Tíminn - 19.09.1958, Page 6
6
T í MIN N, föstudaginn 19. september 1958.
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 16 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjóm og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmíðjan Edda tif.
Vísitölukerfið og skæruverkföllin
Um þessar mundir verð-
ur íslendingum einna mest
hugsað um landhelgismálið.
Slíkt er eðlilegt, því að af-
koma þjóðarinnar í fram-
tíðinni veltur mjög á því, að
henni takizt að verja fiski-
miðin gegn rányrkju. Til
þess að tryggja framtíð þjóð
arinnar þarf þó miklu meira
en að sigra Breta í landhelgis
deilunni og fá tólf mílna fisk
veiðilandhelgi viðurkennda.
Sá sigur mun líka reynast
tiitölulega einfaldur, ef rétt
er á spilum haldið. Hann
mun hins vegar ekki verða
þjóðinni að fullum notum,
ef hiin kann ekki tökin á
efnahagsmálum sínum og
eyðir til langframa meiru en
efni standa til. Þá mun verð
bólga og fjármálaóreiða fyrr
en seinna leggja fjárhags-
legt sjálfstæði hennar að
velli, þótt hinn glæsilegi sig-
ur vinnist í landhelgisdeil-
unni.
Þetta þarf þjóðin vissulega
að gera sér vel ljóst. Annars
getur frelsið verið tapað fyrr
en varir.
ÞAÐ er kunnara en frá
þurfi að segja, að íslending-
ar-hafa húið viö mikla og sí-
vaxandi verðbólgu um sext-
án ára skeið eða allt síðan
að stjórnarskiptin urðu vor-
ið *I942, er samstjórn Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæð
isflokksins lét af völdum og
Sjálfstæðisflokkurinn mynd
aði flokksstjórn með stuðn-
ingi Brynjólfs Bjarnasonar
og félaga hans. Sú stjórn tvö
faldaði dýrtíðina á fáum
mánuðum. Síðan hefur að-
eins tekizt að veita viðnám
gegn henni stund og stund,
en aldrei til langframa. Hún
hefur stöðugt haldið áfram
að magnast síðan. Allar
stjórnir, sem síðan hafa farið
með -völd, hafa veigrað sér
viö að grípa til svo róttækra
aögerða, að þær hafi nægt
til að koma að fullu og til-
ætluöu gagni í þessu efni.
VISSULEGA eru það
margar ástæður, sem því
hafa valdið, að þannig hefur
farið. Ef litið er yfir sögu
seinustu 16 ára, mun þó
koma í ljós, að tvær orsakir
hafa hér reynzt veigamestar.
Önnur er vísitölukerfið, hin
er skæruverkföllin.
Gþarft er að rekja hér,
hvernig vísitölufyrirkomulag
ið-hefur verkað. Hvaða smá-
hækkun, sem hefur átt sér
stáð á kaupgjaldi eða verð-
iagi, hefur með fulltingi vísi-
bölukerfisins haft áhrif til
almennrar hækkunar. Vísi-
tölukerfið hefur þannig ver-
ið hin öfluga driffjöður verð
bólgunnar. Aðrar þjóðir hafa
fyrir löngu gert sér þetta
ljöst. Allar aðrar þjóðir, sem
hafa reynt vísitölukerfið,
hafa lagt það niður aftur
eftir stutta stund. Þeim hef-
ur orðið ljóst, hvílíkan ófarn
að það myndi leiða yfir fjár
hag þeirra, ef því væri fylgt
til langframa.
ÞRÁTT fyrir þann háska,
sem fylgir vísitölukerfinu
fyrir efnahagsþróunina,
hefði dýrtiðin þó ekki vaxið
eins ört og óðfluga hér á
landi og raun ber merki um,
ef skæruverkföll hefðu ekki
verið fleiri og tíðari hér á
landi en sennilega í nokkru
öðru landi öðru. Einstök fé-
lög — oft og tíðum smáfélög
hálaunamanna — hafa tekið
sig út úr og knúið fram kaup
hækkun með verkfallshótun
eða verkfalli. Síðan hafa önn
ur fylgt í kjölfarið. Það hef-
ur átt sinn þátt í því að
magna skæruverkföllin, að
óvönduðustu stjórnarand-
stæðingar hafa gert sitt til
þess að ýta undir þau til þess
að gera ríkisstjórninni örð-
ugra fyrir varðandi meðferð
efnahagsmálanna.
Eins og áður segir, hafa að
sjálfsögðu fleiri orsakir en
vísitölukerfið og skæruverk-
föllin átt sinn þátt í því að
auka verðbólguna. Það rétta
er þó, að þessar orsakir eru
flestar afleiðing vísitölukerf
isins og skæruverkfallanna.
Hin stöðuga verðrýrnun pen
inganna, sem vísitölukerfiö
og skæruverkföllin hafa haft
i för með sér, hafa átt sinn
mikla þátt í hinni óeðlilega
miklu fjárfestingu og eyðslu,
sem hefur einkennt efna-
hagslífið seinustu 16 árin.
EF ÞJÓÐIN ætlar ekki
að koma efnahagsmálum sín
um á réttan kjöl og tapa í
sjálfstæðisbaráttunni inn á
við á sama tíma og hún mun
sigra í landhelgismálinu út á
við, verður hún að horfast í
augu við þessar staðreyndir
af fullri alvöru. Eigi hún að
koma efnahagsmálum sínum
á starfhæfan grundvöll, verð
ur hún að stöðva víxilverk-
anir vísitölukerfisins og
binda endi á skæruverkföll
in. í staðin verða að koma
heildarsamningar allra verka
lýðs- og framleiöslusamtaka
til lengri tíma. Með því yrði
sköpuð sú festa í efnahags-
lífi þjóðarinnar, er tryggja
myndi vinnustéttunum bezta
og öruggasta afkomu og
skapa framförunum traust-
astan grundvöll.
Æskilegast og eðlilegast er,
að þessi mál séu leyst af ríkis
stjórn, eí styðst við samtök
vinnustéttanna til sjós og
sveita. Því hefði núverandi
ríkisstjórn átt að snúa sér
strax að þessum verkefnum.
Hún hefur enn tíma og tæki
færi til að leysa þau á þann
veg, er vinnustéttunum hent
ar bezt. Fari hins vegar svo,
að lausn þessara mála drag-
ist enn á langinn og óáran
efnahagsmálanna heldur á-
fram að vaxa, getur vel svo
farið, að vinnustéttirnar
missi tækifærið til að hafa
hér hönd í bagga, og and-
stæðingar þeirra fái mestu
ráðið um það, sem þá tekur
við. Þannig hefur þetta farið
víða erlendis, þar sem öng-
þveiti efnahagsmála hefur
keyrt úr hófi fram.
Miklar hömlur settar á ferðaiög
milli Austur- og Vestur-Þýzkalands
Frá 1. janúar 1949 til loka
fyrra árshelmings 1958 flúðu
rúmlega 3 milljónir Austur-
Þjóðverjar til Vestur-Þýzka-
lands, |»að er að segja um
15% af íbúum Austur-Þýzka
lands. Fyrri hluta árs 1958
voru flóttamennirnir 140.
000 talsins, í júní 14.000, í
júlí 19.000 og í ágúst 22,000.
Þag sem aihyglisverðast er við
í'lÓttamannastrauminn á sífíustu
mánuðum er ekki fjöldi flótta-
manna (í ágúst í ár voru þeir um
5 þús. færri en í sama mánuði í
fyrra og 1956) heldur það, að
flestir flótlamenn koma nú um
Berlín, andstætt því sem verið hef
ur hingað til. í ársbyrjun 1957
sneru aðeins 40% flóttamannanna
sér til flóttamannabúða í Vestur-
Berlín, en nú er talan 88%.
Auknar hömliir á ferðafrelsi.
Orsök þessa er sú, að stjórn
kommúnista í Austur-Þýzkalandi
hefur nú bimdið því nær algeran
endi á ferðamannastraum milli
hinna tveggja hluta landsins. Áður
voru hinar löglegu leyfisferðir til
ættingja í Vestur-Þýzíkalandi næst
um áhættulaust tækifæri til flótta.
Nú eru ferðir til Vestur-Þýzka-
lands aðeins leyfðar hinum trygg-
ustu flokksmönnum ,og síðan er
Berlín einasta skarðið í járntjald-
ið þar sem unnt er að komast yfir
landamærin á áhættulítinn hátí. —
Þessar takmarkanir á ferðafrelsi
manna hafa minnkað mjög tæki-
færi manna til flótta, en þess utan
háfa þau rofið tengsl margra fjöl-
skyldna — og það hefur orðið til
að margir Austur-Þjóðverjar hafa
látig til skarar skríða um flótta
til ættingja sinna handan landa-
mæranna.
Austur-þýzkir ferðamenn í Vest
ur-Þýzkalandi hafa aldrei verið
færri en í ár, ef árið 1953 er und-
anskilið. Fyrstu fjóra mánuði ársin
ins 1957 koniu 680.000 ausiur-þýzk
ir ferðamenn til Vestur-Þýzkalands
en á sama tíma í ár hafa yfirvöld-
in aðeins gefið 218.000 manns far-1
arleyfi til að heimsækja ættingja ■
og vini. Lækkunin nemur því 68%. |
Þessar ferðahömlur ná bæði til.
ferða einstaklinga og hópa. Þann-
ig fengu aðeins 13 austur-þýzk!
ferðafélög í ár leyfi til að fara
til sambandslýðveldisins, en tala
þeirra í fyrra var sjaldan undir
100 á mánuði. Bílar er fóru yfir
landamærin voru í febrúar í ár
45% færri en í sama mánuði í
fyrra.
Vonbrigði af fyrri ferðalög'um.
Ferðamannastraumur yfir landa
mærin var mestur frá júlí 1956
fram í ágúst 1957. Þegar þessar
ferðir reyndust ekki hafa það áróð
ursgildi sem kommúnistar höfðu
vonað var þegar í árslok 19 >6 tekið
að halda aftur áf slíkum ferðal'ög-
um. Þannig var öllum embættis-
mönnum í þjónustu ríkisins bann
ag að ferðast til VesturJÞýzka-
lands. í árábyrjun 1957 voru höml
ur settar á ferðalög námsfólks og
kcnnara til Vestur-iÞýzkalands. Um
leið var tekið að hafna öllum
umsóknum vestur-þýzkra skóla er
fara vildu námsferðir til Austur-
Þýzkalands.
Síðan voru allar aðrar reglur um
ferðalög einnig hertar smátt og
smátl. Ef cinhver reyndi samt að
fara yfir landamærin eða hinum
ströngu ákvæðum um ferðalög var
ekki nákvæmlega fylgt var viðkom
andi refsað. Þá var landamæra-
gæzla hert svo mjög að það eitt
nægði til að mönum stæði stugg
ur af frekari ferðalögum. Landa-
mæraeftirlitið var svo slrangt að
það jafnaðist til fulls á við svip-
aðar aðfarir SS-manna og Gestapo
á dögum nazista.
Hin slröngu ákvæði kommúnist’a
um ferðalög milli landshlutanna
hafa haft hörmulegar afleiðingar
Þriár milljónir manna hafa flúið Austur-Þýzka-
land síðan 1949. Mestur flóttamannastraumur
til Berlínar
,Sigrar Austur-þýzka alþýðulýðveldisins . . . “ — Teikning úr þýzku blaði
fyrir mikinn fjölda fólks. Þar sem
fæstir uppfylla öll skilyrði er þarf
til að fá ferðaleyfi hafa tengsl
margra fjölskyldna rofnað til fulls.
Ákvæði um ferðalög.
Ákvæðin um ferðir til og frá
Austur-Þýzkalandi eru nú sem
stendur í stuttu máli á þessa leið:
Öllum ættingjum þeirra er flúið
hafa til Vestur-Þýzkalands er bann
að að fara þangað. Þess utan hvíl
ir ferðabann á öllum þeim sem
grunaðir eru um að vilja flýja, —
og hver er ekki undir þá sök seld-
ur? Þetta bann nær t. d. til allra
þeirra er skiptu sérlega stórum
upphæðum í reiðufé við peninga
skiptin 13. október 1957, fólks
sem ekki vill leggja fram peninga
til fjársafna og fólks sem ekki
kaus við seinustu bæjarstjórnar-
kosningar.
A u s t u r-Þ.| (f ðv e r j a r sem hlotið
hafa vestur-þýzkan ferðastyrk á
fyrri ferðurn þar í landi fá ekki
að fara aftur. Prestar og aðrir
kirkjunnar menn og fjölskyldur
þeirra mega alltaf reikna með
því að umsóknum þeirra verði synj
að.
Verkamenn fá því aðeins að
fara til Vestur-Þýzkalands að um
sókn þeirra fylgi meðmæli for-
stjóra fyrirtækisins er þeir starfa
hjá, yfirmanni starfsfólks, flokks
deildinni á staðnum og verkalýðs
félaginu. Ef verkamaður sem feng
ið hefir fararleyfi snýr ekki heim
aftur eru þeir menn sem gáfu
honum meðmæii dregnir til á-
byrgðar.
Menntamenn eiga það víst að
þeim er enn erfiðara ag fá farar
leyfi en öðrum.
Ákvæði um ferðir til
Austur-Þýzkaíands.
Heimsóknir frá Vestur-Þýzka-
; landi til Austur-Þýzkalands eru
1 yfirleitt ekki leyfðar ef umsækj
andi er blaðamaður, á verulegar
eignir, er eigandi eða forstjóri
meiri háttar fyrirtækis, er prest-
ur eða háttsettur emhættismaður.
Framhald á 8. síðu.
'BAÐsrorAN
Húsmóðir skrifar baðstofunni:
„Mig langar til að skjóta hér að for-
ráðamönnum Mjólkursamsölunn-
ar atriði, sem kemur okkur hús-
mæöum oft afar illa, en það er
aö illmögulegt er nú orðið aö
fá rjóma í lausu máli, eins og óð-
ur fyrri tiðkaðist í allflestum
mjólkurbúðum, bæði neytendum
og seljendum til hagræðis, því á-
reiðanlegt er, að margar inis-
mæður myndu kaupa meiri
rjóma, ef hægt væri að fá hann
í lausu máli.
Minnsta magn, sem nú er yfirleilt
selt, er einn peli, sem koStar tæp-
ar 10 krónur, og er það mikið fé.
Fá heimili hafa efni ó, að kaupa
það magn. daglega, en hins vegar
myndi koma sér vel að geta feng-
ið einn desilítra, til þess að
blanda mjólkina með, sem börn-
in fá út á grautinn, eða til dæm-
is til að punta örlítið upp á kaff-
ið, með því að fá sér rjómakaffi
af og til.
Þá er einnig annað í þessu sam-
bandi, þegar bökuð er terta, að
þá er eirm peli af rjóma í- það
minnsta til að skreyta hana, en
þrír desiIStrar myndu vel duga.
Þarna er talsverður munur fyrir
húsmæður, því þegar einn peli
dugar ekítí, þá verða þær að
kaupa háifan líter, ef vel ó að
vera, og 4>að er allt of mikið í
tertuna.
Elns og þessum málum er nú hált-
að mun toegt að fá rjóma l tausu
máli í tveimur til iþremur mjólk-
urbúðum ‘i Reykjavík. Entbærinn
er stór og þvi geta fáar húsmæð
ur notfært sér það hagræði. En
þá er spurningin. Ef hægt -er að
selja rjóma í lausu máli í örfáum
mjólkurbúðum, því er þá ekki
hægt að gera það í öllum? Þetta
ættu forráðamenn Mjólkursamsöl
unnar að taka til áthugunar og
húsmæður afmennt myndu verða
þeim mjög þakklátar ef þessu
yrði breytt í betra horf ep nú
er“.
Bréfi húsmóðurinnar er lokið, og
vonum við heimamenn í baðstof-
unni, að máli hennar verði vel
tekið.