Tíminn - 10.09.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.09.1958, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, miðvikudagtnn 10. september 1958, Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURIIIB Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargöt® Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18804. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12388 Prentsmiðjan Edda hf. Slysið í Morgunblaðshöllinni SViD er að sjá sem Stak- steinahöfundur Mbl. hafi vericV með lakara móti í höfð inu s. 1. laugardag. Er það þó óneitanlega nokkuð mikið sagt. þvi hið pólitíska heilsu far {igr í hallarsölunum hef ir ekki verið á marga fiska nú ujidanfarið: Ástæðuna til þess að Staksteinasmiður- inn hefir nú fengið fremur hátt.' hitakast, mun mega rekja til Eysteins Jónssonar f jármálaráðherra. Hann hélt sem sé ræðu austur í Gunn ■ arshþlma í Rangárvallasýslu nú fcyrir nokkru. Þar benti hann á það, að stjórnarand- stöðunni hefði tekizt, með látlausum undirróðri sín- um í efnahagsmálunum, að tryggja landsmönnum nýj- ar h'ækkanir á vetri kom- anda. Yfir þessu ærist Mbl. ákaflega og hyggst geta rétt hlut sinn gagnvart fjármála ráðherra með því að ausa yf- ir hánn öllum þeim fúkyrð- um, sem heilabú þeirra Mbl. manpa geta upphugsað, kall ar hann „skattránsstjóra“ og þar fram eftir götunum. (Þetta skyli þó aldrei vera blaðið, sem ber ábyrgð á fjár málapólitík bæjarstjórnar- meirislutans í Reykjavík?) Segir Mbl. fjármálaráð- herrá aldrei sjá „----nema eina leið: Að leggja á nýja skatta og tolla, að hindra heilbrigða efnahagsstarf- semi, en halda hlífiskildi yf- ir hvers konar braski auð- hringsins, sem einn af leið- togum Alþýðuflokksins sagði á s. 1. vetri að væri orðinn hættulegur þingræði og lýð- ræði í þjóðfélaginu“. Ójá, ekkert er það nú sem á geng ur. Við skulum nú taka um- ræðurnar um „hringinn" af dagskrá í bili í þeirri von, að Mbl. rökstyðji ummæli sín um hann eitthvað frekar. Vonandi verður þess ekki langt að bíða svo meinlega sem blaðinu er við alla auð- söfnun, eins og alkunnugt er. Sj £\da.n hefir það hent Mbl. nú s. 1. tvö ár, að skrifa af sfeynsemi um efnahags- málip. Ætla má, að það heyri til hreinna slysa á þeim bæ, komi' slíkt fyrir. Eitt þess- feonar slys varð í Mbl.-höll- inni hinn 3. apríl s. 1. Þá sagði Mbl.: „Það er jafn fráleitt að tala ,um gjaldeyrisskort, án þess að gera grein fyrir, hverjar lífsnauðsynjar eru til í þjóðarbúinu, eins og ætla, með gengislækkun eða millifærslu að gera þau töfra bragð, að þjóðarbú, sem rek ið er með halla, verði skyndi lega rekið hallalaust án þess að á hlut nokkurs verði geng ið. HÉR á íslandi eru lífs- kjör svo jöfn, að halli þjóð- arbúsins verður ekki réttur við nema annað hvort með auknum þjóðartekjum eða með skerðingu lífskjara alira. lýatta eru sannindji, sem menn komast ekki með Ivokkru móti hjá. í efnahags nálum eru engin töframeðul til. Saga íslendinga á 19. öld sýndi það ofurvel, alveg eins og reynsla síðustu ára, að það er aðeins vinna og framleiðsla, sem gerir þjóð- irnar rikar. Með árvekni, dugnaði og útsjónasemi er hægt að ná því, sem engar bollaleggingar stofuspek- inga fá áorkað. Af framleiðslunni verður ekki meira tekið en hún í raun og veru hefir aflögu. Ef meira er tekið, þá er ekki nema um tvennt að velja: Annað hvort verður stöðvun eða taka verður það aftur af almenningi, sem hann hefir ofheimt. Þa er þetta, sem hefir verið viðfangsefni stjórnarvaldanna undanfar- in ár.“ HVERNIG var svo ástatt þegar núverandi stjórn kom til valda? í stuttu máli.þann ig, að hjá ríki og atvinnuveg um var yfirvofandi fjárþrot. Útveginum var velt áfram með loforðum um uppbæt- ur en enginn eyrir fyrir hendi til innlausnar þeim loforðum. Bygging sements- verksmiðj unnar stöðvuð. Raf orkuframkvæmdir úti um land í þroti. Enginn pening- ur til í Sogsvii-kjunina. Fisk- veiða- og Ræktunarsjóðir tómir og lán veitt upp á framtíðina í von um að úr rættist seinna, Hið „blóm- lega“ bú var nánast þrota- bú. Þetta fékk ríkisstjórnin í fangið. Hér hafði það einfaldlega gerzt, að meira hafði verið tekið af framleiðslunni „— en hún í raun og veru hefir aflögu". Ríkisstjórnin snér- ist gegn þessum vanda með því fyrst og fremst að efla framleiðsluna. Þess vegna var ráðizt í skipakaup. Því var létt undir með landbún aðarframleiðslunni. í sama skyni var fjár aflað til stór- framkvæmda. Og í þeim til gangi voru ráðstafanir gerð ar til þess aö afstýra hinni árlegu stöðvun fiskiflotans. Þetta heitir á máli Mbl. „að hindra heilbrigða efnahags starfsemi“. Fremur einkenni legt og sjaldgæft fyrirbrigöi þessi tunga, sem töluð er 1 Mbl.-hölinni. VITANLEGA kemur árang ur sumra þessara ráðstafana ekki strax í ljós og aðrar eru háðar aflamagni. En eins og allir vita a. m. k. utan Mbl.-hallarinnar, brást sjáv araflinn verulega s. 1. ár. Því nægðu þesar aðgerðir ekki. Þá var „--------ekki nema um tvennt að velja: Annaðhvort verður stöðvun eða taka verður það aftur af almenningi, sem hann hefir ofheimt". Og nú er spurning in: Hvað vill Mbl.? Við þeirri spurningu hefir aldrei fengizt beint svar. Og þó — þegar því er skilað aftur, sem „ofheimt“ er, þá heitir það „skattrán“. Og úr því Konungsætt hashemíta hefur átt skamman en all sögulegan feril Þessa dagana er harmleik- ur leikinn í konungdæminu Jórdaníu. Kannske verður það síðasti þátturinn í sögu hashemitísku konungsættar- innar, sögu, sem er blóðugri en flestir sorgarleikir. Huss- ein Jórdaníukonungur hlýtur að bera byrði, sem virðist alltof þung svo ungum manni og óreyndum. En hann neitar að taka sér hlut- verk Hamlets vorra tima. Hann er hugrakkur og at- hafnasamur, og hann hyggst verja heiður ættar sinnar, þótt hann eigi á hættu að þola sömu örlög og frændi hans, Feisal írakskonungur. Það var langafi Ilusseins, E1 Hussein Ibn Ali, afkomandi spá- mannsins og fursti af Mekka, er fyrstur varð konungur af ætt hashemita, er heimsstyrjöldin fyrri stóð yfir. Hann var metorða- gjarn maður og reyndi með öllum ráðum að framkvæma drauma sína um völd og heiður ættarinnar. — Hann, hafði engin veraldleg forráð sem fursti af Mekka, og Tyrkir sem þá róðu öllum arabalöndum, höfðu gert það að skilyrði fyrir útnefningu hans að hann sinnti einungis trúarefnum. Refskák Husseins En Hussein fursti beitti öllum brögðum. Hann gerði erkióvinum sínum, Tyrkjum, tilboð um að þeir skyldu í sameiningu ráða niður- lögum Breta í Miðausturlöndum, með því að hertaka Súezskurð. — Tyrkir virtu hann ekki svars. Þá sneri hann sér umsvifalaust til Breta og bauð að Arabar skyldu gera uppreisn gegn Tyrkjum. — Bretum virtist hyggilegt að styrkja hann í þessu, og uppreisnin end- aði með ósigri Tyrkja. E1 Hussein Ibn Ali fursti varð Hussein kon- ungur Arabíu. En Hussein var litill stjórnmála maður. Nú tók hann að láta sig dreyma um samarabiskt ríki þar sem hann yrði sjálfur konungur. Og þegar Bretum leizf engan veg- inn á þessa náðagerð hélt Hussein þrumuræður um heilagt stríð gegn hinum vantrúuðu Brelum. Þetta var óhyggilega ráðið, enda fór svo að þegar erfðafjandi hashemíta, Ibn Saud af konungsætt wahbita, réðist' inn í Arabíu er hann taldi heyra ætt sinni lil, heyrðu Bretar ekki einu sinni hjálparbeiðni Huss- eins. Hersveitir Ibn Sauds náðu Mekka, og Ilussein afsalaði sér völdum til sonar síns, Alis. En ekkert gaf stöðvað Ibn Saud, og Hussein og synir, Ali, Feisal og Abdullah hrökkluðust á broít frá hinu nýfædda og skammlífa kon- ungsríki hashemíta. PeS á skákborði Brefa Synir Husseins börðust síðan til valda í öðrum arabalöndum með tilstyrk Breta. Sjálfur var Hussein fyrst í för með þeim, en brátt gerðist hann þeim of erfiður og varð að hrökklast til Kýpur. Þar dró hann fram lífið sem kaup- maður og varg gjaldþrota að lok- um. Synir hans, Feisal og Abdulla, héldu áfram baráttunni, og Bretar notuðu sér þá sem peð í hinu pólitíska tafli við Frakkland um yfirráð yfir þeim löndum er Tyrk ir höfðu áður ráðið á þessum slóð- um, en stórveldin tvö stýrðu í um boði Þjóðabandalagsins eftir heimsstýrjöldina fyrri. ekki má fara þá leið, er að- eins ein eftir, segir Mbl., og hún er „stöövun“. Ójá, það er líka hægt að svara óbeinlínis. Veríur Hussein konungur Jórdaníu srðasti fulítrúi hennar? / : EL HUSSEIN IBN ALl — ættfaðir hashemita Brezka stjórnin ákvað að gera írak að sjálfstæðu ríki undir stjórn Abdulla emírs, sonar Huss- eins. Og jafnframt studdu þeir Feisal emír í tilraunum hans að gerast konungur yfir Sýrlandi er Frakkar réðu. 7. marz 1920 gaf sýrlenzka þjóðþingið úf yfirlýs- ingu þess efnis að Sýrland væri sjálfstætt ríki og Feisal emír kon ungur þess. Nuri Said hershöfð- ingi var sendur til Frakklands til að krefjast þess ag allar franskar hersveitir hyrfu úr landi, en Frakk ar svöruðu því til að þeir hvorki gætu né vildu afsala sér umboðinu er Þjóðabandalagið hafði trúað þeim fyrir. Þá greip Feisal til þess ráðs að skipuleggja skæruhernað gegn frönsku hersveitunum, skemmdar- verk á járnbrautum er Frökkum voru nauðsynlegar o.s.frv. Að lok- um misstu Frakkar þolinmæðina og sendu her til Damaskus þar sem Feisal og fylgismenn hans höfðu búið unt sig. Að sjálfsögðu mátti hann sín einskis gegn ofur- eflinu, og þegar Bretar treystust ekki til að skerast í leikinn flúði Feisal til London, en Frakkar tóku Damaskus. Abdulla, bróðir Feisals, safnaði að sér liði í Amman og hafði í hót unum um að ráðast gegn Frökk- um. En Bretar kölluðu þá báða bræður til ráðstefnu í Jerúsalem, og niðurstaða hennar varð heldur kynleíjl: bræðurnir voru látnijr skipta um hlutverk, þannig að Feisal varð konungur íraks, en Abduila varð að láta sér nægja nafnbót emírs sem stjórnandi nýs arabaríkis er kallað var Trans- jórdania. Það voru einungis hags munir Breta er réðu því að þessi ófrjóa eyðimörk var gerð að sjálf stæðu riki. Og þegar áhrif Breta í Miðausturlöndum tóku að þverra varð tilvera þess fjarstæðari, lands sem átti þess engan kost að halda sér uppi efnahagslega. 1946 lókst Abdulla að lireppa hinn eftirsótta konungstitil, og er hann hafði unnig mikil landssvæði handan fljótsins Jórdan í styrjöldinni við ísrae) var nafni. ríkisins breytt í Jórdanía. Báðir konungar Bæði Feisal og Abdulla voru gáfaðir menn og sýnu betur íil konungs failnir en faðir þeirra. Feisal I. írakskonungar var snjall stjórnmálamaður, og þrátt fyrir allt treystu Bretar honum aldrei til fulls. Áhrif hans voru mjög mikil, og dauði hans 1933 var ríkinu slíkt áfall að til þess má rekja þá atburði er lauk með blóðbaðinu í Damaskus 14. júlí síðastliðið. Ghazi, sonur og eftirmaður Feisals, var með öllu ónýtur kon- ungur enda lítt syrg'ður er hann fórst í bifreiðaslysi. Þá varð Feisal prins konungur, fjögurra áxa gam all, en annar maður af ætt Huss eins tók við völdum, Abdul Illah prins, sonur Alis, sem rikisstjóri fyrir hinn ómynduga konung. 1953 varð enn eitt blóðbaðið í sögu hashemíta. Abdulla Jórdan- íukonungur var snjallastur og eftir tektarverðastur af sonum Husseins — stýrði landi sínu farsællega og var vinsæll heirna og erlend- is. En dag nokkurn árið 1953 var hann myrtur af múhameðskúm of- stækismanni í Jerúsalem. Þá var í fylgd með honum sonarsonur hans, og efiirlæti, Hussein prins. Eizti sonur Abdullas, Tallal, varð um skamnia stund konungur Jórdaníu, en fáum mánuðum síð- ar var hann úrskurðaður geðveik- ur og lét af völdum. Þá var Huss- ein prins krýndur konungur Jór- daníu i Amman sama dag og frændi hans, Feisal, var krýndur í Bagdad. Síðasti þáttur 14. júli í ár urðu blóðugustu atburðirnir í sögu hashemíta. Hin nýja íraksstjórn hefur enn ekki vogað að skýra frá blóðbaðinu í konungshöllinni í Bagdad í smá- atriðum, en vitað er að meðal fórnardýranna voru Abdul Illah, ríkisstjóri, Feisal konungur, amma hans og systur. Aðeins eiginkoná Abdul Iilahs komst undan, en ekki er vitað hvar hún leynist. Nú er Hussein eini konungurinn við völd af ætf hashemita, og fylg ismenn Nassers fullyrða að vopn þeirra muni fljótlega ná til hans. En Nasser gleymir því, eða vill ekki rnuna, að hashemítar börðust fyrst og fremst fyrir frelsi og sjálfstæði Araba. Þeir eru nú kall aðir svikarar og glæpamenn vegna þess að þeir þáðu stuðning Breta. En hvaða dómur verður i fram- tíðinni felldnr um baktjaldamakk Nassers við Sovétríkin? Síðasti þáttur harmleiksins í Jórdaníu er enn ekki leikinn, og hvernig sem fer verður Husséin minnzt sem ungs og hugdjarfs kon ungs er um sinn hélf velli í von- lausri aðstöðu, staðráðinn í því að verja heiður ættar sinnar til hins ýírasta. Saga konungsæt'tar hashemíta hófst með Hussein og lýkur með Hussein. Þetta er einn af harmleikjum sjálfs lífsins, blóð ugri og hamslausri en flestir þcir er sjást á sviði. (Endursagt eftir Dagens Nyheder). Innflutíiingur er- lends fjármagns Fjármagn það, sem útlendingar lögðu í ný fyrirtæki og eldri fram leiðslu á ítaliu, samkvæmt lögum frá 7. íebniar 1956, 1. gr., komst upp í jafnvirðri nál. 13000 milljóna lira á fyrra helmingi ársins 1958. Þetta fjármagn skiptist þannig á iðngreinar (í milljónum líra): Efnaiðnaður og lyfjagerð 8750 Steinolía 700 Vélaiðnaður og málmvinnsla 75Q Byggingar 770 Aðrar iðnzreinar 2000 1297Q Útlend fjárffesting á Ítalíu, sam kvæmt sömu lögum, en í skráðum lánum, varð yfir 17,5 rnilljarðar líra á sex mánuðum. Til 31. maí síðastl. var allur útlendur gjald- eyrir, sem fór um hendur bank- anna sarnkv. téðum lögum, 37 mill jarðar iíra. Hafi sama mánaðar- meðaltal haldizt í júní sem áður, á að vera óhætt að telja, að öll erlend fjárfesttng á ítaliu, sam- kvæmt lögunum, hafi verið orðin um eða yfiir 44 milljarðar líra fyrstu sex mánuði ársins 1958. (240re, 10. 8. ’58).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.