Tíminn - 30.10.1958, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.10.1958, Blaðsíða 12
Norðan kaldi, léttskýjað. Reykjavík 0 st., — 0—5 st, uia land allt. Fimnitudagur 30. okt. 1958. Tveir biskupar, Hóla- og Skálholts- biskup, sitji á Akureyri og í Rvík ' Nýtt frumvarp um biskupsdæmi tsjóSkirkjunn- ar komií fram á kirkjuþingi sem nefndarálit frá kirkjumálanefnd Á kirkjuþingi í gær kom fram nefndarálit um fyrsta og stærsta mál þingsins að þessu sinni, skipun biskupsdæma þjóðkirkjunnar. Hafði kirkjumálanefnd málið til athugunar og lagði fram drög að frumvarpi um biskupsdæmi þjóðkirkj- unnar, og er það um leið nefndarálit um frumvarp það, sem biskup lagði fyrir þingið. Framsógu af hálfu nefndarinnar hafði séra Þorsteinn B. Gíslason, og rakti hann efni frumvarpsins og nokkrar niðurstöður nefndarinn A.m.k. 12 lífs í námunni NTB-Springhill, 29. okt. — Tólf verkamenn fundust í dag á lífi eftir að þeir höfðu verið innilokaðir i námu í Springhill á Nova Scotia á norðlægri Atlantshafsströnd Kanada, og hafa þeir verið innilokaðir í námunni í nálega viku tíma, eða síðan á fimmtudaginn var. Björgunarmenn höfðu fyrir löngu geíið upp alla von um að nokkrir hinna 95 manna, sem lok uðust niðri í námum þessum við jarðskjálfta, fyndust á lifi. Út- greftri var þó haldið áfram, og beyrðu björgunarmenn i dag hróp manns gegnuin leiðsfurör. Voru þar fyrir tólf menn, 1450 metra niðri i jörðinni. en þjörgunarliðið þarf að grafa sig 20 metra gegnum saman hrunin göng til að kom.ast að þeim. Er búizt við, að mennirn ir 12 verði frelsaðir úr prísundinni í fyrramálið. Til þessa liafa fund- iz‘. 25 lík. Talsmaður námufélags ins í Springhill, en 'þar eru dýpstu námur i Ameríku, sagði, ?ð ekki vmri örvænt um, að fleiri i'yndust lífs. Tveir biskupar í fyrstu' grein frumvarpsins er lagt til að biskupar þjóðkirkjunn- ar verði tveir. Sitji annar að jafn- aði. í Reykjavík og nefnist Skál- holtsbiskup, en hinn að jafnaði á Akureyri og nefnist Hólabiskup. En biskupunum skulu búin dvalar skilyrði í Skálholti og á Hólum. Skulu þeír dveljast þar þegar þeim þykir henta og á prestastefnum og kirkjulegum fundum, sem þar skulu fara fram. | Skálhollsbiskup hefir stjórn og I yfirsókn frá A-Skaftafellsprófasts- | dæmi til N-ísafjarðarprófastsdæm- i is að báðum meðtöldum, og er það kallað Skálholtsbiskupsdæmi, en hinn hluti landsins heyrir undir Hólabiskup og kallast Hólabiskups dæmi. , Biskupskjör I þriðju grein er rætt um bisk- upskjör. Kosningarétt hafa allir prófastar og þjónandi prestar þjóð kirkjunnar í viðkomandi biskups- dæmi, og kjörgegni lil. biskups er hið sama og til prestsembættis. í 4. gr. eru almenn ákvæði um iaun og skrifstofukostnað, en i 5. j grein segir að biskup skuli ví’gja j eftirmann sin, en verði því ekki viðkomið vígi hinn biskupinn. í 6. gr. er sagt, að prestastefn- (Framhald á 2. slðu) Rússnesknr skips- læknir græðir Is- lending við Ný- fimdnaland Frá Fréttaritara Tímans á ísafirði. Togarinn ísborg er á -veiðuin við Nýfundnaland, og i fyrradag um 12 leytið vildi það siys til, að Jóhann Þorvaldsson, til heim- ilis að Bústaðaveg 3 í Reykjavík, missti framan af þrem fingnmi. Meiðsliö var þag alvarlegt, að sýnt var að fara yrði með Joiiann til Kanada, en það er sólarhrings sigling, eða setja liann í skip, scm var að fara til íslands. — í gær bar þar a® rússneskt móð urskip og kom læknir þaðan um borð í togarann og bjó uin meiðsli Jóhanns. Læknirinn skyldi eftir lyf og umbúðir í tog aranum, oig getur Jóhann dvalizt um borð meðan togarinn er að fylla sig. Tvö ný frímerki — að koma út Þriðjudaginn 9. ttesem- ber 1958 mun póst- og símamálastjórnin gefa út tvö ný frimerhi með mynd af stjórnarráöinu Verðgildi frímerkianna verður 2 kr. grsent og 4 kr. rauðbrúnt. Fri- merkin eru prentuð hjá fyrritækinu Hélio Cour voisier S. A„ La Chaux Fonds, Sviss. Frá póst- og símamála- stjórninni. Þrefalt bræðra brúðkau Tvær brúíanna systur Erleedar fréttir VÍSiNDAMENNIRNIR þrír sem fengu eðlisfræðiverðlaun Nóbels^ þessu sinni hafa tilkynnt, að þeir muni glaöir fara til Stokkhólms til að veita þeim viðtöku. McCONE, formaður kjarnorkunefnd- ar Bandaríkjastjórnar sagði í gær. að Rússar væru nú að framkvæma norðan heimskautsbaugs kjprn- orkusprengingar, hinar mestu og öflugustu, sem nokkru sinni hefðu veu'ið gerðar. SÉRNEFND á vegum S. Þ. ræddi í gær tillögu sjö ríkja, þar á meðal Noregs, um að halda skuii saman iherliði því, sem S. Þ. hafa við Súez enn um eitt ár. KIRKJUÞING Finna setti nefnd til að athuga allar hliðar þess máls, sem nú er ofarlega á baugi i finnsku klerkastéttinni, hvort konur skul; fá vigslu. Skal nefndin skila na'sla þingi áliti um þettá. Síöasiliöinn laugardag var þreföld brúðkaupsveizla hald- m í felagsheimnmu Ásgarði í Rangárvallasýstu. Hjónavígsl- an fór fram í Kálfholtskirkju sama dag. Brúðgumarnir þrír voru bræður og tvær brúð- anna systur Gefin voru saman Steinþór Run ólfsson, ráðunautur Búnaðarsam- bands Suðurlands og Guðrún Pálsdóttir frá Stóruvöllum í Land- sveit. Heimili þeirra verður að Hellu. Þorsteinn Runólfs'son, bif- reiðarstjóri, og Ingibjörg Guð- mundsdóttir frá Uxahrygg á Rang árvöllum. Heimili þeirra er að Hellu. Trausti Runólfsson, bóndi (á Berustöðum, og Dýrfinna Guð- mundsdóttir frá Uxahrygg, sysiir I Ingibjargar. Heimili þeirra er á ! Berustöðum, en allir brúðgum- anna eru ættaðir þaðan. Séra Sveinn Ögmundsson gaf brúðhjón- in saman. Á annað hundrað manns sátu veizluna í Ásgarði. Þar var skírð dóttir þeirra hjóna Trausta og Dýrfinnu og var henni gefið nafn- ið Anna Rósa. Scra Sveinn' Ög- mundsson skírði, en hann hefir skírt, ferml og að lokum gift ' bræðurna þrjá. Sátu veizlugestir í miklum í'agnaði langt fram eftir nóttu. Sóra Sveinn, Ögmundsson, Óskar Þorsteinsson, yfirskattrit- ari, föðurbróðir brúðgumanna, I Grettir Ásmundsson, bifreiðar- stjóri, og Stefán Runólfsson, bóndi á Berustöðum mæltu fyrir mumi brúðhjónanna og árnu-ðu þeini heilla. Flutti Stefán mjög snjaíla ræðu og sagði, að brúðhjónin hefðu gefið eftirbreytnisvert for- dæmi, en giftingar gerast nú fá- tíðar í sveitum: Brúðhjónunum barst fjöldi heillaóskaskeyta. Óskar Þorsteins- sen stjórnaði almennum söng og lék undir á orgel. Og ekki hefir í manna minnum verið haldin slik brúðkaupsveizla í Ásahreppi. Páfi ávarpar leið- toga heimsbyggð- arinnar NTB-Vatíkanríkinu, 29. okt. — Jóhannes páfi XXIII. hélt í dag fyrstu opinberu ræöu sína og talaði í útvarp Vatíkansins. Beindi hann máli sínu til allra ríkisleið- toga heimsins og skoraði á þá að stuðla að friði og láta hugrekki og traust ráða gerð um sínum Skoraði hann á þá að leggja niður kjarnorkúvopnin. „Fólkið vill frið en ekki ný vopn“. — (Framhald á 2. siðu) SAMVINNUSKÓLAFÓLK STATT Á AKUREYRI Síðastliðið sunnudagskvöld komu til Akureyrar nemendur og kenn- arar Samvinnuskólans í Bifröst. Voru þar 71 saman í för, þar af fjór- ir kennarar. Fararstjóri var Gunnar Grímsson. Aðrir kennarar í för- inni voru Hróar Björnsson, Snorri Þosteinsson og Höður Haraklsson. Var einkum skoðuðu hin fjölþætta iðnaðarstarfsemi samvinnumanna á Akureyri, en einnig aðrir merkisstaðir og stofnanir í bænum. — Hélt hópurinn til Hótel KEA og þá hádegisverð í boði kaupfélagsins. Annar dvalardagurinn á Akureyri var farinn um nágrenni bæjarins og fyrirtæki skoðuð. Nemendur kepptu í knattspyrnu við starfsmenn KEA. Var þetta ágæt ferð og gott að hefja nám í Samvinnuskólanum með því að heimsækja mesta samvinnubæ landsins. (Ljósm.: ED). Engir samníngar um landhelgi Fær- eyja þar til eftir kjör lögþings ViSræður fóru í dag fram milli sendinefnda Dana oy Brefa um fiskveiðilandhelgis! mál Færeyinga. Fóru viðræð! urnar fram í London. Ekki er getið um árangur af fundi þessum, en þar var það eitt ákveðið að fresta skuli frek- ari viðræðum Dana og Breta um þetta mikla vandamál þangað til einhvern tíma í nóvembermánuði. Þótti ráð- legast að fresta öllum samn- ingaviðræðum þar til lokið hefir verið kosningum til færeyska lögþingsins, en þær hafa verið ákveðnar 8. nóvember.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.