannig átt sinn þátt í að
auka á ný umframeftirspurn
ina í þjóðarbúinu. í þessum
efnum verður vandratað
meðalhófið, því að ekki mega
strangar aðgerðir í peninga
málum verða til þess að
stöðva mikilvægar greinar
atvinnulífsins. Þarna er um
það að ræða, eins og reynd-
ar á öðrum sviðum, að á-
kveða, hverjir eigi að bera
þær byrðar, sem óhjákvæmi
legt er að leggja á. Þótt mark
miðið hljóti að vera að draga
fyrst og fremst úr lánum til
fjárfestingar, er það allt
annað en auðvelt í fram-
kvæmd, þar sem meginþorri
þeirra lánveitinga, sem hreyf
anlegastar eru, er ætlaður
til rekstrar, en ekki fjárfest
ingar. Þær ákvarðanir, sem
hér þarf að taka, geta varla
orðið að gagni, nema um
þær sé samstaða ríkisvalds-
ins og bankanna, enda mun
mikið velta á framkvæmd
fjárfestingaráætlana á veg-
um ríkisins sjálfs.
UNDANFARNAR vikur
hafa sýnt það enn á ný, að
víðtækar aðgerðir í því skyni
að leysa úr vandamálum at-
vinnuveganna eru til litils
gagns til lengdar, ef þeim
er ekki fylgt eftir með öðr
um ráðstöfunum og ströngu
aðhaldi í fjármálum, pen-
ingamálum og launamálum.
Það er ekki nóg að gera rót-
tækar aðgerðir í efnahags-
málum einu sinni eða tvisv
ar á ári. Á degi hverjum
verður í framkvæmd og
stjórn þjóðarbúsins að taka
ákvarðanir, sem áhrif hafa
á þróun þessara mála. Og
hér á landi eru slikar ákvarð
anir ekki aðeins teknar af
ríkisvaldinu og þeim stofn
unum, sem á vegum þess
starfa, heldur að verulegu
leyti af samtökum launþega
eða einstakra atvinnuvega.
Það má því segja, að for-
senda þess, að hinar nýju
ráðstafanir komi aö ein
hverju gagni, sé, aö almenn
ur skilningur sé á tilgangi
þeirra og nauðsyn. Fyrr eða
síðar verða menn að gera sér
ljóst, að tilgangslaust er aö
gera til þjóðarbúsins kröfur,
sem það fær ekki undir ris-
ið. Afleiðingin verður verð-
þensla og erlend skuldasöfn
un, sem áður en lýkur hlýtur
að hafa í för með sér kjara
skerðingu alls almennings í
landinu."
HÉR koma vissulega fram
réttar aðvaranir og mun
verr fara, ef ekki verður tek
ið nægilegt tillit til þeirra.
Alveg sérstök ástæða er til
að vekja athygli á þeim um-
mælum Nordals, hve mikið
veltur á því, að almennur
skilningur sé ríkjandi á
gangi og þróun efnahagsmál
anna. Því ber líka að vara
eindregið við áróðri þeirra,
sem vekja falskar vonir og
ýta þannig undir kröfur, sem
ofviða er þjóðarbúinu, og
hafa þvi raunverulega ekki
annað en verðbólgu og kjara
skerðingu í för með sér, ef
á þær er fallizt.
Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:
Eins og stendur hafa Bandaríkin enga
fasta stefnu í málum Miðausturlanda
Eina rétta svarií vií tilboði Krústjoffs um
funJ æífstu manna hefði veritS tillaga um alls-
heriarsamkomulag í þeim efnum
Eins og ásfandið er í heims
málum þessa dagana minnir
tillagan um fund æðstu
manna stórveldanna einna
helzt á marfröð: í draurÆn-
um er maður neyddur til
að gera eitthvað það er mað-
ur vill fyrir alla muni forð-
ast. Nú sem stendur væri
fundur þeirra Eisenhowers
og Krustjoffs næsta óhugn-
anlegt fyrirtæki og yrði áreið
anlega til að eitra andrúms-
loftið enn meira en orðið
er, auka árásir og gagná-
rásir.
Þess utan er fullkomin hætta á
því að lögregluliði væri ekki fært
að halda uppi ró og reglu í stór-
borg á borð við New York ef mað-
ur, er á 'þar svo marga bitra fjend-
ur sem 'Krustjoff kæmi í heim-
sókn. En að því slepptu er í raun
inni engin undirstaða nú sem
stendur undir samningaviðræður
milli ráðamanna í Washington og
Moskva. Báðir aðilar hafa tekið
svo ákveðna afstöðu að þeim er sér
lega erfitt um vik að sýna nokkra
undanlátssemi við samningagerð.
Það er staðreynd að Eisenhow-
er forseti hefir látið þvingast af
brezku stjórninni og sterku al-
menningsáliti í Þýzkalandi, Norð-
urlöndum, Japan og víðar til að
failast á ráðagerðina um fund
æðstu manna vegna mála Miðaust-
urlanda. Þeir Eisenhower og Dull
es utanríkisráðherra eru nú stadd-
ir eins og lýs milli tveggia nagla:
Þeir eiga að velja um að fallast
á fundinn, sem hefir ýmsa hættu
í för með sér, eða á hinn bóginn
að hafna fundinum sem einnig
væri hættulegt.
lausnin sem unnt sé að fallast á
og heitið geti nokkur lausn sé að
endurreisa konungdæmið írak og
ryðja Nasser úr vegi.
Fylgismenn þessarar skoðunar
vilja nú gera það, sem þeir Eden
og Mollet reyndu að gera í Súez
fyrir tæpl. tveimur árum. Þeir eru
reiðubúnir til að ögra Sovétríkjun-
um, og þeir vilja koma upp brezk-
amerísku verndarsvæði í Miðaust-
urlöndum með vopnahléi.
Að vissu leyti er rökrétt sam-
hengi í þessu viðhorfi þeirra. En
talsmenn þess eru samt uppi á
röngum tímum. Sovétríkin eru til-
tölulega miklu öflugri en Rússa-
veldi á 19. öid, og þetta á sérstak-
lega við í Miðausturlöndum sem
eiga sameiginleg landamæri með
Rússlandi.
Á öldinni sem leið, tíma heims-
valdastefnunnar, fannst ekkert
sambærilegt við þjóðernisbyitingu
Araba, en Nasser er mest óberandi
forustumaður hennar þótt hann sé
engan veginn hinn eini. Auk
þess' verður óhjákvæmitega að
taka tiilit til lýðræðisríkjanna inn-
an Atlantshafsbandalagsins. Þess
er ekki að vænta að þau myndu
vilja eiga hlut að herv'eMi á arab-
isku landi í Miðausturlöndum.
Þar sem þeir tímar eru endan-
lega liðnir er unnt hefði verið
að friða Miðausturlönd með vest-
rænu hervaldi hlj.óta Bandaríkin
að revna að komast að málannðl-
un við hin nýju stórveldi þar, það
er að segja Sovétríkin og Samein-
aða arabalýðvsldið imdir stjórn
Nassers.
Hvaða stefna önnur er fram-
kvæmanleg? Engin, — nema hægt
sé að kalTa það stefnu að gera
ekkert annað en búast um í Líb-
anon og Jórdaníu og skiptast síð-
an á skammaryrðum vdð þá Kri'íst-
joTf og Nasser.
Bandaríkin hljóta óhjákvæmi-
lega í sinn hlut meginið af þess-
um skammaryrðum, þar sem æv-
inlega er auðveldara að fordæma
íhlutun en verja hana. Við skul-
um ekiki reyna að blekkja okkur
með því að Bandaríkin geti látið
sér nægja að setjast um kyrrt
og hafast ekki að í þeirri vx>n að
eitthvað betra kom'i upp á tening-
inn. Að því tilskildu að ekki fá-
ist skjót lausn á Líbanonvanda-
miálinu og bandaríska herliðið þar
verði flútt á brott hlýtur vist
þess þar að skapa Bandaríkjun-
um erfiðleika um allan heim. Liðið
var sent til Líbanon til að sýna
og sanna TyrMandi, Pakistan og
fleiri ríkjum að Bandaríkin muni
standa við hernaðarskuldbinding-
ar sínar. En ef hersveitirnar verða
um kyrrt í Líbanon og gerast her-
námslið þar hljóta menn að fara
að hugsa málin betur. — ekki
aðeins í bandalagslöndum okkar
heldur einnig í Bandaríkjiunum
sjálfum sem eiga að standa við
skuldhindingarnar.
Þess vegna skiptir það megin-
máli fyrir Bandaríkin að koma á
samningum er skapi skilyrði fyrir
(Framhald á 8. síðu)
Fljótfærnisleg íhlutun
Þeir hafa ratað í þann vanda,
vegna þess að þeir reka ekki neina
ákveðna stefnu í Miðausturlöndum
og hafa þess vegna glatað þar for-
ystunni. Rétta svarið við tilboði
Krustjoff var ekki að hafna því um
svifalaust og heldur ekki að þiggja
það. Rétta svarið hefði verið að
stinga upp á skilyrðum til sam-
komulags er m. a. fjallaði um brott
flutning ameríska herliðsi;is frá
Libanon, en gegngi þess utan
miklu lengra. Slik tillaga væri
raunhæft umræðuefni á samninga-
fundi I stað -þess að semja um hvar
í og hvenær samið skuli í alvöru.
Því fer vérr að Bandaríkin hafa
! engar slíkar tillögur fram að færa.
íhlutun Breta og Bandaríkjamanna
í Libanon og Jórdaniu, var gerð
til þess að koma í veg fyrir hrun
þessara ríkja. En fyrst og fremst
var liún fljótfærnisbragð við ó-
væntum tíðindum frá írak, ekki
| yfirvegað stjórnmálabragð. Þess
! vegna eru Bandaríkin nú komin
! út í blindgötu.
Návist hinna amerísku hersveita
gefur engar vonir um að bót ráð-
ist á því byltingarástandi, er varð
til þess að Bandaríkin og Bretland
sendu hersveitirnar til Libanon og
Jórdaníu. Og því lengur sem lie’-
liðið verður um kyrrt, þeim mun
erfiðara verður að flytja það b>-ott
án þess að hefjist þar atburðir, er
átti einmitt að afstýra.
Heimsvaldastefna
á röngum tímum
Það er þannig rótt að ómögulegt
er að koma á jafnvægi og öryggi
í Libanon og Jórdaníu án samkomu
lags er nái iangt út fyrir landa-
mæri þessara ríkja. Bæði í Banda-
ríkjunum og Bretlandi verður nú
þeirrar skoðunai- vart að einasta
Þátttakendur í förinni( við bílana.
Á annað hundrað manns tóku þátt í
skemmtiferð F.U.F. í Skagafirði
Framsóknarfélögin í Skagafirði boðuðu til fundar á Sauð-
árkróki laugardaginn 5. júlí s.l. Frummæiendur á fundin-
um voru Steingrímur Steinþórsson alþm. og Ólafur Jóhann-
esson prófessor. Ræddu frummælendur um stjórnmálavið-
horfið og efnahagsmálin og þróunina í þeim málum undan-
farin ár. Fundurinn var vel sóttur og tóku margir til máls.
Sunnudaginn 6. júlí efndi svo F.
U.F. í Skagafirði til hópferðar og
var farinn hringurinn fyrir Skag-
ann og inn að vestan um Skaga-
strönd og Blönduós að Iíúnaveri,
þar sem F.U.F. í Skagafirði og
Húnavatnssýslu höfðu sameigin-
lega skemmtun um kvöldið. Var
fjölmenni á skemmtuninni og dans
stiginn til kl. 1 um nóttina.
Um 130 manns, flest ungt fólk,
tók þátt í ferðala'ginu. Fararstjóri
var Gunnar Oddsson form. F.U.F.
Lagt var á stað frá Sauðárkróki
kl. 1 e.h. á sex bílum. VeðUr var
hið fegursta og nutú menn ferðar-
innar í glöðúni hópi og fögru út-
sýni, sem er viða mjög sérkenni-
iegt á þessari ieið.
Á Blönduós kom hópurinn kl. 8
um kivöLdið, en þar hafði verið
patnaður kvöidverður lijá Snorra
Arnfinnssyni.
Undir borðimi flutti Steingrímur
Steinþórsson snjailt ávarp til unga
fóltosins, og Iýsti ánægju sinni
yfir þvi að hafa haft tækifæri til
að fara þessa ferð með ungum
Framsóknarmönnum í Skagafirði,
en honiun og Ólafi Jóhannessyni
prófessor hafði verið boðið með
í þessa ferð.