Tíminn - 11.09.1958, Side 8

Tíminn - 11.09.1958, Side 8
B T í M I N N, Kosningarnar 1908 j Vettvangur æskunnar mundsson orð fyrir tillögu- mönnum. Auk áðurgreindra rök- semda fyrir þingrofi og nýjum kosningum áður en nefndarskip un færi fram, kvað hann, að málið heyrði í raun réttri ekki undir Aiþingi, er eingöngu bæri að fjalla um sérmál landsins, það hefði engan rétt eða um-. boð til að ræða um önnur mál, svo sem um samband landanna. Eðliiegast hefði verið, að stofn-' að hefði verið til þjóðfundar eins og gert var 1851, eða að fela Al- þingi að fara með málið sam-' kvæmt sérstöku umboði frá kjós endum. Þá dygði ekki heldur að vitna í það, er þingmenn hefðu gert í utanförinni, enda hafi þeir þá ekki haft neitt umboð til að gera bindandi ákvarðanir. Það hafi ekkert Alþingi verið þá háð í Danmörku, og allar gerðir þing manna þá hafi verið „prívat“-| gerðir þeirra. Þá benti hann á,' að óheppilegt væri, að val manna í nefndina væri eingöngu bund- ’ ið við þingmenn, af því að þeir væru svo fáir, en ef til vill völ á betri mönnum utan þingsins.! Líklegt mætti telja, að ef nefnd-! arskipun væri frestað þar til eft-! ir kosningar, mundu einmitt margir og góðir og hæfir menn, sem nú væru utanþings, fá sæti á þinginu. Ráðherra veitti vit- anlega mörg hin sömu svör og í Nd., en hann tók það nú íram, að hann hefði ekki orðið annars var en að það hafi verlð ein- buga ósk alþingismanna í fyrra, að nefndarskipunin færi fram eins og nú væri gert ráð fyrir, og ef alþingismenn neituðu nú að tilnefna menn í nefndina að sinu leyti, yröi það naumast skoðað öðruvísi en að þingmenn gengí á bak orða sinna. Þá gat hann ekki heldur fallizt á kenn- ingu fiutningsmanns um það, að Alþingi væri ekki bært um að tilnefna menn í nefnd til þess að íhuga sameiginleg mál land- anna, og kvaðst ekki þekkja neina aðra stofnun hér á landi, sem hefði lcöllun og vald til að taka þátt í löggjöf af íslands hálfu um slík mál. Ef biðja ætti konunginn nú að fresta skipun nefndarinnar, væri það í raun réttri ekki annað en að girða fyrir allan væntanlegan árang- ur af málaleitun alþingismanna f Danmerkurförinni. í efri deild var tillagan einn- Ig felld, en aðeins með 6:5 at- kvæðum, af því að tveir stuðn- ingsmenn stjómarinnar voru fjarstaddir (Alþt. 1907 A. 53, 54; B. 2899—2926). Þegar ráðið hafði verið niður- lögum þessara tillagna, snerust þingmenn að því, að tilnefna benti á bróður sinn, Jón yfir- menn í nefndina. Hafði samizt svo árið áður, að nefndin öll væri skipuð 12 ríkisþingsmönn- um auk forsætisráðherra og 6 al- þingismönnum auk ráðherra. Nú var það tilætlun Hannesar Haf- steins, að í nefndinni sætu 3 menn úr stjórnarflokknum, 2 menn úr Þjóðræðisflokknum, sem eftir Þingvallafundinn breytti um nafn og kallaði sig Sjálfstæðisflokk, og 1 úr Land- varnarflokknum, og var þar ekki um annan mann að ræða, sem talizt gat til Landvarnarmanna, en Sigurð prófast Jensson, sem taldist undan tilnefningu og benti á bróður sinn, Jón yfir- dómara Jensson, enda vildi flokk urinn sjálfur tilnefna hann. Sú ósk náði ekki samþykki ráðherra vegna þess, að allir nefndar- merni yrðu að vera þingmenn. Stjórnarflokkurinn bauð þá Sjálfstæðisflokknum 3 sæti í nefndinni, og tilnefndi hann þá Jóhannes Jóhannesson, Skúla Thoroddsen og Stefán Stefáns- son, síðar skólameistara. En stjómarflokkurinn tilnefndi Jón Magnússon, Lárus H. Bjarnason og Steingrím Jónsson sýslu- mann. Nokkru síðar báru stjórnar- andstæðingar í neðri deild fram frumvarp til breytinga á stjórn- arskránni. Var höfuðatriði þess frumvarps, að felld skyldu nið- ur orðin „í ríldsráðinu“ í 2. gr. stjórnskipunarlaganna. En auk þess hafði frumvarpið að geyma mikilvægar breytingar, svo sem afnám konungskjörinna þing- manna, kosningarrétt kvenna og fleira, sem ekki verður gert hér að umtalsefni. Aðalflutn- ingsmaour var Skúli Thorodd- sen. Ekki þykir ástæða til að greina frá umræðum þeim, sem urðu um frumvarpið, þótt þær væru talsverðar, en 1. umræðu var frestað og kosin 7 manna nefnd í málið með hlutfallskosn ingu. Nefndin skilaði áliti í tvennu lagi, þar sem hún hafði klofnað þannig, að 5 menn stjórnarflokksins skipuðu meiri hluta, og var framsögumaður hans Guðlaugur Guömundsson, en minni hlutans Skúli Thor- oddsen. Er þar gerð grein fyr- ir, hvers vegna frv. er fram bor- ið, á þessa leið: Að fresta nauð- synlegum breytingum á stjórn- arskránni er mjög óráðlegt, því að þó aö gert sé ráð fyrir, að sambandsnefndin hafi lokið störfum sínum fyrir lok júlí- mánaðar næsta ár, þá er alls ekki víst, að svo reynist, og því óvissara, að tillögur hennar nái samþykki löggjafarvalda beggja landanna; en fari svo, að ann- að hvort þeirra breyti þeim, þá er auðsætt, að dráttur getur orð iö á, að sambandsmálið nái fullnaðarúrslitum. Því næst seg- ir minni hlutinn: Eitt af aðal- ákvæðum frv. fer í þá átt að nema ríkisráðsákvæðið úr stjórn arskránni; en að ákvæði þetta var lögleitt, stafaði, sem kunn- ugt er, eingöngu af því, aö þá- verandi ráðherra íslands setti Alþingi stólinn fyrir dyrnar á þann hátt að áskilja, að stjórn- arskrárbreytingin, sem hann Iagði fyrir Alþingi 1902, væri samþykkt að öllu óbreytt, þar sem hún að öðrum kosti hlyti ekki konunglega staðfestingu, og þar sem stjórnarástand vort var þá þannig vaxið, að ýmis nauðsynjamál þjóðarinnar náðu ekki fram að ganga, stjórnin höfð í hjáverkum af einum danska ráðherranum, sem var ókunnur högum vorum og ábyrgð arlaus að kalla, sá Alþingi sér ekki annað fært en að sam- þykkja ríkisráðsákvæðið, enda lagði Alþingi þá ákveðinn skiln- ing í það, sem miðaði til þess að gera þetta háskalaust, en það kom þegar í ljós, að þeiman skilning Alþingis aðhylltist danska stjórnin ekki. Ríkisráðs- ákvæðið hefur því vakið allmikl- ar deilur hér á landi, sem æski- legt væri, að sem fyrst gætu sef- azt. — Hér er um það atriði aö ræða, sem einatt hefur verið aðaldeiluefnið milli Islendinga og dönsku stjórnarinnar, og hlýtur því aff verffa eitt af aðal- verkefnum sambandsnefndar- innar, frá sjónarmiði vor ís- lendinga, að tryggja íslenzka löggjafarvaldinu fullrétti í mál- um vorum. Þetta þarf Dönum að verða sem Ijósast, og mundi það því svipta þá menn, er sæti eiga í sambandsnefndinni af vorri hálfu, mjög mikilsverðum bakhjarii, ef ekki lægi fyrir giögg yfirlýsing frá Alþingi um þetta efni. — Skoðanir ýmissa stjórnmálamanna vorra hafa verið síöustu árin á reiki og huldu um þetta atriði, og því mikilsvaröandi fyrir þjóðina að fá fulla vitneskju um vilja full- trúa sinna fyrir næstu kosning- ar. (Fraiuliald af 5. síðu), fast til jarðar, hoppað, þegar fjör- ugt er, en farið hægt, þegar um harmsöng er að ræða. Þannig er dansinn látinn túlka efni ljóðanna. Þórshöfn Höfuðstaður Færeyja er Þórs- höfn. Hún stendur á Straumey og er á stærð við Hafnarfjörð, telur um það bil 5—6000 íbúa. Þórshöfn tekur yfir nokkuð stórt svæði og veldur þar mestu um, að lítið er af stórum fjölbýlisbyggingum, en mest ,um að ræða einbýlishús með stórum görðum og ræktun er all- mikil í Þórshöfn. í Þórshöfn mætast gamli og nýi tíminn hvað hús, götur og skipu- lag snertir. Bærinn stendur á mót- um sveitaþorps og kaupstaðar. Áð- ur var í Þórshöfn svo sem annars staðar í Færeyjum. mest byggt úr timbri. Húsin voru venjulega tvær hæðir, eða réttara sagt hæð og ris með „kvisti", eins og það er nefnt. Á hæðinni voru tvær stofur og eldhús en svefnherbergin í ris inu. Gamli bæjarhlutinn er lítið skipulagður og göturnar eru þröng ar þar og lítt beinar. Þórshöín er gömul og hefir yfir sér einkenni- legan bæjarbrag. Hún var í fyrstu eins konar útibú frá hinni vold- ugu Hansaborg Bergen í Noregi og bkist henni í ýmsu tilliti en er bara miklu mun smærri. Nú rísa ný hverfi í Þórshöfn og umlykja gamla bæjarhlutann. Þar er byggt úr steinsteypu, götur breikkaðar og skipulagið bætt. Þórshöfn er undantekning frá því í Færeyjum, að þar er ekki góð höfn frá hendi náttúrunnar. Hins vegar hefir verið varið mik- illi vinnu og miklu fé til þess að gera þar góða höfn. Þvi verki er A vföavangl i Framhala af 7. síðu) ríkismálaráöherra boriff þann á- rangur, að öll ríki nema Bret- land vi'ðurkenna í verki hina nýju landhelgislínu og íslendiugar eiga stuðnieigsmenn á mörgum sviðum víða um lönd. Munurinn á því, hvernig mál- iff var nú undirbúiff og hvernig Ólafur Thors vann að því 1952 er slíkur, að Morgunblaðinu væri sæmra að þegja en auglýsa aftur og aftur önuglyndi sitt og þvermóðsku í landhelgismálinu. Framkoma Morgunbláðsins í þessu máli síðustu vikurnar fyrir 1. sept. var þess cðlis, aff íslend ingar munu ekki igleyma lienui í bráff.“ Badstofan (Framhald af 6. síðu). á næstu grösum og þóttu notaleg ábýli á sinni tíð. Og vísast komi þá röðin innan margra óra að Arney, Bíldsey og Fagurey, sem þóttu kostajarðir. — Allar liggja þessar eyjar í námunda við Stykkishólm, vaxandi bæ og blómlegan. Og ekki mun á næst- unni skörta markað fyrir hina sérstæðu framleiðslu eyjanna, fiður og selskinn. Einn skugga ber þó á í þessu samtali. Blaðamaðurinn spyr: — I-Ivernig var nú hljóðið í kunn- ingjunum, þegar þið fluttuð hing að? — Eg held að þeir haifi dreg- ið úr okkur eins og þeir gátu, ■svarar bóndi. Þetta er dökkur skuggi. Og undar- legt er þetta. Því kunnara er, en frá þurfi að segja, að í sVipinn vantar sveitirnar ekkert meira en fólk, margt fólk. Maður skyldi því æti'a, að þar sem svo er kom ið, að beztu jarðir verða ekki nytjaðar nema að litlu leyti vegna manneklu og aðrar eru komnar í eyði, að þá tækju þeir sem fyrir eru hverjum innflytj- enda opnum örmum og greid.du götu hans eftir megni. — En það mun vera dálítið misjafnt, eins og fram kemur hjá Jakob. — — Mér hefir þótt rétt að vekja eftir- tekt í baðstofunni á þessu sam- tali, svo mjög stingur það í stúf við armóðinn og eymdina, sem nóg er af og að berst úr öllum áttum. — Og stundum er mjór mikils vísir. B. Sk. enn eigi nærri fulllokið og niun miklu þurfa til þéss^að kosta enn þá. Á þingi Færeyjar lúta síjórn Danaveldis. í eyjunum er sérstakur fulltrúi danskra stjórnarvalda og er starf lians milligöngumannsins. Færeyingar hafa sitt þing, Lög- þing, og er aðsetur þess i Þórs- höfn. Þangað kjósa Færeyingar fulltrúa sína á íjcgurra ára fresti. Lögþingið velur síðan æðsta valds' mann evjanna og nefnist hann lög- maður. Loks eiga Færeyingar tvo fulltrúa á þingi Dana. Færeyjum i er skipt í nokkur bæjar- og 'svéitafélög líkt og cr hér hjá okkur. Stjórnmálaflokkar eru margir í Færeyjum og hreppa- pólitíkin er þar jafn þekkt fyrir- brigði og á íslandi. Færeyingar; eiga sér sinn eigin fána. Við könúumst flest við hann, þ. e. rauður kross I öðrum bláum á hvítum gruiýni. Loks eiga Færey- ingar gullfagran þjóðsöng eftir þjóðskáldið Simon av Skardi. Sjómenns'kan er Færeyingum í blóð borin. Sem unglingar sækja þeir sjóinn á árabátum í nágrenni eyjanna og síðar halda þeir á stærri skipum til fjarlægari miðá. Færeyskir sjóhienn þurfa langt að sækja á miðin. Landgrunnið heima fyrir er lítið og ásækni er- lendra fiskiskipa mikil. Þeir halda því til íslands og Grænlands og víðar og veiða þar. Færeyingar veiða mikið á handfæri og aðallega þorsk. Annars hefir orðið sama þróun á sviði fiskveiðanna hjá Fær eyingum eins og öðrum, þ. e. a. s. betri skip og betri útbúnaður til veiðanna, en þróunin hefir þó ver ið nokkuð hægari hjá Færeying- um heldur en lijá ýmsum öðrum fiskveiðiþjóðum. En í sambandi við Færeyjar og auðævi haísins kemur fljótt í hug „Grindin“ Það er uppi fótur og fit í Fær- eyjurn, þegar þau boð berast út um eyjarnar, að grindatorfa sé úti fyrir. Hér áður fyrr meðan litilli tækni vat'.fyrir að fara voru grinda boðin með þéim hætti, að menn kveiktu bál á vis.sum stöðum á eyjunum eftir því hvar vaðan var staðsett. Nú fara menn bara í sim- ann. Það er þægilegra, ekki er þvi að neita, en meiri ævintýrabragur er nú að hinu. Þegar boðin um grindavöðuna hafa verið móttekin, er ekki til setunnar boðið.. Það er haldið til móts við hvelin og þeim stýrt á land upp og verður þar þeirra bani. Grindhvelunum er síðan skipt á milli allra búenda í þeirri „sýslu“ þar sem þau bar á land og þakkar- hlut fá þeir frá öðrum eyjum, er hjálpað hafa til. Þegar barn fæð- ist í Færeyjum, þykir rélt að koma því á s.n. grindalista. Þá fær það hluta af næstu grindavöðu. Enn er grind, þurrkuð og söltuð, verulegur hluti af vetrarmat Fær- eyinga. Fjárrækt og fuglatekja í fyrstu frásögum um Færeyjar er talað um, að þar sé mikið um fugl og sauðfé. Því er og ekki að neita, að sauð- fjárfjöldinn er mikill og hefir stofninn komizt upp í 100 þúsund. Sauðféð gengur sjálfala árið um kring og er því tæplega húsdýr nema að nafninu til. Stundum ger ir harðindi um sauðburðinn og falla þá lömbin unnvörpum. Áður fyrr var sauðfjárræktin aðalatvinnuvegur eyjarskeggja. Það er ekki l'yrr en á þegsari öld að hann víkur um set fyrir sjávar- útveginum. Skiiyröi til sauðfjár- ræktar eru góð í Færeyjum, svo að ætla má, að landbúnaður geti átt þar einhverja framtíðarmöguleika og orðið gróðavænlegur atvinnu- vegur á eyjunuin. Mest háir, hversu erfiít er aö brjóta meira land til rækíunar. Eins og nú standa sakir er lítið um útfluttar iandbúnaðarafurðir frá Færeyjum, helzt er það þó ull- in. Kjötsins er neytt heima. Það er borðað nýtt eða þurrkað. Hvert býii hefir ekki minni fénað en sem nægir til hcimilisins og heizt vel það. finrnitudaginn II. september 1958. Búnaðarhættir í Færeyjum erit aldagamlir. Telja eyjarskeggjaf nauðsynlegt nú, að til komi mennt* un og nýtízkulegri búnaðarhættir eigi landbúnaður í Færeyju.m að verða eyjun'um það sama og hann áður vnr. Fuglatekja er talsverð í Færeyj- um. Árlega veiðast 250 þúsund fuglar i færeyskum fuglabjörgum. Ekki er þó hægt að segja, að fugla tekjan sé atvinnuvegur fremur en grindadrápið. Það er svona a.uka- vinna sums staðar, sem gefuv af sér allmikinn arð. Bjargsigið er íþrótt, spennandi og ævintýralcg, og stunda hana margir eyjaske&gj- ar.' Aukning bátaílotans Meslu hagsmunamál Færeyinga í dag eru aukning og endurnýjun bátaflotans svo og friðun land- grunnsins. Gömlu skúturnar, sem hér voru svo tiðar á strí&sárunum, eru nú' sem óðast að týna tölunni en í stað þeirra eru komin 100— 200 tonna vélskip. Þá eru Færey- ingar nú að eignast togarafLota og um þessar mundir eiga þeir nokkra stóra togara í smíðum í Portúgal. Endurnýjun flotans verður að halda áfrarn og riauðsyntegt • er einnig að auka hann að nokkrum mun. FriíSun landgrunnsins Ágengni erlendra fiskiskipa við Færeyjar er mikil og ofvciði þar og rányrkja. Færeyingar hafa nú óskaff eítir að Danir segi upp samningi sínum viff Breta um fiskveiffilögsögu Færeyja. Færcyingar óttast, að ágangur fiskiskipa viff eyjarnar kunni nú enn aff aukast við þaff, aff affrar fiskveiffiþjóffir hafa fært út fisk- veiðitakmörk sín. Færeyingai- hafa orffiff þess áþreifanlega varir, hversu fiski- miðiu við eyjarnar hafa veriff uppurin á siffustu árum og telja sig tæplega geta horft á slíkt öllu iengur. Þeir hafa einnig þá sögu aff segja sem og fleiri, aff á stríffsárunum, þegar minna vai- um erlcnd skip á nifðuauin, þá varff fljótt vart vi'ff aukna fiskgengd. Hcr látum við staðar numið. Hin mikla íramþróun síðustu ára hefir einnig komið við í Færeyjum og framfarir orðið þar á flestum svi'ðum. Á sviði félagsmála hafa myndazt öflug samtök sjóananna og verkamanna, á sviði menningar mála hafa risið upp ágætar mennla stofnanir í Þórshöfn. Þar er t. d. fullkomnasti sjómannaskóii í Danaveldi. Tæknin hefir verið tek in í þágu atvinnuveganna. Unnið er að aukningu atvinnntækjanna. Flugvöllur er kcminn á eyjunum og samgöngur við þær bættar. Ný hús' rísa af grunni o. s. frv. og þannig gengur þetta áfram -- og hvað þarf sú þjóð eiginlega að óttast, sem er í senn dugleg og nægjusöm? ríV.V.VAV.-.V.V.V.’.V.V^ STAFIR SKiLTI Teiknistofan TÍGULL, Hafnarstræti 15, simi 24540 AV.V.V.V.V.V.V.V.W.V.1 Kygginn bóndl trvtcg&r dréttarvét kina W.V.V.V.V.V.W.V.WtV.’i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.