Tíminn - 11.09.1958, Síða 6
6
T í M I N N, finnntudaginn 11. scptembcr 1958.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Pólitískir nashyrningar
SÚ MUN vera náttúra
naslhyrningsins, þegar hann
ræðst á eitthvaö í reiði sinni,
að' hann getur ekki sveigt til
: hliöar eða hörfað, heldur fer
beint af augum, þótt óyfir-
j stíganlegar torfærur og hætt
ur séu á vegi hans. Þessi stirð
busaháttur og ósveigjanleiki
hefur orðið mörgum nashyrn
, ingnum að aldurtila.
Ótrúlegt er annað en að
mörgum hafi flogið í hug
þessi náttúra nashyrningsins
þegar þeir litu í gær yfir
tvær heilsíður í Morgunblað
inu, en á annarri þeirra sagði
frá héraðshátíð Sjálfstæðis-
manna í Þingeyjarsýslu, en
í hinni frá héraösnátíð Sjálf
stæðismanna í Eyjafirði. Á
báðum þessum stöðum var
Bjarni Benediktsson aðal-
ræðumaðurinn og hefur
> hann líka skrifað frásagn-
• irnar. Það ætti því ekki að
þurfa að efa, að rétt sé sagt
frá ummælum hans.
HVER var svo boðskapur
inn, sem Bjarni hafði að
flytja á þessum samkomum,
samkvæmt eigin frásögn
hans í Mbl.? Ræddi hann
ekki aðallega það mál, sem
nú er mál málanna, land-
helgismálið? Hvatti hann
þjóðina ekki til að standa
saman um málið og láta falla
niður deilur um aukaatriði,
meðan unnið væri að fram
gangi þess? Sýndi Bjarni það
, ekki á þessum samkomum, að
• hann getur á vissum augna
■ blikum hafið sig yfir grjót-
kast stjórnmálanna og talað
eins og þjóðhollum stjórn-
málamanni sæmir?
Þvi miður gerði Bjarni ekki
neitt af þessu. Honum fórst
nákvæmlega á sama hátt og
nashyrningi, sem ekki getur
vikið frá fyrri stefnu. Bjarni
hefur í allt sumar haldið
uppi nöldri og nuddi um land
■ helgismálið í Mbl., svo að það
hefur vakið t>ær vonir and-
stæðinga okkar, að íslending
ar væru klofnir í málinu. —
Þrátt fyrir það, sem gerst
hefur eftir 1. september, hef
ur Bjarni haldið þessu naggi
sínu áfram á áðurnefndum
samkomum. Ofbeldi Breta
hefur ekki getað opnað augu
hans. Hann þumbast áfram
á sinni gömlu braut eins og
iiashyrningurinn, sem ekk-
ert skeytir um, hvort hann
er að fara sjálfum sér eða
öðrum að voða. Reiðin blind
ar honum sýn.
AÐ ÞESSU sinni er það
aðaluppistaðan í nöldri
Bjarna, að utanríkisráðherra
, hafi ekki unnið nægilega vel
að kynningu málsins út á við
og því beiti Bretar nú vopna
valdi í staö þess að veita okk
ur rétta viðurkenningu. —
Með lævísum hætti er hér
verið að koma á framfæri
þeirri kenningu, að raunar
sé það lélegum vinnubrögð-
um rikisstjórnar íslands að
kenna, hvernig komið sé. í
samræmi við það reynir
Bjarni líka að komast hjá
því að fordæma hið överj-
andi athæfi brezku stjórnar-
innar.
Af fleiri ástæðum er hér
sannarlega kastað grjóti úr
glerhúsi. Engum tveimur
mönnum ferst verr öll vand-
læting í þessum efnum en
Þeim Bjarna Benediktssyni
og Ólafi Thors. Svo slæleg
var kynning þeirra félaga á
útfærslunni 1952, eins og
Lundúnaför Ólafs Thors í jan
úar 1952 er frægt dæmi um,
þar sem Ólafur hafði ekki
tal af neinum brezkum ráð-
herra í þeirri ferð og flutti
mál sitt svo óljóst við þær
undirtyllur, sem hann ræddi
við, að þær fengu ekki þá
vitneskju, sem Ólafi var ætl
að að láta þá fá. Af hálfu
Bjarna sjálfs virðist kynn-
ingarstarfið þó hafa verið
enn aumara en þetta, eða
nánast sagt ekki neitt.
SVO slælegt sem þetta
kynningarstarf Bjarna og
Ólafs var 1952, er þó fram-
koma þeirra að þessu sinni
enn ámælisverðari. í allt
sumar hafa þeir félagar látið
Mbl. halda uppi nöldri og
naggi um landhelgismáliö,
eins og áður er sagt. Allt það,
sem andstæðingar útfærsl-
unnar höfðu að segja, átti
greiðan aðgang að helztu síð
um Mbl. Allan þennan tíma
birtist hins vegar ekki í blað
inu ein einasta grein um
landhelgismálið, þar sem
skelegglega var haldið á mál
stað íslendinga. Af þessu
drógu útlendingar þær álykt
anir, að íslendingar væru
klofnir í málinu. Ekki bætti
það svo úr skák seinustu
dagana áður en útfærslan
tók gildi, að ýmsar helztu
kempur Sjálfstæðisflokksins,
eins og Pétur Benediktsson
bankastjóri, riðu um héruð
og héldu því fram, að komm
únistar hefðu alla forustu
í málinu og stæðu í vegi eðli
legs samkomulags við vina-
þjóðirnar.
Hér skal ekkert fullyrt
um, hvaða áhrif þetta hefur
haft á Breta. En áreiðanlega
hefur það ekki dregið úr
þeim ásetningi Breta að
reyna að kúga Íslendinga,
hve Mbl. og ýmsir forkólfar
Sjálfstæðisfl. léku hér tveim
ur skjöldum og ýttu undir
trúna á óeiningu íslendinga.
MARGIR gerðu sér vonir
um, að Bjarni Benediktsson
og fylgismenn hans og Ólafs
í Sjálfstæðisfl. myndu hætta
þessum Ijóta leik eftir að
kunnugt varð um árás Breta.
Sá er líka áreiðanlega ein-
dreginn vilji yfirgnæfandi
meirihluta Sjálfstæðis-
manna. En Bjarni og fé-
lagar hans virðast ekki geta
horfið frá fyrri stefnu frek-
ar en reiður nashyrningur.
Stefna þeirra hefur verið sú
að reyna að nota þetta mál
gegn ríkisstjórninni á einn
eða annan hátt, ef erfiðlega
gengi. Frá því sjónarmiði er
ekki vikið, þótt erlent her-
Ný viðhorf í Alsírmálinu eftir hermdar-
verkin í Frakklandi fyrir skömmu
Eftir atburðina í Frakk-
landi á dögunum er þjóðern-
issinnar frá Alsír unnu þar
stórfelld skemmdarverk er
Alsírmálið komið á nýtt stig.
De Gaulle lætur fátt uppi um
áform sín um framtíð Alsír,
og fregnir af ástandinu í
landinu sjálfu eru óljósar. —
Eftirfarandi grein um hin
nýju viðhorf í Alsírmálinu
er þýdd úr danska blaðinu
Information.
Styrjöldin inilli Frakklands og
FLN, þjóðernishreyfingarinnar í
Alsír, er komin á nýtt stig. Alsír-
búar hafa nú gert alvöru úr hótun,
sem þeir hafa beitt hvað eftir ann
að á tveimur síðustu árum, hótun-
inni um að flytja styrjöldina yfir
til Frakklands sjálfs. Benzín- og
olíugeymslur, birgðageymslur lög-
reglunnar og aðrar „hernaðarstöðv
ar“ í sjálfu Frakklandi hafa orðið
fyrir árásum af mönnum FLN.
Innbyrðis átök þjóðernis-
sinna
í öðrum skilningi hefir styrjöld-
in þegar fyrr flutzt yfir til Frakk-
lands. Síðasta árið hefir varla lið-
ið svo dagur, að Alsírbúar stæðu
ekki í mannvígum í Frakklandi.
En hinir vegnu hafa venjulega ver
ið Afríkumenn, hér hefir verið
um að ræða innbyrðis átök með
hinum tvehnur þjóðernishreyfing-
um, FLN og MNA, sem er meira
hægfara. En þessari borgarastyrj-
öld innan borgaraslyrjáldarinnar
virðist nú lokið með fullum sigri
FLN. Bæði hafa einbeittar og
miskunnarlausar baráttuaðferðir
FLN lamað andstæðingana, en
einnig virðist meðferð Frakka á
einum helzta leiðtoga MNA, Bell-
ouni hershöfðingja, hafa ráðið
miklu um úrslitin.
Bellouni naut fyrir nokkrum
mánuðum mikillar hylli Frakka
vegna þess að hann var fyrsti
herforingi Alsírbúa, er nokkru
máli skipti, er skilið hafði að skipt
um við FLN og fallizt á að taka
upp samstarf við Frakka. Samstarf
inu lauk fyrir skemmstu með því
að Frakkar skutu Bellouni, og sá
atburður virðist hafa sannfært
marga um, að þýðingarlaus't sé að
vinna fyrir MNA.
Orsakir hermdarverkanna
Franska blaðið L’Express telur,
' að þessi sókn FLN í Frakklandi
■ sé samkvæmt beinum fyrirmælum
(leiðtoga hreyfingarinnar, sem eru
landflótta í Kairó. Tilefnið á að
vera, að leynilegar viðræður, er
staðið hafi í Sviss milli fulltrúa
FLN og frönsku stjórnarinnar,
hafi farið út um þúfur vegna þess
að FLN hafi haldið fast við kröf-
ur sínar um sjálfstæði Alsír, en
frönsku fulltrúarnir ekki viljað
ganga lengra en lofa frjálsum kosn
ingum í Alsir.
Hvað sem þessu líður virði'st
ljóst, að aðgerðirnar í Frakklandi
Enn er óvíst me8 öllu hverja stöftu de Gaulle
ætlar landinu í framtíðinni
CHARLES DE GAULLE
hafi verið undirbúnar löngu fyrir-
fram, og einnig geta aðrar orsak-
ir hafa valdið því að þær voru
hafnar. Einkum liggur nærri að
álykta að þeim sé stefnt gegn
hinni fyrirhuguðu þjóðaratkvæða-
greiðslu 28. september. Áróður
FLN snýst'þessa dagana mikið um
atkvæðagreiðsluna. Þjóðernissinn-
um er efalaust mikið í mun að sýna
að þeir séu enn mikils megnugir,
bæði vegna fylgismanna sinna og
eins vegna Frakka. Síðan uppreisn
in varð í Alsír 13. maí í vor hefir
franskur aimenningur átt erfitt
með að fylgjast með hernaðarat-
burðum þar, þar sem franska her-
stjórnin hefir reynt að halda því
á lofti, að Alsírbúar hafi tekið
slíkum sinnaskiptum að FLN sé
að þrotúm komið.
En ógerlegt er að leyna þvi, sem
gerist í Frakklandi sjálfu, sízt
þegar miklar benzínbirgðir standa
í ljósum logum.
Einnig geta aðgerðirnar í Frakk
Iandi verið til stuðnings skærulið-
um í sjálfu Alsír. Franska her-
stjórnin hefir beðið de Gaulle að
senda liðsauka til Aisir. Skemmd
arverkin í Frakklandi skapa hern-
um verkefni heima fyrir, svo að
erfiðara verður að senda lið úr
landi.
Þjóðaratkvæðagreiðslan
í Frakklandi eru nú um það bil
400.000 Als'irbúar. Fullyrt er, að
40.000 þeirra séu vopnaðir og und
ir stjórn FLN. Eigi Frökkum að
takast að brjóta hina nýju sókn
á bak aftur, getur það aðeins orð
ið með fjöldahandtökum, og FLN
vill kannske einmitt koma slíkum
aðgerðum til leiðar. Hermdarverka
menn stefna einmitt oft að því að
kalla fram kúgunaraðgerðir vegna
þess að slikar aðgerðir verða oft
til þess að menn snúast gegn kúg-
urunum i stáð hermclarverkamánn-
anna.
Með tilliti til þjóðaratJkvæða-
greiðslunnar í Frakklandi getur
það reynzt FLN í hag að Frakkar
hefji kúgunaraðgerðir gegn Alsír-
búum í Frakklandi. Hreyfingin
heldur þvi fram, að Frakkar beiti
ofbeldi til þess að knýja múhameðs
menn í Alsír til að skrá sig á kjör-
skrá. Samkvæmt frönskum heimild
um hafa þegar meira en þrír fjórðu
hlutar þeirra látið skrá sig og
þetta er lagt út sem vottur þess að
múhameðsmenn hlýðnist ekki leng
ur fyrirmælum FLN. Þjóðernis-
sinnar halda því aftur á rnóti fram,
að franski herinn þvingi múhameðs
menn með ógnunum og beinu of-
beldi til að láta skrá sig og enn-
fremur að ó>hugsandi sé að mú-
hameðsmenn fái að ganga til
frjálsra kosninga meðan í landinu
er her 800.000 manns, — her-
manna, lögreglu og heimavarna-
liðs.
Framtíð Alsír
Að öðru leyti er enn óvíst liver
örlög de Gaulle ætlar Alsír í fram-
tíðinni. Á ferð sinni um Afriku
lofaði hann því að þau lönd Frakka
þar, er þess óskuðu, skyldu hljóta
sjáHstæði. En þetta loforð nær
greinilega ekki til Alsír, sem tal-
inn er hluti Frakklands. De Gaulle
virðist ætla sér að fresta lausn
þessa vanda, ekki aðeins fram yfir
þjóðaratkvæðagreiðsluna 1 haust,
heldur einnig fram yfir næstu kosn
ingar, sem eiga að fara fram siðar
í vetur. í þessum kosningum, sem
FNL rengir að sjálfsögðu einnig að
verði frjálsar^ eiga að koma fram
fulltrúar Aisir, sem Frakkar geti
samið við' um framtíðarstöðu lands
ins.
veldi hafi gert árás á land-
helgi íslands. Reiðin og
þjösnaskapurinn hylur þess
um mönnum alla sýn á ann-
að en það að reyna að ó-
frægja ríkisstjórnina. Pyrir
því verða augljósir hagsmun
ir íslands að víkja.
Tvímælalaust fordæmir all
ur meginþorri Sjálfstæðis-
manna þessi nashyrnings-
legu vinnubrögð. En það er
ekki nóg. Þeir verða annað’-
hvort að losa sig við þau
úr flokki sinum eða snúa sér
eitthvað annað. Meðan
vissir forustumenn Sjálfstæð
isflokksins haga sér eins og
reiðiblindir nashyrningar í
stærsta máli þjóðarinnar,
dæmir flokkurinn sig til ein-
angrunar í íslenzkum stjórn-
málum.
B. Sk. kveður sér hljóðs í Bað-
stofunni í dag og ræðir gleði-
fréttir frá Breiðafjarðare.vjum.
Honum íarast svo orð:
Langt er síðan að góðar fréttir hafa
borizt úr Breiðafjarðareyjum.
Þaðan hafa helzt heyrzt raddir
um erfiðleika, einangrun og
þverrandi lifsskilyrði. En nú
bregður út af venjunni. Blaða-
maður frá Tímanum liefir átt tai
við ungann bónda, Jakob Jóns-
son í Rifgirðingum. Þar kveöur
við annan tón. — Gestinum er
boðið í bæinn, og húsfreyjan
leggur á borðið: „Svartbaksunga,
reyktan rauðmaga og signa grá-
sleppu, lostæti, sem tilheyrir
eyjabúskapnum, en fæst varla í
Reykjavík þótt gull sé í boði.
Skyr með hnausþykkum rjóma á
eftir.“
Þetta kannast maður við: Gamla bú-
sældin í eyjunum segir til sín.
Það er mörg malarholan í Breiða
fjarðareyjum. — — — Ilér var
alll grátt af mink, þegar við kom
um, segir bóndi, on h-.’erjum
mink hefir verið eytt, æðurinn
syndir geigiaus á víkinni fram-
an við baeinn og varpið og dún-
tekjan vex ár frá ári.----Salka
Valka hefir eytt minknum.
Fannst ykkur ekkert einmana
legt, spyr blaðamaðurinn. — Síð-
ur en svo. Maður var orðinn
þreyttur af arginu og stappinu.
Eg hefi verið til sjós, — og ef
maður vill hafa það rólegt, er
einmitt tiivaiið að búa svona. —
Húsfreyjan er á sama máli. Hún
unir vel i Rifgirðingum og vill
ekki fremur annars staðar vera.
Þetta katta ég góðar fréttir. Skyldi
þetta nú ekki vera upphaf að
betri og bjartari tímum i eyjun-
um? Skyldu ekki fleiri en Jakob
verða leiðir á arginu og stapp-
inu, og verða fegnir að setjast
að í blómiegum eyjum ef kostur
væri? Ekki er ólíklegt að kjark-
ur og Ibjartsýni þessara iíjóna
smiti einhverja og innan tíðar
verði komnii' bændur í Gvendar-
eyjar og Ólafsey, sem þarna em
Framhald á 8. síðu.