Tíminn - 04.09.1958, Qupperneq 12

Tíminn - 04.09.1958, Qupperneq 12
VeSriC: Hægviðri, léttskýjað. Yarð bráðkvaddur á fundi Stéttar- sambandsins Sá atburður gerðist á aðal- funcli Státtarsambands 'bænda, sem hófst að Bifröst í igær, að einn gestanna, Jón G. Guðniaun bóndi á Skarði hjá Akureyri, varð bráðkvaddur. Hann mætti á fundinn fyrir hádegið og tók þar myndir og virtist ekki kenna ' sér neins meins. Rétt áður en gengið var til hádegisverðar, veiktist liann svo skyndilega og var látinn eftir fáar mínútur. Hitinn kl. 18: Reykjavík 15 st., Akureyri 11 Kaupmanna'höfn 16, Loncton 17, Paris 22. Fimmtudagur 4. september 1958. Ritarar og fundarstjórar á aðaltundi Stéttarsambands bænda. Frá vinstri fundarritararnir Guðmundur Ingi Kristjánsson og Atli Baldvinsson en þar næst fundarstjórar Jón Sigurðsson og Sigurður Snorrason. Hækkun á verðlagsgnmdvelli land- búnaðarvara verður milli 10-11% Frá aðalfundi Stéttarsambands bænda, sem hófst að Bifröst í Borgarfirði í gær Aðalfunrliir Stéttarsambands bænda hófst árdegis í gær að Bifröst í Borgarfirði. Nær fimmtíu fulltrúar sækja fundinn, auk stjórnar sambandsins, Framleiðsluráðs og ýmissa trúnað- armanna og gesta. Aðalmálin, sem fyrir fundinum lig'gja, eru verðlags- og afurðasölumál landbúnaðarins. Sverrir Gíslason. formaður Stétt arsambands bænda setti fundinn og titnefndi sem fundarstjóra Jón Sigurðsson alþm. á Reynistað. — Fundarritarar voru kjörnir Guð- unundur Ingi Kristjánsson skáld og séra Gísli Brynjólfsson. Vara- fundarstjóri var kjörinn Sigurður Snorrason á Gilsbalcka. Ræða Sverris Gíslasonar. Að lokinni fundarsetningu og ikosningu fundarstjóra og fundar- riíara. flutti Sverrir Gíslason ræðu, þar sem hann ræddi um mál þau, sem stjórn sambandsins hefði haft með höndum síðan síð asta aðalfundi lauk, AðaJlega tívaldi hann við verðlags- og af- urðasöiumálin. Varðandi verðlagsmálin upp- lýsti Sverrir, að enn liefði ekki náöst samkomulag um nýjan verðiagsgrundvöll í hinni svo- kölluðu sex manna nefnd, sem er skipuð fulltrúum framleiðenda og neytdnda, en báðir aðilar aðilar höfðu sag't upp verðlags grundvellinum, sem sami'ð var uni í fyrra. Ef sá grudvöllur hefði haldist óbreyttur, hefði út- gjaldahækkun orðið 10,5% eftir Því sem hagstofustjóri liefir reiknað út. Samkomulag er feng' ið í nefndinni um ýmis veiga- mestu atriðin, en um nokkur at- riði, er enn ósamið, en þau mimu breita miklu um heildar- útkomuna. Samningauinleitunum verður haldið áfram, eu náist samkomulag ekki, sker hagstofu- stjóri úr varðandi ágreinisatriði. Stækkun litlu býlanna. Auk þess sem Sverrir ræddi um verðlags- og afurðasölumálin, minntist hann einnig' á ýmis fleiri mál. eins og kornræktarmálið, hús byggingarmál bændasamtakanna og stækkun litlu býlanna. Einkum ræddi hann ítarlega um síðast- nefnda atriðið, verður nánar vik- ið að þvi síðar. Eftir að Sverrir hafði lokið máli siínu, gerði Sæmundur Frið(riks- son, framkvæmdastjóri Stéttar- sanibandsins grein fyrir reikning- um þess og fjárhagsáætlun. Nokkr ar umræður urðu um það mál, en síðan tekið matarhlé. Avarp forsætisráðlierra. Þegar fundur hófst að nýju. flutti Ilermann Jónasson forsætis ráðherra ávarp og kom víða við. Hann minntist m. a. á landbúnað- arsýninguna á Selfossi. er hefði sýnt ljóslega hinar miklu framfar ir í lanbúnaðinum. Þá hefði hún vakið athygli á vissum atriðum. sem eftir væri að bæta úr, t. d. hefði ekkert verið skýrt frá því. hve mikið það hefði farið í vöxt. að bændur gerðu búreikninga. Slikt væri þó áreiðanlega mikil- vægt fyrir réttan vöxt og viðgang landbúnaðarins, því að af þeim mætti mikið læra. Þá skýrði hann nauðsyn þeirra efnahagsráðstaf- ana, sem gerðar hefðu verið á síð- astliðnu vori, m. a. sýndi hann fram á, >að röng gengisskráning héfði verrð búin að gera alla at- vinnuvegi þjóðarinnar ósamkeppn ishæfa við erlenda keppinauta og hefði slíkt ekki getað haldist á- fram. Loks vék hann að óþurrkunum og ræddi í því sambandi m. a. Sverrir Gíslason, formaður Stéttar. sambandsins flytur skýrslu sína. — um nauðs.vn þess að votheysgerð yrði aukin. M. a. annars kvað hann í ráði að sérstakur ráðu- nautur yrði skipaður til að vinna að framgangi þess máls. Að loknu ávarpi forsætisráð- lierra flutti Edvard Sigurðsson kveðju frá Alþýðusambaridi ís- lands. Síðan hófust almennar um- ræður og tóku allmargir til máls. Nefndarstörf hófust svo í gær- kvöldi. Ætlunin er að Ijúka fund inum í kvöld. Frá happdrættinu Þeir, sem fengið hafa heimsenda miða, eru beðnir að gera skil fyrir þá við fyrstu hentugleika. Á skrifstofunni { Framsóknarhúsinu er einnig hægt að fá miða til að selja. Umboðsmenn úti á landi eru beðnir að gera skil strax og sölu er lokið, Það þurfa allir að eiga miða í happdrætti Framsóknar- flokksins. Skrifstofa happdrættisins er á Fríkirkjuvegi 7 (Framsóknarhúsið). Sími T-92-85. Landsleikur við Breta íellur niður Vegna liins alvarlega ástands, sem skapazt hefir milli íslands og' Bretlauds út af landhelgismál inu liefir stjórn Knattspymusam bands íslands ákveðið á fundi sínum í dag að hætta við fyrir- Iiugaðan landsleik við England, sem fram átti að fara í London hinn 13. sept. n. k. Hvikum hvergi í landhelgismálinu ■Eftirfarandi samþykkt var gerð á fundi hreppsnefndar Miðnes- hrepps, Sandgerði. laugardaginn 30. ágúst 1958. „Hreppsnefnd Miðneslnepps, skorar á ríkisstjórn íslands að’ livika hvergi frá útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í 12 sjómílur. Jafnframt heitir hreppsnefndin á alla sjótneun og aðra lands menn, sein kunna að fá tæki- færi til að aðstoða landhelgis- gæsluna í s'tarfi sínu, að gjöra þaff í hið ýtrasta.“ Færeyskir fiskimenn skora á starfsbræmir í Bretlandi að virða landhelgi Islendinga Félagssamtök fiskimanna í Fær eyjuni hafa sent orðsendingu til framkvæmdastjói'a alþjóðasam- bauds flutningaverkamanna, og beðið hann að koma henni til fiskimanna í Bretlandi. Er þar skorað á brezka- sjómeiin að kynna sér rökin fyrir útfærslu fiskvciðilandhelginnar við ís- land. Láta Færeyingar í ljósi þá ósk, að starfsbræður þeirra í Bretlandi skilji cig virði sjónar mið íslendinga eins vel og Fær eyingar og virði liin nýju fisk- veiðimörk. í klöðum Færeyinga er í dag lýst fullum stuðningi við málstað fslendinga, og skýrt frá því, að það hafi vakið almenna reiði í Færeyjum, er það fréttist að Bretar væru farnir að beita ofbeldi á íslandsiniðum. Efast Dimníálætting og 14. september ekki uin að íslending'ar muni sigra í niálinu. Allsherjarverkfallinu í Libanon aflýst NTB-Beirut, 3. sept. —■ Alls- herjarverkfallinu, sem veriö hefir í Libanon í 115 daga, og knúð hef ir verið fram með valdi af hálfu stjórnarandstæðinga, mun Ijúka að nokkru leyti þessa dagana. Var þetta tilkynnt af hálfu stjómar- andstöðunnar í dag. Segir í yfir- lýsingu stjórnarandstæðinga um þetta, að það muni stuðla að því, að ástandið í landinu komist í eðli legt horf, að verkfallið verði lagt niðiir að nokkru leyti, áður en hehab tekur við försetaembætt- inu hinn 23. scptember. Ekkert er upplýst um. hvenær verkfáHinu muni verða aflýst að fuliu, en skorað er á íólkið í landinu að sýna ró og stilimgu . Búizt viS nýrri aSvörun írá Banda- ríkjastjórn til kommúnista í Kína Blö($ í Washington telja, aíJ Bandaríkjaher myndi verja Quemoy, eí til innrásar kæmi NTB-Washington og Taipeh, 3. sept. — Sennilegt er, aS á morgun muni Eisenhower Bandaríkjaforseti setja fram hörð- ustu aðvörun sína við kínverska kommúnista til þessa og ráða þeim frá að leggja til innrásar á eyjaklasann Quemoy á For- mósusundi, en af mörgum er nú talið, að sú innrás sé yfir- vofandi. Dulles utanríkisráðherra átti í dag fund imeð íulltrúum hinna sjö meðlimaþjóðanna í Suðaustur-Asíu bandataginu (SEATO), og mun á morgun eiga fund með forsetan- um. Haft er eftir alltraustum heimildum í Wastoington, að Dulles sé ekki í neinum vafa um, að tak- ast megi að fá kommúnista í Kína ofan af því að leggja til innrásar, því að þeir muni stórlega óttast beina hernaðaríhlutun af hálfu Bandaríkjánna. Það er útbreidd skoðun fréttamanna í Washington, að Eisenhovver muni þess vegna senda út yifirlýsingu með ströng- ustu aðvörunum til kinverskra kommúnista. Sennilegt, að Bandaríkin ínyndu verja Quernoy. Það er á þessum grundvelli, sem Bandaríkjamenn hafa stefnt öflugustu flotadeild sinni til For- mós'usunds, og hafa af pólitískum og hernaðarlegum ástæðum ekki vilja gefa neitt út um það bein- línis, hvað þeir myndu gera, ef til hreinnar og beinnar innrásar kæmi. Blöð í Washington skýrðu þó svo frá í dag, að greinilegt væri, 'að Bandaríkjastjórn ætlaði að verja Quemoy og aðrar úteyjar, ef kommúnistar gerðu tilraun til að taka þær. — Formósustjórnin hefir nú einnig hafið áróðurssókn gegn Kína og var í dag skotið all miklu af fallbyssukúlum til megin- landsins', en þær höfðu raunar það hlutverk að dreifa flugritum, þar sem skorað er á kommúnista að gefast upp og láta ekki blekkjast af Mao tse Tung og glæpamönn- um han’s. Annars var skothríð á Quemoy frá meginlandinu með minna móti í dag. „Ógnun við Ráðstjórnarríkin" í annað skiþtið í þessari viku kom það frain í grein í málgagni Ráðstjórnarinnar, að Kínverjar njóta fuhs s'tuðnings Rússa I stefnu sinni gagnvart Formósu. í Izvestija sagði, að enginn hefði nokkurn rétt til að skipta sér af innanríkismól- um kínverskra alþýðulýðveldisins. í fyrri viku var skrifað í Pravda, að árás á alþýðulýðveldið yrði skoðuð sem ógnun við Ráðstjórnar ríkin. Herskipin búast ekki á brott Þegar blaðið átti tal við land helgisgæzluna um miðnætti í gær kveldi, liöfðu eng'in merki sézt, a'ð brezku herskipin væru að láta af vörzluniii eða affi þau og tog ararnir væru að hakla út úr land lielginni. Hins vegar var aknennl gert ráð fyrir því í erlendum fréttastofufregnum í gærkveldi, að berskipaverndin hætti um miðnætti, og' mun það hafa verið byg'gt á gömlum fréttuni. Dimm þoka var austanlands, og togar arnir söfnuðust í linapp um her skipin. Landhelgis- samfjykktir „Stúdentaráð Háskólan fslands fordæmir harðlega þær aðgerðir brezkra stjórnvalda að vernda með ofbeldi og yfirgangi lögbrot brezkra fiskiskipa innan íslenzkr ar landhelgi. Þær aðgerðir. að fótiuntroða með valdi ótvíræðan rétf vupn lausrar smáþjóðar, er bein árás á lifshagsmuni þjóðarinnar og hljóta að verða fordæmdar sem hið mesta ódrengskapaibragð. Stúdentaráð fagnar því að þjóð areining skuli ríkja' um mál þetta og hvetur til einingar meðal þeirra se mmeð mál þetta fara af hálfu þjóðarinnar. iStúdentaráð lýsir sig fylgjandi hveréum þeim aögerðum er miða að því, að halda uppi fullri lög- gæzlu innan 12 mílna landhelginn ar og þakkar löggæzlumönnum þá einurð og stillingu, sem þeir hafa hingað til sýnt í starfi sánu.“ „Stúdentafélag Reykjavíkur mótinælir harðlega ofbeldi Breta í íslnezkri landlielgi og1 krefst þess í nafni laga og réttar, að þeir láti þegar í stað af fram ferði sínu. Jafnfrauit skorar Stúdentafé- lag Reykjavíkur á aúa íslendinga að standa saman sem cinn mað- ur og eigi víkja fyrr en fullur sigur er uniiinn.“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.