Alþýðublaðið - 08.04.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.04.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ islegt gott segja. Þegar radd- færsla laganna, sem sumstaðar var óþarflega víxlgeng, gerði ekki of- miklar kröfur, þá mátti heyra að ilokkurinn var allvel samæfður, 3vo sem í „Hljóðfallinu" og víð- ar: Má sjá að Jónas hefir mikinn áhuga og ætti skilið að búa við hetri skilyrði en tíðkanleg eru í Jkaupstöðum úti á landi. — Ung- frú Guðrún Skúladóttir, er söng tvísöng með Jóh. Jónssyni, hefir fagra rödd fyrir mátulega stóran -sal. — Áheyrendur voru yfirleitt mjög þakklátir fyrir sönginn, og munu sjálfsagt fylla salinn tvis- var enn. Ces. Útlenðar fréttir. Manntjón í stríðinu. í Kaupmannahöfn er félag, sem iieitir: „Selskabet for social Forsken af Krigens Fölger". Það er stofn- að sem vísindafélag og á gríðar- mikið bókasafn, alt um heims- atyrjöldina. Þetta félag er upphaf- iega stofnað af manni nokkrum að nafni dr. Alex Helphand, sem gengur undir nafninu Parvus. Nýlega hafa rit félagsins verið aend út, skrifar Christian Dering þar grein um manntjónið á stríðs- árunum. Er þar sagt að manntjónið 'hafi verið 35 miljónir. Tala þeirra, sem farist hafa beinlínis í stríSinu, er þó tiltölulega lág, eða 9 miljónir 829 þúsund manns. Skiftist það þannig niður: Þýzkaland 2 miljónir, Áustur- ríki og Ungverjaland l1/^ milj., Bretland og írland 800 þús., Frakk- land 1 milj. og 400 þús,, Italía 600 þús., Belgía 115 þús., Búlg- aría 65 þús., Rúmenía 159 þús., Serbía 690 þús. og Rússland (í Evrópu) og Pólland 21/? milj. Yerkltann í Svíþjóð, Áður hefir þess verið getið hér í blaðinu, að um 100 þúsund verkamenn séu vinnulausir í Sví- þjóð, af þeim ástæðum, að at- vínnurekendur vildu ekki ganga að kröfum verkamanna. Reynt hefir verið að bera sættir á milli Mutaðeigenda, en enginn árangur orðið. Atvinnurekendur neituðu þeim um vinnu. Það getur því dregist, að sættir komist á í Svíþjóð. Verkamenn í Danmörku eru nú þegar farnir að safna fé tií þess að styrkja hina sænsku félagsbræður sína. P. K. Um daginn og vegisi. '• 'J Skríll eða hvaðl í grein Gísla Sveinssonar, málstreitumanns, er þessi setning meðal annara „gull- korna": ,,. .. Jafnaðarmenskunni“ þeirra, sem vitanlega er ekki ann- að en skrípamynd, og skrílæsing- unum ann hann án efa enn þann dag í dag.“ (Leturbreyting hór). Nú er mór spurn: Hverjir eru það, sem þessi spilagosi gerist svo ósvífirm að kalla skríl? Eru það þeir, sem lesa blöðin? Eða með öðrum orðum allur almenningur? Þá kalla eg lítilþæga, sem taka með þökkum slíkum aðdróttunum. Eina bótin aö enginn tekur mark á orðum alræmdra og illræmdra kjaftaskúma, jafnvel þó þeir hafi gyltum skrúða á að skipa. i. 6 varamenn í landsdóm kaus bæjarstjórn í gær með hlutfalls- kosningu. Á lista sem Sigurður Jónsson bæjarfulltrúi kom með (frá Sjálfstjórnarliðinu), voru þessir menn: Sighvatur Bjarnason banka- stjóri, Garðar Gíslason heildsali, Klemens Jónsson fyrv. landritari, Eggert Claessen málafl.m., Ólafur Ólafsson írikirkjuprestur og Lárus Fjeldsteð. Á lista sem Jón Bald- vinsson kom með (frá Alþfl.) voru þessi nöfn: Þorvarður Þorvarðsson prentsmiðjustjóri, Ottó N. Borláks- son verkamaður, Sigurjón A. Ól- afsson sjómaður. Af lista Sjálf- stjórnar komust fjórir þeir fyrstu að, og af lista Alþýðuflokksins tveir þeir fyrstu. Niðurjöfnunarskráin er nú komin út og er ófögur sjón og alvarlegt íhugunarefni að sjá, hve gersamlega er sneitt hjá því, að leggja með nokkurri sanngirni eða viti á allan almenning. Skráin mun síðar verða tekin til bæna hér i blaðinu. Mótchja bæjaríns. Til þess að athuga hvort bærinn eigi að taka upp mó á þessu ári, og hve mikið, var kosin 3ja manna nefnd á bæjarstjórnarfundinum í gær. Kosn- ir voru borgarstjóri, Þórður Bjaina- son og Kristján Guðmundsson. Símabilun. Sökum símabilana, sem orðið hafa í stórviðri því er gengið hefir nú um alt land, hafa engin útlend skeyti borist hingað. Fishishipin. í gær komu inn Egill Skallagrímsson með 86 föt af lifur, Vínland með um 100 föt og Luneta með 75 föt. Veðrið 1 dag. Reykjavík............NNA, -í- 7,6. ísafjörður............ N, -*- 9,5.. Akureyri ............NNV, H- 8,5. Vegna símslita hafa ekki komið veðurskeyti af fleiri stöðum. Stóru stafirnir merkja áttina. -i- þýðir frost. Ennþá ber veraldarsagan það hvergi með sér, að nohhnr heil- brigð og gagnleg hngmynd, sem unnisf heflr með byltingn, hafi verið hæfð með gagnbylt- ingu. M. Goldscmidt. Barnahæli. Nú er verið að koma upp hæl- um í Khöfn, handa börnum, er urðu munaðarlaus síðast þegar inflúenzan geisaði í Danmörku. Sem dæmi um það, hve hjálpar- lausir margir voru, skal hér til- færð saga, er íslendingur, staddur í Khöfn, segir frá: Fimm ára gömul telpa kom inn til nágrannakonu og spurði hana, hvort hún gæti gefið sér að borða, hún kvaðst vera svo svöng. Konan kvað það guðvelkomið, en spurði, því hún væri svon svöng. Telpan sagði, að mamma sín og pabbi svæfu og að þáu hefðu soflð nær því í tvo sólarhringa. Hún hefði ekki getað vakið þau, og mamma hennar hefði ekki einu sinni bros- að tij sín. Konunni þótti þetta undarlegt og fór heim til litlu stúlkunnar. Það var ekki von að telpan gæti vakið foreldra sína, því þau voru bæði dáin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.