Alþýðublaðið - 08.04.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.04.1920, Blaðsíða 1
CS-efiÖ lit af .^lþýðuf lolfkxuim. 1920 Fimtudaginn 8. apríl 77. tölubl. Eontoaetti. Póstmeistarastaöan Eins og gefur að skilja, er það mjög mikilsvert, þegar embætti -eru veitt, að ekki sé geDgið fram fajá hæfum, ungum mönnum, þeg- ar ekki stendur svo á, að flytja beri eldri mann, sem staðið hefir vel í stöðu sinni, í betra embætti. Um póstmeistaraembættið á Ak- ureyri sækja tveir menn, sem komið geta til greina við veitingu þessa embættis. Sá eldri er Guð- mundur Bergsson póatafgreiðslií- maður á ísafirði. Harm hefir gegnt •því embætti alllengi og gert það vel. Er því dálítið undarlegt, að faann skuli sækja burtu frá ísa- mði nú, er hann' eftir nýju launa- lögunum fær stórum bætt kjör, og enn þá einkennilegra, að hann skuli sækja um stöðu, sem er nákvæmlega eins launuð, en mikið erfiðari en sú, er hann nú hefir, og loks er hann gerokunnugur í AkúreyrarumdæminU. En í nán-' ustu framtíð hljóta að liggja fyrir foreytingar á póstgöngum, og því mjög nauðsynlegt að kunnugir menh séu í póstmeistaraembætt- unum. Hinn maðurinn er Finnur Jóns- son á Akureyri, sem verið heflr aðstoðarmaður þar á pósthúsinu í mmfleytt níu ár, en varð að hætta t>ví starfi fyrir tæpu ári, vegna þess hve launin voru frámunalegá lítil. Endá vaf honum þá neitað um Seyðisfjarðar-póstafgreiðslu, og var hann þó eini póstþjónninn, er sótti, og mælti póstmeistari líka að sjálfsögðu með honum, en póli- tiskar ástæður róðu úrslitum. Það sem nú mælir með því, að Finni verði veitt póstmeistara- staðan á. Akureyri, er fyrst og fremst það, að hann nú fái upp- r<*isn á því ranglæti, er hann varð lyrir 1918, í. öðru lagi er hann gagnkunnugur Akureyrarumdæm- inu, heflr í forföllum núverandi póstafgreiðslumanns gegnt embætti hans prýðilega og heflr unnið sér almenna hylli á Akureyri, sem áreiðanlegur og óhlutdrægur af- greiðslumaður. Loks mælir það óneitanlega mjög eindregið með Finni, að hann er ungur maður, sem mjög sennilega hverfur al- gerlega frá því að starfa við póst- afgreiðslu, fái hann ekki þetta starf; en landið má alls ekki sjá af þeim mönnum úr þjónustu sinni, sem ' fúsir : eru til þess að helga því æflstarf sitt, ekki sízt þegar þéir eru viðurkendir hæfl- leikamenn og standa á engan hátt í vegi fyrir eldri og reyndari mönnum. Nógu margir ungir hæfi- leikamenn hafa samt horfið úr þjónustu þess. Að þessu athuguðu liggur það í augum uppi, að mjög óheppilegt væri ef Guðmundi væri veitt þetta starf, þó hann hafl embættisaldur- inn yflr Finn. Því þáð virðist al- gerlega ástæðulaust fyrir hann að sækja burt frá Isaflrði, og er það líka, þegar ekki er um betra, heldur miklu fremur verra em- bætti að ræða. Þó embættisaldur gangi oftast nær fyrir, er engin ástæða til þess að hann geri það ætíð, og alls ekki, þegar það getur komið í bága við hag ríkisins. En í þessú falii verður ekki betur séð, en að svo sé. Þessar línur eru ritaðar til þess að sýna það, að fylgst er með í þessu máli, en ekki tíl þess að kasta skugga á nokkurn mahn. Ekki vantreystum vér heldur póst- meistara í þessu efni. Því hann mun vafalaust ekki að óþörfu skifta um menn í embættum, ekki sízt þegar grunur leikur á því, að Guðmundur sæki aðeins burt frá ísarirði vegna þess, að hann hafi svo að segja selt fyrir- fram póstmeistaraembættið á ísa- firðí, til þess að koma út, fyrir geypiverð, húseign sinni og bóka- verzlun þar á staðnum. ®ly»; Menn d.ruk:l£Kia. á. Eyrarbaklia. Tveir menn drukknuðu í lend- ingu á Eyrarbakka í fyrra dag. Voru þeir að koma á smábáfc framan úr vélbát, er þeir höfðu róið á til fiskjar, en lagt á leg- unni. Fylti bátinn í lendingunni, og soguSust tveir menn út og drukknuSu, en einn bjargaSi sér á sundi. Þeir, sem drukknuðu, hétu: Pétur Hannesson frá Blómstur- völlum 'og Oddur Snorrason frá Sölkutóft, mestu dugnaðarmenn. Samsöngur Jónasar Tómassonar frá ísafirði, er haldinn var á annan páskadag, var vel sóttur, húsið troðfult. Enda var bæjarmönnum orðið nýnæmi að heyra söng. Lögin voru öll eftir söngstjórann sjálfan, og meiri hlut- inn ortur við „Strengleika" Guðm. Guðmundssonar. Hin voru við' „Hljóðfallið" eftir H. Hafstein, „Hreiðrið mitt" eftir Þorst. Erl., „Hugsjónina" eftir Guðm. Guðm. og „íslands fána" eftir sama. — TJm þessi lög má segja það, að þau séu laglega úr garði gerð og bendi á' áð höfundurinn unni hljóm- list. Aftur á móti várð ekki af þessum samsöng dæmt, að hér hefði nýtt söngskáld „slegið í gegn". Hafi skáldlegur frumleiki sveímað yfir vötnunum, þá laust honum þó ekki niður meðal á- heyrenda í þetta sinn. Listaráhrif samsöngsins urðu dauf, enda djarft teflt, að krydda ekki söngskrána, eintiig með einhverju eftir aðra höfunda. Um sönginn sjálfan má ým-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.